Morgunblaðið - 09.10.1957, Blaðsíða 2
*
MORCVNBL AÐIÐ
Miðvikudagur 9. okt. 1957
Kommúnisfar virðast að lofum
komnir í San Marino
SAN MARINO, 8. okt. — Margt bendir nú til þess, að hin ólög-
lega stjórn kommúnista í smáríkinu San Marino sé að gefast upp.
í dag sagði enn einn þingmaður þeirra skilið við flokkinn og var
það meira að segja maður, sem hefur verið í flokksforustunni.
Nú er því svo komið, að kommúnistar hafa aðeins 28 fulltrúa af
30 á þjóðþinginu.
— Varðarfundur
Frh. af bls. 1.
og iagt veitur um Reykjanes og
Suðurlandsundirlendi. Nú er
verið að ráðast í síðustu aðal-
virkjun Sogsins.
Þá vaknar sú spurning, hvar
Reykjavík sé á vegi stödd. Til
bráðbirgða m4 bæta við vélum
í Neðra-Sogi, stækka eimtúrbínú
stöð og vinna rafmagn með jarð-
hita.
En fyrr eða síðar verður að ráð
ast í að virkja nýtt fallvatn — og
er þá sleppt öllum hugleiðing-
um um atomorkuna. Ríkið hefur
einkarétt til raforkuvinnsiu, en
skv. samningi ríkis og bæjar um
Sogið skulu þessir aðilar báðir
athuga möguleika á frekari virkj
unum annars staðar, og hefur
Reykjavík því vissa aðstöðu þrátt
fyrir raforkulögin.
Orkuvinnsla og orkuþörf
Þegar hér var komið rakti Ei-
ríkur Briem ástand rafmagnsmál-
anna í dag og áætlaða orkuþörf
á næstu árum.
Hann benti á, að taka yrði sam-
an öll orkuver á svæðinu frá
Breiðafirði til Víkur í Mýrdal,
enda stæði samtenging þeirra fyr-
ir dyrum. Þau framleiddu á sl.
ári 350 milljónir kílóvattstunda,
en stærð þeirra er samtals 64.000
kílóvött (Sog og Elliðaár þar af
49.000 kílóvött).
Ræðumaður áætlaði, að til al-
mennrar heimilisnotkunar hefðu
farið 102 millj. kílóvattstunda.
Þessi rafmagnsnotkun er vel
þekkt af langri reynslu, og má
áætla að hún tvöfaldist á tíma-
bilinu til .1970.
Til húsahitunar hefur senni-
lega farið um 51 millj. kílóvatt-
stunda 1956. Raforka til frekari
hitunarnota verður ekki til, fyrr
en ráðist verður í nýja vatns-
virkjun, og verður því að reyna
að stemma stigu við þeim. Það
getur þó orðið erfitt, a.m.k. ut-
an hitaveitusvæða. Skynsamlegt
virðist að áætla, að notkunin
verði 98 millj. kWst. árið 1970.
Til iðnaðar hafa á sl. ári farið
um 66 millj. kWst., þar af um
21 millj. til fiskiðnaðar. Erfitt
getur verið að spá um þróunina,
en áætla má, að þörfin verði orð-
in 166 millj. kWst. 1970.
Áætlað er, að til landbúnað-
ar (fyrir utan heimilisnot í sveit-
um) hafi farið 1 millj. kWst. sl.
ár, en um framtíðina er erfitt að
spá. Þar sem notkunin er rétt að
hefjast, er rétt að ætla hana um
16 millj. kWst. 1970.
Áburðarverksmiðjan notaði
130 milljónir kílóvattstunda sl.
ár. Hún, svo og væntanleg fos-
fatverksmiðja og sementsverk-
smiðjan nota sennilega um 165
millj. kWst. 1970.
Raforkuþörf Keflavíkurflug-
vallar verður væntanlega 40
millj. kWst. 1970.
Samkvæmt þessu eykst notk-
unin úr 350 milljónum í 690 millj.
kílóvattstunda á tímanum frá
1956 til 1970.
Af þessum sökum má gera ráð
fyrir nokkrum rafmagnsskorti
1959, en ekki jafnalvarlegum og
þekktur er frá fyrri árum Er
virkjun Efra-Sogs er lokið, rakn-
ar úr, og ætti þá að vera nægi-
lega séð fyrir orkuþörfinni til
1965, enda er gert ráð fyrir nokk-
urri stækkun olíustöðva. E. t. v.
má þá bæta eitthvað úr með nýj-
um vélum í eldri virkjunum og
með gufuaflstöð. Hún yrði þó
vart stór, myndi vart gefa meira
en 80—100 millj. kwst.
