Morgunblaðið - 02.10.1957, Qupperneq 10
10
MORGVHBT AÐIÐ
Miðvikudagur 2. okt. 1957
CTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigíús J ónsson.
UTAN UR HEIMI
Aðairitstjórar: Valtyr Steíánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsmgar: Arm Garðar K-ristinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480
Askriftargjaid kr 30.00 á mánuði ínnaniands.
t lausasöiu kr 1.50 eintakið.
AUKINN SPARNAÐUR OG
HAGKVÆMNI í REKSTRI
mejináherzlu á
Rússar leggja nú
smíði stórra kafbáta
Á sama tíma og herir Atlants-
hafsbandalagsríkjanna efndu til
mikilla heræfinga á Atlantshafi,
efndi rússneski flotinn, sem bæki-
stöðvar hefur í Hvítahafi, til mik-
illa æfinga á Barentshafi. Þar
gerðu Rússar tilraunir með kjarn.
orku- og vetnisvopn — og hafa
æfingar þeirra verið talsvert um-
ræddar. Ekki er með vissu vitað
um herstyrk Rússa við Hvítahaf,
en hins vegar byggja Rússar nú
Stórir kafbátar
Meira en helmingur af kafbáta-
flota Rússa eru stórir kafbátar
ætlaðir til langrar útivistar — og
mundu þeir, ef til styrjaldar
kæmi, efalaust verða notaðir til
þess að granda skipum á úthöf-
unum, og einnig er talið, að ætlun
þeirra sé að búa kafbáta þessa
kjarnorkuflugskeytum. Stærsti
hluti alls flota Rússa bækistöðv-
ar á fjórum aðalstöðvum. Frá
flotahöfnum við Eystrasalt og
Hvítahaf sigla skip þeirra um
Atlantshafið, en Svartahafsfloti
þeirra er mjög bundinn, því að
talið er útilokað. að þeir geti
siglt skipum sínum, jafnvel kaf-
bátum, út úr Svartahafi án þess
að Tyrkir verði þess varir. í
þessu sambandi má einnig benda
á það, að flest, ef ekki öll her-
skip Rússa, sem siglt hafa inn í
Miðjarðarhafið — til Egypta-
lands, Sýrlands og kafbátastöðv-
BORGARSTJÓRINN i
Reykjavík, Gunnar Thor-
oddsen hefur nýiega haft
forgöngu um samþyklct tillögu
um sérstakar ráðstafanir til þess
að auka sparnað og hagkvæmni
I rekstri Reykjavíkurbæjar Þeg-
ar Mbl. átti samtal við borgar-
stjórann um þessi mál s.l. suunu-
dag komst hann m.a. að orði á
þessa leið:
„Síðustu árin hefur starfað hjá
Reykjavíkurbæ sérstök sparnað-
arnefnd sem skipuð er þremur
ágætum bæjarstarfsmönnum, sem
þaulkunnugir eru rekstri Reykja
víkurbæjar. Hefur nefndir, undir-
búið fjárhagsáætlun Reykjavíkur
og gert margar tillögur.
En um jafn umfangsmikinn
rekstur og hjá Reykjavíkurbæ
tel ég nauðsynlegt að starfandi
sé að staðaldri sérstök stofr.un,
sem hafi það hlutverk að fylgjast
með vinnubrögðum og starfshátt-
um í öllum greinum og gera til-
lögur um verkaskiptingu, vinnu-
brögð og nýja starfsháttu og
sparnað, hvar sem því verður við
komið, allt byggt á nákvæmri
rannsókn og íhugun“.
Gagnleg og skynsamleg
tillaga
Óhætt er að fullyrða, að þessi
tillaga sé skynsamleg og gagnleg.
Rekstur höfuðborgarinnar og
stofnana hennar er orðinn geysi
víðtækur. Hjá nálægum þióðum
hefur sérstökum stofnunum ver-
ið falið að fylgjast með rekstri
einstakra borga og gera tillögur
um sparnað og hagkvæmni í
rekstri þeirra. Hafa bæjaryfir-
völd Reykjavikur t.d. kynnt sér
rekstur slíkra stofnana í Stokk-
hólmi, Oslo, Kaupmannahöfn,
Helsingfors og Gautaborg. En í
öllum þessum borgum hefur starf
semi slíks sparnaðareftjrlits þótt
gefast mjög vel. Það hefur haft
í för með sér bætt vinnubrögð og
betra eftirlit með emstökum
greinum hins opinbera rekstrar.
