Morgunblaðið - 01.10.1957, Page 16

Morgunblaðið - 01.10.1957, Page 16
16 MORCUWni AÐIÐ Þriðjudagur 1. okt. 1957v I A uslan Edens eftir John Steinbeck 144 i i B B I □- berginu sínu. Gefðu henni aðvðr- un einu sinni enn, en segðu henni að það sé í síðasta skiptið. Eva varð full í gærkveldi. Ég skal annast hana. Og, Joe, segðu kokk inum að ef ég fái enn einu sinni gulrætur á borð í þessarri viku, þá sé honum óhætt að taka saman dót sitt og leita sér að annarri at- vinnu. Heyrirðu til mín?“ Aftur heyrðist eitthvert taut framan við hurðina. „Þá er það víst ekki meira í bili“, sagði Kate. — „Þessi sóða- legu svín“, tautaði húi. fyrir munni sér. — „Þær myndu rotna sundur af tómum skít, ef ég fylgd- ist ekki með þeim. Farðu fram og sæktu tebakkann”. Cal bar bakkann inn í herbergis kytruna og setti hann með ýtrustu varkárni á veigalítið lestrarborð- ið. Þetta var stór silfurbakki með tekönnu úr tini, tveimur laufþunn um, hvítum bóllum, sykri og rjóma og skál með konfekti. „Helltu I bollana", sagði Kate. „Ég get það ekki vegna hand- anna“. Hún stakk konfektstykki upp í sig. — „Ég sé að þú virðir fyrir þér herbergið", hélt hún á- fram. — „Augun í mér þola ekki Þýðing Sverru Horaldsson □----------------------D skært ljós. Ég er vön að hvíla mig hérna inni“. Hún sá að Cal gaf augum hennar gætur, sem snöggvast og endurtób því, eins og til áréttingar: — „Augun í mér þola ekki skært ljós“. — Svo bætti hún við í hranalegum róm: „Hvað á þetta að þýða? Viltu ekki te?“ „Nei, þökk fyrir", sagði Cal. — „Ég er ekki gefinn fyrir te. Mér þykir það ekki gott“. Hún tók næfurþunnan bollan með reifuðum fingrunum: — „Al- veg eins og þér þóknast. Hvað er það þá, se- þú vilt?“ „Ekki neitt". „Bara horfa á mig, eða hvað?“ „Já“. „Ertu þá ánægður?“ „Já“. „Og hvernig lít ég svo út?“ sagði hún og brosti glettnislega til hans, svo að skein í hvössu, litlu, hvítu tennurnar. „Ekki sem verst“. „Það er nú svo sem ekkert svar. Hvar er bróðir þinn?“ „1 skólanum, býst ég við — eða heima“. „Hvernig lítur h^nn út?“ „Hann er líkur þér“. „Er hann jað? Og er það þá aðeins í útliti sem hann er líkur mér?“ „Hann ætlar að verða prestur", sagði Cal. „Þannig á það einmitt að vera —- líkist mér og vill verða prestur. Maður getur unnið mikið tjón sem prestur. Þegar einhver kemur hingað, er hann hræddur og á verði. En í kirkjunni er maður opinskár og hreinskilinn". „Honum er fullkomin alvara“, sagði Cal. Hún hallaði sér í áttina til hans með eftirvæntingu og áhuga í svipnum: — „Helltu í bollann minn. Er bróðir þinn heimskur?" „Hann er laglegur", sagði Cal. „Ég spurði, hvort hann væri heimskur“. „Nei“, sagð' Cal. Hún hallaði sér aftur á bak í sætinu og bar bollann að vörum sér: — „Hvernig líður föður þín- um?“ „Ég vil helzt ekki tala um hann“, sagði Cal. „Jæja, svo þú vilt það ekki? Þér líkar kannske vel við hann. Er það?“ „Mér þykir vænt um hann“, sagði Cal. Kate horfði rannsakandi á hann og það var eins og einhver skjálfti færi um hana alla — líkast kulda hrolli. Svo jafnaði hún sig strax aftur og varð köld og róleg. „Langar þig ekki í konfekt?“ spurði hún. „Jú, þökk fyrir. Hvers vegna gerðirðu það?“ „Hvers vegna gerði ég hvað?