Morgunblaðið - 29.09.1957, Page 15
Sunnudagur 29. sept. 1957
nronnrnvnr 4ðib
i»
— Reykjav'ikurbréf
Framh. af bls. 9
þær yfirlýsingar, sem gefnar
höfðu veríð í sambandi við nauð-
»yn á samstarfi við þau öfl, sem
mikilsráðandi væru innan Al-
þýðusamtakanna".
Hér snýr Eysteinn Jónsson
staðreyndunum hreinlega við. —
Hann segir, að samningarnir við
kommúnista hafi verið í „sam-
ræmi við þær yfirlýsingar, sem
gefnar höfðu verið“, þó að þær
brytu alveg og óumdeilanlega
þvert á móti þeim.
Spurningin er þessi:
Er Eysteini, sem hefur haft
það sér til ágætis, að hafa ljósa
greind, og vilja standa við orð
sín, svo brugðið, að hann greini
ekki lengur á milli og villist al-
gjörlega á sönnu og ósönnu, eða
grípur hann til vísvitandi ósann-
inda sér til afsökunar?
Ekki einsdæmi
tír þeirri spurningu skal ekki
reynt að leysa hér, en aðeins rifj-
að upp, að þetta er ekki í eina
sinnið, sem Eysteinn Jónsson
verður á síðustu mánuðum ber
að ósannindum, hvort sem þau
eru vísvitandi eða um minnisbil-
un er að ræða.
Eysteinn neitaði því á sl. vori,
að ríkisstjórn Ólafs Thors hafi
fyrir kosningar 1956 átt kost á
láni til Sogsvirkjunarinnar, vest-
ur í Bandarikjunum og á stórri
lántöku í Þýzkalandi. Eysteinn
Jónsson hefur öll skilyrði til að
vita eða a. m. k. kynna sér, að í
þessari yfirlýsingu fór hann með
rangt mál.
Lántaka til Sogsins var fáan-
leg í Bandaríkjunum á þessum
tíma, ef menn vildu binda sig til
sölu rafmagns til herstöðva
Bandaríkjamanna á Keflavíkur-
flugvelli. Eins og á sóð fyrir
kosningarnar þótti ekki rétt að
taka málið upp á þeim grund-
velli, heldur sjá, hvað úr yrði
eftir kosningarnar. Þetta hlýtur
Eysteinn Jónsson að vita eða a.
m. k. geta kynnt sér, hafi það
farið fram hjá honum vegna
fjarveru í kosningabardaganum
1956. Með öllu er aftur á móti
óhugsandi, að Eysteini hafi ver-
ið ókunnugt um lánstilboðið frá
Þjóðverjum rétt fyrir kosningarn
ar 1956. Synjun Eysteins á vit-
neskju sinni um það er því ótrú-
legri en tali taki.
A sama veg gerði Eysteinn
Jónsson hlut sinn of lítinn, þeg-
ar hann lét Tímann hafa það eft-
ir sér, að hann minntist ekki þess
að fyrrverandi menntamálaráð-
herra hefði á sínum tíma stungið
upp á því að sameina mennta-
málaáðuneytið dómsmálaráðu-
neytinu, en sú tillaga strandað á
algerum afsvörum Eysteins Jóns-
sonar. Þetta er staðreynd, sem
óskiljanlegt er, að Eysteinn skulí
hafa geð í sér til að neita.
Framsóknarmenn sýna veik-
leika sinn í fáu betur en hinum
sífeldu ósannindum, er einkenna
málflutning þeirra. Þó er hér stig
munur á, þegar Bernharð Stef-
ánsson segir t. d.:
„----------ekki er annað hægt
að sjá, en að Sjálfstæðisflokkur-
inn----------hafi nú stutt þessi
verkföll og hvatt til þeirra“, þá
er rétt, að ekki er annað hægt
Isskápur 7 cbf.
þvottavél NORGE, eldavél,
ryksuga, nýlegt, til sölu,
eftir kl. 1, mánudag, að
Spítalastíg 1,
3ja herb.
íbúð til leigu
Miðhæð í nýbyggðu húsi til
leigu frá 2ö. okt. n.k. Hálfs
árs fyrirframgreiðsla ósk-
ast. Tilboð merkt: „Hagar
— Grímstaðarholt — 6774",
sendist Mbl. fyrir mánudags
kvöid.
Fasteignir og verðbréf sf.
Austurstræti 1
Til sölu fuligerðar og fokheldar ibúðir og heil hús
í Reykjavík, Hafnarfirði og í Kópavogskaupstað.
Höfum kaupendur að íbúðum af ýmsum stærðum.
Sími 13400.
Stóruvogar, Vatnsleysuströnd, Guilbr.sýslu.
tvær íbuðir
fást leigðar þar aðgreindar
eða sameiginlega.
