Morgunblaðið - 29.09.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.09.1957, Qupperneq 9
Sunnudagur 29. sept. 1957 MORCrMtT 4ÐIÐ 9 Laugard. 28 sept. Sauðfjjáreignin FRÓÐIR menn telja, að í sumar hafi 1,4 millj. sauðfjár verið á beit hér á landi. Féð hefur að langsamlega mestu leyti verið fram til fjalla og undanfarna daga hefur þess verið leitað, það rekið í réttir, dregið í dilka og síðan farið með það í heimahaga. Búizt er við, að 500.000—600,- 000 fjár verði slátrað í haust. Fyr ir meirihluta kjötmagnsins er markaður hér á landi. En að veru legu leyti, svo þúsundum tonna skiptir, verður að flytja það úr landi. Tíminn hældist um yfii því í sumar, að núverandi ríkisstjórn hefði veitt búsafurð- um bænda sams konar rétt tii uppbóta og öðrum framleiðslu- vörum landsmanna. Ekki er vitað í hverju'sú nýjung er fólgin, því að fyrrverandi stjórnir hafa sízt látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Munurinn er sá, að með vax- andi sauðfjáreign er þörfin á út- flutningsuppbótum meiri en áð- ur. Um skeið var féð nær helm- ingi færra en nú vegna mæði- veikinnar, og hrökk kjötfram- leiðslan þá ekki til fyrir innan- landsmarkaðinn. Nú er, sem bet- ur fer, orðin á þessu gerbreyting. Sumir forystumenn landbúnaðar- ins óttast m. a. s. offramleiðslu á landbúnaðarvörum. En eins og Pétur Ottesen sagði á bændadegi Borgfirðinga 1. sept. sl., mega bændur ekki láta stundarerfið- leika á sölu landbúnaðarafurða buga sig. Pétur Ottesen taldi þá að úr myndi rætast með síauk- inni fólksfjölgun og aukinni iðn- væðingu landsins. Enda kemur ekki til mála, að landbúnaðurinn verði látinn búa við lakari skil- yrði til útflutnings en aðrar út- flutningsgreinar. Hitt er annað mál, eins og Jón Pálmason réttilega hélt fram a Alþingi í vetur, að aðrar fram- kvæmdir í landbúnaðinum, eru eins og nú horfir, bændastétt- inni nauðsynlegri en stóraukin ræktun. Bættur húsakostur og auðveldari aðstaða til að stofna bú, eru nú mest aðkallandi úr- lausnarefnin. Þá verður að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til að bæta heimamarkaðinn. Bæjarböriiin koma heim Eftir að réttum er lokið, koma þau börn og unglingar úr bæjun- um, er lengst hafa dvalizt í sveit yfir sumarið, heim, enda eru skólar nú flestir um það bil að byrja og sumir þegar hafnir. — Dvöl bæjarbarna á sveitaheimil- um er merkur þáttur í íslenzku uppeldi. Með því móti kynnast börnin þjóðlífinu, atvinnuhátt- um, húsdýrum og náttúrunni miklu betur en annars væri nokk ur kostur. Vist á góðu sveita- heimili er þroskavænlegri en löng skólaganga. Því miður verð- ur erfiðara um slíka dvöl, eftir því sem fólki fækkar í sveitum en fjölgar í kaupstöðum. Þar á móti vegur nokkuð, að unglingar geta nú, a. m. k. stundum, orðið að enn meira gagni en áður vegna vélvæðingarinnar á sveita- heimilunum. Alliafnasvæoi æskunnar Þegar börnunum fjölgar í bæn- um, vakna áhyggjurnar yfir hætt ufium, sem þar vofa yfir, bæði vegna umferðarinnar og skorts- ins á olnbogarými í þröngbýlinu. