Morgunblaðið - 02.10.1957, Síða 15
Miðviltudagur 2. okt. 1957
MORGVISBLAÐIÐ
15
Skrifstofuhúsnœði
Nokkur skrifstofuherbergi eru til leigu í miðbænum strax. —
Þeir, er óska nánari uppl. sendi nöfn sín í lokuðu umslagi á af-
greiðslu Mbl. fyrir 5. okt. merkt: Centralt — 6790.
Klara Aðalhjarnardóttir
m i nningar
orð
Júlíana Sveinsdóttir: Sumarmorgun í Horneby.
Sýning Júlíönu Sveinsdóttur
1>AÐ ER hressandi að líta inn
á sýningu Júlíönu Sveinsdóttur,
sem haldin er þessa dagana í
húsakynnum Listasafns ríkisins.
Þegar sleppt er nokkrum mynd-
um, sem málaðar eru í Dan-
mörku, en þar hefur listakonan
lengi átt annað föðurland, þá er
þetta íslenzk sýning að nokkru
unnin úr íslenzkum hráefnum.
Flest málverkin sýna íslenzkt
landslag, en hið sérkennilegasta
og nýstárlegasta við þessa sýn-
ingu hér á landi er alls konar
myndvefnaður og handknýtt
teppi. Maður undrast óft litaval-
ið, hvort sem Júlíana málar með
olíulitum eða ull. Bláir og græn-
ir litir sem geta oft verið vara-
samir, þegar þeir standa saman,
eru hér hins vegar örvandi og
innilegir. í einni Vestmannaeyja-
myndinni er grængresið dásam-
lega ferskt og lifandi, eða þá
blátæra vatnið, sem brotnar á
flúðum í gljúfri. Mér datt ósjálf-
rátt í hug mynd frá bökkum
Seljalandsár undir Eyjafjöllum,
sem ég sá eitt sinn fyrir ára-
tugum. Þar birtist mér fegurst
samræmi grænnar grundar og
bláasta vatns, sem ég hef litið á
íslandi. — En minnisstæðust frá
sýningu Júlíönu Sveinsdóttur er
mér mýkt litanna. Litirnir eru
sjálfstæðir, hreinir og persónu-
legir, og njóta sín til fulls, en
samt svo mjúkir og samkembdir.
Listakonan leikur sér að þeim,
handfjallar þá á sinn mjúka, sér-
stæða hátt.
En það sem kom mér til að
skrifa þessi fáu orð um sýningu
Júlíönu Sveinsdóttur er vefnað-
urinn. Það var mikið lán fyrir
hana og okkur, að hún skyldi
rekast á ónotaða vefstólinn á
geymslulofti vinkonu sinnar. Þar
var forsjónin að verki. Með vinnu
sinni hefur Júlíana sannað, hve
ágætt hráefni íslenzka ullin ev
til listvefnaðar, enda keppast
listunnendur í Danmörku við að
skreyta hýbýli sín með hlutum
unnum að Júlíönu Sveinsdóttur.
Að undanförnu hafa fslendingar
sýnt íslenzku ullinni vítavert tóm
læti, en með þessari sýningu hef-
ur listakonas hafið hana til vegs
og virðingar. Reynsla hennar í
ullarvinnu er dýrmæt og má ekki
fara forgörðum. Menntamálaráð
íslands hefur gert gott verk og
þarft að bjóða henni heim og
setja upp þessa sýningu. En það
þarf að gera meira, það er ekki
nóg að bjóða henni heim til þess
að halda sýningu, heldur verður
að gera henni fært að setjast hér
að og búa þannig í haginn ,að
þjóðin geti notið þekkingar henn-
ar og leiðsagnar í listiðnaði. Gæti
þá svo farið, að hér rísi upp
meira en vísir að heilbrigðri iðju
fyrir unga og gamla og nýr menn
ingarstraumur félli að þvi marki
að vinna úr innlendum hráefnum
og búa sem bezt að sínu.
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Á mánudag s.l. var lögð til
hinztu hvíldar Klara Aðalbjarn-
ardóttir, sem andaðist 24. sept.
s. 1., eftir langvarandi vanheilsu.
