Morgunblaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 8
8 M O R C TJ N B T 4 Ð 1Ð Þriðjudagur 1. okt. 1957
FRA S.U.S. RITSTJÖRI: ÞÓRIR EINARSSON
Stoínuð tvö iélötf ungra SjáU-
stesðismanna í MúSasýslum
Formenn kosnir Guttormur Þormar
og Arnbór Þórólfsson
FYRIR nokkru voru stofnuð félög
ungra Sjálfstæðismanna í Múla-
sýslunum. Fóru stofnfúndir fram
sunnudaginn 15. þ.m. í félags-
heimilinu á Reyðarfirði.
Forgöngu um stofnun þessara
félaga hafði stjórn Sambands
ungra Sjálfstæðismanna, og var
formaður sambandsins, Ásgeir
Pétursson, á fundinum ásamt Sig-
urði Helgasyni erindreka.
Stofnuð voru tvö félög, hvort
fyrir sína sýsluna. í stjórn þeirra
voru kosnir:
Fyrir Norður-Múasýslu: Gutt-
ormur Þormar í Geitagerði, for-
maður, Grétar Brynjólfsson,
Skipalæk, Þráinn Jónsson Gunn-
hildargerði, Ragnar Sigvaldsson
Borgarfirði, Sveinn 'Stefánsson
Brekkugerði. Endurskcðsendur
voru kosnir þeir Sveinn‘Björns-
son og Eiríkur Eiríksson.
í félaginu í Suður-Múlasýslu
var Arnþór Þórólfsson, Reyðar-
firði, kosinn formaður, en með
honum í stjórn þeir Margeir Þór-
arinsson, Fáskrúðsfirði, Guð-
mundur Auðbjörnsson Eskifirði,
Magnús Þórðarsson Neskaupstað,
Irigimar Sveinsson Egilsstöðum,
Baldur Pálsson Breiðdalsvík og
endurskoðendur þeir Gunnar
Wedholm og Sigurjón Gíslason.
Á fundunum voru samþykktir
65 stofnendur í félagið í S-Múl.
og 45 í N-Múl. Voru þeir á aldrin
um 16—35 ára.
Að loknum stofnfundarstörfum
flutti Ásgeir Pétursson framsögu
ræðu um stjórnmálin. Tóku marg
ir fundarmenn til máls að ræðu
hans lokinni, og var mikill áhugi
ríkjandi á fundinum um þjoð-
málin og sérmál Austfirðinga.
Voru rædd mörg mál, er varða
einkum hagsmuni Reyðfuðinga,
þ.á.m. rafmagnsmál, vegamál. af-
urðasölumálin o. fl.
í fundarlok kvaddi sér liljóðs
Einar Sigurðsson frambjóðandi
Sjálfstæðismanna í Suður-Múla-
sýslu. Þakkaði hann stjórn S.IJ.S.
fyrir að hafa beitt sér fyrir þess-
ari félagsstofnun í samvinnu við
hina áhugasömu ungu Sjálfstæð-
ismenn á Austfjörðum. Benti
Einar á að stofnfundirnir væru
spor í rétta átt enda væri ungt
fólk orðið þreytt á ofstæki komm
únista og framsóknarmanna og
vildi fá aukið frelsi til athafna —
og í skjóli þess vaxandi velmeg-
un almennings.
I franskri tilraunastöð í 1 libanon. Talið frá vinstri eru fulltrúar
frá Noregi, Svíþjóð, Islandi, Malaja, Líbanon og Indlandi.
Vandamál sveitaæskunnar rædd á
ráðstefnu í Líbanon
Rætt við isleuka fulltrúann, Stefán M. Gunnarss.
WORLD Assembly of Youth
(W. A. Y.) nefnast heimssamtök
ein fyrir æskufólk. Þau munu
litt kunn hérlendis, en ná þó til
flestra landa. Samtökin, sem tru
ópólitísk, annast ýmsa fræðsiu-
starfsemi fyrir félaga sína og að-
stoða þá á annan hátt, svo sem
með því að efna til gagnkvæmra
heimsókna ungs fólks milli
landa. Hefur W. A. Y. orðið vel
ágengt í þessu efni, og má geta
þess, að samtökin eru ráðgefandi
aðilar ýmissa stofnana Sameinuðu
þjóðanna.
Fyrir nokkrum mánuðum stofn
uðu flest heildarsamtök íslenzkra
æskumanna undirbúningsnefnd,
sem athuga skyldi áðild íslands að
W. A. Y. Nefndinni barst í sumar
boð um að senda einn fulltrúa á
ráðstefnu, sem W. A. Y. hélt í
Líbanon um síðustu mánaðarroót
og ætluð var fyrir ungt fólk í
sveitum. Fyrir valinu varð Stefán
M. Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Ungmennafél. íslands m.a.
vegna þess, hve ungmennafélögin
standa traustum fótum í sveitum
landsins.
