Morgunblaðið - 01.10.1957, Síða 1
20 síður
44. árgangur.
221. tbl. — Þriðjudagur 1. október 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins-
Tilkynning Tass-frétfastof-
unnar um vetnissprengingu
I*ANN 25. september birtist eftirfarandi tilkynning Tass-frétta-
tofunnar í rússneska stjórnarblaðinu Pravda:
Kjarnorku- og- vetnissprengingar í ýmsum tegundum
vopna hafa verið framkvæmdar samkvæmt áætlun um hern-
aðaræfingar rússneska hersins og flotans.
Æfingar hermannanna hafa heppnazt vel.
Til öryggis fyrir íbúana voru sprengingar þessar fram-
kvæmdar á óbyggðum svæðum og hátt í lofti.
Snemma í morgun komu Gústaf
Adolf Svíakonungur og Louise
drottning með járnbrautarlest frá
Stokkhólmi, og skömmu síðar
komu Friðrik Danakonungur og
Ingiríður drottning. Ásgeir Ás-
geirsson forseti íslands kom til
Oslóar í fyrrakvöld.
Framh. á bls. 2
Hákon VII jardsunginn í dag
í DAG kl. 11 eftir norskum tíma
verður gerð fyrsta jarðarför
norsks þjóðhöfðingja síðan árið
1380. f gær var lögð síðasta hönd
á undirbúninginn og dreif pá að
tigna gesti hvaðanæva úr heim-
inum. Heill floti norskra og er-
lendra skipa hefur lagzt að landi
í höfninni í Osló. Meðal skip-
anna er móðurskipið „Ocean“ frá
Bretlandi og farþegaskipið „Bost-
on“ frá Bandaríkjunum. Sænski
tundurspillirinn „Sm&land" kom
til höfuðborgarinnar snemma í
gærmorgun, en litlu síðar komu
danski tundurspillirinn „Hvit-
feldt“ og franska skipið ,Aigette‘.
í morgun sigldu svo 7 norsk skip
í fylkingu inn í höfnina og köst-
uðu akkerum. Fánar sex þjóða
blakta í hálfa stöng á skipunum
í höfninni.
í gær kom Páll I Grikkjakon-
ungur í einkaflugvél til Oslóar,
en hann hefur aðsetur í konungs-
höllinni. meðan hann er í Noregi.
Skömmu síðar komu Júlíana
Hollandsdrottning og Bernhard
prins, maður hennar; þá Baud-
ouin Belgíukonungur; hertoginn
af Gloucester, sem er persónu-
legur fulltrúi Bretadrottningar,
síðan Felix prins af Luxemborg;
Kekkonen Finnlandsforseti.
Franska stiórnin fallin
PARÍS, 30 . sept. — Franska
stjórnin er fallin. í atkvæða-
greiðslunni um Alsír-tillögur
stjórnarinnar fékk hún aðeins
253 atkvæði, en 279 þingmenn
greiddu atkvæði gegn henni.
Áður en gengið var til atkvæða
talaði Bourges-Maunoury og skor
aði á þingheim að samþykkja til-
lögur stjórnarinnar um heima-
stjórn í Alsír og endurbætur á
stjórnarháttum þar. Ef þessar til-
lögur verða ekki samþykktar,
mun heimurinn segja, að Frakk-
ar viðurkenni ekki rökin fyrir
baráttu sinni í Alsír, sagði for-
sætisráðherrann. í tillögunni var
skýrt tekið fram, að enginn og
ekkert gæti skilið Alsír frá Frakk
landi. Ráðherran sagði: Alsír
verður áfram óaðskiljanlegur
hluti Frakklands, en tillagan fel-
ur í sér loforð um, að Múhameðs-
trúarmenn í Alsír fái skynsam-
legar réttarbætur. Við getum
ekki gert neitt í Alsír án sam-
vinnu við íbúana.
Bourges-Maunoury neitaði, að
tillagan væri fram komin í þeim
tilgangi einum að vinna almenn-
ingsálitið í heiminum á band
Frakka. André Morice landvarna
ráðherra sagði fyrr í umræðun-
um, að uppreisnin í Alsír væri í
rénun, en það mætti ekki verða
mönnum tilefni til óþarfa bjart-
sýni.
Fróðir menn telja að ósigur
stjórnarinnar muni verða þess
valdandi, að ný stjórn geti ekki
komið fram með tillögur um
lausn Alsíf-málsins fyrr en að
mánuði liðnum. Ekki er vitað
með vissu, hverjum verður falin
stjórnarmyndun, en talið er að
Coty forseti muni fyrst snúa sér
til leiðtoga íhaldsflokksins eða
til fyrrverandi landstjóra í Alsír,
Jacques Soustelle.
