Morgunblaðið - 01.10.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.10.1957, Qupperneq 3
Þriðjudagur 1. okt. 1957 MORGXJISBLAÐIÐ 3 Breidagerðisskólinn — myndinvar tekin í júlí sL 20 nýjar kennslustofur í Reykjavík á þessu ári Þó verða enn þrengsli í skólum vegna ónógra fjárfestingar- leyfa, sem auk Jbess komu of seint HAUSTIÐ 1956 skoraði bæjarstjórn Reykjavíkur á fjárfestingarvfir- völdin að veita leyfi tii að byggja árlega á næstu 5 árum 25 al- mennar kennslustofur auk húsrýmis til annarra nota. Var sótt um Jeyfi í samræmi við þetta og framkvæmdir hafnar tafarlaust þegar þau fengust. Leyfin komu hins vegar bæði seint og með eftirgangs- munum. Alls var sótt um fjárfestingarleyfi til framkvæmda fyrir 15,5 miilj. króna, en leyfi voru veitt til að vinna fyrir 7.950.000 kr. Umsóknirnar voru sendar um áramótin, en leyfin voru ekki veitt fyrr en í júní. Varð þetta að sjálfsögðu til að tefja mjög fyrir fram- kvæmdum, og verða því enn nokkur þrengsli í skólum bæjarins í haust. Hefði það ekki orðið, ef ríkisstjórnin og önnur fjárfestingar- yfirvöld hefðu brugðizt betur við, þegar til þeirra var leitað. Breiðagerðisskólinn Hér fara á eftir nokkrar upp lýsingar um skólabyggingar 1 Reykjavík, er Jónas B. Jónsson fræðslustjóri gaf á fundi með blaðamönnum á föstudag. Haustið 1956 voru 5 stofur tekn ar í notkun í einni álmu Breiða- gerðisskóla. S.l. vor var byrjað á aðalhluta hússins, sem er 2 hæðir og kjallari. í kjallaranum eru handavinnustofur, kennslustofur, hreinlætisherbergi o.fl., en á 1. hæð eru kennslustofur, skrifstof- ur, kennarastofa, húsnæði fyrir heilbrigðiseftirlit allt o.fl. Kjall- arinn og 1. hæðin verða tekin í notkun 7. október. Á 2. hæð verða samkomusalur, kennslustofur og bókasafn, en þessari hæð er ólokið. Næsta sum- ar verður væntanlega byggð ný álma með 8 kennslustofum og sundlaug, er almenningur fær að gang að. Gagnfræðaskólinn við Réttar- holtsveg Fyrsti- áfangi byggingarinnar var reistur í sumar, og eru þar 8 kennslustofur tilbúnar svo og nokkur önnur salarkynni, m.a. fyrir samkomur nemenda. — Kennslan hefst 7. október. Hagaskóli Dráttur varð á, að leyfi, fengj- ust til að hefja smíði þessa skóla, en. framkvæmd hófst 2. júlí. Byggt er eftir sömu teikningu og Réttarholtsskóli var reistur eftir. Byrjað var á 8 stofum í 2 almum, en vegna semmentsskorts er að- eins önnur álman fokheld. Verð- ur hún tekin í notkun 15. nóvem- ber, en hin álman í árslok. Hús- næðið verður notað fyrir 7—9 ára börn úr Melaskóla. Vogaskóli Framkvæmdir við Vogaskóla hófust snemma í júlí er leyfi feng ust og er unnið að byggingu álmu með 8 stofum. Byggingin er ekki tilbúin til notkunar, og hef- ur húsnæði í félagsheimili ung- mennafélagsins við Holtaveg ver- ið tekið á leigu í staðinn. Verður Fyrsti millilandoílugstjóri Loftleiða væntanlegur í heimsókn ÞEGAR Hekla, fyrsta íslenzka millilandaflugvélin, lenti hér á Reykjavíkurflugvelli fyrir rúm- um 10 árum var gamall og góð- kunnur bandarískur atvinnuflug- maður, Byron Moore að nafni, við stjórnvöl hennar. Hann hafði þá fengið frí frá störfum hjá flug félagi því, er hann vann hjá í Ameríku, til þess að vera um eins