Morgunblaðið - 01.10.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.10.1957, Qupperneq 13
Þriðjudagur 1. okt. 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Ólafur T. Sveinsson fyrrverandi skipaskoðunarstjóri ÓLAFUR Theódór Sveinsson, | eins og hann hét fullu nafni var fæddur þann 6. janúar 1884 á Flateyri í önundarfirði. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Sveinn Rósinkranzson skipstjóri og Sig- ríður Sveinbjarnardóttir. Um aldamótin var mikið at- hafnalíf við önundarfjörð og lífgaði hvalveiðistöð Elleffsens allmikið upp atvinnulífið. Hafði Elleffsen þar stórt vélaverkstæði, sem annaðist viðgerðir fyrir hval veiðaskipin. A þessu verkstæði vann Ólafur um nokkurra ára skeið og þar mun áhugi hans hafa fyrst vaknað fyrir vélfræðinni. Árið 1908 sigldi hann síðan til Kaupmannahafnar og gekk þar á Köbenhavns Maskinistskole. — Lauk hann þar fyrst hinu al- menna vélstjóraprófi og síðan meira vélstjóraprófinu. Á þessum árum vann hann einnig nokkuð við vélsmíði í Kaupmannahöfn og meðal annars um eins árs skeið hjá Köbenhavns Flydedok & Skibsværft. Að afloknu námi 1913 kom hann heim til íslands og réðist skömmu síðar sem vél- fræðiráðunautur til Fiskifélags íslands. Störf hans hjá Fiski- félagmu voru meðal annars í því fólgin, að kenna og sjá um mótor- námskeið félagsins, sem hrundið hafði verið af stað, til þess að búa menn undir vélgæzlustörf á hinum ört vaxandi vélskipa- flota. Tók hann þá saman mótor- fræði, sem kennd var á náms- skeiðunum og mun það vera fyrsta rit vélfræðilegs efnis, sem gefið hefur verið út á íslandi. Hjá Fiskifélagi íslands starf- aði hann síðan fram til ársins 1920 að hann setti á stofn skipa- og vélaeftirlitsskrifstofu í félagi við Bjarna heitinn Þorsteinsson. Skömmu síðar var hann skipaður í nefnd til að undirbúa löggjöf um eftirlit með skipum og vél- um og hóf síðan starf sitt við Skipaskoðun ríkisins árði 1923. Má segja að með þessu hefjist aðalþátturinn í lífsstarfi Ólafs. Skipaskoðunarstjóri var hann skipaður árið 1930 og gegndi því starfi, þar til á öndverðu árinu 1954, að hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Samhliða hinu umfangsmikla starfi við Skipaskoðun ríkisins voru honum falin fjölmörg önn- ur trúnaðarstörf og m. a. var hann prófdómari við Vélskólann í Reykjavík frá upphafi. Eins og að líkum lætur þarf mikið átak til að byggju upp og skipuleggja slíka stofnun, sem Skipaskoðun ríkisins. Til þess þurf ti kunnáttu og einbeitni, sam- fara lipurð í umgengni við þá, sem hlut áttu að máli. Gegnum löng kynni mín af Qlafi get ég fullyrt, að þessum eiginleikum var hann ríkulega búinn, enda bar árangurinn verkum hans vitni. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum í byrjun starfs míns, að afloknu námi og aðstoð- aði hann um skeið við störf hans í þágu skipaflokkunarfélagsins Germanischer Lloyd. Kynntist ég þá starfsaðferðum hans og var það mér ómetanlegur skóli. Frekari kynni mín af honum, um nærri 30 ára skeið urðu til þess að sanna mér æ betur mannkosti hans. Ólafur var friðsamur maður, sem helzt ekki vildi eiga í úti- stöðum við nokkurn mann, en þó kaus hann heldur, ef því var að skipta að þola aðkast en láta