Nauðsyn nýrra virkjana
Af þessu má sjá, sagði Eiríkur
Briem, að skammt er til stefnu
til að ráðast í að virkja nýtt
fallvatn. Aðrar ráðstafanir duga
aðeins um næstu 10 ár, — og ekki
svo lengi, ef upp rís nýr iðnaður,
sem er orkufrekur.
Rannsóknir og undirbúningur
að nýrri vatnsvirkjun er mjög
víðtækt og seinunnið starf og
verður að snúa sér að því nú
þegar. Að því loknu tekur virkj-
unin sjálf vart skemmri tíma en
4—5 ár.
Að lokum má benda á í þessu
sambandi, að kostnaður við virkj
anir fer mjög eftir stærð þeirra.
í orkuverkum þeim, sem nú eru
í smíðum, kostar hvert kílóvatt
allt frá 22.000 kr., niður í 6.000
kr. við Efra-Sog. Stórvirkjun
Þjórsár eða Jökulsár á Fjölium
myndi e. t. v. ekki kosta nema
3—4.000 kr. á hvert kílóvatt.
Er því ljóst, að þýðingarmikið
væri að geta komið upp stór-
virkjun. Til að fullnýta slíkt
orkuver þyrfti þó jafnframt að
koma til arðbær iðnaður.
Eiríkur Briem ræddi þessu
næst um jarðhitann, nýjan iðnað
og ýmsar framtíðarráðstafanir
Reykjavíkur. Þessi kafli ræðunn-
ar verður rakinn í blaðinu á
morgun.
Aðrar ræður
Að ræðu Eiríks Briem lokinni
tók Jóhannes Zoega til máls, og
rakti þann hluta af áliti orku-
málanefndar sem fjallar um ein-
stakar framkvæmdir vatns- og
hitaveitu. Síðan töluðu: Guð-
mundur H. Guðmundsson bæjar-
fulltrúi, Magnús Jóhannesson tré-
smiður, Gísli Halldórsson verk-
fræðingur, Þóroddur Sigurðsson
verkfræðingur, og loks þeir Eirík
ur Briem og Jóhannes Zoega aft- J
ur.
Hengilsvæðið
Gísli Halldórsson ræddi einkum
um Hengilsvæðið og bar fram
eftirfarandi tillögu, sem var
samþykkt:
Framkvæmdar verði á Hengil-
svæðinu í samráði við fyrri
ákvarðanir bæjarstjórnar reglu-
legar mælingar á köldu vatns-
rennsli, sem eftir upphitun með
gufu kynni að mega hagnýta til
hitaveitii fyrir Reykjavík.
Auk þess lagði Gísli Halldórs-
inn til að tekið yrði inn í tillögur
orkumálanefndar, að unnið verði
að því að tryggja Reykjavíkur-
bæ umráðarétt og afnot af jarð-
hita á Hengilsvæðinu auk Krýsu-
víkursvæðisins, og féllst nefndin
á það.
Ræða Jóhannesar Zoéga verð-
ur rakin í blaðinu á morgun, og
þá jafnframt önnur fundarstörf.
í lok fundarins var samþykkt j
að vísa tillögum orkumálanefnd-
ar og Gísla HaHdórssonar til bæj-
arstjórnarflokks Sjálfstæðis-
manna.
Bera Danir klœði
á vopnin ?
KAUPMANNAHÖFN, 8. okt. —
Viggo Starcke foringi Réttar-
sambandsins sem nú á stjórnar-
samstarf við Jafnaðarmenn gekk
í dag á fund H. C. Hansen for-
sætisráðherra og ræddi við hann
um möguleikana á því að Danir
tækju að sér sáttaumleitanir í
stjórnardeilunni í smáríkinu San
Marino.
Tilefni þess að Starcke hefur
allt í einu fengið svo mikinn
áhuga á San Marino er að flokks-
bróðir hans Tholstrup þjóðþings-
maður hefur verið á skemmtiferð
suður á Ítalíu og kom í gær til
San Marino.
H. C. Hansen mun ekkert hrif-
inn af tillögunni og finnst að
Tholstrup ætti bara að halda á-
fram að njóta sólskinsins á Ítalíu
en ekki að blanda sér í stjórn-
máladeilur á ítalíu, '
Ábyrgðarlaus framkoma
Það var einn af leiðtogum San
Marino-kommúnista að nafni
Egidio Belisardi, sem sagði skilið
við þá í dag. Um leið flúði hann
land. Hann kom yfir landamærin
í morgun í bifreið ásamt konu
sinni og dóttur. Síðan er ekki
vitað, hvar hann er niður kom-
inn.
Þegar hann hvarf brott úr San
Marino skildi hann eftir bréf,
sem skyldi nokkru síðar birt borg
urum lýðveldisins.
