Morgunblaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. okt. 1957
MORCT’njnr 4ntÐ
»
Notkun Keflavíkurflugvallar
Valdimar Kristinsson, naésti
framsögumaður skipulagsmála-
nefndar, ræddi einnig um þanu
möguleika að nota Keflavíkur-
flugvöll í stað Reykjavíkurflug-
vallar, eftir að þangað hefur ver-
ið lögð hraðbraut, en varaflug-
völlur frekar byggður á Suður-
landsundirlendi, enda væri meiri
munur á veðurskilyrðum þar og í
Keflavík heldur en í Keflavík og
Reykjavík. Mætti vafalaust
finna stað, þar sem gera mætti
góðan en ódýran varavöll, svip-
aðan þeim sem nú er á Suð-
árkróki. Taldi Valdimar, að þessi
lausn kæmi mjög til greina.
Benti hann m.a. á að aks-ur til
Keflavíkur myndi sízt taka lengrl
tíma en ferðir milli borga og
flugvalla taka víða erlendis.
Valdimar Kristinsson taldi enn-
fremur, að miða ætti nýjan
Reykjavíkurflugvöll við innan-
landsflugið eitt ef á annað borð
yrði talið óhjákvæmilegt að
byggja hann.
hljóti að koma hvort sem er
vegna nauðsynjar að þæta sam-
göngur milli Reykjavíkur og Hafn
arfjarðar og útgerðarbæjanna á
Suðurnesjum.
Sterkasta röksemdin gegn því
að nota KeflavíkurflugvöHinn
fyrir Reykjavík er sennilega sú,
að veðurskilyrði eru oft verri þar
en nær höfuðborginni, sagði Gísli
að lokum í þessum kafla ræðu
sinnar.
í suöurhluta Vesturbæjarins eru glæsileg hús byggð á síðuslu árum. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon tók myndina úr flugvél á s.l. sumri
Á að flytja Reykjavíkurflugvöll?
Umræður um framtlð haris á fundi /
Verði i fyrrakvöld
í MORGUNBLAÐINU í gær var
sagt frá fundi Varðarfélagsins í
fyrrakvöld, þar sem m.a. var rætt
um skipulagsmál Reykjavíkur.
Taldi nefndin, að stækka þyrfti
miðbæinn, og var í gær nokkuð
sagt frá ummælum Gísla Halldórs
sonar verkfræðings um það at-
riði.
Gisli vék síðan sérstaklega að
Reykjavíkurflugvelli, sem nú er
staðsettur á því svæði, er
skipulagsmálanefnd Varðar teiur
að nota eigi fyrir ný miðbæjar-
hverfi. Gísli sagði m.a.:
Þó að ekki stæði til að nota
flugvallarsvæðið á þann hátt er
nefndin telur rétt, bendir allt til
þess að nauðsynlegt verði að
flytja völlinn burtu innan tíðar.
Brautlr ekkl fullnægjandi
Til þess liggja margar ástæður,
og skulu hér nokkrar þeirra
nefndar:
Flugbrautirnar eru ekki nógu
langar fyrir nýtízku flugvélar, og
erfitt að lengja þær. Brautirnar
þyrftu að vera 2500—3000 m, og
Gísli Halldórsson verkfræðingur
Aðgreining verksmiðju-
og íbúðahverfa
Frá umrœðum um skipulcigsmál
á fundi Marðar
í ræðu sinni á Varðarfundinum
í fyrrakvöld vék Gísli Halldórs-
son verkfræðingur nokkuð að
staðsetningu iðnaðar- og verk-
smiðjufyrirtækja svo og að stað-
setningu íbúðarhverfa og verzl-
unarhverfa.
Einangrun verksmiðjuhverfa
Gísli lýsti m. a. þeirri skoðun
skipulagsmálanefndar Varðar, að
einangra ætti iðnaðar- og verk-
smiðjuhverfi sem mest frá íbúð-
arhverfum. Hefur þessi skoðun
orðið ofan á í ýmsum öðrum
löndum, m. a. í Danmörk.u
Um byggingu verksmiðju-
hverfa gilda ýmis sjónarmið, sem
ekki henta fyrir íbúðahverfi. M.
a. er það alltof dýrt fyrir þjóð-
félagið, ef þarf að setja miklar
takmarkanir varðandi hæð verk-
smiðja eða útlit þeirra að öðru
leyti. Þarf að vera auðvelt að rífa
þær og breyta á ýmsan hátt eftir
breyttum kröfum framleiðsluhátt
anna.
í nánd við verksmiðjur má
gera ráð fyrir mikilli og þungri
umferð, og þær þurfa oft á að
halda miklu rafmagni og sérstök-
um vatnslögnum og skólpræs-
um. Nálægt þeim kann einnig að
vera mikill reykur, ryk eða ó-
þefur, og þar safnast oft úrgang-
ur eða hálfunnar vörur, svo að
óþrifalegt er tilsýndar.
Framh. á bls. 15.
með auknum flug- og lendingar-
hraða þarf lengri brautir, og frek
ari takmarkanir á mannvirkja-
gerð í nágrenni vailarins.
Öskjuhlíðin annars vegar og
byggingar í miðbænum hins veg-
ar eru nú þegar nokkur þrándur í
götu flugsins, og hefur flugmála-
stjóri óskað eftir því, að ljósa-
staurar við Hringbraut verði
lækkaðir niður í 3 m. Skv. því er
ekki óhugsandi, að árekstur gæti
orðið milli flugvélar og vörubif-
reiðar með háfermi, sem ekur eft-
ir Hringbrautinni. Talað hefur
verið um, ag nýjar flugvélateg-
undir muni gera langar flugbraut
ir ónauðsynlegar, en verði svo,
mun þess langt að bíða.
