Morgunblaðið - 01.10.1957, Síða 6
6
MOnCllTSItTAÐlÐ
Þriðjudagur 1. okt. 1957
Teppi á sýningu Júlíönu Sveinsdóttur.
Yfirlitssýning á verkum
Júlíönu Sveinsdóttur
SÁ HÁTTUR hefur verið hafður
á, eftir að Listasafn ríkisins eign
aðist samastað, að sýndar hafa
verið yfirlitssýningar á verkum
okkar þekktustu og fremstu lista-
manna. Þessar sýningar hafa orð-
ið snar þáttur í menningu þjóð-
arinnar, og miklu stærri en flesta
grunaði í fyrstu, og er aðsóknin
að slíkum yfirlitssýningum
gleggsta vitnið um það. Hér hefur
Menntamálaráð íslands farið vel
af stað, og vonandi verður þetta
kynningarstarf á íslenzkri mynd-
list ekki látið niður falla, heldur
haldið áfram, og væri vel, ef svo
skipaðist málum. Því má heldur
ekki gleyma, að samtök lista-
manna hafa einnig gengizt fyrir
nokkrum yfirlitssýningum á verk
um yngri listamanna, og ber að
fagna því.
Nú hefur vel tekizt. Ágætum
þverskurði af ævistarfi Júlíönu
Sveinsdóttur hefur verið komið
fyrir í salarkynnum Listasafns
ríkisins og vel til alls vandað, svo
að mikill sómi er að, þeim er
þar eiga hlut að máli.
Júlíana Sveinsdóttir hefur dval
ið langdvölum erlendis og er því
ekki eins þekkt listakona hér
heima og æskilegt væri. Einhvei n
veginn hefur svo farið. að hún
hefur ekki skipað þann sess, er
henni ber meðal íslenzkra lista-
manna, og færri en skyldi hafa
gert sér grein fyrir þýðingu henn
ar svo að ekki verði meira sagt.
Ég skal fúslega játa, að þessi
sýning á verkum Júlíönu Sveins-
dóttur kom mér nokkuð á óvart,
og mig grunaði ekki, að hún væri
jafn heil og stælt listakona og
þessi yfirlitssýning ber vitni. Ég
efast ekki um, að líkt hefur fleir-
um farið, og sannast að segja hitt-
ir maður vart listamenn á götu
þessa dagana, svo að þeir veki
ekki máls á, að sýning Júlíönu
hafi fært þeim sannanir fyrir því,
að hún sé einn heilsteyptasti lista
maður þjóðarinnar. Það eitt sýnir
greinilega, hve tímabær yfirgrips
mikil sýning á verkum Júlíönu
Sveinsdóttur var.
Hér er um að ræða hlédræga
listakonu, sem ekki tranar verk-
um sínum fram fyrir sjónir al-
mennings. Á löngu árabili er-
lendis hefur hún skilað miklu
verki, bæði sem málari og vefari,
unnið sér frama víða um lönd
og áskapað sér verðskuldaða virð
ingu meðal Dana, en Danmörk
er orðin hennar annað heimaland,
og þar hefur hún lengst af dval-
ið. Við og við berast fregnir af
því, að Júlíana Sveinsdóttir hafi
fengið verðlaun fyrir vefnað sinn
á alþjóðasýningu eða að hún hafi
tekið þátt í þessari og þessari sýn
ingu, auðvitað við góða dóma.
En sannleikurinn er sá, að slíkar
fregnir um frægð íslendinga er-
lendis hafa oft reynzt fremur ó-
sbrifar úp
daglega lífínu
Jónas ritar:
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefir aug-
lýst að uppselt sé á allar sýn-
ingar á óperunni Tosca. Þar fór
eins og flesta grunaði.
Afbragðssýning
OPERAN reyndist gífurlega vin
sæl hér á landi sem annars
staðar. íslendinga þyrstir í mús-
ík. Þeir hafa svo lengi verið án
hennar.
Hér er líka fábreytni meiri í
lífi mannanna en víða annars
staðar. Óperu er tekið tveimur
höndum. Menn sitja fullir aðdá-
unar í dimmum sal Þjóðleik-
hússins og drekka í sig ljúfan
sönginn. Allir dást að frammi-
stöðu Stefáns íslandi. Hann er
sannkallaður hetjutenór. Og fram
koma hans á sviði ber vott fág-
uðum leikhúsmanni og heims-
manni sem góð skil kann á göf-
ugri list. Það er viðburður að sjá
Stefán. Hann er einn af okkar
beztu sonum. Sonur sem landið
og þjóðin geta stært sig af, og
sýnir að hér búa ekki molbúar
eins og þó flestir erlendir msnn
halda. Það er líka gaman að sjá
Guðrúnu aftur hér heima, Hún
er nú okkar mesta söngkona og
eru þó margar þeirra góðar.
Stefán á heima hér
EN þó fólkið sæki óperuna, þá
er þó óperan á enda. Önnur
óperuhús sækjast eftir mikilli að-
sókn. Þau hætta ekki sýningum
fyrr en aðsóknin er farin að réna
og áhuginn að dofna. En Þjóð-
leikhúsið ætlar að hætta þegar
hæst stendur. Gamla spakmælið
um leikinn á hér ekki við.