Allt bendir til þess að sami
árangur ætti að nást með
þessu hér. Hekstur hinnar
íslenzku höfuðborgar er að
vísu ekki eins stórbrotinn og
höfuðborganna á Norðurlönd-
um. En bæjarfélagið verður
þó að annast flest söntu verk-
efnin og þessar borgir Stofn-
anir þess eru svipaðs eðlis og
hjá höfuðborgum nágranna-
landanna. Margt á því að vera
mögulegt að læra af þeirra
skipulagi og vinnuhrögðum.
Margar umbætur þegar
framkvæmdar
Forystumenn Reykjavíkurbæj-
ar hafa einnig á undanförnum
árum beitt sér fyrir margvísleg-
um bótum á rekstri bæiarféiags-
ins og stofnana þess. Hefur verið
reynt að framkvæma þar mag-
víslegan sparnað og haga vinnu
brögðum eins haganlega og tök
hafa verið á. Sérstakar sparnað-
arnefndir hafa unnið gagniegt
verk og aukin tækni hefui sparað
bæjarfélaginu mikil útgjöld. Hin-
ar stórvirku bókhalds- og skrif-
stofuvélar bæjarins og einstakia
stofnana hans hafa spaiað stórar
fjárfúlgur og nýtízkuvélar og
verkfæri hafa gert framkvæmdir
hans fljótunnari og ódýrari.
Þá hefur kostnaður við rekstur
strætisvagnanna verið stórlækk-
aður með því að breyta þeim í
dieselvagna, sem eru mikiu ódýr-
ari í rekstri.
Um birfreiðakostnað bæjar-
starfsmanna og stofnar.a bæjarins
hefur mikið verið rætt a undan-
förnum árum. Hafa bæjaryfir-
völdin beitt sér fyrir gjörbréyttri
tilhögun í þeim efnuiti tekizt
að spara með því mikið fé.
Takmark
S j álf stæðismanna
I eins umfangsmiklum rekstri
og rekstri Reykjavíkurbæjar og
stofnana hans er vafalaust eitt
og annað, sem gagnrýna má með
rökum. En það er og helur jafnan
verið eindreginn vilji Sjálfstæðis
manna, sem bænum hafa stjórnað
að bseta sem mest má verða allt
skipulag á rekstri bæjarfélagsins.
í þeirri viðleitni hefur þeim eins
og áður er getið orðið mxkið
ágengt.
En takmark þeirra er að
gera bæjarreksturinn eins
hagkvæman, fullkominn og
ódýran og frekast er kostur.
Það er hlutverk hinnar nýju
eftirlits og sparnaðarstofnun-
ar að stuðla að því, að því tak-
marki verði náð.
'Sjálfstæðismönnum er fylli-
lega Ijóst, að Reykvíkingar hafa
orðið að borga há útsvör undan-
farin ár, enda þótt út.svör séu
hér lægri en í öðrum kaup,..oð-
um landsins. En hveigi á íslandi
hefur fólkið fengið eins mikið
fyrir bæjargjöid sín og hér í
Reykjavík. Hér hefur verið unnið
brautryðjandastarf í raforkumál-
um og hitaveitumálum til stór-
kostlegs atvinnuöryggis og þæg-
inda fyrir fólkið. Hér hefur verið
lagt meira fé en nokkurs staðar
annars staðar í að fegra umhverf-
ið, bæta götur og garða.
Traustur fjárhagur
En þrátt fyrir hinar gífurlegu
framkvæmdir Reykjavíkurbæjar
er fjárhagur bæjarins þó traustur
og síbatnandi. Skuldlausar eignir
bæjarfélagsins stóraukast með ári
hverju. En vöxtur bæjarfélagsins
skapar stöðugt ný og stcrbrotin
verkefni. Börnum og unglingum
í skóluin bæjarins fjölgar t.d. um
1000 á ári. Sú mikla fjö'gun skap-
ar að sjálfsögðu þörf fyrir sí-
aukið skólahúsrými.