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. minntist á þetta vandamál, í orð- um, er hann mælti við opnun þriggja nýrra leikvalla hér í Reykjavík nú í vikunni. Morgun- blaðið skýrði þá svo frá ummæl- um borgarstjóra: „Borgarstjóri kvað þó bæjar- yfirvöldin ekki ein hafa skyld- um að gegna gagnvart yngstu borgurunum. Vegfarendur og einkum bifreiðastjórar þurfa að sýna fulla aðgæzlu, er börn eiga í hlut. Foreldrum barna og húsa- og lóðaeigendum ber og skylda til að gera lóðir sínar þannig úr garði, að börn geti unað þar við leiki. Allt of mikið ber á því, að lóðir umhverfis íbúðarhús séu gerðar að skrúðgörðum, sem lok- aðir eru yngstu íbúum húsanna. Það er góðra gjalda vert að hafa skrúðgarða, en húsagarðana má ekki miða eingöngu við það. Bæj- arfélagið hefur tekið upp þann hátt að setja það skilyrði fyrir úthlutun lóða, að viss hluti þeirra sé ætlaður börnum. Þetta er á byrjunarstigi og nokkuð skortir á skilning fólks á þessari nauðsyn. Borgarstjóri kvað það hafa uppeldisgildi, að börnin gætu verið heima við leik, auk þess sem það drægi úr slysa- hættu og þau væru í öruggri um- sjón“. Hér er enn á ný hreyft mikils- verðu máli, sem sums staðar hef- ur því miður ekki verið haft nægi lega í huga við uppbyggingu þessa bæjar. Fegrun bæjarins er mikilsverð og raunar ómetanleg. Þó hefur þeim, er þetta ritar, fundizt hæp- ið að verðlauna húseigendur ein- ungis fyrir fegurðargildi garða þeirra. Enn meira er um það vert, að garðarnir komi ýngstu íbúunum að notum, verði skjól- garðar fyrir vöxt æskunnar, sem framtíð bæjarfélagsins er undir komin. Alveg eins og menn eru nú hættir að hafa í húsum sínum „beztu stofur“, sem einungis eru ætlaðar til að leiða gesti í nokkr- um sinnum á ári, er það einnig úreltur hugsunarháttur, að hafa garðana kringum húsin svo fína, að blessuð börnin megi helzt ekki stíga þangað fæti. Agætt félagsstarf Sjálfstæðismenn hafa haldið uppi fjörugu félagslífi víðs vegar um landið með héraðsmótum sín- um. Þau hafa undantekningar- laust farið ágætlega fram og sýnt styrk og samheldni flokks- manna. Um þessar mundir er félags- starfið að hefjast í bæjunum. í Reykjavík hefur það þó engan veginn fallið niður í sumar, sam- anber Varðarferðina margumtöl- uðu austur í sveitir. Öfundin yfir henni fæddi af sér forystugreinar í öllum andstöðublöðunum og entist Tímanum til fáfengilegs narts vikum saman. Þá var ágæt- ur Varðarfundur haldinn um miðjan sept. út af frumhlaupi Hannibals Valdemarssonar gegn velfarnaði Reýkjavíkur. Gunnar Thoroddsen hélt þar frumræðu, sem mjög var rómuð, og- Ólafur Thors, Guttormur Erlendsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson héldu einnig ágætar ræður. Þótt fundurinn væri haldinn fyrr en venja er til, að stjórnmálafundir hefjist, var hann með allra fjöl- mennustu samkomum, sem haldn ar eru. Þá var nú í vikunni haldið spilakvöld í Sjálfstæðishúsinu og var venju samkvæmt húsfyllir Sumir höfðu talið óráðlegt að hefja spilakvöldin svo snemma, en raunin varð önnur. Á þessu spilakvöldi hélt Jóhann Hafstein, bankastjóri, mjög snjalla ræðu, þar sem hann sýndi fram á öng- þveiti það og stefnuleysi, er ríkti nú í íslenzkum stjórnmálum, gagnstætt því, sem væri t.d. bæði í Þýzkalandi undir stjórn Aden- auers og Bretlandi, þar sem til öflugra ráðstafana hefði verið gripið til að halda uppi gengi pundsins, þegar flestir hefðu bu- izt við, að það mundi falla í verði. Eðlisávísuu greindinni yfirsterkari Hermann Jónasson er í eðli sínu hreinn ævintýramaður. — taldi Eysteinn það jafnt eiga við um Framsóknarflokkinn sem aðra. Engu að síður fór svo, að