af því, sem hann taldi réttast í lausn þeirra mála, sem um var að ræða og öll hans störf einkennd- ust fyrst og fremst af samvizku- semi og réttsýni. í vinahóp var Ólafur glaðvær og skemmtinn og kunni vel að meta græskulaust gaman. Árið 1925 giftist Ólafur eftir- lifandi konu sinni Ólöfu Sigurð- ardóttur, hinni ágætustu konu, sem bjó honum vistlegt og ánægjulegt heimili. Ekki eignuð- ust þau hjónin nein börn, en þó munu þau árin vera færri, sem ungmenni ekki dvöldu á heimili þeirra, þar sem þau nutu skjóls á hinu góða heimili og umsjár hins trausta heimilisföður. Með Ólafi er genginn einn af landsins traustustu sonum, að af- loknum gifturíkum starfsdegi. Ég votta eiginkonu hans og öðr- um ástvinum innilegustu samúð, um leið og ég kveð þennan góða vin. ^órður Runólfsson. í DAG verður jarðsettur Ólafur T.Sveinsson, fyrrverandi skipa- skoðunarstjóri. Það mjög athyglisvert og ein- kennandi fyrir okkar unga ís- lenzka þjóðfélag á nútíma mæli- kvarða, að einn maður skuli hafa verið skapandi og stjórnandi skipaskoðunar- og skipaskráning- ar á íslandi fram á síðustu ár. Á árunum 1920 til 1923 vann Ólafur að undirbúningi skipaskoðunar- innar, en var árið 1930 skipaður skipaskoðunarstjóri og gegndi því starfi fram til vorsins 1954. Ekki var upphaf þessa starfs auðvelt verk, því skilningur manna hér heima mun hafa verið misjafnlega mikill á nauðsyn þess að hafa eftirlit með öryggi og búnaði skipa, enda munu þessi mál, svo og skráning skipa, að langmestu leyti áður hafa verið framkvæmd í Danmörku. Fór Ólafur utan til að kynna sér þessi mál sérstaklega, bæði mæl- ingu á tonnatölu skipa, skráningu þeirra og eftirlit með öryggi skipa. Kom hann heim með mik- inn fjölda skjala um íslenzk skip, sem þá var geymt í Danmörku, en vann síðan að því að koma þessum málum öllum hér heima smátt og smátt í það horf, sem þau eru nú. Er tímar liðu varð samstarf milli siglingaþjóða æ meira um „l!t er að siglingu og öryggi skipa lýtur, og var Ólafur þá fulltrúi íslands á mörgum fundum ytra um þessi mál, og lagði á ráðin hér heima hvernig haga skyldi ákvæðum um þessi mál varðandi íslenzk skip. Oft var hér um mikinn vanda að ræða, því eins og oftast ei' í slík- um málum sýnist sitt hverjum. Ólafur var maður samvizkusam- ur með afbrigðum og vildi vera sanngjarn við alla menn og reyna að leysa allan ágreining á frið- samlegan hátt, þótt hann hins vegar héldi fast fram sinni skoð- un, þegar hann var sannfæraður um að fara með rétt mál eftir eigin samvizku. Ólafur átti in- dælt heimili með samhentri og alúðlegri eiginkonu sinni Ólöfu Sigurðardóttur, sem ég vil votta mína innilegustu hluttekningu. Kynni mín af Ólafi T. Sveins- syni eru ekki ýkja margra ára. Fyrst komst ég í náin kynni við hann er honum var falið eftirlit með smíði fyrsta stálskipsins á íslandi, dráttarbátsins Magna fyrir Reykjavíkurhöfn. Síðar hafði hann og með höndum eftir- lit með smíði björgunarskútu Norðurlands, Alberts. Þetta starf leysti Ólafur af hendi með mikilli prýði, enda sérlega vel til þess hæfur að þekkingu og mannkost- um. Hvatti hann mig til að sækja um skipaskoðunarstjórastarfið, þegar hann hætti sökum aldurs. Eftir að ég tók við starfinu reynd