Morgunblaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 10
1« MORGVWBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. okt. 1957 Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. UTAN UR HEIMI Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. AðaJLrrtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssor- Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 224Ö0 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. HÖLDUM ÞJÓÐAREININGU UM LANDHELGISMÁLIÐ Allir íslendingar eru sam- mála um nauðsynina á því, að þjóðin búi sjálf og ein að fiskimiðunum amhverf is landið. Ráðstafanirnar 1952, er firðir og flóar og hafið inna 4 mílna var friðað fyrir erlendum veiðiskipum og allri botnvörpu- veiði, voru mikilsverð spor fram á við en engan veginn lokatak- mark. Þess verður þó að gæta að haga framkvæmdum ætíð svo, að þær veki ekki svo mikla andstöðu, að verr sé af stað farið en heima setið. Sumir hafa raunar gert ’ítið úr erfiðleikunum í þessum efnum. Þeirra á meðal er núverandi sjáv arútvegsmálaráðherra. Áður en hann tók við völdum, hafði hann allra manna mest talað um nauð- syn nýrra, tafarlausra ráðstaf- anna. f samræmi við þá skoðun var eitt af stefnuskráratriðum núverandi ríkisstjórnar, þetta: „Ríkisstjórnin leggur áherzlu á stækkun íslenzku landhelginnar og telur, að stækkun friðunar- svæðisins í kringum landið sé nú brýn nauðsyn, vegna atvinnuör- yggis landsmanna og mun því beita sér fyrir framgangi þess máls“. ★ Þegar litið er til þessarar yfir- lýsingar og fyrri afstöðu Lúðvíks Jósefssonar, sjávarútvegsmálaráð herra, Hannibals Valdemarssonar og fleiri samráðherra þeirra, hefði mátt búast við, að ekki væri hik- að við skjótar og róttækar fram- kvæmdir á pessu loforði stjórnar- innar. Úr þeim hefur þó ekki orðið og almenningur hefur enga vitneskju fengið um, hvað efndun um og undirbúningi þeirra líði. Er því eðlilegt, að vaxandi óþolin- mæði gæti hjá þeim, sem mest eiga í húfi, og kom hún t.d. fram hér í blaðinu s.l. sunnudag í dálk unum Úr verinu. Eins og á stendur er ekkert eðlilegra en að slíkar raddir heyr- ist. Morgunblaðið telur þó, að málið sé ekki nægilega upplýst til þess, að rökstuddur dómur verði að svo stöddu felldur um, hvort aðgerðarleysi stjórnarinnar sé réttmætt eða ekki. Um hitt verður ekki deilt, að aðferð henn ar er öðru vísi en vera ætti og sumt í henni stórvítavert. ★ Áður en friðunarráðstafanirnar voru gerðar 1952, voru þær mjög vel undirbúnar. Að málinu hafði verið unnið árum saman. Jafn- skjótt og dómur hafði verið kveð- inn upp í máli Norðmanna og Englendinga út af deilu þeirra um stærð norsku landhelginr.ar, var færi sætt og þess réttar neytt, er færustu lögfræðingar, innlendir og erlendir töldu að dómurinn viðurkenndi. Málið var þá ekki aðeins þaulrætt innan ríkisstjórn arinnar heldur á fundum utan- ríkismálanefndar og á Alþingi, fyrir luktum dyrum. Nú er öðru vísi farið að. Utan- ríkismálanefnd hefur aldrei verið kölluð saman síðan núverandi ríkisstjón tók við, nema til þess að kjósa fomann hennar snemma á síðasta Alþingi. Með öllu var látið undir höfuð leggjast að kjósa undirnefndina, sem lög- um samkvæmt að á vera ríkis- ítjórninni til ráðuneytis í utan- ríkismálum. Enginn fundur hefur verði haldinn fyrir lokuðum dyr- um á Alþingi