Morgunblaðið - 09.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. okt. 1957 KEFLAVÍK 2 stúlkur óska eftir að gæta barna á kvöldin. Hringið í síma 65 eða 327. — Geymið auglýsiiguna. KEFLAVÍK 2 herbergi til leigu á Vest- urbraut 9, uppi. KEFLAVÍK Telpukapur; Ullar-nærföt fyrir drengi og fullorðna. Skólapeysur; Skolabuxur. B L Á F E L L Símar 61 og 85. Stór stofa TIL LEIGU við Barónsstíginn. Aðgang- ur að baði og síma. Uppl. í síma 19715. Einhleyp kona Óskar eftir 1—2 herbergj- um. Helzt í Mið- eða Aust- urbænum. Uppl. í dag kl. 4—8 e.h., í sima 34777. BARNAVAGN Sem nýr Pedigree bama- vagn til sölu. Upplýsingar Hraunteig 12, 1. hæð. M.b. Tjaldur RE-34 er til sölu nó þegar. Nánari upplýsingar gefnar í síma 278, Keflavík. NASH 141 til sölu. Bíllin verður til sýn is hjá okkur í dag. Tilboð óskast. — Bílasalan Klapparst. 37, sími 19032. Karlmanns- reibhjól með gírum, til sýnis og sölu í Vonarstræti 12, milli 10 og 12 Skrifstofu- eba ibnabarpláss til leigu í Vonarstræti 12. Tveir amerískir olíubrennarar til sölu. Einnig iy2 tommu. einangrunarkorkur Egill Vilhjálmsson h.f. Sr. Pétur Magná^on: Kerfishundin afvitkun í ÚTVARPSERINDI, sem ég nefndi: Ekkert er nýtt undir sól- inni“, gerði ég nokkra grein fyr- ir erfiðleikum, sem hin mikla arfleifð liðinna alda, á sviði bók- mennta og lista, skapaði rithöf- undum og listamönnum vorra tíma. Ég ræddi um minnkandi svigrúm vegna hinnar miklu fyr- irliggjandi arfleifðar, um vax- andi hættu á að endurtaka vit- andi eða óafvitandi það, sem áð- ur væri fram komið og um hina miklu sálarraun meðalmenna á þessum sviðum, að standa með lágsigldar hálfstælingar andspæn is sígildum afreksverkum fyrri tíða. Ég talaði um þau óyndisúr- ræði, sem gripið hefði verið til, annars vegar til að forðast endur- tekningar og stælingar og hins vegar til að forðast samanburð við verk snillinganna — óyndis- úrræði, sem væru kölluð nýjar stefnur og ismar, en kæmu fram í bókmenntunum í klámhneigð, til- gerð og afkáraskap, á sviði tón- menntanna í fölskum og ósam- ræmum tónasamstæðum og á sviði myndlistarinnar í smá- barnakrassi. Ég benti á hina miklu hættu, sem menningunni væri búin ef þessu færi fram og meistaraverk fyrri tíða græfust smám saman undir hinu mikla flóði einskisnýtra verka og kvatti að lokum til þess, að ungir menn, sem vantaði skapandi gáfur, en hefðu samt mikinn hug á að starfa á sviði bókmennta eða lista, leituðu sér fullnægingar í því, að snúa ágætisbókum erlend- um á sitt móðurmál eða leituðu sér sérmenntunar í því, að hand- mála nákvæmar eftirlíkingar af snilldarverkum hinna gömlu meistara, og gæfu síðan hérlend- um söfnum og skólum kost á að eignast slík verk. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að þessi ráðlegging mín hafi ekkí hrundið af stað neinni hrifningu í hópi þeirra rithöf- unda og listamanna, sem henni var beint til. Ég hafði raunar varla búist við að svo yrði. Þeir virðast fljótt á litið vel geta un- að sínum hlut. — Ef séð er fyrir því að blöðin birti lofsamlega rit- dóma um bækurnar og listaverk- in, stendur ekki á því að les- endur, skoðendur og kaupendur gefi sig fram. — Um svipað leyti og ég flutti fyrnefnt erindi í útvarpið, kom fyrir atvik í Svíþjóð, sem vakti nokkra athygli út um heim. — Tveir sænskir læknanemar, sem hafði undanfarið blöskrað lof- samlegir ritdómar Stokkhólms- biaðanna um alls konar leirburð, sem út hafði verið gefinn þar sem tískuskáldskapur, tóku sig til undir áhrifum víns, eina nætur stund og settu saman, með