Her- mann Jónasson braut fyrst mót- stöðu Eysteins gegn kommúnist- um á bak aftur og hnoðaði brotin síðan svo, að Eysteinn Jónsson er nú orðinn sá meginás, er ver kommúnista á íslandi frá falli og algerri upplausn. Sjálfsblekkingar Eysteios Hermann Jónasson vissi að honum væri þýðingarlaust að ætla að leiða Eystein Jónsson beina leið til samstarfs við komm únista. En eðlisávísunin hafði sagt Hermanni, að þvílíkt sam- starf væri einasta leiðin til að þjóðin yrði aðnjótandi forystu sjálfs hans.'Hermann gérði þess vegna ráðstafanir sínar á bak við Eystein, ginnti hann fyrst til sam starfsslita við Sjálfstæðismenn og gífuryrða í þeirra garð, er gerðu honum sem allra erfiðast fyrir um að leita þangað á ný. Allt var þetta gert í skjóli þess, að bandalagi Framsóknar og Al- þýðuflokks mundi auðnast að ná hreinum meirihluta á Alþingi. Eysteinn Jónsson trúði á þann möguleika í raun og veru, enda setti hann kosningaklækina ekki fyrir sig, því að þeir helgðuðust í hans huga af hagsmunum Fram- sóknarflokksins. Hitt er annað mál, hvernig nokkrum gat til hugar komið, að svo veikur, rangfenginn mein- hluti á Alþingi en vitaður minni- hluti hjá þjóðinni, yrði þess megnugur að ráða við úrlausn nokkurs vanda. Hugurinn ber mann hálfa leið og yfirráðalöng- un og flokkshyggja Eysteins hafði ekki fengið að njóta sín í samstarfinu við Sjálfstæðismenn Með Alþýðuflokkinn fyrir hinn eina samstarfsflokk hélt Éysteinn að hann fengi þá sterkari að- stöðu, sem hugur hans girntist. „Ekkert samstarf við kommúnista4i Þegar hér var komið var Ey- steinn enn staðráðinn í því að vinna alls ekki með kommúnist- um. Hann fór víðs vegar um land ið vorið 1956 og lýsti yfir því, m. a. á öllum eða flestum fram- boðsfundum í sínu eigin kjör- dæmi, að slík samvinna kæmi ekki til greina. Hann réði því einnig að Tíminn gaf fjölda yfir- lýsinga þess efnis. Hin skorin- orða yfirlýsing Haralds Guð- Þessi sérkennilega mynd er tekin við Dyrhólaey þar sem móbergslögin hafa grafizt sundur við hamfarir náttúrunnar. Mýrdalsjökult sést í baksýn. (Ljósm.: Sig. J.) REYKJAVÍKURBRÉF • Hann metur og ekki sérstaklega mikils gáfnafar manns eins og Eysteins Jónssonar, en hælir sér af því að búa yfir ein- hvers konar eðlisávísun. — Hann er sannfærður um það, að vegna þessarar ávísunar sé hann fæddur til að stjórna Is- landi. Skipti í raun og veru ekki miklu með hverjum eða eftir hvaða kenningum það sé gert, að- eins ef hann sjálfur hefur völd- in. Við öflun valdanna og varð- veizlu sýnir Hermann stundum ákvörðunardug, röskleika og jafn vel iðjusemi, sem honum annars er framandi, því að út af fyrir sig unir Hermann sér betur við laxveiðar en við störf í stjórnar- ráðinu, þó að hann kjósi helzt að eiga innhlaup á hvoru tveggja staðnum, vönduðum laxveiði- skála og hvíta húsinu við Lækj- artorg. Eysteinn Jónsson er aftur á móti maður vinnusamur og íhug- ull, er reynir að brjóta málin til mergjar, hann hefur ljósa greind og ákveðnar skoðanir, sem þó mótazt mjög eftir hagsmunum Framsóknarflokksins hverj u sinni. Eysteinn er í eðli eindreg- inn lýðræðissinni og að upplagi mjög andsnúinn kommúnistum Kemur það bæði af eigin skoð- unum og sannfæringu um að allir flokkar hafi, þegar til lengdar lætur, ógagn af því að vinna með kommúnistum. "Til skamms tíma mundssonar um, að