um málið og stjórn- arandstöðunni alls ekki sagt frá því, hvað í ráði væri. Fulltrúar nokkurra héraða munu hafa verið kvaddir saman til skrafs og ráða- gerða á s.l. vetri eða von, en ekk- ert þokaðist málið áfram við þau fundarhöld, né töldu þeir, sem þar sátu, að neitt markvert hefði komið fram. ★ Allt er því á huldu um fyrirætl anir ríkisstjórnarinnar. Aðgerðarleysi hennar ber þó sennilega vitni um, að henni hafi reynzt málið vandasamara, þegar til átti að taka, en sumir ráð- herranna höfðu látið ámeðanþeir töldu sig ábyrgðarlausa. Því tjáir og ekki að neita að málið er mjög i’andasamt. Menn hér á landi hafa t.d. mjög ófullkomnar eða rangar hugmynd ir um reglur þær, er með öðrum þjóðum gilda um stærð landhelg- innar. Sumar þær ákvarðanir um stærð landhelginnar sem hér er oft vitnað til, eins og einstakra ríkja í Suður-Ameríku, eru lítið meira en pappírsgagn, sem af engum er virt. Rússar hafa aftur á móti raunverulega tekið sér stærri landhelgi en flestir aðrir. Þeir hafa og máttinn til að fylgja ákvörðunum sínum eftir. Þó hafa jafnvel þeir gert mikilsverð frá- vik, t. d. með samningsgerð við Breta. ★ Allar líkur benda til að straum ur tímans sé okkur mjög hag- stæður, að fleiri og fleiri þjóðir aðhyllist svipaðar skoðanir 1 þess um efnum og við. Þó er áreiða'n- legt, og duldist t.d. ekki þeim, er heyrðu hljóðið í norrænu þing- mönnunum hér í sumar, að óskir okkar ganga lengra en jafnvel þær þjóðir, sem okkur standa næstar, telja framkvæmanlegt og eðlilegt. Eins er það, að sumt af rökum okkar þykir ekki með öllu sann- færandi. Breytingar á aflamagni hafa t. d. stundum verið miðaðar við of skamman tíma til að þykja hafa mikið sönnunargildi um áhrif friðunarinnar eða nauðsyn nýrra. ★ Þá verðum við sjálfir að gera okkur grein fyrir, að hverju við stefnum. Ef við færum fisk- veiðitakmörkin enn út, eigum við einnig að banna botnvörpuveiði íslenzkra togarar innan þeirra marka? Hvar eiga togarar olckar þá að fiska? Því að við verðum að vera við því búnir að þá verði erlendu miðunum einnig lokað fyrir þeim. Ef við hleypum þeim inn fyrir fiskveiðitakmörkin hjá okkur sjálfum, hvar ætlum við að draga línuna til verndar báta- flotanum? Allt eru þetta atriði, sem íhuga verður og ræða með rökum, því að hvergi á það frekar við en hér, að það skal vel vanda, er lengi á að standa. Ríkisstjórnin verður nú þegar að gera fullnægjandi grein fyrir, hvað hún hefur aðhafzt í málinu og hverjar fyrirætlanir hennar eru. í engu máli ríður meira á en þessu, að þjóðareiningu sé haldið. Njósnari sem fékk ekki að njóta sín French flugforingi í Banda- ríska flughernum hafði 2 ástríð- ur: Flug og fjárhættuspil. Hann var frá New York, virtur og vel látinn í sinni stétt og hafði m.a. flogið fjörtíu leiðangra inn yfir Kóreu í styrjöldinni þar. Síðan í júní s.l. ár hefur hann verið í bandaríska hernum á Puerto Rico og lifað þar rólegu lífi í miklum vellystingum, safnað spiki og skuldum. Hann spilaði mikið í fjárhættuspili og í vor námu skuldir hans 10,000 dölum. Hann hafði orðið að taka lán hjá ýms- um lánsstofnunum til þess að greiða þessi miklu og stóru töp, en hann hætti ekki að spila. Ætlaði að losna úr skuldunum í vor kvaddi French konu og börn og hélt til New York — á námskeið, sem átti að hressa svo- lítið upp