til hjálp orðabókar, allmikið af af- káranlegu og óskiljanlegu orða- rugli, sem þeir fylktu í ljóðlínur og kölluðu kvæði. Þeir gáfu þetta síðan út í ljóðabókarformi undir dulnefni. Þegar bókin kom út, kepptust bókmenntagagnrýnend- ur blaðanna um að lofa listaverk ið fyrir frumleg tilþrif og sér- kennileik og að spá góðu um framtíð höfundarins á sviði bók- menntanna. — Borgarbúar sáu sér auðvitað ekki fært annað en að verða líka hrifnir af ljóðunum, sem seldust upp á stuttum tíma — til þess að eiga ekki á hættu að sagt yrði um þá, að þeir bæru ekki skyn á núíma skáldskap. — Sagt er að margt af því fólki hafi farið heldur hjá sér, þegar stúdentarnir nokkru síðar til- kynntu, hvernig skáldverkið hefði orðið til. Annar atburður, sem vert er að hafa í huga, átti sér stað nokkru síðar í þessari sömu borg. Efnt var til myndlistasýningar í einum af sýningarsölum borgar- innar. Myndlistamönnum var boð ið að koma með listaverk sín, sem var gefið númer, jafnframt því, Pétur Magnússon sem límdur var miði yfir nöfn höfundanna. Gagnrýnendur og væntanlegum kaupendum var nú boðið á vettvang, og skyldi hver og einn benda á það verk, sem honum þótti mest til koma, og skyldu verðlaun fyrir listaverkin síðan fara eftir því, hver fengju flest atkvæði. — f Ijós kom í lok sýningarinnar, að svartkrítar- mynd af mjög frumlegri abstrakt- gerð, hafði orðið ein meðal þeirra hlutskörpustu. Sú mynd var þann ig til orðin, að apa úr dýragarð- inum hafði verið fengin í hendur svartkrít og hvítt pappaspjald, og gerði hann svo listaverkið. Önnur svartkrítarmynd, sem þarna hlaut mikla viðurkenn- ingu, reyndist vera eftir fimm óra barn. — Þess skal getið að þarna hengu líka á veggjunum myndir eftir marglofaða mynd- listamenn og urðu þær flestar að láta í minni pokann fyrir lista- verkum óvitans og apans . Ekki er ólíklegt að aðdáendum umræddra myndlistastefnu hafi orðið allbilt við, er fregnin um úrslit þessarar listsýningar barst út um heiminn. En svo virðist, sem þeir hafi verið furðu fljótir að ná sér aftur og gleyma því, sem fyrir hafði komið. — Hér á landi verður þess að minnsta kosti lítið vart, að dregið hafi til stórra muna úr hrifningu þeirra manna, sem telja sig bezt dómbæra um hinar nýju lista- stefnur — þar á meðal hina há- leitu abstraktlist. — Víst er um I það, að ennþá eru hér ungir ís- lendingar, sem telja það ekki frá- gangssök, að afloknu námi við einhvern myndlistaskóla, að lifa hér á því að selja almenningi myndir, af svipaðri gerð og með sama listagildi og þær, sem óvit- inn og apinn gerðu í Stokkhólmi. — Á meðan ég er að rita þetta, hefi ég á borðinu fyrir framan mig nokkrar bækur af ljósprent- uðum og litprentuðum myndum eftir listaverkum nokkurra helztu myndlistarsnillinga for- tíðarinnar og svo líka eftir mynd- um nokkurra vorra beztu mynd- listamanna. Ég hefi hér líka fyr- ir franjan mig íslenzk dagblöð með allmörgum abstrakt-lista- verkum, Ijósprentuðum. — Við samanburð á þessum myndum, er naumast að maður geti trúað því, að höfundar hinna síðastnefndu vogi sér að gera kröfur til þess að þeir séu kallaðir listamenn. — Ég hefi um tvo áratugi, verið prófdómari við barnaskólana í sóknum sínum. Þar eru líka gerð- ar myndir. En ég man ekki til þess að ég hafi nokkru sinni rek- ist þar á jafnbjánalegt krass, eins og sumt af því, sem ég sé hér fyrir framan mig. Þá láta dag- blöðin sig hafa það, að birta al- menningi þetta sem list, iðulega með lofsamlegum listdómum, og mynd af listamanninum, þar sem hann stendur