■ Óperu á að sýna meðan cin-
hverjir koma í húsið til að horfa
á hana. Það er dýrt að setja upp
óperu og það á að miða að því að
þúsundir njóti þeirrar göfugu
listar sem óperusöngur er. Því
nær engri átt að hætta sýningum
viku af október eða rúmlega það.
Helmingi fleiri myndu vilja sjá
Tosca. Ástæðan mun vera sú,
að Stefán þarf að fara aftur til
Danmerkur.
Það er skiljanlegt, en hví fær
Þjóðleikhúsið hann ekki lausan
nokkru lengur?
Ef það er ekki hægt, þá á að
fá annan til að taka við hlut-
verkinu. Að hætta nær engri átt.
En Stefán á ekki að fara. Hann
á að vera á íslandi þar á hann
heima. ísland hefir ekki efni á
því að eiga sína beztu syní í út-
löndum. Stefán á að vera fastur
söngvari við íslenzku óperuna. í
verra hefir peningum áður verið
eytt.
Merk bók
BÓK Djilasar hefir mikla at-
hygli vakið hér á landi sem
annars staðar. Og athyglin eykst
við fregnirnar af réttarhöldunum
sem nú fara i hönd yfir hnnum
vegna ásakana hans í bókinni á
þjóðskipulag kommúnismans.
Bókin er merkasta rit sem út hef-
ir komið um kommúnismann síð-
ustu áratugina. En það er ekki
skrifað fyrir okkur sem aldrei
höfurn verið kommúnistar. Það
er skrifað fyrir kommúnista sem
enn halda trúnni — orátt fyrir
Ungverjaland. Þar talar einn af
fyrrverandi foringjum kommún-
ista um reynslu sína. Það er ó-
gleymanleg saga, en jafnframt
ógnvænleg. í ráiSi mun vera að
ein stærsta íslenzka bókaútgáfan
gefi bókina út á íslenzku. Það er
þarft verk. Þá geta allir lesið
hana, þá merku frásögn vonsvik-
ins manns.
Föstudagslög líka
MAÐUR kom að máli við Vel-
vakanda og gerði að umtals-
efni léttu lögin á laugardögum og
sunnudögum. Ég er búin að bíða
eftir þeim í 25 ár sagði hann.
Loksins komu þau. Ég þakka
þeim sem fyrir því stóðu hjartan-
lega fyrir þessa ánægjulegu ný-
breytni. Hún léttir manni skapið
og lífið og ég er henni mjög feg-
inn. Meira af slíkri nýbreytni í
rétta átt í útvarpinu. Meira af
léttri tónlist. Hví ekki föstudags-
lög líka?
Skógrækt
á Ólympsvöllum
ÞJÓÐVILJINN upplýsir á sunnu
dag: „Ólympíuleikirnir grisj-
aðir“ — og á við, að á Ólympíu-
nefndarfundi hafi verið ákveðið
að fella niður keppni í leikfimi og
fleiru. Vér leggjum til, að á
næsta nefndarfundi verði keppni
í orðfimi plantað út í Ólympíu-
leikana í staðinn. Þ. Ó.
raunhæfar. Maður er búinn að
fá meira en nægju sína af þeim
fróðleik og tekur varla meira eft-
ir því en þegar sagt er frá því í
fréttum, að hitastig hafi verið 6
gráður á Fagurhólsmýri kl. 8 í
morgun. En hvað viðvíkur Júlí-
önu Sveinsdóttur er öðru máli að
gegna. Fréttir af list hennar hafa
ekki verið ýkjur eða skrum. Það
sannast bezt, þegar þessi sýning
hennar er skoðuð.
Það er margt, sem manni dett-
ur í hug í sambandi við sýningu
Júlíönu, og óneitanlega er það
ekki allt hliðhollt þeirri stað-
hæfingu, að fslendingar séu skarp
skyggnir á sina eigin list. Sú
spurning hlýtur t.d. að vakna,
hvað hafi valdið því, að Júlíana
skipar ekki það sæti, sem henni
ber meðal íslenzkra listamanna
og hvers vegna svo hljótt hafi
verið um hana og verk hennar.
Þetta er tímabær og réttmæt
spurning, sem ekki verður svar-
að hér. Henni verður ekki svar-
að öðru vísi en að hver og einn
spyrji sjálfan sig og svari sam-
kvæmt beztu vitund. Hér hefur
myndazt samvizkuspurning, sem
er mjög þýðingarmikil, og svarið
við henni er raunverulega sam-
vizka þjóðarinnar í myndlist og
þá auðvitað þroski hennar um
leið.