Eftir heimkomuna átti frétta-
maður æskulýðssíðunnar tal við
Stefán og bað hann að segja les-
endum frá ráðstefnunni og dvöl-
inni í Líbanon.
★
— Ráðstefnuna sóttu um 70
manns frá 50 þjóðum, segir
Stefán. Þótt fulltrúar væru frá
flestum Ewrópuþjóðunum, m.a.
frá öllum Norðurlöndunum nema
Finnlandi, þá voru það fulltrú-
arinr frá Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku, sem voru fjölmennastir
og settu svip sinn á ráðstefnuna.
Vandamálin sem tekin voru til
meðferðar, snertu líka einna mest
þau lönd, sem eru skammt á veg
komin. Rætt var um skipulagn-
ingu og starfsemi samtakanna
æskulýðs í sveitum, hlutverk
þeirra í viðreisn landanna, að-
stoð W. A . Y. við þau, menntun
og þjálfun ungs fólks til sveita,
fólksskipti milli landa og margt
fleira. Á morgnanna voru flutur
fyrirlestrar, m.a. um alþjóðastofn
anir eins og F. A. O. og I. L. O.
Þá voru farnar hópferðir til til-
raunastöðva í landbúnaði.
— Hvað um árangurinn?
— Ráðstefnan var ákaflega fræð
andi og gaf góða innsýn í vanda-
mál sveitaæskunnar um víða ver-
öld, og þar kynntist maður nokk
uð starfsemi W. A. Y., en hún
er mjög umfangsmikil og snýr
aðeins ein hlið hennar að sveita-
æskunni.
— Hvað geturðu sagt okkur um
Líbanon?
•— Landið er ekki stórt, aðeins
lítill hluti af íslandi. íbúar eru
þó tæpl. 1V2 milljón og lifa góðu
lífi, þótt sagt sé, að landið sé
frekar fátækt. f Beirut, þar sem
ráðstefnan var haldin, var mikið
af nýjum amerískum bílum, svo
að ýmislegt má telja líkt með ís-
lendingum og Líbanonmönnum,
þótt ótrúlegt megi virðast. Stund-
um mátti sjá gljáfægða og glæsi-
lega vagna fyrir framan hrörlega
mannabústaði. í Beirut er n ikið
af ferðafólki frá Sýrlandi og
Saudi Arabíu enda ekki nema 3
tíma keyrsla frá Damaskus til
Beirut.
Enginn fulltrúi var á ráðstefn-
unni frá ísrael, enda er andúðin
á því megn. Þegar útlendir.gar
færa í tal við heimamenn hversu
Framh. á bls. 13
Fræðslukvöld ungra Sjálf-
sfæðismanna í Siglufirði
FUS á Siglufirði efndi nýverið
til fræðslukvölda um stjórnmála-
stefnur og þjóðmálaviðhorfið. —
Starfsemi þessari var komið af
stað í samvinnu við stjórn SUS.
Fræðslukvöldin hófust mánu-
daginn 16. sept. með því að
Stefán Friðbjarnarson setti nám-
skeiðið með ræðu. Gerði hann
grein fyrir nauðsyn þekkingar og
fræðslu í þeim málum, sem vel-
ferð þjóða sem einstaklinga eru
undir komin. Skýrði Stefán
einnig þær stjórnarstefnur, sem
skotið hafa rótum í íslenzku
þjóðlífi.
Þá flutti Einar Ingimundarson
erindi um upphaf Sjálfstæðis-
flokksins, sögu hans og helztu
stefnumál. Var erindi þetta fróð-
legt yfirlit um sögu og stefnu-
skrá þess stjórnmálaflokks, sem
setti sér það markmið í upphafi
að tryggja frelsi þjóðarinnar út
á við og frelsi þegnanna inn á
við.
Að erindi Einars loknu sátu
þátttakendur kaffiboð Sjálfstæðis
kvenna á Siglufirði.
Næsta dag flutti stjórnandi
fræðslukvöldanna, séra Jónas
Gíslason, fróðlegt erindi um utan
ríkismál og kommúnisma, Rakti
hann þróun þessara mála fram
til 1956. Var gerður mjög góður
rómur að erindi séra Jónasar.
