Morgunblaðið - 02.10.1957, Side 1
20 síður
FRÁ (JTFÖR HÁKONAR KONUNGS SJÖUNDA. — Mynd þessi var tekin í gær, þegar líkvagninn ók írá konungshöllinni í Osló. Ljósm.: Aftenposten, Osló
Virðuleg útíör tíákonar VII Noregskonungs fór fram í gær
ÓSLÓ, 1. okt. (NTB). — ! dag
kl. 13.50 eftir norskum tíma
var fáni Noregs drcginn að
hún um allt landið, kirkju-
klukkum var hringt, og skot-
ið úr fallbyssum til merkis
um það, að Hákon konungur
sjöundi hefði verið lagður til
hinztu hvíldar í grafhvelf-
ingu setuliðskirkjunnar í Ak-
ershus-kastala í Ósló. Hákon
konungur var borinn til graf-
ar með þeirri viðhöfn, að al-
gjörlega stakk í stúf við ó-
breyttar lífsvenjur hans.
Talið er, að um 250 þúsund
manns hafi staðið á gangstéttUn-
um á leið þeirri, sem líkfylgdm
fór um og er það fjölmennasti
syrgjendahópur, sem um getur í
sögu Noregs. Alla leiðina frá kon
ungshöllinni að dómkirkjunni og
síðan að kastalanum var óslitin
röð manna. Veður var hið feg-
ursta og haustsólin hellti geislum
sínum yfir landið og fólkið, sem
kvaddi ástfólginn þjcðhöfðingja
1 hinzta sinn. En það voru fleiri
en þeir er viðstaddir voru, sem
fylgdust með útförinni. Hundruð
þúsunda Norðmanna, bæði á sjó
og landi, hlustuðu á útvarpið og
vottuðu þjóðhöfðingja sínum á
þann veg virðingu sina. I NTB-
skeyti hermir, að segja megi með
sanni, að heil þjóð hafi fylgt kon-
ungi sínum til grafar.
Sonur kveður föður í hinzta sinn
Þegar athöfnin náði hámarki
sínu í gömlu Akershús-kirkjunm,
voru ekki aðrir vibstaddir en
nánustu ættingjar konungs, er-
lendir þjóðhöfðingjar og sérstak-
ir fulltrúar þeirra, ráðherrar, Os-
car Torp, stórþingsforseti, Einar
Gerhardsen, forsætisráðherra, og
forseti Hæstaréttar, Sverre
Gretta. — Athöfnin í Akershus
hófst kl. 13.30 eða strax og lík-
fylgdin kom frá minningarguðs-
þjónustunni í Óslóardómkirkju
Akershus-kirkj a var fagurlega
en þó látlaust skreytt. A rauðurn
múrsteinsveggjunum loguða
kertaljós og á líkpallinum, sem
var þakinn purpura, loguðu fjög-
ur kertaljós, hvert kerti einn
metri á hæð. Þau stóðu í æva-
gömlum kertastjökum. Þarna var
einnig komið fyrir hinum feg-
urstu blómvöndum. Þegar kistan
hafði verið borin á líkpallinn,
fékk Ólafur konungur sér sæti
við hægri hlið hennar, en sín cil
hvorrar handar við hann sátu
systur Hákonar konungs, þær
Ingeborg prinsessa af Svíþjóð og
greifafrú Castenskjöld. Prinsessu
Ingeborg til hægri handar sat
Haraldur krónprins og prinsess-
urnar Astríður og Ragnhildur og
frú Lorentzen. Vinstra megin við
kistuna sátu erlendir konungar
ásamt forsetum íslands og Finn-
lands. — Eftir dálítinn orgelinn-
gang var sunginn sálmurinn „Lýs
milda ljós“, en síðan kastaði Jo-
hannes Smemo Óslóarbiskup rek-
unum. Það ríkti algjör þögn í
kirkjunni, þegar biskupinn sagði
fram orðin: Af moldu ertu kom-
inn, að moldu skaltu aftur verða,
af moldu skaltu aftur upp rísa.
Fréttaritari NTB segir, að
menn hafi haft það á tilfinning-
Framh. á bls. 2
Hæftulegar filraunir
TÓKÍÓ, 1. okt. — Japanskur
vísindamaður, próf. Takao Kashi-
wabara við Ibarako-háskólann í
Mið-Japan, hefur skýrt frá þeirri
skoðun sinni, að japanska þjóðin
verði þurrkuð út á næstu 10 ár-
um, ef tilraunum stórveldanna
með kjarnorkusprengjur verður
haldið áfram Þessar skoðanir
mínar, sagði prófessorinn enn-
fremur, byggi ég á tilraunum,
sem ég hef gert með mýs.
•--------------------------------------------------------------
Fréttir í stuttu máli
Lundúnum, 1. október.
COTY, Frakklandsforseti, er byrjaður viðræður sínar við franska
stjórnmálamenn um myndun nýs ráðuneytis. Stjórnmálafréttaritar-
ar telja, að erfiðlega muni ganga að mynda ráðuneyti í Frakklandi.
Talið er víst, að það hafi verið Jacques Soustelles, sem fékk óháða
l ægrimenn til að greiða atkvæði gegn stjórn Bourges-Maunourys,
en það varð henni að falli.
Nú hefur þjóðvörðurinn í Arkansas tekið við af fallhlífasveit-
unum, sem Eisenhower sendi til Little Rock í því skyni, að halda
þar uppi lögum og reglu. Þjóðvörðurinn er nú undir stjórn forset-
ans. Talið er sennilegt, að fallhlífasveitirnar verði ekki fluttar strax
á brott úr borginm af öryggisástæðum.
í ræðu, sem H. C. Hansen, forsætisráðherra Dana hélt í dag við
cpnun þjóðþingsins, sagði hann, að efnahagsmálin og þá einlcum
gjaldeyrismálin yrðu höfuðviðfangsefni þingsins í vetur.
Ekki kom til neinna átaka milli hægra arms brezka Verka-
mannaflokksins og Bevans-manna, þegar kosið var í miðstjórn
flokksins á þinginu í dag. Segja fréttamenn, að nú sé að mestu
búið að brúa bilið milli þessara hópa, a. m. k. sé lítill skoðana-
rnunur á yfirborðinu, eins og sjá megi af kosningunni.
Mikil ókyrrð ríkir nú í dvergríkinu San Marino á austanverðri
Italíu. Þar hafa kommúnistar verið við stjórn í 12 ár, en fyrir
skömmu gengu nokkrir kommúnískir þingmenn i lið stjórnarand-
stöðunnar og felldu stjórnina. Kommúnistastjórnin neitar að hverfa
úr ráðhúsinu og krefst þess, að nýjar kosningar fari fram í land-
mu. Hefur hún heitið á alla lögreglumenn landsins, 200 að tölu, að
svna sér hollustu. Stjórnarandstaðan hefur búið um sig í verk-
smiðjuhúsi ekki alllangt frá ráðhúsinu. — í San Mai ,no eru íbú-
arnir aðeins 14 þúsund að tölu.