í því segir hann, að ástandið í
San Marino geti bráðlega breytzt
svo, að ekki verði hægt að snúa
aftur. Kveðst hann árangurslaust
hafa reynt að telja flokksbræð-
ur sína á að taka málamiðlunar-
tilboði þingmeirihlutans. Nú
kveðst hann hafa ákveðið að yf-
í GÆR boðaði stjórn Hins ísl.
Biblíufélags fréttamenn á sinn
fund í tilefni þess, að um síðustu
helgi kom í bókaverzlanir hin
nýja biblía, sem félagið hefur
gefið út. Á fundi þessum skýrði
herra biskupinn, Ásmundur Guð-
mundsson, frá gangi þessara
mála, sem hann kvað verða að
teljast merkis viðburð í sögu
Biblíufélagsins og útgáfu Biblí-
unnar hér á landi.
Biblían
Hin nýja biblía, sem nú er út
komin, er prentuð eftir plötum
frá 1912 og óbreytt frá fyrri út-
gáfum. Hins vegar hafa nokkr
ar breytingar verið gerðar á út-
liti bókarinnar. Pappír og band
er mjög vandað og allt útlit bók-
arinnar hið fegursta. Bandið er
vandað rexinband og er gylltur
eða þrykktur kross framan á
bókinni. Hlífðarkápa hefur verið
gerð utan um bókina með kirkju-
legum helgitáknum teiknuðum af
Halldóri Péturssyni listmálara.
Biblían er prentuð og bundin í
prentsmiðjunni Odda h. f. Sölu-
verð Biblíunnar er 145 krónur
eintakið. Aðalútsölumaður er
Ólafur Erlingsson bóksali. Biblí-
an var gefin út í 5 þúsund ein-
tökum og verður hún send um
land allt til bóksala.
Hið islenzka Biblíufélag hefst
handa um útgáfuna
Hið íslenzka Biblíufélag var
stofnað 1815 og er elzta starfandi
félag hér á landi. Árið 1841 réðst
félagið í útgáfu allrar Biblíunnar
og var sú útgáfa prentuð í Viðey,
en áður hafði félagið gefið út
Nýja Testamentið. Árið 1859 var
Viðeyjarútgáfan endurprentuð á
kostnað félagsins og þá prentuð
í Reykjavík í prentyerki Einars
Þórðarsonar, og voru þá Apo-
kryfu bækur Gamla Testamentis-
ins prentaðar þar með, en þær
hafa ekki fylgt með í þeim út-
gáfum sem Brezka Biblíufélagið
hefur gefið út.
Brezka og erlenda Biblíufélagið
kostaði útgáfuna
Síðan hefur brezka og erlenda
Biblíufélagið kostað útgáfu ís-
lenzku Biblíunnar, þó að Hið ís-
ilenzka Biblíufélag hafi lagt fram
irgefa landið til að sýna að hann
styðji ekki glópa, sem með
ábyrgðarlausri framkomu . hafa
valdið hinu alvarlegasta ástandi
í litla lýðveldinu.
Dregur að lokum deilunnar
f dag hafa þingmenn og aðrir
forustumenn kommúnista í San
Marino setið á látlausum fund-
um og er sagt, að vonleysi ríki
hjá þeim. Fylgismenn andkomm-
únista-stjórnarinnar, eru hins veg
ar bjartsýnni en nokkru sinni
fyrr. Þeir hafa aðsetur í gamalli
gúmmíverksmiðju við útjaðar
San Marino. Láta þeir í veðri
vaka, að þeir séu að ljúka undir-
búningi undir valdatökuna. Muni
þeir bráðlega skera upp herör
meðal hinnar litlu þjóðar og reka
kommúnista af höndum sér.
fé til þýðinga og endurskoðunar
Biblíunnar á ýmsum tímum t. d.
í sambandi við útgáfurnar frá
1866, 1908 og 1912. Síðan 1912
hefur þýðingin ekki verið endur-
skoðuð. Árið 1912 var Biblían
prentuð hér í Reykjavík en hef-
ur síðan verið endurprentuð eftir
leturplötum þeim sem þá voru
gerðar, en prentun bókarinnar og
band verið unnið í Bretlandi,
enda kostað að öllu af Hinu
brezka Biblíufélagi. Hin síðari
ár hefur brezka Biblíufélagið ósk
að eftir því að íslenzka Biblíu-
félagið tæki útgáfuna í sínar
hendur þó ekki hafi orðið af því
fyrr en nú. Hefur hið brezka
félag sýnt mikla lipurð og sann-
girni í viðskiptum sínum við ís-
lenzka Biblíufélagið og selt því
leturplötur sínar við mjög vægu
verði. Hið íslenzka Biblíufélag
þurfti þó að taka lán, 170 þús.
kr. úr Prestakallasjóði til þess að
geta annast þessa útgáfu.