Síðan flutti Ragnar Jóns-
son bæjargjaldkeri ágætt erindi
um ræðumennsku, Baldur Eiríks-
son forseti bæjarstjórnar talaði
um Sjálfstæðisflokkinn og Siglu-
fjörð og loks var lesið upp fróð-
legt erindi um sjávarútvegsmál
eftir Davíð Ólafsson.
Fjórða og síðasta kvöldið flutti
Jónas Rafnar erindi um stjórn-
málaviðhorfið. Rakti hann stjórn
málasöguna nokkur undanfarin
ár, aðdraganda hræðslubanda-
lagsins, fyrirheit vinstri stjórnar-
innar á sviði efnahags-, atvinnu-
og varnarmála og vanefndir, sem
öllum væru kunnar. Gerði hann
síðan ljósa grein fyrir stjórn-
málaviðhorfinu í dag og þeim
vandamálum, sem úrlausnar
biðu.
Að loknu erindi Jónasar var
sezt að myndarlegu kaffiborði,
sem nokkrar stúlkur úr FUS
höfðu séð um af rausn mikilli.
Sveinn Gústavsson lék nokkur
lög á píanó, farið var í mælsku-
keppni og fleira sér til gamans
gert.
Margir kvöddu sér hljóðs og
þökkuðu forystu ungra Sjálf-
stæðismanna og framtak þeirra
í þessari fræðslustarfsemi. Séra
Jónas Gíslason sleit síðan nám-
skeiðinu og var hann kvaddur
þökk fyrir komu og fyrirhöfn.
Önnur starfsemi
FUS verður aðili að héraðs-
móti siglfirzkra Sjálfstæðis-
manna, sem háð verður 28. sept.
n. k. og spilakvöldum, sem fyrir-
hugað er að halda' vikulega á
komandi vetri, en slík kvöld gáf-
ust mjög vel á s. 1. vetri.
Frá sambandsfélögum IX
„Stefnir", F.U.S. í Hafnnrfirði
AÐALFUNDUR Stefnis, félags
ungra Sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði, var haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu þar í kaupstaðnum mið-
vikudaginn 26. þ.m.
Magnús Sigurðsson lagan.emi,
sem verið hafði formaður félags-
ins um eins árs skeið, flutti
skýrslu um starfsemina. Hann
baðst undan endurkjöri og var
Birgir Björnsson vélvirki kosinn
formaður. Aðrir stjórnarmenn
voru kjörnir: Finnborgi Arndal
(vara-formaður), Magnús Þórðar
son, Einar Sigurðsson, Sigu-ður
Stefánsson og Valur Ásmundsson.
Varastjórn: Jóhanna Helgadóttir
og Ragnar Magnússon.
í skýrslu fráfarandi formanns
kom fram, að starf félagsins var
fjölbreytt á árinu og bar vott
um mikla starfsgleði og áhuga
félagsmanna á félagsstarfinu.
Síðastliðinn vetur efndi félagið
til stjórnmálanámskeiðs sem
hlaut mikla þátttöku og vinsæld-
ir. Voru þar tekin til meðferðar
mörg mál, sem varða land og
þjóð og sérhæfir menn fengnir
til að flytja erindi um þau. Félags
mál æskunnar voru einnig tekin
til ítarlegrar meðferðar.
En námskeiðið var ekki ein-
ungis miðað við fræðslu heldur
var það líka mælskuskóli, þar
sem þátttakendur æfðu sig í ræðu
flutningi og ræddu áhugamál sín.
Á hverjum fundi var einnig
venja að sýna stuttar kvikmyndir
bæði til fræðslu og skemmtunar.
Fullvíst er, að námskeið þetta
var þátttakendum þess til mikils
gagns og þá ekki síður til ánægju
Yfir því hvíldi hinn ferski blær,
sem einkennir störf æskufólks.
Auk þessa námskeiðs gekkst
Stefnir bæði fyrir dansleikjum
Birgir Björnsson, formaður
Stefnis
og öðrum skeirimtunum á árinu.
Að lokinni skýrslu formanns
urðu talsverðar umræður um
vetrarstarfið. Stjórnmálanám-
skeið á vegum félagsins mun
hefjast innan skamms. Þá fara
kosningar í hönd og eru Sjálfstæð
isfélagar staðráðnir í að láta sinn
hlut ekki eftir liggja til að gera
sigur Sjálfstæðisflokksins sem
glæsilegastan. í fyrri kosningum
hefur greinilega komið í ljós, að
unga fólkið í Hafnarfitði fyikir
sér í æ ríkara mæli undir merki
Sj álfstæðisflokksins. Stefnisfélag-
ar telja, að í komandi kosningum
muni sannast betur en nokkru
sinni fyrr, að æskufólkið er
kjarni Sjálfstæðisflokksins.