Morgunblaðið - 15.10.1957, Blaðsíða 2
2
yíon
XUL4ÐIB
Þriðjudagur 15. október 195#
Blaðið „Þjóðviljinn “
Gagnrýnin á miBasölunni
af pólitískum toga
spunnin
Þjóðleikhúsið setur nánari reglur
um sölu aðgöngumiða
BLAÐIÐ „Þjóðviljinn“ segir
á sunnudag að eg hafi ferðazt
„víða um lönd“ til að koma í
veg fyrir að skáldsaga Lax-
ness Atómstöðin yrði þýdd á
erlend tungumál. Hafi eg lagt
„fast að útgefendum og hótað
FUNDIR voru í gær bæði í
sameinuðu Alþíngi og deild
um. Á dagskrá voru nefnda-
kosningar samkv. þingsköp-
um, og varð sjálfkjörið í all
ar nefndir, — skiluðu stjórn-
arflokkarnir jafnan sameig-
inlegum lista og Sjálfstæð-
ismenn síðan sínum lista. Var
stungið upp á jafnmörgum
mönnum í allar nefndir og
kjósa átti. Engar breytingar
urðu á nefndum aðrar en
þær, að Friðjón Skarphéðins-
son tók sæti í fjárveitinga-
nefnd í stað Áka Jakobsson-
ar og svo Eggert Þorsteins-
son sæti Haralds Guðmunds-
sonar í öllum nefndum og að
auki sæti Friðjóns Skarphéð-
tnssonar í sjávarútvegsnefnd
efri deildar. Tvö ný þingskjöl
komu fram í gær.
SAMEINAÐ ÞING:
Nefndir eru þannig skipaðar í
sameinuðu þingi:
Fjárveitinganef nd:
Pétur Ottesen, Magnús Jónsson
og Jón Kjartansson (Sjálfstæð-
isfl.), Halldór Ásgrímsson, Karl
Kristjánsson, Halldór Sigurðsson
og Sveinbjörn Högnason (Fram-
sóknarfl.), Karl Guðjónsson
(„Alþýðubandalag"), Friðjón
Skarphéðinsson (Alþýðuf 1.)
Utanríkismálanefnd:
Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson (S.), Steingrímur Stein-
þórsson, Gísli Guðmundsson og
Sveinbjörn Högnason (F.), Emil
Jónsson (A.) og Finnbogi Rútur
Valdimarsson (K.)
Varamenn: Jóhann Þ. Jósefs-
son, Björn Ólafsson, Páll Zóphóní
asson, Halldór Ásgrímsson, Hall-
dór Sigurðsson, Gylfi Þ. Gísla-
son og Einar Olgeirsson.
Allsherjarnefncl:
Jón Sigurðsson og Björn Ólafs-
son (S), Eiríkur Þorsteinsson,
Ásgeir Bjarnason og Steingrímur
Steinþórsson (F), Benedikt Grön-
dal (A) og Björn Jónsson (K).
Þingf ararkaupsnef nd:
Jón Pálmason og Kjartan J.
Jóhannsson (S), Eiríkur Þor-
steinsson (F), Pétur Pétursson
(A) og Gunnar Jóhannsson (K).
EFRI DEILD:
1 nefndum í efri deild eiga
þessir sæti:
Fjárhagsnefnd:
Gunnar Thoroddsen (S), Jó-
hann Þ. Jósefsson (S), Bernharð
Stefánsson (F), Eggert Þorsteins-
son (A), Björn Jónsson (K).
Samgöngumálanefnd:
Jón Kjartansson (S), Sigurður
Bjarnason (S), Friðjón Skarp-
héðinsson (A), Björgvin Jónsson
(F), Sigurvin Einarsson (F).
Landbúnaðarnefnd:
Friðjón Þórðarson (S), Sigurð-
ur Ó. Ólafsson (S), Páll Zóphóní-
asson (F), Sigurvin Einarsson
(F), Finnbogi R. Valdimars-
son (K).
S jávarútvegsnef nd:
Jóhann Jósefsson (S), Sigurð-
ur Bjarnason (S), Björgvin Jóns-
þýðendum".
Allt er þetta tóm vísvitandi
lygi-
Að hugsa sér að svona blað
skuli vera gefið út á íslandi
— og það sex sinnum í viku.
Kristján Albertsson.
son (F), Eggert Þorsteinsson (A),
Björn Jónsson (K).
Iðnaðarnefnd:
Gunnar Thoroddsen (S), Jó-
hann Þ. Jósefsson (S), Björgvin
Jónsson (F), Eggert Þorsteins-
son (A), Björn Jónsson (K).
f
Heilbrigðis- og félagsmálanefnd:
Friðjón Þórðarson (S), Sigurð-
ur Ó. Ólafsson (S), Karl Kristj-
ánsson (F), Eggert Þorsteinsson
(A), Alfreð Gíslason (K).