bíspertur hjá ein- hverju listaverkinu „með sigur- bros á vör“. •— Stundum fylgir samtal við listamanninn, sem ekki Iætur ævinlega sem minnst yfir sér. Hér sé ég t.d. samtal við einn, sem lætur þess getið, að hugmyndaflugið!! segi sér fyrir verkum. — Nú þarf það út af fyrir sig ekki að vera neitt undrunar- eða áhyggjuefni, allra síst á öld eins og þeirri, sem nú er að líða, þó að einhver hópur manna lendi í því að framleiða eitthvað af an- kannalegum verkum í formi ó- bundins máls, ljóðs eða lags, högg- eða dráttmyndar og kalli þetta síðan skáldskap eða list. Slíkt getur ekki talist til menn- ingarspjalla. Menning þjóðar stendur jafn föstum fótum fyrir því, þó að fram komi menn eins og Halldór Hómir eða Gvendur Dúllari og telji sig vera talsvert mikla menn á sviði skáldskapar og listar. Þetta þarf ekki að valda neinum áhyggjum út af menningu þjóðarinnar, svo lengi sem al- menningur er dómbær um skóld- skapinn og listaverkin og kann að vísa þeim til sætis þar sem þau eiga heima. — En ef svo ber við, að í þjóðfélögunum koma fram sterk öfl, sem leitast við á kerfisbundinn hátt að rugla dóm- greind almennings í þessum efn- um og leiða slík listaverk í kór, þá er ábyggilega tími kominn til fyrir alla þá, sem ekki er sama um þróun menningarinnar, að fylkja sér til andstöðu. Það er þetta, sem hefir gerzt á síðustu áratugunum. Hið skipu- lagða alheimssamsæri kommún- ismans, sem nú spennir greipar um alla jörðina, hefir undir for- ystu manna, sem einskis svífast, tekið í öllum löndum fjölda rit- höfunda og listamanna — og svo gerfimanna á þeim sviðum — í þjónustu sína, til að vinna þar að andlegri skemmdarstarfsemi. Á meðan á þessari þjónustu stend- ur, er umræddum rithöfundum og listamönnum látin í té aliur sá stuðningur, sem hin þaulæfða áróðursvél flokksins á yfir að ráða. öllu, sem er sjúklegt og afkáralegt og verkar afvegaleið- andi, er tekið tveim höndum og því valin einhver falleg nöfn og heimfært undir nýjar bók- mennta- eða listastefnur. — Ég styðst hér ekki bara við mínar athuganir. Fjöldi hugsandi manna út um heim, hefir marg- sinnis fært rök að því bæði í ræðu og riti, hversu áróðursöfl kommúnismans standi fast á bak við þess konar verk, einkum þó í þeim löndum, sem ekki hafa ennþá verið brotin undir vald hans. Og þeir hafa þrásinnis minnst ó þetta, sem borgararn- ir í hinum frjálsu löndum virð- ast yfirleitt aldrei ætla að geta fest í minni sínu, að ein af þeim fræðisetningum kommúnismans, sem forystumenn hans fylgja fastast eftir bæði í orði og verki, er þessi, að það sé ekki mögu- legt að fá þjóðir, sem standa föstum fótum efnahagslega, eru vel siðaðar og sjálfstæðar í hugs- un, til að aðhyllast kommúnism- ann. Fyrstu aðgerðirnar hjó þeim þjóðum verði því að vera þaer, að brjóta niður fjárhagskerfi þeirra, siðavit og andlegt sjálf- stæði. Einn þátturinn í þeirri nið- urrifsstarfsemi sé að framleiða sem mest af bókum og listaverk- um, sem eru fallin til að rugla dómgreind almennings bæði í listrænum og siðrænum efnum. — Til þess að búa sem bezt um hnútana, er niðurrifshöfundum og niðurrifslistamönnum kennt að standa fast saman um það, að hæla hver öðrum. Það er kapp- kostað að láta leynilega erindreka ná sem víðast aðstöðu í málgögn- um borgaraflokkanna til að birta lofgreinar um þessi niðurrifsverk og niðurrifshöfunda. Almenning- ur er fenginn til að trúa. að það séu helzt ekki aðrir en listamenn- irnir sjálfir, sem séu raunveru- lega dómbærir um hvað sé list. Með þeim hætti verða menn