árs skeið í þjónustu Loft- leiða, en að því liðnu var gert ráð fyrir að hann yrði búinn að þjálfa flugmenn félagsins í stjórn hinna nýju flugvélateg- unda. Þ.að verður að teljast mikið happ íslenzkum flugmálum, að Byron Moore skyldi ráðast til Loftleiða. Hann hafði að baki sér mikla reynslu, var djarfur, örugg ur og kunnáttusamur í sérgrein sinni, kennari góður og hinn bezti félagi. íslendingarnir tóku smám saman við stjórn Heklu undir handleiðslu hans, fyrst Al- freð Elíasson, þá Kristinn Olsen, og var fyrsta alíslenzka áhöfnin búin að taka við Heklu fáum mánuðum eftir að Byron Moore flaug heim í fyrsta skipti frá Bandaríkjunum áleiðis til ís- lands. Moore hefir ritað nokkrar bæk ur og er góðkunnur rithöfundur í heimalandi sínu. Síðasta bók hans „Fyrstu fimm milljón míl- urnar“ kom út fyrir hálfu öðru ári. Moorehjónin hafa nú ákveðið að koma hingað til nokkurra daga dvalar í byrjun októbermán aðar ,en héðan munu þau svo halda til Spánar. Þau eignuðust marga vini meðan þau bjuggu hér í Reykjavík, og mun því mörgum þykja gott til þess að vita, að þau skuli væntanleg aft- ur til þess að rifja upp gömul og góð kynni. — (Frá Loftleiðum). þar 1. bekkur gagnfræðastigs úr Langholtsskóla. Kennsla hefst 11. oktober. 20 nýjar kennslustofur Af því, er að framan greinir, sést, að á þessu ári verða teknar í notkun 20 nýjar kennslustofur, og auk þess 5—7 stofur í leigu- húsnæði. Þess má geta, að teikn- ingar að skólahúsi við Hamra- hlíð verða tilbúnar næst.u daga ★ Við þessa frásögn fræðslustjóra má því bæta, að sótt hefur verið um leyfi til að hefja framkvæmd- ir við Hamrahlíðarskólann, en umsókninni hefur verið synj- að. Er því ekki vitað, hvenær Hlíðabúar fá þetta skólahús sitt. Iðnnemaþingi lokið 15. ÞING Iðnnemasambands ís- lands var sett í Reykjavík s. 1. laugardag. Þingið sóttu 30 iðn- nemar frá 7 félögum víðs vegar á landinu. Gunnar Guttormsson, fráfar- andi formaður sambandsins, setti þingið, en síðan flutti Hannibal Valdimarsson ávarp. Þennan dag var og kosið í embætti þirngsins og nefndir og fluttar skýrslur stjórnarinnar og einstakra félaga. Á sunnudag var rætt um skýrsl- ur þessar, setið kaffiboð Hanni- bals Valdimarssonar og loks kos- in stjórn og þinginu slitið. Hin nýkjörna stjórn er þannig skipuð: Þórður Gíslason, húsa- smíðanemi, form., Lárens Rafn, húsasm.n., varaform. Meðstjórn- endur: Lúther Jónsson, prentn., Jónas R. Guðmundsson, prentn. og Jón R. Guðmundsson, rafv.n. í varastjórn: Jóhannes B. Jóns- son, rafv.n., Helga Magnúsdóttir, máláran., Ásgeir H. Höskulds- son, húsasm.n., og Eðvarð Ólafs- son, rafvn., Allir eru stjórnar- menn úr Reykjavík nema Jón og Eðvarð, sem eru Hafnfirðingar. Að þessu sinni mun ekki verða rætt ýtarlega um þetta þing eða starfsemi Iðnnemasambandsins yfirleitt. Þess skal þó getið, að á þinginu kom fram, að á fyrsta starfsárinu voru 14 félög í sam- bandinu, en nú eru þau 8 eða 9 og lítt starfandi. Skýringarinnar er að leita í því, að iðnnemar hafa yfirleitt lítinn áhuga á starf- seminni, enda hefur sambandið verið gert að útibúi Æskulýðs- fylkingarinnar, og aðalstarfsemin hefur verið fólgin í þátttöku í kommúniskum