Menntamálanefnd:
Gunnar Thoroddsen (S), Sig-
urður Ó. Ólafsson (S), Sigurvin
Einarsson (F), Friðjón Skarphéð-
insson (A), Finnbogi R. Valdi-
marsson (K).
NEÐRI DEILD
Nefndir í neðri deild eru þann-
ig skipaðar:
Fjárhagsnefnd:
Jóhann Hafstein (S), Ólafur
Björnsson (S), Skúli Guðmunds-
son (F), Emil Jónsson (A), Ein-
ar Olgeirsson (K).
Samgöngumálanefnd:
Jón Pálmason (S), Ingólfur
Jónsson (S), Eiríkur Þorsteins-
son (F), Páll Þorsteinsson (F),
Karl Guðjónsson (K).
Landbúnaðarnef nd:
Jón Pálmason (S), Jón Sigurðs
son (S), Asgeir Bjarnason (F),
Agúst Þorvaldsson (F), Gunn-
ar Jóhannsson (K).
S jávarútvegsnef nd:
Pétur Ottesen (S), Sigurður
Ágústsson (S), Gísli Guðmunds-
son (F), Áki Jakobsson (A),
Karl Guðjónsson (K).
Iðnaðarmálanefnd:
Bjarni Benediktsson (S), Ing-
ólfur Jónsson (S), Ágúst Þor-
valdsson (F), Emil Jónsson (A),
Pétur Pétursson (A).
Heilbrigðis- og félagsmáianefnd:
Kjartan J. Jóhannsson (S)
Ragnhildur Helgadóttir (S),
Steingrímur Steinþórsson (F),
Benedikt Gröndal (A), Gunnar
Jóhannsson (K).
Menntamálanefnd:
Kjartan J. Jóhannsson (S),
Ragnhildur Helgadóttir (S),
Páll Þorsteinsson (F), Benedikt
Gröndal (A), Einar Olgeirs-
son (K).
Ný þingskjöl
I gær var útbýtt tveim þing-
skjölum, annað var um breyt-
ingar á vegalögum frá Jóni
Kjartanssyni og hitt þingsálykt-
unartillaga frá Eggert Þorsteins-
syni, varðandi húsnæði opinberra
stofnana. Frá skjölum þessum er
sagt annars staðar í blaðinu.
Nú eru allir alþingsmenn
komnir til þings að Alfreð Gísla-
syni undanskildum, en hann mun
dveljast utanlands.
Maðurínn fannst
f HÁDEGISÚTVARPI í gær var
lýst eftir manni til heimilis í
Kópavogi. Hafði hann farið að
heiman frá sér á föstudaginn, en
síðan ekki til hans spurzt þar á
heimilinu og því farið að óttast
um hann. Síðdegis í gær hafði
rannsóknarlögreglunni hér tekizt
að hafa upp á manninum, sem
var við beztu heilsu.
Togari tekinn
SEYÐISFIRÐI, 14. okt. —
Snemma í morgun kom hingað
varðskipið Ægir. Fylgdi því
brezkur togari, sem varðskipið
hafði tekið að veiðum innan fisk-
veiðimarkanna. Var þetta togar-
inn Bounqve frá Hull, mikill tóg-
ari, sem varðskipið hafði staðið
að ólöglegum veiðum rétt við
Langanes. Höfðu varðskipsmenn
gert fjórar staðarákvarðanir á
togaranum, þar sem hann var
ínnan fiskveiðimarkanna.
Vegna veikinda Erlends
Björnssonar bæjarfógeta, varð
að fá hingað Lúðvík Ingvarsson
sýslumann á Eskifirðí. Um nón-
bil hófust réttarhöldin í máli
skipstjórans sem heitir Joseph
Dennings. Um miðaftan hafði
dómur ekki verið kveðinn upp
í málinu. — Benedikt.
Húsnæði opin-
berra stofnona
KOMIN er fram á Alþingi þings-
ályktunartillaga frá einum af
þingmönnum Alþýðuflokksins,
Eggerti Þorsteinssyni, um fjár-
festingarþörf opinberra stofnana.
Tiilagan er á þessa leið:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta framkvæma
rannsókn á fjárfestingarþörf
opinberra stofnana til byggingár
nauðsynlegs húsnæðis fyrir starf
semi þeirra. Jafnframt sé athug-
að, hve margar opinberar stofn-
anir hafi þurft á s. 1. 10 árum að
kaupa eða leigja nauðsynlegt
húsnæði af einstaklingum eða
félögum og þá með hvaða kjör-
um.
Niðurstaða rannsóknarinnar
verði lögð fyrir Alþingi svo
fljótt sem kostur er“.