Það hefur verið ómetanlega
mikils virði fyrir hið mikla
uppbyggingarstarf, sem unnið
hefur verið í Reykjavík undan
farna áratugi að bæjarfélagið
hefur notið traustrar og sam-
hentrar forystu Sjálfstæðis-
manna. Þá forystu munu Reyk
víkingar einnig tryggja sér
næsta kjörtímabil.
Rússar eiga engan kjarnorkuknúinn kafbát. Myndin var tekin, þegar Nautilusi var hleypt af
stokkunum, en b»nn «■ 'Harnorkuknúinn eins og kunnugt er -- nt eitt helzta stolt bandariska
flotans.
herskip af meiri krafti en allar
aðrar þjóðir heims til sainans að
Bandaríkjunúm undanskildum.
Rússneski flotinn hefur fjórar
aðalbækistöðvar. Eru þær sem
fyrr segir í Hvítahafinu — og í
Eystrasalti, Vladivostol: við
Kyrrahaf og á Svartahafi. Kaf-
bátafloti Rússa er mikill og er tal
ið, að um einn fjórði hluti hans sé
staðsettur í höfnum Rússa við
Eystrasalt.
Áherzla lögð á
kafbátasmíði
Hermálasérfræðingar á Vestur
löndum fullyrða, að Rússar eigi
nú 30 beitiskip, 150 tundurspilla,
500 tundurskeytabáta, 1300 minni
hersnekkjur og fylgdarskip — og
yfir 500 kafbáta. Flest beitiskip
þeirra eru á stærð við hið fræga
skip Sverdlov, eða um 13,000 lest-
ir — skip, sem Krúsjeff hefur
sagt, að væru ekki til annars en
að „flytja menn á vinafund".
Athyglisvert er talið. að Rússar
eru nú nær hættir að byggja
beitiskip, en hins vegar hafa þeir
að undanförnu lagt meiri áherzlu
á smíði stórra kafbáta, sem haft
geta langa útivist, og mun kaf-
bátafjöldinn verða kominr. upp í
600 í lok næsta árs.
kafbátur Rússa mun vera 2,900
smálestir að stærð og hafa 19
hnúta ganghraða undir yfiroorði
sjávar — og eldneytisbirgðir til
20,000 mílna spóferðar.
Engan kjarnorkukafbát
— engin flugvélamóður-
skip
Enda þótt kafbátafloti Rússa
sé mikill að vöxtum, telja Vestur-
veldin, að þau hafi mikla yfir-
burði á einu sviði: Rússar eiga
enn engan kjarnorkuknúinn kaf-
bát svo vitað sé. Hins vegar
byggja þeir nú fjölda venjulegra
kafbáta, sem sérstakiega eru ætl-
aðir til þess að flytja kjarnorku-
flugskeyti yfir úthöfin Enda þótt
Vesturveldunum væri hætta bú-
in af slíkum bátum — þá hafa
þau í þessu tilfelli mikla yfir-
burði yfir Rússa: Flugvélamóður
skipin. Ekki er vitað til að Rússar
hafi eignazt flugvélamóðurskip
— né, að slíkt skip sé í smíðum
hjá þeim.
arinnar í Albaníu hafa komið frá
stöðvum við Eystrasalt eða Hvila
haf.
Ef til styrjaldar kæmi yrði
Svartahafsfloti þeirra mnilokað-
ur, ef þeir hefðu ekki fullkomn-
að samgönguleiðir fyrir skip í
gegnum Rússland sjálft svo vel
sem raun ber vitni. A undaniöi-n-
um árum hafa skipaskurðir verið
dýpkaðir og breikkaðir mjög —
og talið er, að Eystrasalt og Hvíta
haf séu nú tengd vatnaieiðum,
sem jafnvel beitiskip geta siglt
eftir. Svartahafið er emnig talið
tengt Eystrasalti, en hve stór skip
geta farið.þar á milli eftir vatna-
leiðunum er ekki vitað.
Þetta herskip, Ordzhonikidze, flutti þá Krúsjeff og Bulganin „á vlnafund" til Englands í fyrravor.
Það er eitt af stærstu herskipum rússneska flotans.