Hávaði frá flugvélum
Eftir því sem flugsamgöngur
aukast verður æ meira ónæði af
skarkala frá flugvélahreyflum. í
Svíþjóð ér talið, að hávaði frá
þrýstiloftsvélum geri óbyggilegt
13 km langt og 2,5 km breitt
svæði, þar sem flugvellir fyrir
þær eru. Getur hávaði fiá fiug-
vélum beinlínis valdið heilsutjóni,
og ætti það eitt að vera nægileg
röksemd fyrir brottflutnmgi flug-
vallarins.
Kostnaður af futningi vallarins
Það sem fyrst og fremst er talið
mæla gegn brottflutningi flug-
vallarins, er kostnaðurinn, en
einnig má segja, að þægindi séu
að því að geta flogið beint úr
miðhluta borgarinnar.
Kostnaðarröksemdin fær ekki
staðizt, ef betur er að gáð Kostn-
aður við að byggja nýjan flugvöll
myndi verða um 200 millj kr., og
til að fá þá upphæð þyrfti að selja
hvern fermetra lóða á svæðinu
á 66 kr. Raunverulega er verð-
mæti þeirra þó miklum mun
meira.
Áætlað hefur verið, að bygg-
ingar í hinum nýja miðbæ verði
að verðmæti 4—5 milijarðar
króna, eða 20—25 sinnum verð-
meiri en völlurinn.
Staðsetning nýs vallar
Sú röksemd, að þægindi séu að
því að stutt sé til flugvallarins,
á vissulega nokkurn rétt á sér.
Er því þýðingarmikið að finna
nýjum Reykjavíkurf lugvelli
heppilegan stað og tryggja góðar
samgöngur milli bæjarins og vall-
arins.
Þeir staðir, sem helzt munu
taldir koma til greina, eru Álfta-
nes og Kapelluhraun, en Kefla-
víkurflugvöllur gæti líka hugsazt
sem framtíðarflugvöllur fyrir
Reykjavík. Það yrði þó því að
eins, að lögð yrði tvöföld hrað-
braut á milli höfuðstaðaríns og
flugvallarins, svo að fara mætti
leiðina á V2 klst.
Má raunar segja, að slík braut
Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar
Gunnar Sigurðsson flugvallar-
stjóri tók til máls síðar á fund-
inum og ræddi um framtíð
Reykjavíkurflugvallar. Hann
benti á, að völlurinn hefði orðið
hin mesta lyftistöng fyrir íslenzk
flugmál og myndi duga enn um
alllanga framtíð, m.a. gætu hin-
ar nýju vélar, sem flugfélögin
hefðu nýlega fengið eða myndu
fá bráðlega, athafnað sig þar. Um
þróun flugmálanna í framtíðinni
ríkti óvissa og hefði enn ekki
verið athugað nægilega vel frá
sjónarmiði flugtækninnar, hvaða
ráð væru skynsamlegust varð-
andi Reykjavíkurflugvöll. Gunn-
ar benti á, að kostnaður af bygg-
ingu nýs flugvallar væri mjög
mikill og taldi ekki líklegt, að á
næstunni yrði unnt að útvega
nauðsynlegt fjármagn.
TILLÖGUR
Skipulagsmálanefndar Varðar
IILLÖGUR er var vísað til bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
manna
1.
3.
4.
5.
6.
í skipulagi Reykjavíkur verði Miðbænum skapaðir eðli-
legir möguleikar til útþenslu í framtíðinni, þar sem nú er
flugvöllurinn.
Reykjavíkurbær hefji í samvinnu við ríkið athuganir og
undirbúning að aðgerðum til að tryggja flugþjónustunni
með öðrum flugvelli þá fullkomnu aðstöðu, sem ný tækm
og aukning þess atvinnurekstrar krefst í framtíðinni.
Fylgt verði áfram þeirri stefnu í uppbyggingu borgarinn-
ar að aðskilja íbúðahverfi og iðnaðarhverfi og sérstaklega
verði þess gætt að sjá iðnaðarhverfum fyrir vaxtarmögu-
leikum.
Áfram verði unnið að því að fullnægja eftirspurninni eft-
ir byggingarlóðum til íbúðarbygginga og fullgera sem
fyrst götur íbúðarhverfa.
Athugaðir verði möguleikar á því að gefa eigendum húsa
í nýjum íbúðarhverfum kost á fullgerðum götum innan
ákveðins tíma gegn greiðslu í hlutfalli við verðmætis-
aukningu þá á húseignum, er verður við slíkar fram-
kvæmdir.
Byggingarlóðir til atvinnurekstrar verði ieigðar gegn
greiðslu sérstaks stofngjalds auk árlegs leigugjalds.
Umferðarmiðstöð verði staðsett sunnan við Hringbraut
vestan Miklatorgs, enda verði síðar lagðar að henni um?
ferðarbrautir þar sem nú er flugvöllurinn.
Víðáttumikið bílastæði verði sett í VatnSmýrina við um-
ferðarmiðstöðina og verði þaðan örar ferðir strætisvagna
um Miðbæinn.
Athugað verði hvort ekki er unnt að skapa meira umferð-
aröryggi ásamt greiðari umferð með nokkrum breytingum
á umferðarreglum.
Gætt verði sérstakrar varúðar um staðsetningu mjög
hárra íbúðarhúsa, svo séð verði um, að þau fari vel við
landslagið, raski ekki jafnvægi í byggðinni og spilli ekki
útliti íbúðarhverfa.