Morgunblaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24 okt. 1952 MORCVISBI AÐIÐ 3 Á Alþingi i gær: Húsnœðismálastjórn fœr ekki eyri af skyldu- sparnaðarfé á þessu ári Einar Olgeirsson formaður kommúnistaflokksins smokrar sér inn í þingsalinn eftir að þingheimur hefur vottað ungversku þjóðinni samúð sína. Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var rædd fyrirspurn Sigurð- ar Bjarnasonar til Hannibals Valdimarssonar varðandi skyldu- sparnað. Sigurður tók fyrstur til máls og sagði m.a.: Þegar tillögur ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á húsnæðismála löggjöfinni voru til umræðu á Alþingi sl. vor, lýsti félagsmála- ráðherra því yfir við fyrstu um- ræðu þeirra í efri deild, að gert væri ráð fyrir 15—16 millj. kr. tekjum á ári af hinum svokallaða skyldusparnaði. Skyldi það fé renna til byggingarsjóðs. Af hálfu bkkar Sjálfstæðis- manna var þá á það bent, að fullkomin óvissa ríkti um það, hve miklar tekjur hinn ráðgerði skyldusparnaður myndi gefa. Engin reynsla væri fyrir hendi af framkvæmd hans og, því ó- mögulegt að fullyrða neitt um tekjur byggingasjóðs af þessari nýjung. Við Sjálfstæðismenn bentum þesS vegna á aðra le.ið, sem lík- legri væri til þess að bera nokk- urn árangur. Hæstvirtur félagsmálaráðherra tók allri gagnrýni á tillögur hans um skyldusparnaðinn mjög illa. Hann hélt sér fast við það, að menn teldu, að tekjur af skyldu- sparnaðinum gætu orðið „15—16 millj. kr. á ári“. Þessi mynd af menntamálaráðherranum og fjármálaráðherran- um var tekin meðan formaður Sjálfstæðisflokksins vottaði Ung- verjum samúð fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar, vegna ofheidis- aðgerða kommúnista. Um hvað eru þessir tveir ráðherrar, sem sitja í stjórn með kommúnistum að tala? Hljómleikar Sinlóníu hljómsveitar íslands smsTnmii SINFÓNÍUHLJ ÓMS VEIT ís- lands hélt fyrstu tónleika sína á þessum vetri í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. Hljómsveitarstjóri var Hermann Hildebrandt frá Berlín. Hefur hann tvívegis verið hér áður og stjórnað hljómsveit- inni 1950 og 1953. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart (Divertimento í D-dúr), Boris Blacher („Concertante Musik" op. 10) og Sinfónía nr. 2 í D-dúr eftir Sibelius. Hinir unaðslegu tæru tónar Mozarts nutu sín vel og verkuðu þægilega á hlustendur, og var verkið ágætlega flutt af hljóm- sveitinni. „Concertante Musik“ eftir Blacher snart mig ekki, enda æði yfirborðslegt verk og er hér meira um að ræða hljóm- sveitar-etydu og mætti verkið vel bera það heiti og væri þá skilj- anlegt í sínum „konstruktíva" stíl.Er verkið vandflutt, en hljóm sveitin leysti sitt hlutverk af hendi með sóma. Önnur sinfónía Sibelíusar er einna þekktust og vinsælust allra verka hans. Gefur þar að heyra mjög fögur stef og heillandi lag- línur. Stíll Sibelíusar er frum- legur og minnir oft á „improv- isation", og mörgum hefur því fundizt sem verk Sibelíusar væru ' laus í böndunum og ekki nógu samanþjöppuð í formi. En meist- arinn hefur boðskap að flytja og fer sínar eigin götur, en hann víkur að sjálfsögðu í mörgu frá hinum hefðbundna klassíska stíl (sónötuforminu). Fyrsti þáttur- inn fannst mér of hægur og varð heildarsvipur hans því veikari en skyldi. Annar þátturinn (Tempo andante una rubato) naut sín ef til vill bezt, enda mun hann líka vera veigamestur allra þátt anna. Hermann Hildebrandt hef- ur áður sýnt yfirburði sína hér, en hann er mjög snjall stjórnandi með mikla reynslu að baki, og hefur alla þræði örugglega í hendi sér. Hljómsveitin á enn eítí ð „spila sig upp“ eftir suiii.n.