ist Ólafur mér hinn bezti vinur og kennari meðan ég var að kom- ast inn í starfið sem og síðan, svo ákjósanlegri fyrirrennara hefði enginn getað kosið sér. Er þar mikill munur á að taka við starfi manns, sem komið hefir öllu í fastar skorður, eða eins og hann að taka við engu öðru en óleyst- um verkefnum og byggja upp frá grunni stofnun til starfs fyrir öryggi íslenzkra sjómanna og til eflingar íslenzkum siglingum. Það er víst, að margur íslenzk- ur sjómaðurinn á Ólafi T. Svexns syni líf að launa fyrir árvekni hans og áhuga á búnaði íslenzkra skipa, en við' vinir hans og sam- starfsmenn skemmri og lengri tíma erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta sam- starfs slíks ágætismanns. Hjálmar R. Bárðarson. — S.U.S.-siðan Frh. af bls. 8 betlarar séu margir, skjóta aug Arabanna hatursgneistum ur leið og þeir segja: Þeir eru flótta fólk frá ísrael. — Sástu eitthvað af fyrirmönn- um ríkisins, sem nú virðast ekki eiga sjö dagana sæla frekar en aðrir Arabahöfðingjar. — Dr. Malik, utanríkisráðherra Líbanon setti ráðstefnuna með ræðu. Eftir setninguna var hald inn kynningarveizla og börðust menn við hitann, þótt degi væri tekið að halla. Þar var ég kyrintur fyrir dr. Malik með þeim um- mælum, að nú gæfist honum færi á að fá sér góðan svala, því að hér væri kominn maður frá ís landi. Þá heimsóttu þátttakendur ráð- stefnunnar forseta landsins, en hann býr í Þjóðminjasafniu! Safn ið hefur aðsetur í stórri höll með mörgum álmum. Þar eru t.d. varð veittir kofar og aðrir mannabú- staðir frá liðinni tíð. f einni álm- unni býr svo forsetinn og telst ekki til safnsins. Þ. E. Atvinnurekend ur Vantar yður mann á bif- reiðina, lagerinn eða við önn ur störf hjá yður, gjörið svo vel og sendið tilboð merkt: „Föst atvinna — 6781“. Skrifstofustúlka Þekkt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskast eftir að ráða stúlku til vélritunar og símavörzlu. Einhver enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt mynd leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 7. október merkt: Skrifstofustúlka. S jötug Arnhjörg sl. sunnudag: SigurBardóttir ENGINN, sem ekki vissi hið sanna, mundi geta ságt rétt til um aldur Arnbjargar Sigurðar- dóttur frá Keflavík. Flestir mundu fremur hafa tilhneigingu til að segja hana fimmtuga en sjötuga. En staðreyndum verður þó eigi á móti mælt. Það verða allir að sætta sig við þann ótrú- lega sannleika, að Arnbjörg stendur í dag á sjötíu ára sjónar- hóli, enda þótt útlit hennar segi hana einum eða jafnvel tveimur áratugum yngri. Arnbjörg er borinn Snæfelling- ur. Hún er fædd í Bergþórsbúð á Arnarstapa 29. sept. árið 1887. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Vigfússon og Sigríður Guðmundsdóttir. Þær systurnar voru fjórar, en sú yngsta dó í æsku. Hinar þrjár eru allar á lífi. Á sjöunda ári fluttist Arn- björg ásamt foreldrum sínum að Smyrlhóli í Haukadal í Dalasýslu. Þar og á nokkrum öðrum stöðum í Dölunum ólst hún upp. Árið 1904 réðist til vinnu- mennsku á heimili foreldra iienn ar ungur maður norðan úr Skaga firði Hannes Einarsson að nafni. Hann og Arnbjörg felldu brátt hugi saman, og þar með hófst sú gæfuríka samleið sem entist í 42 ár. Fyrst