LONDON, 30. sept. — í dag
flaug farþegaflugvél í fyrsta
sinn beina leið frá Los Angeles
til Lundúna. Var flogið yfir
norðurheimsskautið.
kommúnistaflokknum
RÓMABORG, 30. sept. — ítalski
kommúnistaflokkurinn hefur
misst 200.000 skráða meðlimi það
sem af er þessu ári, samkvæmt
fregn aðalmálgagns kommúnista,
„l’Unita". ftölsk blöð gera mikið
úr skýrslunni, sem Giorgio Amen
dola, næstæðsti maður kommún-
istaflokksins ítalska, flutti mið-
stjórn hans um þetta efni.
Samkvæmt þessari skýrslu
hrapaði meðlimatalan úr 2 millj.
niður í 1.817.299 fram að 1. sept.
Ef þetta tap er borið saman við
tapið 1956, þá er hér um að ræða
11% meira tap. Mest var tapið
á Suður-Ítalíu, eða 14,9%. Á
þessu ári hafa aðeins 91.000 nýir
meðlimir gengið í flokkinn, en í
NÚ eru skólarnir að byrja og
veldur það miklum breyting'um
á útburöarstarfsliði blaðsins. Má
búast við að þetta valdi nokkr-
um erfiðleikum við að koma
blaðinu til kaupenda a.m.k.
fyrstu daga mánaðarins. En að
sjálfsögðu verður allt gert til að
flýta fyrir útburðinum.
fyrra fékk hann 156.000 nýja
meðlimi.
Blaðið „La Stampa" i Turin
segir: „Jafnvel þótt ekki sé graf-
izt fyrir um orsakir þessa mikla
flótta úr flokknum, verðum við
að muna, að árið 1956 var eitt
erfiðasta ár í sögu flokksins, ekki
sízt þegar það er borið saman
við 1954, en þá náði meðlimatal-
an 2.200.000. Síðan þá hefur flokk
urinn tapað um 20% meðlima
sinna“.
Það var tilkynnt í gær, að 18
af helztu foringjum kommúnista
á Sikiley hefðu sagt sig úr
kommúnistaflokki Ítalíu. Skýrðu
þeir úrsögn sína á þá lund, að
forusta flokksins hefði í engu
hagað sér eftir þeim nýju aðstæð-
um, sem sköpuðust við uppljóstr-
anir Krúsjeffs á 20. þingi rúss-
neska kommúnistaflokksins.
HELSINKI, 30. scpt. — I dag var
útför hins mikla finnska tón-
skálds, Jeans Sibeliusar, gerð við
mikla viðhöfn. Fjöldi kunnra
manna hvaðanæva úr heiminum
var viðstaddur. Sibelius var lagð-
ur til hinztu hvíldar í garðinum
við heimil sitt í Járvanpáá.
sagði Ólalur Thors á fundi í Veslmannaeyj-
um á sunnudag, er Sjálfslæðismenn hólu
undirbúning bæjarsljórnarkosninganna
UM síðustu helgi fóru formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors,
og þingmaður Vestmannaeyinga, Jóhann Þ. Jósefsson, ásamt kon-
mn sínum til Vestmannaeyja í boði Sjálfstæðismanna í bænum.
Efndu félögin til sameiginlegs fundar í Samkomuhúsinu kl. 4 á
sunnudag, og flutti Ólafur þar aðalræðuna. Páll Scheving, formað-
ur Sjálfstæðisfélagsins, setti fundinn með snjöllu ávarpi. Bauð
hann gestina sérstaklega velkomna og lýsti því yfir, að með þess-
um fundi væri hafin barátta Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum
iyrir fullum sigri í bæjarstjórnarkosningunum í janúar.
Síðan tók Ólafur Thors til máls, en er hann hafði talað
skamma stund, var svo margt manna komið á fundinn, að salurinn
rúmaði þá livergi nærri alla, og var fundurinn því fluttur í aðal-
sal Samkomuhússins. Þar fiutti Ólafur ýtarlega og yfirgripsmikla
læðu, er stóð nærri 2 klukkustundir. Fara nokkur atriði hennar
hér á eftir:
Forysta Sjálfstæðismanna í
útvegsmálum
Ólafur Thors sagði í upphafi,
að áður en hann kæmi að aðal-
efni ræðu sinnar, teldi hann sér
skylt að gera örstuttar athuga-
semdir við þær ádeilur, sem að
honum hefði verið beint varðandi
vanrækslur í sambandi við störf
hans sem útvegsmálaráðherra.
Ólafur minnti á þann þátt, sem
Sjálfstæðisflokkurfnn hefði átt í,
að keyptir voru til landsins 32
nýsköpunartogarar. Kvaðst hann
ekki á neinn halla, þó að hann
minnti á sinn eigin þátt í þeim
framkvæmdum. Þá hefði og ný-
sköpunarstjórnin hlutazt til um
byggingu fleiri vélbáta en nokk-
Framh. á bls. 2
Ólafur Thors
Hermenn úr norska
Hákon Noregskonungur
á líkbörunum í kapellu konungshallarinnar í Ósló.
hernum standa heið ursvörð við kistuna.
„Rdðherrastólarnir eru smiðaðir
úr hrotinni stjórnarskró og
Sférfelldur flóffi úr ífalska
klæddir með sviknum loforðam”