með komm- únistum yrði alls ekki unnið, var og einmitt samin í samráði við Eystein Jónsson og flutt með vit- und hans og vilja. Á sjálfan kosningadaginn, þann 24. júní 1956, sagði Tíminn: „Ekkert samstarf við komm únista um stjórnarmyndun — Finnbogi Rútur grípur til hreinna ósanninda. Þjóðviljinn hefur þá fregn að færa liði sínu við lok kosninga- bardagans, að „ákveðið hafi verið í herbúðum Hræðslubandalags- ins, að leita til okkar um stjórn- arsamvinnu eftir kosningar". Eins og margbúið er að lýsa yfir af hálfu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins er þetta uppspuni frá rótum og ekkert samstarf verður haft við þetta bandalag kommúnistanna um stjórn, af því að þeir eru ekki hóti samstarfshæfari en áður, þótt þeir hafi skipt um nafn. Eina leiðin til að fá vinstri stjórn er að veita umbótaflokk- unum hreinan meirihluta“. Þessi yfirlýsing' Tímans var í samræmi við fjölmargar aðrar yfirlýsingar hans. Eysteinn Jóns- son stóð að þeim öllum. Hermann Jónasson var aftur á móti staðráðinn í að hafa þær að engu. Hann leyfði Eysteini að láta eins og hann vildi, af því að hann vissi, að hann mundi hafa hann í hendi sér að kosningum loknum, ef færi byðist á annað borð. Eins og Hermann eitt sinn sagði: Eysteinn bognar ekki, held ur brotnar. Þetta urðu orð að sönnu. Brotinn maður Eftir kosningarnar var Ey- steinn Jónsson vissulega brotinn maður. Von hans um sigur Hræðslubandalagsins og þar með örugg völd Framsóknar, var úr sögunni. Hann taldi sjálfan sig hafa brotið brýrnar til Sjálfstæð- isflokksins. Enda var honum svars vant við þeirri spurningu, hvernig Framsókn gæti í þriðja skiptið í röð rofið samstarfið við Sjálfstæðismenn rétt fyrir kosn- ingar, sagzt ekki ætla að vinna með þeim, en tekið svo upp sam- starfið eins og ekkert hefði í skor izt, eftir kosningarnar. Án valdanna taldi Eysteinn Framsóknarflokkinn vera 1 bráðri hættu um að liðast í sund- ur eða a. m. k. tapa stórlega fylgi. Hann átti því ekki margra góðra kosta völ. Hermanni veittist þess vegna auðvelt að fá hann til að fallast á samstarfið við kommún- ista. Án þess urðu völd Fram- sóknar ekki iryggð, og París er þó einnar messu virði, eins og þar stendur. Þess vegna valdi Eysteinn Jóns son þann kost að rjúfa þau fyrir- heit, er hann hafði gefið um að vinna ekki með kommúnistum. Haraldi Guðmundssyni var fórn- að, látinn víkja af þingi og rek- inn í gullna útlegð til Noregs. „Að s jálfsögðu“ svikið Nú er það svo, að nauðsyn brýtur lög. Stundum getur verið ómögulegt að fullnægja loforð- um, sem gefin hafa verið. Þá er happadrýgst og karlmannlegast að viðurkenna hreinlega, að manni hafi yfirsézt og ekki sé um annað að gera en að ganga á bak orða sinna. Hið lærdómsríkasta við feril Eysteins Jónssonar á sl. ári er ef til vill það, að hann skyldi ekki velja þann kost heldur hinn, sem Dagur ljóstraði upp nú ekki alls fyrir löngu. Þá hafði Dagur þetta eftir Eysteini Jónssyni á stjórnmálafundi í Eyjafirði: „Hann minntist á bandalag Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins í síðustu kosningum og hefði verið stefnt að hreinum meirihluta. Hann hefði ekki náðst svo sem kunnugt væri, og hefði þá að sjálfsögðu verið tek- inn sá kostur að semja við Al- þýðubandalagið í samræmi við Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.