Hún var fædd að Espihóli í
Eyjafirði hinn 13. ágúst 1903, og
voru foreldrar hennar Lilja
Randversdóttir og Aðalbjörn
Kristjánsson.
Faðir Klöru var kennari og
organisti í Eyjafirði og síðar á
Akureyri og var hann mjög vel
látinn af öllum sem þekktu hann.
Klara missti móður sína á mjög
ungum aldri, og ólst upp að
nokkru leyti hjá móðursystur
sinni Rósu Randversdóttur, sem
enn er á lífi á Akureyri.
Klara varð fyrir þeirri þungu
raun að missa heilsuna á unga
aldri, og fluttust þau feðgin til
Reykjavíkur árið 1934, til þess
að leita henni lækninga.
Klara var mjög vel gefin stúlka
og trygglynd við þá sem hún batt
vináttu við, þótt sjúkdómur sá
sem hún átti við að stríða mótaði
líf hennar að nokkru leyti.
Það var mikið áfall fyrir hana
þegar hún missti föður sinn árið
1941, því hann lét sér mjög annt
um hana alla tíð, og skömmu
eftir að þau fluttust til Reykja
víkur, festi hann kaup á litlu
húsi að Baugsvegi 3A, þar sem
hún bjó eftir að hún missti föður
sinn, til dauðadags, en síðustu
mánuðina sem hún lifði lá hún í
sjúkrahúsum oft sárþjáð, þar til
yfir lauk.
Ég undirrituð kynntist Klöru
fyrst, er ég dvaldist á Akureyri
árið 1925, og síðan hefir engan
skugga borið á vináttu okkar og
Rest-Best koddar
eru lagaðir eftir mannslíkamanum. Menn hvílast því bet-
ur á þeim en öðrum koddum. — Nokkrar birgðir fyrir-
liggjandi.
HARALDARBÚÐ
Ath.: Veljið þann kodda, sem einmitt hæfir yður og svo
jafnframt Rest-Best svæfil til notkunar undir sérstökum
kringumstæðum. — Lesið ritgerð, sem fylgir hverjum
kodda og lærið að liggja og hvíla yður.
RAFGEYMAR
I FIAT
XIL SOLU
vönduð 4ra herb. íbúð
á þriðju hæð við Skaptahlíð. — Laus til íbúðar
nú þegar.
IMýfa fastelgnasalan
Bankastræti 7 — Sími 24-300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546
oft hef ég komið á litla heimilið
hennar og við átt þar indælar
stundir saman.
Elsku Klara mín, við áttum
margt sameiginlegt. Nú ertu
horfin mér, en ég á margar og
góðar minningar um samveru
okkar, þú áttir trúna á Drottin
þinn og Frelsara, sem þú hafðir
öðlazt á unga aldri, sem gaf þér
þrek til þess að berjast sem hetja
til hinztu stundar, allan þinn
sjúkdómsferil.
Það var ekki öllum kunn sú
barátta sem þú háðir 0£ ef til
vill hefir þú verið misskilin af
mér og öðrum, en þú varst ekki
misskilin af Frelsara þínum * sem
hefir nú gefið þér sigurkórónu
lífsins, lof sé Drottni fyrir allt.
Ég þakka þér trygglyndi þitt
frá fyrstu stundu og einlæga vin-
áttu, og kveð þig með sárum
söknuði.
Móðursystur þinni og öðrum ást-
vinum, votta ég innilega samúð.
Að lokum kveð ég þig elsku
vina, með þessum orðum sálma-
skáldsins:
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin,
á bak við dimma dauðans nótt.
Kristin Bjarnadóttir.
Skátafélag Reykjavíkur
tilkynnir
Allir skátar, sem ætla að starfa í vetur, mæti til inn-
ritunar sunnudaginn 6. okt. frá kl. 2—4 í Skátaheimilinu.
Nýir meðlimir, 11 ára og eldri, mæti á sama tíma. —
Árgjald fyrir 1958 15 kr., greiðist við innritun.
Ylfingar og drengir á Ylfinga aldri mæti frá kl. 5—6 og
greiði árgjald sitt 5 kr. við innritun.
Aðeins verður innritað þennan eina dag.
Stjórn S. F. R.