Upplýsingar í síma 14554.
að sjá af Tímanum. Ef Bernharð
trúir Tímanum enn, þá er fyrir-
gefanlegt, að hann útbreiði þessa
kenningu. Hann býr ósannindin
a. m. k. ekki til, heldur hefur þau
aðeins eftir öðrum. Eysteinn Jóns
son fer öðru vísi að. Hann er
sjálfur staðinn að verki sem upp-
hafsmaður margfaldra ósann-
inda. Ef málstaður hans væri góð
ur, myndi hann ekki þurfa á þvi-
líku að halda, og vissulega er að
honum kreppt, þegar maður með
hans vitsmuni lætur leiða sig til
slíks.
Samkomur
Fíladelfía
Sunnudagsskóli kl. 10,30 í Eski
hlíðarskóla á sama tíma og Hverf-
isgötu 8, Hafnarfirði. — öll börn
velkomin.
Safnaðarsamkoma, kl. i. Söfn-
uðurinn beðinn að fjölmenná.
Vakningarsamkoma kl. 8,30.
Ræðumenn Kyvik og Ásmundur.
— Allir velkomnir.
ZION
Almenn samkoma í kvöld kl.
8,30.
Hafnarfjörður: — Almenn sam
koma í dag kl. 4 e.h. — Allir vel-
komnir.
— Heimatrúboð leikmanna.
Bræðraborgarstíg 34.
Almenn 'samkoma í kvöld kl.
“,30. — Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Kl. 11 Helgunarsamkoma. —
Kl. 14 Sunnudagaskóli. — KI.
20,30 F'agnaðarsamkoma fyrir
deildarstjórann S. major Gulbrand
sen.
Mánudag: Kl. 16 Heimilasam-
band. — Kl. 18 Barnasamkoma.
Almennar samkomur
Boðnn fagnaðarerindisins
Austurgötu 6, Hafnarfirði, á
sunnudögum kl. 2 og 8.
C. E. Guenther frá Washington
flytur erindi í Aðventkirkjunni í
kvöld kl. 8,30 um efnið: Það er
lausn að fá á vandamálum nútím-
ans. — Allir velkomnir.
Aðventsöfnuðurinn.
Mjög ódýrt
ORGEL
til sölu á Kópavogsbraut 50
(neðri hæð).
Félagslíf
Hauslmót 3. fl. A
Sunnudaginn 29. sept. á Há-
skólavellinum kl. 9,30 K.R. —
Þróttur. Kl. 10,30 Valur — Fram.
— Mótanefndin.
Haustmót 2. fl. A
Sunnudaginn 29. sept. á Há-
skólavellinum kl. 14.00 K.R. —
Víkingur. — Mótanefndin.
Haustmót 3 fl. B
Sunnudaginn 29. sept. á Vals-
vellinum kl. 9,30 Valur — Fram.
— Mótanefndin.
Skiðafólk
Munið eftir sjálfboðaliðsvinn-
unni um helgina, við lýsinguna og
dráttarbrautina í Hverardölum.
— Skíðaráð Reykjavíkur.
Þróttur — Handknattleiksdeild
Aðalfundur dcildarinnar verður
haldinn í skála félagsins við Ægis
síðu, miðvikudaginn 2. október kl.
20,30 og hefst réttstundis. Dag-
skrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. — Áríðandi er að
þeir, sem hyggjast æfa í vetur,
mæti. — Stjórnin.
I. O. G. T.
Stúkan Framtíðin no. 173.
Fundarefni annað kvöld:
Kosning embættismanna.
Skuggamyndir.
Minnzt merkis afmælis.
Kaffi.— Æt.
Stúkan Vikingur.
Fundur annað kvöld, mánudag,
kl. 8,30 í GT-húsinu.
Félagsmál.
Kosning embættismanna.
Við gluggann. Frásaga.
Fjölsækið stundvíslega. — Æ.t.
Barnavinafélagið SUMARGJÖF
Framhaldsaðalfnndur
verður haldinn að Tjarnargötu 33, miðvikudaginn
2. október nk. og hefst kl. 8,30.
DAGSKRÁ:
1. Framtíðarrekstur félagsins
2. Lagabreytingar
3. Stjórnarkjör
4. Onnur mál.
Stjórnin.
Röskur
sendisveinn
ÓSKAST STRAX
Olíufélagið Skeljungur hf.
Tryggvagötu 2.
Ábyggileg stúlka óskast
hálfan daginn, til afgreiðslustarfa.
Upplýsingar á staðnum.
Útför eiginmanns míns
ÓLAFS T. SVEINSSONAR
fyrrverandi skipaskoðunarstjóra ,er andaðist hinn 22. þ.
m., verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1. okt.
kl. 2 e.h.
Blóm eru afþökkuð, en vilji einhverjir minnast hins
látna, er bent á líknarstofnanir.
Ólöf Sigurðardóttir.
Þökkum hjartanlega alla samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför
GUÐLAUGAR TÓMASDÓTTUR
Sérstaklega þökkum við læknum hjúkrunar og starfs-
liði Hvítabandsins fyrir auðsýnda einstæða alúð og
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Guðmundsson
Tómas Sigurðsson