Góð þýðing á Gamla
Testamentinu
Biskupinn kvað þýðingu Gamla
Testamentisins vera góða, en
hana hefur að mestu leyti gert
séra Haraldur Níelsson en einnig
að nokkru leyti GisH Skúlason.
Þýðing Nýja Testamentisins væri
öllu lakari og gætti þar víða ó-
samræmis og væri orðaiag sums
staðar full hversdagslegt og víða
endursögn í bréfunum. Þarfnað-
ist þetta endurbóta og þyrfti að
fara fram gagnger endurskoðun
á þýðingunni. Myndi Hið íslenzka
Biblíufélag kappkosta að þessu
verki yrði lokið fyrir 150 ára
afmæli félagsins sem er 1965.
Mikið afrek
Að lokum komst biskup svo að
orði, að það yrði að teljast þrek-
virki af Hinu íslenzka Biblíu-
félagi að hafa á tveimur árum
gefið út myndskreytta útgáfu
Nýja Testamentisins og nú alla
Biblíuna. Enn um skeið myndi
Hið brezka Biblíufélag annast út-
gáfu Biblíunnar með smáa letr-
inu og útgáfu Nýja Testamentis-
ins í litla brotinu. Kæmi Biblían
út nú eftir áramótin í 1000 ein-
tökum, í litla brotinu.
Stjórn Hins íslenzka Biblíu-
félags bað blaðið að flytja öll-
um stuðningsmðnnum félagsins
beztu þakkir og kveðjur.
Tl LLÖGU R
Orkumálanef ndarVarðarf élagslns
er var vísað til bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna
á félagsfundi í gærkvöldi.
Raforkumál
1. Reykjavíkurbær hefji nú þegar í samvinnu við ríkið
rannsóknir og undirbúning að nýrri vatnsaflsvirkjun í fram-
haldi af Sogsvirkjuninni eins og samningur bæjarins og rík-
isins um Sogsvirkjunina gerir ráð fyrir.
2. Áherzla verði lögð á að fá sem ódýrasta raforku með
því að skapa grundvöll fyrir stærri virkjun en hin almenna
rafmagnsnotkun getur staðið undir og í þeim tilgangi verði
sérstaklega rannsakaðir möguleikar til að koma upp arð-
bærum nýjum iðnaði.
Hitaveitumál
1. Unnið sé áfram að því að tryggja Reykjavíkurbæ um-
ráðarétt og afnot af jarðhita á Krísuvíkursvæðinu og á
Hengilsvæðinu og lokið verði sem fyrst fullnaðaráætlunum,
sem nú er unnið að, um hitaveitu frá Krísuvík samfara
raforkuvinnslu.
2. Haldið sé áfram borunum eftir heitu vatni í bæjar-
landinu og bæjarkerfi hitaveitunnar verði aukið jafnóðum
og boranir leyfa, svo sem nú er gert í Höfðahverfinu.
3. í samræmi við rannsóknir, sem gerðar hafa verið verði
nýting hitaveitunnar enn bætt með því meðal annars að
beita jafnstreymisaðferðinni og jafnframt, þar sem við á,
með notkun gegnstraumskerfa í stað hringrásarkerfa svo og
með því að fá sett fyrirmæli í byggingarsamþykkt Reykja-
víkur um tvöfalda glugga.
4. Rannsökuð sé þörf iðnaðarins fyrir heitt vatn sérstak-
lega með aukna nýtingu hitaveitunnar fyrir augum.
5. Við skipulagningu nýrra bæjarkerfa sé ávallt athugað,
hvernig bezt verði í haginn búið fyrir hitaveitu síðarmeir.
Vatnsveitumál
>
1. Haldið sé áfram að rannsaka hversu mikið vatn sé fá-
anlegt til Vatnsveitu Reykjavíkur úr Gvendarbrunnum eða
öðrum hliðstæðum lindum, sem fyrir eru eða gera má. Reyn-
ist líkindi fyrir því, að slíkt hraunvatn muni ekki nægja
Reykjavíkurbæ nema tiltölulega takmarkaðan tíma, sé þess
gætt að síðar meir megi með minnsta tilkostnaði tengja
vatnsfrekan iðnað og aðra hliðstæða starfsemi við sérstaka
vatnsveitu frá öðrum vatnsbólum.
2. Hraðað sé eins og kostur er framkvæmd áætlana bæj-
arins um endurbætur og aukningu vatnsveitukerfis Reykja-
víkur.
Reynt sé að ná heildarsamkomulagi við gjaldeyris- og
innflutningsyfirvöldin til þess að koma í veg fyrir þær tafir
og erfiðleika í framkvæmdum Reykjavíkurbæjar, sem stafa
af drætti og synjun nauðsynlegra gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfa.
Út ltomin ný Biblía sem
prentuð er hér heima