Morgunblaðið - 15.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. október 1957 MORCVNBT AÐIÐ 9 þrýsta á hnapp. Allt er ótrúlega vel skipulagt og allt gengur með ótrúlegum hraða. Vel á verði fyrir þjófum Öryggið er auðvitað mikilvægt hjá slíku fyrirtæki sem Volvo, þar sem 3500 manns eru við vinnu, auk nokkurra hundraða byggingarverkamanna, sem stöð ugt vinna að stækkun verksmiðj- unnar. Þar fyrir utan allur sá fjöldi sem kemur til þess að skoða verksmiðjurnar. Þá ekki fái allir að fara inn fyrir girðingarnar eru það þúsundir manna sem árlega koma til þess að sjá verksmiðj- una, ekki einungis Svíar heldur fólk alls staðar að úr heiminum. Auðvitað eru einhverjir fingra langir í þessum skara og þess vegna skeður það að smyglað er út varahlutum og benzíni þrátt fyrir góða varðgæzlu við hliðin. Þegar gengið er framhjá verk- smiðjusvæðinu má víða sjá spjöld sem á er ritað „Varúð, grimmir hundar“! Volvo hefir í þjónustu sinni 8 sehafer hunda og 30 varð- menn, sem eiga að gæta að þjóf- um og vera á verði gegn eld- hættu. Sagt er að enginn reyni nema einu sinni að bi'jótast inn fyrir girðinguna hjá Volvo, því eng- inn getur varað sig á þessum stóru hundum sem vega 45 kíló og eru hafðir í sérstakri æfinga- deild í 14 daga áður en þeir eru „ráðnir" hjá verksmiðjunni. Áður en hundarnir komu gátu varðmennirnir ekki ráðið við hina mörgu sem vildu inn fyrir grindverkin af forvitni eða til þess að stela. Nei þá urðu varð- mennirnir skotmark fyrir grjót- kast, en nú þorir enginn að koma nærri. Án hundanna gætum við ekki verið segja varðmennirnir. 5 ára ábyrgð á litla fólksbílnum Á litla fólksbílnum PV 444 og sendiferðabílnum er fimm ára ábyrgð sé bíllinn í Svíþjóð. Ábyrgð þessi hefir það í för með sér að Volvo borgar allar skemmd ir á bílnum er orsakast af árekstr um og þess háttar, og kosta yfir 200 s.kr. Þeir sem gjöreyðileggja bíl sinn með því að aka út af eða slíkt, fá þá alveg nýjan bíl frá verksmiðjunni fyrir 200 kr. Þetta eru peningar, sem eigend- urnir myndu annars aldrei sjá. Auk litla fólksbílsins hefir ný- lega verið hafin framleiðsla á fimm manna fjögurra dyra fólks- bíl er kallast Volvo Amazon. Bæði litli bíllinn og þessi eru með útbúnaði fyrir öryggisbelti sem eru mjög að ryðja sér til rúms. Jón Gaufti Pétursson raimagn.sfræðingux fimmtugujr JÓN GAUTI Jónatansson raf- magnsverkfræðingur er fæddur 14. okt. 1907 í Sigluvik á Sval- barðsströnd. Hann átti því fimm- tugsafmæli í gær. Foreldrar Jóns voru Jónatan Jónatansson og kona hans Krist- jana Bjarnadóttir. Jón fluttist á unga aldri til Ak- ureyrar ásamt foreldrum sínum og nam þar rafvirkjun hjá Ind- riða Helgasyni rafvirkjameistara. Árið 1930 hélt hann til Þýzka- lands til framhaldsnáms við Technikum Mittweida og lauk þaðan prófi rafmagnsfræðings 1934. Síðan Jón kom heim hefur hann unnið margvísleg störf á sviði rafmagnsfræði, starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, ver- ið rafveitustjóri á ísafirði og rek- ið sjálfstæða teiknistofu. Hafði hann m.a. umsjón með öllum raf- lögnum í Háskólann, Atvinnu- deild Háskólans, og nú í viðbót- arbyggingu Landsspítalans. Árið 1937 kvæntist Jón Guð- Eru Bretar komnir lengra en Rússar og Bandaríkjamenn á sviði kjarnorkunnar! ÁSTRALÍU, 12. okt. — Frá loft- belg yfir Maralinga í eyðimörk Suður-Ástralíu var í vikunni sem leið varpað niður kjarnorku- sprengju sem vakið hefur athygli. Telja sumir, að Bretar standi nú jafnvel framar en Bandaríkja- menn og Rússar á þessu sviði. Sprengingin, sem var þriðja og síðasta tilraun í hinum svo nefndu „Antler“-tilraunum Breta vakti mikla athygli viðstaddra, en þeir voru m.a. hernaðarsér- fræðingar frá ýmsum bandalags- ríkjum Breta sem og frá mörgum hlutlausum ríkjum. Úr 11 kíló- metra fjarlægð sáu áhorfendur sprengjuna springa við jörðina og mynda um 300 metra háa og margra kílómetra breiða gló- andi kúlu af ryki og reyk. Eld- kúlan hóf sig hægt til lofts og klifraði nokkur þúsund metra án þess að skilja eftir hvíta „stilk- inn“, sem endar í gorkúlu-mynd- uðu skýi við venjulegar kjarn- orkusprengingar. Með tilliti til athugana og um- mæla sérfræðinga telur Reuters- fréttastofan, að Bretar standi nú