ð, og hlakka ég til að hlusta á hana næst. Hún er fær í flestan sjó, og sýndi það á þessum tón- leikum. Var henni og stjórnanda mjög fagnað að tónleikunum loknum af hrifnum hlustendum, sem nær fylltu salinn. P. í. Engar tekjúr, engin reglugerð Nú er um það bil hálft ár lið- ið síðan húsnæðismálatillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykkt ar. En ennþá hefur skyldusparn- aðurinn engkn eyri gefið í tekjur. Félagsmálaráðherrann hefur ekki einu sinni komið því í verk að setja reglugerð um framkvæmd ákvæðanna um þennan sparnað og er þó gert ráð fyrir því í þriðja kafla laganna. Orðrómur hefur hins vegar heyrzt um það, að loks nú, eftir að Alþingi er komið saman, hafi félagsmála- ráðherra tekið rögg á sig og sett reglugerð um þetta efni í prent- un. Opinberlega hefur hún ekki verið birt ennþá, svo ég viti. Það er mín skoðun að þing og þjóð eigi fullan rétt á því, að fá upplýsingar um það hvernig standi á þeim langa drætti, sem orðið hefur á því, að setja þessa reglugerð um framkvæmd skyldu sparnaðarins. Hefur ráðherrann misst trúna á þetta nýmæli, sem hann fullyrti á sl. vetri að gefa myndi 15—16. millj. kr. tekjur í byggingarsjóð, — eða er hér að- eins um að ræða hirðuleysi um að framkvæmd tekjuöflunarleiðar, sem básúnuð hafði verið út sem \ mikið bjargræði og „nýtt úr- ræði“ í byggingarmálum lands- manna? Tvaer leiðir hugsanlegar skyldusparnaðarins. önnur væri sú, að gefa út sparimerki, er kaupgreiðendum væri gert skylt að nota í sambandi við kaup greiðslur til fólks á aldrinum 16 til 25 ára. Ókostir þessa fyrir- komulags væru þeir, að það kostaði mikla skriffinnsku og yrði e. t. v. misnotað, þar sem endurgreiða yrði því fólki and- virði merkjanna, sem ekki er skylt til sparnaðar vegna sér- stakrar undanþágu í lögunum. Þá væri hugsanlegt, að skatta- nefndir gerðu skrá um þá, er skyldir væru til sparnaðar. Inn- heimtumenn ríkisins myndu síð- an krefja þetta fólk um skyldu- sparnaðarféð. Væri þetta þægileg leið fyrir kaupgreiðendur, en hætt væri hins vegar við, að inn- heimta gengi seint og vanhöld yrðu. Hannibal kvaðst hafa ákveðið, að skyldusparnaðarfé þessa árs yrði innheimt með síðarnefndu aðferðinni um leið og skattar þessa árs, og hefði hann staðfest reglugerð um það 1. október. Síðan yrði merkjakerfið tekið upp. Væri reglugerð um það þeg- ar samin og myndu ákvæði' henn- ar taka gildi um áramót. Málið dregið á langinn Sigurður Bjarnason benti á, að félagsmálaráðherra hafði van- rækt í marga mánuði að gefa út reglugerð um skyldusparnaðinn. Sýndi það, að hann hefði ekki gert sér neina grein fyrir því, hvernig sparnaðurinn skyldi f framkvæmdur, er hann bar fram frumv. um hann á þingi sl. vor. í umræðunum um það hefði hann einnig talið, að byggingarsjóður myndi fá skyldusparnaðarfé á þessu ári, en ljóst væri, að svo yrði ekki. Magnús Jónsson tók einnig til máls, og benti m.a. á, að það væri fátítt, að framkvæmd laga væri slikum erfiðleikum bundin, að setja þyrfti um hana tvær reglu- gerðir, aðra til bráðabirgða en hina um framtíðarskipulagið. Einnig benti Magnús á, að skatt- heimtuaðferðin, sem beitt verður fyrst, væri ekki líkleg til að brýna fyrir ungu fólki nauðsyn sparnaðar. Almenning vantar upplýsingar Jóhann Hafstein sagði, að fé- lagsmálaráðherra hefði borið skylda til að kynna almenningi þær reglur, .sem hann segðist hafa sett um framkvæmd skyldu sparnaðarins hinn 1. okt. sl. Væri slíkt ekki sízt nauðsynlegt, þar sem þær ættu að ná til tekna ungs fólks allt frá 1. júní sl., en þær tekjur gætu nú verið orðnar eyðslueyrir. Kvað Jóhann alla meðferð þessa máls vera svipaða öðrum gerðum Hannibals Valdi- marssonar varðandi húsnæðis- Hannibal Valdimarsson félags- málin, og bæri brýna nauðsyn til málaráðherra sagði, að 2 leiðir að taka lögin um þau enn til end- kæmu til greina við framkvæmd I urskoðunar á þessu þingi. Sýning n islenzkum hondiitum og fornum bókum í Edinborg í DAG verður opnuð í Edinborg sýning á íslenzkum handritum og fornum bókum, ásamt eldri út- gáfum af þýðingum íslenzkra fornbókmennta á ensku. Sýning- una opnar sendiherra íslands í Bretlandi. dr. Kristinn Guðmunds , son, en einn af aðalhvatamönnum j hennar er Sigursteinn Magnús- son, aðalræðismaður íslands í Skotlandi. Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu fyrstu bókarinnar í hinum nýja flokki íslenzkra fornrita, sem forlagið Thomas Nelson and Sons í Edinborg hefur hafið, en ritstjórar þeirrar útgáfu eru „Einstök fyrirmvnun“ Þjóðviljinn segir í íorystugrei* sinni í gær: „Það er þess vegna eins'tök fyrirmunun að íslenzk stjórnax- völd skuli ekki enn koma því i verk að reka bandaríska herinn af landi brott“. Það er sannarlega „einstök fyrirmunun“, að Þjóðviljinn skuli halda áfram að skrifa á þessa leið. Öll hans ummæli til óvirðingar þeim, er bera ábyrgð á, að „því er enn ekki komið í verk að reka bandaríska herinn af landi brott“ hitta hann sjálfan fyrir. Fulltrúar kommúnista í rikisstjórn, þeir Lúðvík og Ilannibal, bera ekki síður en hin- ir' ráðherrarnir ábyrgð á áfram- haldandi dvöl varnarliðsins hér. Fullur grunur leikur m. a. s. á því, að þeir hafi mælt fagurlega um aukinn stuðning við Atlants- hafsbandalagið við hinn níræða bandaríska erindreka, er hér kom fyrir viku til þess að auka áhuga íslendinga á bandalaginu. Eða er hitt sannara, að þessir tveir ráð- herrar hafi verið faldir fyrir hin- um aldna gesti? Hvort sem rétt- ara reynist, eru kommúnistar orðnir berir að slíkum óheilind- um í utanríkismálum, að „ein- stök fyrirmunun“ er, að þeir skuli ekki þegja um þau. „Slúður í konunni minni“ Það er ekki einungis i utan- rikismálum, sem kommúnistar eiga nú í vök að verjast. í Vestmannaeyjablaðinu Fylki segir svo hinn 11. okt.: „Á fundinum, sem þeir Karl og Lúðvík héldu í Alþýðuhúsinu fyrra miðvikudag, lagði Karl sig allan fram um að reyna að telja fundarmönnum trú um að þeir, sem hefðu aðeins 40 þús. kr. árs- tekjur, yrðu alls ekki varir við þá feiknamiklu hækkun, sem orð- ið hefur á flestum hlutum, síðan núverandi ríkisstjórn — V- stjórnin svonefnda — tók við. „Já, þá veit maður það“! sagði einn sannfærður, trúr og dygg- ur kommi, þegar hann fór út af fundinum. „Þetta er bölvað slúð- ur í konunni minni, þegar hún er að staglast á því, að mánaðar- kaupið endist ver en áður!“ — — Fullyrðingar Karls uppbótar- þingmanns eru svo greinilega fram settar gegn betri vitund. Honum ætti að minnsta kosti að vera fullkunnugt um það, að skólavörur — svo dæmi sé nefnt — stílabækur, sem voru um sið- ustu áramót seldar á kr. 3,50, eru nú verðlagðar af sjálfu verðlags- eftirliti V-stjórnarinnar á kr. 5,50, hækkun 60—70%. Hefur þessi hækkun varla farið hjá garði Karls Guðjónssonar, sjálfs barnakennarans, og varla heldur hann því fram, að verðlag á þess- um hlutum hafi staðið í stað eða ; það fari eftir tekjum foreldra, ; hvort börn þurfa á stílabókum 1 að halda eða ekki — eða hrein- j lega sæki skólana. Nei, allir vita, að framfærslu- | vísitalan er stórlega fölsuð. Að- I eins einn þriðji hluti innflutn- ingsins er vörur, sem hafa áhrif þeir Sigurður Nordal og G. Tur- ville-Petre, sem kennir íslenzku I í Oxford-háskóla. | Fyrsta sagan í þessum flokki er Gunnlaugs saga ormstungu. Er ■ á vísitölu, og verðlagi þeirra er texti hennar prentaður ásamt at- j haldið niðri. Hinir tveir þriðju hugasemdum um handritamun og ' hlutarnir hafa stórlega hækkað enskri þyðingu ef tir Peter Foote ', og R. Quirk, háskólakennara. í 1 Ve,'ð,’ °S það er fav,sl að hald>l undirbúningi eru Hervarar saga Því fram, að þær vörutegundir, ásamt þýðingu Chr. Tolkien’s, j eins og t. d. vefnaðarvara, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar í heimilistæki o. fl. sé keypt af útgáfu Guðrúnar Helgadóttur og sem eru Leslie Rogers, Völsunga saga í útgáfu R. Finch’s, Ljósvetninga 1 oh 1 ' saga í útgáfu Ursulu Brown’s og Þetta sagði Framh. í bls. 15 mannaeyjum. i hærri launa- Fylkir Vest-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.