í greinargerð segir flutnings-
maður, að þess sé oft getið, þeg-
ar rætt er um þjónustu opin-
berra fyrirtækja, að þau búi við
ófullnægjandi húsnæði og hafi
verið synjað um nauðsynleg fjár-
festingarleyfi til að bæta úr því.
Kveður hann tillöguna flutta til
að fá upplýsingar um þau atriði,
er hér skipta máli.
KIRSUBERJAGARÐURINN sem
er eitt hinna kunnustu leikrita
rússneska skáldsins Tjeskov, verð
ur frumsýnt á laugardaginn í
Þjóðleikhúsinu, sem fengið hefur
hinn frábæra leikstjóra Walter
Hudd, til þess að setja það á svið
hér og stjórna því. Leikrit þetta
sem er í fjórum þáttum gerist
í Rússlandi á óðali jarðeiganda.
Á fundi hjá Þjóðleikhússtjóra
sagði Walter Hudd leikstjóri,
frá því að hann hefði snemma,
á löngum leikferli farið með hlut
verk í þessu leikriti. Það fór ekki
milli mála að leikstjórinn hefur
mjög lagt sig fram um það að
kynna sér leikrit þetta og önnur
Tjeskov-leikrit, boðskap þess, svo
og hinar sterku persónur leiks-
ins. Frægasti leikari Rússa fyrr
og síðar, Stanislavsky, gekk út á
frægðarbrautina eftir að hafa leik
ið eitt hinna helztu hlutverka í
' leikriti þessu.
Walter Hudd sagði að margir
hefðu misskilið boðskap leikrits-
ins, en það boðaði bjartsýni og
trú á lífið.
Hudd leikstjóri kvaðst hafa
komið með teikningar að leik-
tjöldum, svo og búningum öll-
um frá Lundúnum og einnig hefði
hann þar tekið upp á segulband
hljómlistina og ýmis hljóð, sem
gerast í fjarska, eins og t.d. flaut
í járnbraut, því þær hafið þið
ekki hér.
í kvenhlutverkum eru þær Arn
dís Björnsdóttir, Guðrún Ás-
1 mundsdóttir, ný leikkona sem
BLAÐAMENN Reykjavíkurblað-
anna og útvarpsins urðu vottar
að stórfurðulegri yfirlýsingu
þjóðleikhússtjóra í gær, þar sem
þeir sátu með honum á fundi í
skrifstofu hans í Þjóðleikhúsinu.
Forsaga málsins er sú að hann
kvaðst vilja biðja blöðin að birta
fyrir sig greinargerð varðandi að-
göngumiðasöluna og fyrirmæli
hans til starfsfólksins í aðgöngu-
miðasölunni um að taka upp
skömmtun á miðum þegar ber-
sýnilegt er að til slíks verður að
grípa. — Að sjálfsögðu var það
auðsótt mál fyrir hann. Beint í
kjölfar þessa -kom yfirlýsingin.
Frá skrifborði sínu sagði hann að
sú gagnrýni sem á dögunum kom
fram í blöðunum á þeim mistök-
um sem áttu sér stað, þá er seld-
ir voru miðar að lokasýningu á
Tosca með Stefán fslandi, hefði
verið af pólitískum toga spunnin,
þar sem blöðin sem gagnrýnina
fluttu hafi talið það áhættulaust,
því ekki myndi hann (þjóðleik-
hússtjórinn) kjósa þeirra flokk!
Greinargerð þjóðleikhússtjór-
ans um miðasöluna er svohljóð-
andi:
Þegar aðsókn að leiksýningum
er jöfn og eðlileg, þannig að
upp selst eða því sem næst á
1—3 dögum, eins og mjög oft
er í Þjóðleikhúsinu, þarf ekki
að selja miða eftir ströngum
reglum um skömmtun, hver og
einn fær þá tölu miða, er hann
óskar eftir að kaupa. Þótt bið-
raðir hafi oft myndazt, hafa þeir
sem í biðröðunum hafa verið oft-
ast allir fengið aðgöngumiða.
Erfiðleikarnir verða fyrst þeg-
ar miklu fleiri vilja fara og sjá
eína sýningu heldur en komast
í húsið, ef t. d. 2000—3000 manns
vilja samtímis komast í húsið,
sem tekur aðeins 661, og koma
svo til allir á sama tíma, þá
komin er heim frá framhalds-
námi í Lundúnum, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Herdís Þor-
valdsdóttir og Hildur Kalmann.
— Karlmennirnir eru Indriði
Waage, Valur Gíslason, Baldvin
Halldórsson, Ævar Kvaran, Bessi
Bjarnason, sem nú hefur verið
fastráðinn leikari hjá Þjóðleik-
húsinu, Lárus Pálsson, Benedikt
Árnason og Jón Aðils.