áróðursherferð- um. Fær góða dóma HAFNARFIRÐI — Nú fer sýning um á kvikmyndinni Marcelino í Hafnarfjarðarbíói að fækka, því að 'hún verður send af landi burt (til Khafnar) í næstu viku og verður síðasta sýning á henni á þriðjudaginn lcemur, 8. okt. STAKSTEINHR ,,Sigur lífsins" ágæt kvikmynd S. í. B. S. SAMBAND íslenzkra berkla- sjúklinga sýndi sl. laugardag í Gamla Bíói fyrir gesti kvikmynd ina „Sigur lífsins", er samband- ið lét gera fyrir tveimur árum' — Er í myndinni rakin í stórum dráttum saga berklavarnanna á landi hér frá öndverðu og fram til síðustu ára. Þórður Benediktsson, fram- kvæmdastjóri SÍBS, bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir myndinni og tilgangi hennar. — Kvað hann myndina hafa verið gerða í þremur eintökum, með islenzkum, dönskum og enskum skýringartexta. Væri íslenzka eintakið ætlað til afnota hér- lendis, hið danska væri þegar tekið til sýningar í Danmörku og mundi fara þaðan til annarra Norðurlanda, en óráðið.væri um enska eintakið. Þórður bað menn að hafa það hugfast, að kvik- mynd þessi væri ekki gerð til áróðurs fyrir SÍBS, heldur ætti hún að fræða menn um starf- semi sambandsins, gefa mönnum hugmynd um félagsþroska og samhjálp Islendinga og vera eins konar þakkarávarp sambandsins til allrar þjóðarinnar fyrir frá- bæran stuðning hennar í barátt- unni við hið mikla þjóðarböl, berklaveikina. Fyrrihluti myndarinnar er nokkurs konar menningarsögu- legt yfirlit um lifnaðarhætti þjóð arinnar allt frá fornöld, híbýla- kost hennar, atvinnuhætti og að- búnað, eins og hann var á hverj- um tíma, en siðarihlutinn segir frá þróun berklavarnanna hér á landi eftir síðustu aldamót, til- komu heilsuhælanna á Vífils- stöðum og í Kristnesi og loks, og er það veigamesti hluti myndar- innar, eru sýnd vinnuheimilin að Reykjalundi og í Kristnesi, sem SlBS hefur hrundið í fram- kvæmd af frábærum dugnaði, ó- sérplægni og brennandi áhuga með þeim stóbrotna myndarbrag, að vakið hefur athygli og aðdáun manna víða um heim. Hinn fjölhæfi listamaður, Gunnar R. Hansen, leikstjóri, hef ur samið handritið að myndinni og tónlistina sem henni fylgir og auk þess stjórnað töku myndar- innar, en Gunnar Rúnar Ólafs- son, Ijósmyndari, tók myndina. — Eins og áður er sagt, er veiga- mesti hluti myndarinnar frá Reykjalundi. Eru þar sýndar vist arverur manna, vinnustofur og hin margþætta starfsemi sem þar fer fram. Er hér um geysimikið fyrirtæki að ræða með miklum og margvíslegum vélakosti, enda eru framleiðsluvörur fyrirtækis- ins fjölbreyttar og vandaðar og eftirspurn eftir þeim mikil. — I texta myndarinnar er það upp- lýst að vinnustundir í Reykja- lundi séu um 100 þúsund á ári, sem annars mundu hafa farið for görðum og er þó gætt ýtrustu varúðar um að menn vinni ekki meira en hæfilegt er og heilsa þeirra leyfir, enda er það höfuð- tilgangur fyrirtækisins að sjá vist mönnunum fyrir góðri aðbúð og vinnu við þeirra hæfi þar til þeir hafa náð fullri starfsorku. Kvikmyndin er gerð í litum og í alla staði frá henni gengið þann ig að hún er til mesta sóma öllum þeim, sem þar hafa lagt hönd að verki, ekki sízt stjórnandanum, Gunnari R. Hansen, og mynda- tökumanninum, Gunnari