Morgunblaðið - 29.09.1957, Side 12

Morgunblaðið - 29.09.1957, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. sept. 1957 !A ustan Edens eftir John Steinbeck 143 Vegna hanzkanna virtust hend- ur hennar stórar og þrútnar. Hún hreyfði sig, líkast því sem hún væri í glerhúsi. Hún talaði ekki við neinn og virtist ekki taka eft- ir neinum^ Öðru hverju sneru menn sér við og horfðu á eftir henni, en héldu svo áfram sína leið, augljóslega órólegir í skapi, jafnvel hræddir. En að mestu leyti gekk hún um göturnar, eins og ósýnileg vera. 1 margar vikur veitti Cal þann ig Kate eftirför. Hann ge: ði enga tilraun til að draga að sér at- hygli hennar. Og þar sem það var fastur vani Kate að horfa ávallt fram fyrir sig og líta hvorki til hægri né vinstri, var Cal sannfærð ur um það, að hún veitti sér enga eftirtekt. Þegar Kate fór inn í garðinn sinn, gekk Cal framhjá og hélt heim til sín, eftir annarri leið. Hann hefði ekki getað tilgreint neina sérstaka ástæðu fyrir eftir- för sinni nema ef vera kynni það, að hann iangaði til að vita sem mest um hagi móður sinnar og hátterni. -□ Þýðing Sverrii Haraldsson □---------------------□ Sjöunda mánudaginn, sem Cal rak þessar njósnir sínar, lauk hún ferð sinni og I.varf inn í vanhirta garðinn sinn eins og venjulega. Cal beið eitt andartak, svo slangraði hann framhjá hinu hrörlega garðshliði. Kate stóð bak við hátt, ógrisj- að þyrnigerði og horfði með tor- tryggni í svipnum á hann. — „Hvað vilt þú?“ spurði hún kuldalega. Cal varð svo hverft við, að hann stirðnaði allur upp. Það var eins og tíminn stæði kyrr og hann dró varla andann. Svo greip hann til bragðs, er hann hafði lært mjög ungur. Hann fór að athuga og hugsa um aðra hluti, óskylda því viðfangsefni er hann stóð and- spænis. Hann sá hvernig sunnan- vindurinn beygði og bældi yngstu og veikustu sprotana í þyrnigerð- Til slóturgerðar og niðursuðu Niðursuðuglös — Sultuglös — Betamon — Atamon — Sultuhleypir — Bensósúrt Natron — Flöskulakk — Teygjur — Cellóphanpappír — Pergamentpappír — Kork tappar — Vínsýra — Edik — Paprika —• Ediksýra — Spánskur pipar — Piparkorn — Sinnepskorn — Negull, heill, steyptur — Allrahanda —» Rúgmjöl — Kalk — Sláturgarn — Saltpétur — VaniUusykur — Rúsínur. XUUaUöhU, U P O - þvottavélar Með og án þvottavindu. Nokkur stykki óseld. Ný sending væntanleg. Tökum á móti pöntunum. Harrnes Þorsteinsson & Co. inu. Hann sá leirugan garðstíg- inn, sem margir fætur höfðu troð- ið og traðkað. Hann heyrði eim- lest á Southern Pacific-stöðinni blása gufu með hásu, hvæsandi hljóði. Hann fann svalt kvöldkul- ið leika um vanga sína. Gg allan tímann starði hann á Kate og hún starði á hann. Og hann sá það á augum hennar, lit þeirra og lög- un og á hárinu, já, og jafnvel á því hvernig hún hreyfði axlimar, að Aron líktist henni mjög mikið. Hann þekkti ekki sitt eigið andlit nógu vel til þess að vita, að munn- svipinn, litlu tennurnar og háu kinnbeinin hafði hann hlotið að erfðum frá henni. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þú eltir mig“, sagði Kate eft- ir stundar þögn. — „Hvað er það eiginlega sem þú vilt?“ Hann laut höfði: — „Ekki neitt“, sagði hann. „Hver sagði þér að gera þetta?“ spurði hún. „Enginn". „Þú vilt ekki segja það, eða hvað?“ Svarið kom áður en hann sjálf- ur vissi af og hann hlustaði skelfdur á orð sín: — „Þú ert móðir mín og mig langaði til að sjá hvernig þú værir“. Þetta var sannleikurinn sjálfur og hann hafði hrokkið af vörum hans eins snöggt og slöngubit. „Hvað? Hvað áttu við, dreng- ur? Hver ert þú?“ „Ég er Cal Trask“, sagði hann. Hann fann að henni fataðist jafn- vægið. Hann sá, að hún riðaði á fótunum, eitt andartak. Nú hafði hann yfirtökin og þótt svipur hennar hefði ekki breytzt neitt, þá fann hann að hún var komin í varnarstöðu. Hún virti hann nákvæmlega fyrir sér og athugaði hvern drátt í andliti hans. Óljós mynd af Charles kom fram í huga hennar. Allt í einu sagði hún: — „Komdu með mér“. Svo sneri hún sér við og gekk eftir stígnum, heim að húsinu. Cal hikaði andartak, áður en hann fylgdist með henni. Hann mundi eftir stóru, rökkruðu stof- unni, en allt annað sem augun hans mætti var honum nýtt og framandi. Kate gekk á undan hon um eftir löngum gangi og til her- bergis síns. Þegar hún gekk fram- hjá eldhúsdyrunum, ke.llaði hún: „Te. Tvo bolla". Þegar in‘ í herbergið kom, virt- ist hún alveg hafa gleymt hon- um. Hún smeygði sér úr kápunni, með því að toga í ermarnar með stirðum, hanzkaklæddum