Riffilkúla
gegnum
RIFFILKÚLA fór í gegnum
glugga á húsinu Brávallagötu 16,
III. hæð, á laugardagskvöldið.
Þar býr Jón K. Hafstein tann-
læknir. Engan sakaði.
Gerðist þetta milli klukkan 9
og 10 um kvöldið, og er ekki vit-
að hver það var sem skaut, en
rannsöknarlögreglan telur að
skotmaðurinn hafi ekki gert
þetta að yfirlögðu ráði — hér
hafa orðið slysaskot. Muni mað-
urinn hafa staðið framan við hús-
ið Brávallagötu 22 eða 24, er hann
skaut. — Kom kúlan í stofurúð-
una um 174 sentimetra frá gólfi
og festist kúlan undir loftlista
í stofunni sem er 250 sm undir
loft. Tvær skólastúlkur sátu við
bókalestur við borð á miðju gólfi
stofunnar.
myndast erfiðleikarnir og ómögu
legt að fullnægja óskum allra.
Þannig var það á afmælissýn-
ingu Stefáns íslandi á „Tosca.“
Það, sem mestum erfiðleikum
olli, var það hve marga miða
hver maður keypti, af þeim sem
fremstir voru í biðröðinni. Það er
skiljanlegt, að fólkið sem lengi
er búið að standa í biðröð, reið-
ist þegar röðin kemur loks að því
en það fær enga miða og veit að
nokkrir, sem á undan hafa verið
í röðinni, hafa keypt mjög marga
miða hver. Til þess að koma í veg
fyrir óréttlæti og óánægju í slík-
um tilfellum verður að taka upp
skömmtun, sem kemur til fram-
kvæmda þegar Þjóðleikhúsið tel-
ur ástæðu til.
Þegar biðröð myndast við að-
göngumiðasölu hefur miðasölu-
fólk rétt til þess að skammta,
þannig að hverjum kaupanda eru
aðeins seldir 4 miðar, og ekki
tekið á móti pöntunum í síma
á meðan biðröðin er, nema í
landssíma fyrir pantanir utan af
landi. Þegar um sýningar, sem
skammta þarf á, er að ræða, er
ekki tekið á móti fleiri pöntun-
um utan af landi og frá skipum
en allt að 80 sætum. Þegar þau
eru upppöntuð er vitanlega ekki
hægt að taka á móti fleiri pönt-
unum. Þegar miðar eru pantaðir
með símskeytum sendir Þjóðleik-
húsið ekki símsvar um pöntunina
nema svarskeyti hafi verið greitt.
Pantanir verða að greiðast minnst
sólarhring áður en sýning fer
fram, því komið hefur fyrir, að
stórar pantanir hafa aldrei verið
sóttar og valdið leikhúsinu tapi
og óþægindum.
Á frumsýningar hefur frá upp-
hafi verið tekið á móti pöntun-
um fyrirfram og trygging fyrir
greiðslu, minnst 2 sýningar, tek-
in, og auk þess er hærra verð á
þær. Hafa að mestu verið sömu
frumsýningargestir frá upphafi.
Auk hinna fyrirfram seldu miða
eru um 150 miðar að jafnaði til
sölu á hverja frumsýningu. Leik-
húsið getur þó ákveðið, að hinar
föstu fyrirframpantanir á frum-
sýningar gildi ekki þegar sérstak-
lega stendur á, og er það þá augl.
Þjóðleikhúsið ákveður hvenær
skólanemendum er gefinn kost-
ur á að sjá leiksýningar fyrir
hálfvirði og tilkynnir skólunum
það.
Aðalfundur „Þórs”
Þ Ó R félag Sjálfstæðisverka-
manna og sjómanna í Hafnarfirði,
heldur aðalfund sinn n.k. föstu-
dagskvöld kl. 8%. Gimnar Helga-
son erindreki Sjálfstæðisflokks-
ins mun mæta á fundinum og
flytja erindi um verkalýðsmál.
Félagsmenn eru hvattir til að
fjölmenna á fundinn og taka með
sér nýja félaga.
Fundur fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfél. í Képavogi
FUNDUR var haldinn í fulltrúa-
ráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi í Valhöll í gærkvöldi. For-
maður Sjálfstæðisflokksins, Ól-
afur Thors, flutti ýtarlegt erindi
um nýjustu viðhorf í stjórnmál-
unum. Einnig voru rædd bæjar-
mál. Fundurinn var mjög fjöl-
sóttur, og tóku margir til máls.
Var þetta fyrsti fundur full-
trúaráðsins á þessu hausti.
Ákveðið er að Sjálfsæðisfélög-
in í Kópavogi gangist fyrir
skemmtun n.k fimmtudagskvöld
í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík.
Kefndakosningar á Alþingi
Nœsta leíkrit verður
Kirsuherjagarðurinn