Rúnari Ólafssyni, er báðir hafa unnið hér merkilegt starf, oft við erfið- ar aðstæður. S. Gr. Daman er upptekin! Alþýðublaðið heftur miklar á- hygsjur af því sl. laugardag, að Sjálfstæðisflokkurinn líti sam- vinnu við kommúnista hýru auga hafi jafnvel í hyggju að bjóða þeim bandalag alveg á næstunnL Kemst blaðið síðan að orði á þessa leið í lok forystugreinar sinnar: „En eitt ætti þó Morgunblaðið að muna: Dömurnar samþykkja ekki alltaf þó að þeim sé boðið upp í dans. Nú eru kommúnist- arnir daman og Sjálfstæðisflokk urinn herrann. Skyldu þau leggja vanga að vanga og svifa í faðmlögum út á gólfið?" Óttinn við þau ósköp er alveg óþarfur, kratar góðir. í fyrsta lagi er „daman“ upptekin í dansi við tvo „herra“, Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn, og í öðru lagi er það ólíklegast af öllu ólíklegu að Sjálfstæðismenn Iangi til að bjóða henni upp. Tekst sameiningin? Eins og kunmigt er skýrði fé- lagsmálaráðherra kommúnista frá því í samtali við danskt blað einu sinni í sumar, að áformað væri að gera í haust úrslitatil- raun til þess að sameina Alþýðu flokkinn og kommúnistaflokkinn í einn og sama flokkinn. Þessi tilraun stendur nú fyrir dyrum. Svo virðist sem Alþýðu- blaðið kenni nokkurs taugaó- styrks af því tilefni. Má vera að hann spretti af ótta við það, að missa af „dömunni“ rétt áður en sú „eining andans" kemst á, sem „seminaristinn frá Jonstrup" gerði skóna í samtali sínu við hið danska blað. Hvorki fugl né fiskur Það er annars dæmalaust, hve erfitt heimilisástand getur verið hjá hinum sósíalísku flokkum einmitt nú, þegar þeir njóta sæt- leika valda sinna í blessaðrl vinstri stjórninni. Alþýðublaðið og flokkur þess eru eins og áð- ur er sagt lafhræddir við að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði kommúnistum upp og svipti Hræðslubandalagið undurblíðri „dömu“ þess. En innan kommún- istaflokksins Iogar allt í rifrildi. Hinir harðsoðnustu í flokknum, Moskvumennirnir, sem ráða þar lögum og lofum, eru æfir yfir þeirri yfirlýsingu annars ráð- herra síns, að það hafi verið „rétt af Islendingum að ganga í At- lantshafsbandalagið“. Ennfrem- ur hefur allstór hópur ákveðinna °S tryggra kommúnista lýst því yfir að þeir yfirgefi flokkinn ef hann haldi áfram að styðja „her- namið“ og vaxandi framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelii. Segja Þeir, að stefna flokksins sé nú „hvorki fugl né fiskur“, og fussa og sveia er „félagarnir" benda a allar stöðurnar og bitlingana, er leiðtogar kommúnistaflokksins hafi fengið á þessu eina ári, sem vmstri stjórnin hefur setið að völdum. Óorðið af Framsókn Einna smeykastir eru þó komm únistar hér í Reykjavík við það óorð, sem flokkur þeirra hefur þegar fengið af Framsókn. Hafa þeir orðið m.a. varir við að almenningur í Reykjavík tei- ur að Framsókn gamla, sem allt- af hefur hatað Reykvíkinga, hafi gabbað Hannibal til að hefja of- sókn sína á hendur bænum í út- svarsmálunum til þess að tor- velda nauðsynlegar framkvæmd- ir þar. Gera kommar sér ljóst að þetta geti þyngt mjög róður þeirsa í bæjarstjórnarkosning- unum í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.