á kunnáttu hans í fag- inu, fluginu, en ekki fjáhættu- spilinu. Að námskeiðinu loknu fékk hann stutt frí — og nú hófst hann handa. Hann hét því að hverfa ekki aftur til Puerto Rico fyrr en hann væri búinn að sjá fjárhag sínum borgið og bjarga sér úr skuldunum. Nú þurfti að- eins hugkvæmnina, því að í Bandaríkjunum hlaut hann alltaf að geta nælt sér í pening, ef vel væri farið að. Umslagið við sendiráðið Að kveldi 5. apríl hélt French til Washington, og nú ætlaði hann að setja á stofn stórfyrir:æki, sem mundi bjarga honum úr öllum skuldunum á svipstundu. Sama kvöldið og hann kom til Was- hington hélt hann beint til 16. götu, en við þá götu stendur m.a. rússneska sendiráðið. Har.n gekk rólega fram hjá sendiráðsbygg- ingunni, stanzaði sem snöggvast við járnrimlahliðið — og fleygði umslagi inn á milli rimlanna, inn í garðinn. Síðan hélt hann leiðar sinnar — til New York með fyrstu ferð. Bauð þjónustu sína Utan á umslagið var ritað „Til þess, sem málið gæti varðað". í bréfinu bauð French hernaðar- lega mikilvægar upplýstngar fyr- ir álitlega fjárþóknun Hann kvaðst vilja fá 27,000 daii fyrir að veita upplýsingar um kjarnorku- sprengjur þær, er flugvélarnar B-36 eru búnar. Þá sagði French, að vildu hlutaðeigandi aðilar, rússneska sendiráðið, sinna þessu góða boði, þá gætu fulltrúar henn ar hitt sig á herbergi númer 1877 í New Yorker-hóteli á Manhatt- an næstu tvo daga. French flmgforingi aldrei komizt inn fyrir dyr rúss- Þegar French stanzaði við hliðið nesku sendiráðsbyggingarinnar. í 16. götu í Washington kvöldið áður, hafði bandarískur leynilög reglumaður einnig gát á pessu sama hliði. Um leið og French gekk burt, fór leynilögreglumað- urinn að hliðinu, teygði sig eftir bréfinu og skoðaði. Hann taldi, að sá, sem mál þetta „gæti varð- að“, væri sennilega bandaríska stjórnin — og þess vegna tók hann bréfið með sér til bæki- stöðva sinna. Ævilangt fangelsi Á dögunum var French dreginn fyrir herrétt. Hann var sakaður um að hafa gerzt brotlegur við grein 134 í herlögunum með því að reyna að selja í hendur er- lendu stórveldi uppl. um varnar- mál Bandaríkjanna. French kvaðst vera saklaus og þessari ákæru — og lögfræðingur réttar- ins sagði honum til málsbóta, að hann hefði alla tíð verið ágætur hermaður og aldrei verið komm- únisti né staðið í sambandi við þá. Réttarhöldin stóðu í fjóra daga, en að því búnu kvað her- rétturinn upp sinn dóm. French skyldi rekinn úr hernum með skömm og sitja í fangelsi, ævi- langt. Og enn skuldar French 10,000 dali. Hitaveita er mikið hags- munamál Kópavogsbúa SVEINN S. Einarsson verkfræð- ingur ritar ýtarlega grein í síð- asta tölublað Voga, blaðs Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi, um hitaveitu fyrir Kópavog. Grein- arhöfundur bendir á, að sameigin leg hitaveita fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð frá Krýsuvík sé nú nokkuð rædd og að kominn sé til landsins stórvirkur jarðbor, sem væntanlega verði fyrst notaður við nánari athuganir varðandi þær áætlanir. Síðan segir í grein inni: Aðalæð frá Krýsuvík til Reykjavíkur mundi liggja gegn- um þéttbýli svo sem Hafnarfjörð, Kópavog og Garðahrepp, sem nú er í hraðri uppbyggingu, og gætu þá öll þessi byggðarlög notið góðs af sameiginlegri hitaveitu. Sameiginlegar aðalæðar frá einu jarðhitasvæði fyrir þessi byggðar lög mundu verða hlutfallslega miklu ódýrari en fleiri og minni sérvirkjanir. Samvinna á breið- um grundvelli um þessi mál er einkum hagsmunamál hinna minni og fátækari bæjarfélaga svo sem Kópavogs og Hafnar- fjarðar, sem erfitt ættu með að koma ser upp sjílfsiæðum hita- veitum af eigin rammleik". Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn Kóp^vogs fluttu tillögu í janúar 1956 um að leita eftir þátttöku í samningum milli Reykjavíkurbæjar og Hafnar- fjarðarkaupstaðar um sam- eiginlega hitaveitu frá Krýsu- vík. Tillagan fékkst ekki sam- þykkt, en Sveinn S. Einarsson ítrekar í grein sinni nauðsyn þess, að málið verði ekki dreg- ið á langinn. Telur hann, að Kópavogsbúar eyði nú um 3 milljónum króna á ári til elds- neytiskaupa og að sú upphæð geti staöið undir 25 til 30 millj ón króna stofnkostnaði við hitaveitu. í þessu tölublaði Voga eru auk þess ýmsar fréttir. Er þar m.a, sagt frá byggingu felagsheimilis, uppsögn samninga um allar erfða leigu- og byggingarlóðir, sem ekki hefur verið byggt á og þeirri ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að fela Finnboga Rút Valdimarssyni bankastjóra yfirstjórn lóðamála í kaupstaðnum. Grein er í blaðinu um íþróttir og félagslíf eftir Axel Jónsson og grein um atvinnu- rekstur Málningar h.f. í Kópa- vogi. Þetta tölublað er 1. blað 6. árgangs Voga. Nýjor reglur um hvernig út- lendur konur öðlust þýzkun rikisborgururétt við hjúskup Herbergi 1877 Næsta dag var barið að dyrum hjá French á herbergi númer 1877. Hann bjóst til þess að bjóða fulltrúa Krúsjeffs að ganga inn fyrir, lauk upp hurðinni — en viti menn: Fyrir utan stóðu ekki þeir, sem French hafði vonazt eftir, heldur bandarískir leyni- lögreglumenn og fulltrúar rann- sóknardeildar bandariska flug- hersins. Breéfið komst ekki í hendur Rússa En hvernig stóð á þessu? Ekki höfðu Rússarnir þó látið bréfið af hendi við bandarísku leyni- lögregluna. Nei. En bréíið h&fði ÞÝZKA sendiráðið í Reykjavík hefur beðið Mbl. að vekja at- hygli á því að ný lög hafa geng- ið í gildi um það hvernig út- lendar konur geta öðlazt þýzk- an ríkisborgararétt með því að giftast þýzkum mönnum. Voru ný lög um þetta samþykkt 19. ágúst og gengu í gíldi 24. sama mánaðar. Meginreglur þeirra eru þessar: 1) Útlendar konur sem gengið hafa í hjúskap við þýzka ríkis- borgara á tímabilinu 1. apríl 1953 til 23. ágúst 1957 eiga kröfu á að fá ríkisborgararétt. Þær geta nú innan eins árs frests lýst því yfir við þýzk yfirvöld að þær óski eftir ríkisborgararétti sem verki aftur fyrir sig til hjúskap- ardags. Slík tilmæli þurfa að koma fram fyrir 23. ágúst 1958. 2) Nú geta útlendar konur sem ganga í hjónaband við þýzka rík- irborgara öðlazt ríkisborgara- rétt með því að óska þess við hjónavígsluna. Þó þær geri það ekki við hjónavígsluna eiga þær kröfu á þýzkum ríkisborgara- rétti svo lengi sem hjónabandið varir og eiginmaðurinn heldur ríkisborgararétti sínum. Skiptir engu máli hvort þýzk eða útlend yfirvöld eða prestar hafa gefið hjónin saman. 3) Nokkur sérákvæði eru í lög- unum varðandi óvenjuleg og sérstök atvik í þessum lögskipt- um og kveðst þýzka sendiráðið reiðubúið að veita öllum sem spyrja nánari upplýsingar um innihald laganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.