Það hvarflar einnig að manni
sú spurning, hvort Júlíana hafi
dvalið í útlegð, végna þess hve
látlaus og heiðarleg verk henn-
ar eru, hvort ekki hafi verið
hægt að komast af sem málari
hérlendis, ef málverkið sjálft var
látið sitja í fyrirrúmi, en fjalla-
sýn og sögusögn aðeins notuð sem
uppistaða að gerð málverksins en
ekki aðalatriði. Það er heldur
ekki fjarri að íhuga, hvort Júlí-
ana Sveinsdóttir hefur ekki einn
ig byrjað á vefnaði sínum með
ytra borð og áferðarfegurð. Hún
hefur jafnan kunnað þá list að
tjá sig í einföldum fyrirmyndum
og getað gætt þær lífi og fjöri,
sem einkennir hennar persónu-
lega stíl. Vefnaður Júlíönu stend
ur það framarlega á heimsmæli-
kvarða, að ég efa, að auðvelt sé
að finna jafnmerkilega dúka í
Evrópu. Eitt er víst, að hún stend-
ur öðrum íslenzkum konum fram
ar í vefnaði, enda hefur Júlíana
farið sigurför um álfuna með
vefnað sinn og hlotið mikið og
verðskuldað lof. Þeir, sem ekki
þekkja vefnað Júlíönu Sveins-
dóttur ættu ekki að láta það
ágæta tækifæri úr greipum
ganga, sem nú býðst til að kynn-
ast þessari list. Og vonandi verð-
ur tækifærið notað og listasafn-
inu útvegaður vefnaður eftir
listakonuna, því að muni ég rétt,
þá er það fátækt af þeim hlutum.
Það er raunar tilgangslaust að
fjölyrða um jafn merka hluti og
vefnað Júlíönu, þar er sjón sögu
ríkari.
Svo vel er vandað val verka á
þessari sýningu, að einungis ör-
fá verk virðast umfram það nauð-
synlega. Yfirlitssýningu þessari
er sérlega vel fyrir komið, og
eiga þeir málararnir, Svavar
Guðnason og Sigurður Sigurðs-
son, miklar þakkir skilið fyrir
vel unnið starf, hvað það snert-
ir. Allur heildarblær sýningar-
innar er svo jafn og heill, að
furðulegt er; fjölbreytni mikil,
en allt sver sig sýnilega í eina
ætt. Það er allt frá Júlíönu Sveins
dóttur komið, hvort heldur um er
að ræða fyrirmyndir frá Vest-
mannaeyjum, Danmörku, upp-
stillingu, andiitsmynd eða óhlut-
kennd viðfangsefni vefnaðarins.
Sýning Júlíönu Sveinsdóttur er
mikill listaviðburður, og ég er
viss um, að hún á lengi eftir að
■SSll
-e
í.'ÍWÉíS*
• ■ :
;<p;.
ÍÉl
Myndvefnaður.
það fyrir augum að létta sér
erfiðleika brauðstritsins og þann-
ig hafið listgrein, er lengi mun
halda nafni hennar á lofti sem
einnar af merkustu konum samtíð
ar sinnar.
Einmitt á þennan hátt rumsk-
ar þessi sýning við manni, og það
gefur nokkra hugmynd um, hvers
eðlis sú list er, sem Júlíana
Sveinsdóttir hefur unnið um æv-
ina. Þrátt fyrir þá staðreynd, að
Júlíana er nú nær sjötug að aldri
og þvi komin að þeim tímamót-
um, er flestir draga sig í hlé frá
stórræðum, gefur að líta óvenju-
legt lífsfjör og atorku í nýjustu
verkum hennar. Ekki hvað sízt
vitnar vefnaður hennar um það,
hve ung hún er í anda og hve
mikils enn má vænta af lista-
konunni.
í list Júlíönu Sveinsdóttur
gætir sterkra geðhrifa, sem sett
eru fram á einfaldan og látlaus-
an hátt. Örugg eðlisgáfa, sem not-
færð er á öfundsverðan hátt, er
eitt af aðalsmerkjum listakon-
unnar. Litsjón hennar er sérstæð
og hefur sterkan hljóm. Sama má
segja um myndbyggingu hennar,
sem ber þess glöggt vitni allt frá
byrjun, að Júlíana hefur snemma
komizt í snertingu við innsta eðli
hlutanna og látið sig litlu skipta
verða 1 minnum manna. Það ap
raunalegt að vita sum þessara
verka til húsa erlendis, þar sem
erfitt er að ná til þeirra. Samt
vekur það undrun, hve mörg verk
anna eru enn í eigu listakonunnap
og færi betur — ef þau eru föl —
að þau yrðu kyrr hér heima og
þyrftu ekki að sigla aftur.
Það er langt síðan jafn góð
sýning hefur verið haldin í
Reykjavík og sýning Júlíönu. Það
eru aðeins örfáir listaménn á ís-
landi, sem náð hafa slíkum ár-
angri sem Júlíana Sveinsdóttir.
Valtýr Pétursson.
. 4 .
SKIPAtiTGCRB RIKISINS
BALDUR
fer til Hvammsfjarðar- og Gils-
fjarðarhafna, á morgun. — Vöru-
móttaka í dag.
Kristján Cuðlaugssoti
hæsti-réttarlögmaður.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.
Austurstræti 1. — Sími 13400.