bjuggu þau Arnbjörg og Hannes í nokkur ár fyrir vestan, en árið 1912 fluttust þau alfarin suður til Keflavíkur og bjuggu þar allan sinn búskap, eða allt þar til Hannes lézt árið 1947. Þótt Arnbjörg beri aldurinn vel, þá er þó engan veginn þar með sagt, að líf hennar hafi verið létt- ur leikur, heldur þvert á móti. Tólf urðu börnin alls, en þrjú þeirra dóu þegar á æskuskeiði. Hin níu, sem upp komust, eru nú öll gift og búa sex þeirra í Keflavík, tvö í Hafnarfirði og eitt í Reykjavík. Það er mikið og erf- itt hlutverk að vera húsmóðir á Margir nota nú GERVITENNUR áhyggjulítið. Hægt er að borða, tala, hlægja og hnerra án þess að óttast að gervi- gómar losni. DENTOFIX heldur þéim þægilega föstum. Duftið er bragðlaust og ekki límkennt, or- sakar ekki velgju og er sýrulaust en kemur í veg fyrir andremmu vegna gervigómanna. Kiiupið Dentofix í dag Einkaumboð: Remedia hf., Revkjuvík svo stóru heimili, sem heimili þeirra Arnbjargar og Hannesar var. Arnbjörg vissi líka vel, hvað hún hafði við tímann að gera. Hún helgaði heimilinu aila sína starfskrafta af hug og sál. Ævi- starf hennar allt var ein kær- leiksfórn, sem hún færði, heimili sínu til heilla og gæfu. Og henni tókst að skapa manni sínum og börnum þann griðastað. sem allt- af var auðugur af hlýju og yljað ur af kærleika, enda þótt stund- um væri erfitt að því, er hinn ytra aðbúnað snerti. Þrátt fyrir mikið stríð og margs konar erfiðleika liðinna ára horfir Arnbjörg nú þakklát og glöð yfir gengnar götur. „’Skin og skúrir hafa skipzt á í lífi mínu“, segir hún. „En ég geymi aðeins björtu stundirnar hinum hefi ég reynt að gleyma", bætir hún við og brosir hlýju sólskins- brosi. Arnbjörg á langan starfsdag að baki. En henni hefir líka auðnazt að sjá ávexti iðju sinnar og njóta þeirra í ríkum mæli. Barnahópurinn stóri hefir verið samhentur í því að gera henni efri árin ljúf og björt. Dg hið sama má segjá um tengdabörnin. Þau hafa reynzt henni. öll sem eitt, sem væri hún þeirra eigin móðir. — Frá því að maður henn- ar dó hefir hún lengst af verið til heimilis hjá yngstu dóttir sinni í Keflavík. En hún hefir einnig dvalið á heimiium hinna barnanna sinna og verið þar hinn velkomnasti gestur. Á afmælisdaginn dvaldi Arn- björg að Hringbraut 66 í Kefla- vík á heimili Ellerts sonar síns og konu hans Ástu Gísladóttur. Þar var hún umvafinn ástúð hins fjölmenna afkomendahóps. Þar var allt gert til þess, að gleði hennar yrði sem mest. Ég óska Arnbjörgu allra heilla og bið henni af hjarta blessunar Guðs á þessum merku tímamót- um. Ég er einn í þeim fjö’menna hópi, sem hún hefir yljað með hinum hógværu sólskihsbrosum sínum og þýða viðmóti. Megi hún enn um langt skeið njóta þess kærleika, sem hún með ævistarfi sínu hefir áunnið sér í svo ríkum mæli. Bj. J. Abal BÍLASALAN J95.7 Chevrolet Bel Air 1956 Ford Fair Line 1953 Chevrolet 1952 Ford og Chevrolet 1947 Chevrolet 1957 Moskwitcli 1957 Volkswagen ?55 Anglia og Consul Oskast ! Skoda ’55 o. fl. AÐALSTR. 16 Sími: 3-24-54 H júkrunarmaBur Staða hjúkrunarmanns í Fávitahælinu í Kópavogi er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15. október næstkomandi. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.