“ „Hvers vegna skauztu pabba og fórst burt frá okkur?“ „Hefur hann sagt þér frá því“. „Nei, hann sagði okkur það ekki“. Hún snerti aðra höndina með hinni og hendurnar hrukku hvor frá annarri, eins og snertingin hefði brennt þær. — „Hefur pabbi ykkar altrei haft neipar — stúlkúr eða ungar konur heima hjá sér?“ „Nei“, sagði Cal. — „Hvers vegna skauztu hann og fórst í burtu frá okkur?" Andlitsdrættir hennar hörðnuðu eins og þeir hefðu allt í einu stirðn að í föstu móti. Hún leit upp og augun í henni voru kuldaleg og svipbreytingarlaus. „Þú talar eins og þú værir full- orðinn maður, en ekki krakki", sagði hún. — „Það væri líklega réttast fyrir þig að fara að fara — hlauptu út á götuna og leiktu þér — og þurrkaðu þér um nefið“. „Stundum er ég vondur við bróð ur minn“, sagði hann. — „Ég geri hann leiðan og stundum kem ég honum til að gráta. Ha.m skil- ur ekki hvernig ég fer að því. Ég er kænni en hann. Ég vil ekki gera það. Ég verð svo leiður yfir því á eftir“. Kate tók það upp, eins og það hefðu verið hennar orð: — „Þeir héldu að þeir væru svo kænir“, sagði hún. — „Þeir horfðu á mig og héldu að þeir vissu allt um mig. Og ég lék á þá, spilaði með þá. Ég hef spilað með þá alla. Og þegar þeir héldu að þeir gætu ráðið því hvað ég gerði — ó, þá lék ég allra mest á þá. Þú ættir bera að vita hvað ég hef vafið þeim um fingur mér og gabbað þá, Charles". „Ég heiti Caleb", sagði Cal. — „Caleb komst til Fyrirheitna landsins. Það segir Lee og það stendur í biblíunni". „Svo þið hafið þá Kínverjann hjá ykkur ennþá“, sagði Kate og hélt svo áfram með ákafa: „Adam hélt að hann ætti mig. Þegar ég var særð, öll brotin og barin, tók hann mig inn til sín, hjúkraði mér og mataði mig. Hann reyndi að binda mig niður á þann hátt og flestir láta binda sig með því. Þeir eru þakklátir, beim finnst þeir standa í þaklcarskuld og það eru verstu handjárnin sem til eru. En það getur enginn haldið mér. Ég slít af mér öll bönd. Ég beið og beið, þangað til ég var aftur orð- in sterk og þá brauzt ég út. Það getur enginn haldið mér sem fanga“, sagði hún. — „Ég vissi svo sem hvað hann ætlaðist fyrir. Ég beið“. Það var dauðaþögn í gráa her- berginu, sem aðeins var rofin af örum, másandi andardrætti henn- ar. — „Hvers vegna skauztu hann?“ sagði Cal. „Vegna þess að hann reyndi að hefta för mína. Ég hefði getað drepið hann, en ég gerði það ekki. Ég vildi bara ekki láta hann stöðva mig“. „Hefurðu nokkum tíma óskað þess, að þú hefðir verið kyrr hjá okkur?" „Nei, þv£ máttu alveg trúa. — Jafnvel þegar ég var lítil stelpa, gat ég gert allt sem ég vildi. Menn vissu aldrei hvernig ég fór að því. Aldrei. Þeir voru alltaf svo vissir um það, að þeir hefðu á réttu að standa. Og þeir skildu aldrei neitt“. Það var því líkast sem * Kaffibætisverksmibja. O. Jobnson & Kaaber hf. MARKUS Eftir Ed Dodd When the tree hits bingo, HIS PAL FRITZ REALIZES SOMETWING IS WRONG ANO BEGINS TO WHI PITEOUSLY 1) Fyrir framan þá er trjábol- [ 2) Og Iitli hvolpurinn verður | 3) Blindi folinn skilur, að eitt- hvert óhapp hefur komið fyrir og »r, sem er brunninn svo mjög að j fyrir honum, þegar hann fellur. fer að hneggja. hann er að falla. eitthvað rynni skyndilega upp fyrir henni: — „Þú líkist mér ef- laust. Þú ert kannske alveg af sömu tegund. Og hvers vegna skyldurðu ekki vera það?