áreiðanlega jafnfætis Rússum og Bandaríkjamönnum í framleiðslu kjarnorkuvopna, og séu e. t. v. komnir lengra. Næsta skref í til- raunum Breta verður sennilega það að reyna þessar nýju sprengj- ur með fjarðstýrðum eldflaugum á Kyrrahafinu. Japanskir visindamenn, sem venjulega fylgjast gaumgæfilega með tilraunum í þessum hluta heims og gera ýmsar mælingar í sambandi við þær, kváðust ekki enn hafa getað mælt sprenging- una í fyrrakvöld. Stúlka óskast til verzlunarstarfa, yngri en tuttugu ára kemur ekki til greina. — Verzlunarskóla- menntun æskileg. Tilb. á- samt uppl. um menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl., fyrir 18. þ.m., merkt: „Verzlunarstörf — 6989“. * KVI KMY N D IR * „Viltu giftast" i Gamla Blói ÞETTA er ensk kvikmynd frá Rank-félaginu og er Terence Fis- her leikstjóri. — Fjallar myndin um nokkrar ungar stúlkur og menn, sem hafa það sameiginlegt að vilja ná sér í maka. Leita þau í því skyni til hjúskaparmiðlara, en þeir eru alþekkt fyrirbæri í viðskiptalífi stórborganna, þó að óþekkt sé hérlendis enn sem kom ið er. — Fólk þetta kynmst fyrir milligöngu hjúskaparmiðlara í London, — en það eru tvær syst- ur, gamlar piparmeyjar — Rek- ur myndin á mjög manniegan og sannrænan hátt þau örlög sem þessi kynni skapa fólkinu og velt ur þá á ýmsu. Yfirleitt má þó segja að árangurinn sé góður. — jafnvel svo góður að rómantískar ástir takist með sumum þeirra. Þarna dregur líka til mjög harðra átaka út af einni konunni, milli væntanlegs manns hennar og nú- verandi, — því að hún er gift bófa, sem hún vill losna við. En allir verða ekki jafnvel úti. — Kvenhatarinn, sem hafði svarið þess eið að kvænast aldrei, verð- ur miðaldra konu að bráð, vegna misskilnings þó, — og hinn geð- þekkti prestur — og unga stúlk- an, sem hann hefur leitað til um hjúskap, ná ekki saman og unna þó hvort öðru. Efni myndarinnar er þannig alvarlegt og athyglis- vert, þó það sé blandað góðri kímni og skemmtilegum atvik- um. — Myndin er einnig ágætlega gerð og vel leikin. SILICOTE H Ú S G A G N A B í L A G L J Á I Notadrjúgur — þvottalögur ★ ★ ★ Gólfklútar — borSklútar — plast — uppþvottakKlta.’ fyrirliggjandi. ★ ★ ★ Ölafur Gísiason $ Co. h.f. Sími 18370. Vönduð 4ra herbergja risíbúð sem ný, við Skaftahlíð, til sölu. Laus til íbúðar nú þegar. Ný|a fasteignasalan Bankastræti 7 Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e. h. 18546. rúnu Kristjánsdóttur frá Suður- eyri í Súgandafirði og eiga þau 5 mannvænleg börn 4 dætur og 1 son. Jón Gauti er maður aðsóps- mikill í sjón og raun, traustur átakamaður í hverju máli er hann beitir sér fyrir og drengur hinn bezti. Síðustu 5 árin hefir Jón verið búsettur í Kópavogi og ásamt konu sinni tekið virkan þátt í opinberum málum þar af hálfu S j álf stæðisf lokksins. Á þessum tímamótum senda vinir og samherjar Jóns Gauta honum og hans mikilhæfu eigin- konu beztu árnaðaróskir. Sv .S. Einarsson. Bilskúr til sölu Ný smíðaður bílskúr til sölu og flutnings. Stærð 650x3,50,, meters ris, jám- klætt. Gott geymsluloft, tvö faldir veggir. Skúrinn er til sýnis að Garðavegi 13B, — Hafnarfirði. Tilboð leggist inn á sama stað. HILMAR FOSS lögg. dkjalaþýð. & cónit* Hafnarstræti 11. — Sími 14824. Afgreiðslumaður óskast strax í sérverzlun. Uppl. í skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Sími15293. Elnkaumboð — Lýsing Óskum eftir velþekktu fyrirtæki sem vill taka að sér að selja hinar heimsþekktu ljósavörur okkar. Jac. Jacobsen A/S, Kr. Augustgt. 19, Oslo, Norge. Trésmiðir — Verkamenn Óskum eftir nokkrum trésmiðum eða mönnum, vön- um mótasmiði. — Ennfremur vantar nokkra verka- menn. Uppl. í síma 17776, eftir kl. 7. NauðungaruppboÖ verður haldið í húsakynnum Gólfteppagerðarinnar hf. við Skúlagötu, hér í bænum, fimmtudaginn 17. október nk. kl. 1,30 e.h. eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og Guð- jóns Hólm hdl. Seld verður ein rakningavél og afsnúningsvél. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. GÆÐIN MEST STÆRSTU D0SIRNAR LÆGSTA IÍEROm NYJAR, LOFTÞETTAR DOSIR. SEM MJÖG AUÐVELT ER AÐ OPNA. Umboösrnenn: KKISTJAN O SKAGFJÖRD h/f RFYKJAV&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.