smám saman ótrúlega leiðitamir. Dómarnir um listaverk apans úr dýragarðinum í Stokkhólmi sanna átakanlega hvert er hægt að leiða menn með þessu mótL — Eftir að því stígi afvitkunar- innar er náð, að allur almenn- ingur þorir ekki lengur að treysta dómgreind sinni um það hvað sé svart og hvað sé hvítt, telja for- ystumenn kommúnismans, að sér sé loks óhætt að treysta því, að hann sé orðinn viðtalshæfur um aðal-óhugamálið — byltinguna. Erlendir baráttumenn, sem vinna ötullega gegn kommúnism- anum, hafa líka iðulega bent á aðra þjónkun, sem umrædd teg- und rithöfunda og listamanna læt ur í té flokknum, sem hefir þá á brjósti. — Þegar farið er að slá í óhróðurssögur um óþægilega andstæðinga, sem áróðursmenn flokltsins hafa látið spinna upp og breiða út á bak við tjöldin, þykir hagkvæmt að láta þetta málalið hressa upp á illmælin á einn eða annan hátt í vérkum sínum — þó með þeim hætti, að ekki skapist aðstaða til að draga þá fyrir dóm. Fullyrt er, að í löndum þeim aust an og vestan Atlantshafs, sem halda enn uppi vörnum gegn kommúnismanum, hafi áróðurs- öfl flokksins komið sér upp tals- vert stórum hóp af slíkum þýj- um, svo að segja í öllum bók- mennta- og listgreinum. — Ég hefi ekki gefið mér tíma til að rannsaka, hvort áróðurslið komm únista hér á landi hefir eitthvað af þess konar gemlingum á mála hjá sér. — Skaðinn, sem slík ræfilsþjónkun veldur, er svo ó- verulegur borinn saman við spjöllin, sem niðurrifsbókmennt- irnar og niðurrifslistin vinna al- mennt með hinni skipulögðu af- vitkun fólksins, að hann er naum- ast umtalsverður. — Ég gat í upphafi þessa máls um erfiðleikana, sem hin mikla fyrirliggjandi arfleifð skapar skáldum og listamönnum nú- tímans. Ég gat um minnkandi svigrúm, hættuna við að endur- taka það, sem óður er fram kom- ið og um erfiðleika keppninnar við snillinga fortíðarinnar. Oss ber öllum við dóma vora um nú- tíma skáldskap og nútíma list, að taka sanngjarnt tillit til þessara aðstæðna. Og vér þurfum öll að skilja, að skáld og listamenn hljóta að öðrum þræði að sækja fram til nýrra viðfangsefna og miða verk sín við hina síbreyti- legu framvindu mannlífsins. Djarflegar tilraunir við og við um ný form og tjáningaraðferðir, sem lúta bæði vitrænum og list- rænum lögmálum, ber út af fyr- ir sig ekki að lasta. — En vér megum ekki láta skilning vorn á erfiðri aðstöðu nútíma-skálda og listamanna leiða oss svo langt, að vér hættum alveg að ætlast til að það sé skáldskapur og list sem þeir bera fram. Vér megum ekki lenda í undanhaldi um andlegar þarfir vorar. Listaskynið og siða- vitið eru meðal veglegustu gjaf- arrna, sem lífið hefir látið oss í té. Vér megum ekki verða tóm- látir um það, hvort vér höldum þessum eiginleikum eða töpum þeim. — Vér ættum sérstaklega að vera vel á verði, ef við kom- umst að því, að öflug samtök sem ráða yfir þaulreyndum aðferð- um, hafa sett sér fyrir mark og mið að losa okkur alveg við þessa andlegu eiginleika, með þann fróma ásetning fyrir augum, að gera okkur síðan við tækifæri öll að þrælum. Reynslan hefir sýnt, bæði hér og erlendis, að það er hægt með stöðugum áróðurshern- aði, að ræna menn þessum hæfi- leikum, ef ekki er slegið skjald- borg um þá. — Við hérna heima ættum helzt að slá þessa skjald- borg um glóruna í höfðinu á okk- ur, áður en svo langt er komið, að við tökum almennt að hrína af hrifningu yfir listaverkum, sem skepnur úr einhverjum dýra- garðinum eru höfundar að, Vallanesi, 10. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.