“ Cal stóð á fætur og spennti greipar fyrir aftan bak. Hann sagði: — „Þegar þú varst lítil, fannst þér þá stundum". — Hann þagnaði og hugsaði sig um, leitaði eftir ovðum. — ..Fannst þér þá stundum eins og þig vantaði eitt- hvað? Að ðrir vissu eitthvað, sem þú vissir ekki — eins og eitthvert leyndarmál, sem þeir vildu ekki Segja þér? Fannstu stundum til þess?“ Meðan hann talaði varð andlit hennar svipþungt og hörkulegt og þegar hann þagnaði var samband- ið á milli þeir:a rofið. „Hvað gengur eiginlega að mér?“ sagði hún. — „Sit hér og tala við krakka". Cal stakk höndunum í buxna- vasana. „Sit hér og eyði tímanum í það að tala við óvita", hélt hún áfram. „Ég hlýt að vera orðin eitthvað undarleg". Andlit Cals ljómaði af ákafa og augun glömpuðu. Það var lfkast því sem hanu sæi sýn. „Hvað gengur nú að þér?“ spurði Kate. Hann stóð kyrr, með svita- dropa á enninu og kreppta hnefa £ vösum. Kate hló stuttum, ill- kvittnislegum hlátri. „Þú kannt að hafa erft eitt og annað frá mér, eins og til dæmis þetta hérna“. — Hún .otaði að honum krepptum fingrunum. „En ef þú þjáist af flogaveiki, þá hef- urðu ekki fengið hana af móður þinni“. Hún Ieit brosandi á hann og beið þess að sjá óbeit og á- hyggju lýsa sér £ svip hans. En það var ekkert slíkt að heyra í rödd hans: „Nú fer ég“, sagði hann. — „Nú fer ég. Loksins veit ég að það var satt sem Lee sagði“. „Hvað sagði Lee?“ „Ég var hræddur um að ég líkt- ist þér“, sagði Lee. „Þú gerir það líka“, sagði Kate. „Nei, ég er ekki lfkur þér. Ég er bara ég sjálfur. Ég þarf ekki að vera eins og þú“. „Hvernig veiztu það?“ spurði Kate. „Ég veit það bara. Ég finn það alveg á mér. Ef ég er vondur og viðbjóðslegur, þá er það bara ég sjálfur sem e það“. „Þessi Kinverji hefur sannar- lega kennt þér mikla speki. Hvers vegna glápirðu svona á mig?“ „Ég held að þér verði ekkert illt £ augunum af ljósi“, sagði Cal. — „Ég held að þú sért hrædd“. „Út með þig“, hrópaði hún. — gJjUtvarpiö Þriðjudagur 1. október: Fastir liðir eins og venjulega, 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Erindi: Hakon VII., Noregskonungur (Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra). —- 20,50 Nors.v tónlist (plötur). 21,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,40 Tónleikar (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsak- ir“ eftir Agöthu Christie; XV. (Elías Ma les). 22,30 „Þriðjudags þátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa umsjón með höndum. 23,20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—-14,00 Við vinnuna. Tónleik ar af plötum. 19,30 Lög úr óper- um (plötur). 20,30 Þýtt og endur- sagt: För til rústanna £ Qumran (Haraldur Jóhannsson hagfræð- ingur). 20,55 Einleikur á pianó: Alfred Cortot leikur lög eftir ým- is tónskáld (plötur). 21,15 Upp- lestur: Kvæði eftir Ásmund Jóns- son frá Skúfstöðum (Ævar Kvar- an leikari). 21,35 Tónleikar (pl.). 22,10 Kvöldsagan: „Græska o* getsakir" eftir Agöthu Christie; XVI. (Elias Mar les). 22,30 Létt lög (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.