fingrun- um. Svo gekk hún að nýjum dyr- um, sem teknar höfðu verið á vegg inn, í endanum á herberginu, rétt við rúm hennar. Hún opnaði dyrn- ar og gekk inn í örlitla kompu. „Komdu hingað inn“, sagði hún — „og taktu þennan stól með þér“. — Hann fylgdist með henni inn í vistarveru, sem líkari var skáp en herbergi. Þar voru engir glugg ar og ekkert skraut af neinu tagi. Ódýr innskotsborð úr teakvið 995 kr. úr mahogny 950 kr. einnig skrifborð frá 1850 kr. og stakir stólar frá 1350 kr. Húsgagnaverzlun Gunnars Mekkinóssonar. Laugaveg 66. — Sími 16975. Ath: Saumum brúðarkjóla eftir pötunum með stuttum fyruvara. MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 MARKCS Eftir Ed Dodd l ALU RIGHT, VOU FOOL I DOG...NOW LEAD THE , COLT ON OUTA HERE... 1) _ Jæja, litli kjáni minn. Nú i 2) — Ég vona að þú þekkir komum við allir, ef þú vísar okk- j stíginn til baka. ur leiðina út úr skóginum. 3) Það er undarleg halarófa hættur, svo sem hvolps, hests og manns, sem fær- bolir. — ist út úr skóginum. En þeirra bíða brennandi trjá- Veggirnir voru málaðir dökkgráir og þykkt, grátt teppi huldi allt gólfið. Einu húsmunirnir sem þar voru sjáanlegir voru fyrirferðar- mikill hægindastóll með gráum silkipúðum, stillanlegt lestrarborð og gólflampi með mjög lágri hlíf. Kate kippti í Ijósasnúruna á lamp- anum, án þess að taka af sér hanzk ann. — „Lokaðu hurðinni", sagði hún. Ljósið varpaði hring á lestrar- borðið, en annars var ekki nema veik skíma í herberginu. Hinir gráu veggir virtust soga í sig bjarmann frá lampanum og eyða honum. Kate settist varlega á milli þykku dúnpúðanna og dró hanzk ana hægt af höndum sér. Firigurn ir á báðum höndum voru reifaðir. „Hvers vegna glápirðu svona eins og bjáni?“ sagði Kate gremju iega. — „Þetta er liðagigt. Oh, kannske þig langi til að sjá það, eða hvað?“ Hún vafði fitugljáandi sárabindið af vísifingri hægri handar og bar krepptan fingurinn upp að lampanum. — „Gerðu svo vel — skoðaðu hann nú“, sagði hún. „Þetta er liðagigt“. Hún kveinkaði sér af sársauka, þegar hún vafði bindið lauslega um fing urinn aftur. — „Hanzkarnir særa mig“, sagði hún. — „Fáðu þér sæti“. Cal tyllti sér fremst á stólbrún- ina. — „Þú færð hana sennilega lfka með aldrinum", sagði Kate. — „Amma mín hafði hana og mamma fór að finna til hennar, rétt áður en ....“. Hún lauk ekki við setn- inguna og það varð algerlega hljótt í herberginu. Svo var barið létt á dyrnar. — Kate kallaði: — „Ert það þú, Joe? Láttu bakkann niður þarna frammi. Ertu þarna, Joe?“ Einhver heyrðist muldra frammi á ganginum. Kate sagði hljómlausri röddu: „Það er eitthvert rusl frammi í anddyrinu. Hreinsaðu það í burtu. Anna hefur ekki tekið til i her- SHlltvarpiö Sunnudagui 29. september: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Fossvogskirkju —• (Prestur: séra Gunnar Árnason. Organleikari: Kristinn Ingvars- son). 15,00 Miðdegistónleikar —• (plötur). 16,30 Veðurfregnir. —• Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórshöfn). 17,00 „Sunnudagslög in“. 18,30 Harnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 19,30 Tón- leikar (plötur). 20,20 Tónleikar (plötur). 20,35 Ferðaþáttur: — Skroppið í Skálahnjúksdal (Rós- berg G. Snædal rithöfundur). — 21,00 Tvísöngur: Margherita Carosio og Carlo Zampighi syngja óperudúetta. (plötur). 21,15 Upp- lestur: „Yfir brúna“, smásaga eftir Graham Greene (Indriði Gíslason kand. mag. þýðir og les). 21,45 Tónleikar (plötur). 22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrár lok. — Mánudagur 30. september: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Lög úr kvikmyndum (pl.). 20.30 Jean Sibelius: Dánarminn- ing. a) Erindi (Jón Þórarinsson). b) Tónleikar. 21,30 Útvarpssag- an: „Barbara“ eftir Jörgen- Frantz Jacobsen; VIIÍ. (Jóhann- es úr Kötlum). 22,10 Búnaðarþátt ur: Að loknum nautgripasýning- um (Ólafur E. Stefánsson ráðu- nautur). 22,25 Nútíma tónlist — (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 1. október: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Erindi: Hákon VII., Noregskonungur (Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra). —■ 20,50 Norsa. tónlist (plötur). 21,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,40 Tónleikar (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsak- ir“ eftir Agöthu Christie; XV. (Elías Ma les). 22,30 „Þriðjudags þátturinn". — .Tónas Jónasson og Haukur Morthens hafa umsjón með höndum. 23,20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.