Morgunblaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 10
10
MOnCVlSBT AÐIÐ
okt. 1957
Úr Austur-Skagafirði
Gott sumar oð kvebja — Saubtjár-
slátrun oð Ijúka — Fólki fækkar i sveit-
unum — Lampaljós i skammdeginu
Bæ, Höfðaströnd, 17. okt.
SENN líður sumarið — eitt hið
bezta, sem við núlifandi Skag-
firðingar höfum fengið, og þó
seihnihluti þess væri sumum, sem
síðbúnir voru með heyjannir
nokkuð erfiður, þá útleiddist
þetta allt saman með ágætum.
Ekki veit ég um neinn, sem kvart
ar yfir litlum og slæmum heyj-
um í þetta sinn, erum við þó
stundum nokkuð vanþakklátir
skaparanum.
Garðávextir
Garðamatur allur er kominn í
hús. Reyndist hann meiri og
betri en undanfarin ár. Rófur eru
lítið ræktaðar vegna kálmaðks,
sem undanfarin ár hefur eyðilagt
þá uppskeru. í sumar hefur þó
ekki borið á þeirri plágu svo að
rófurnar virðast góðar, enda eftir
sótt vara.
Káltegundir þroskuðust mjög
sæmilega, en því miður allt of
óvíða og of lítið ræktað af þeim,
enda óviss uppskera undanfarin
ár hér á norðurhveli.
Ný skilarétt.
Fjallgöngur voru gerðar um
svipað leyti og vanalega, en sauð
fjárslátrun byrjaði þó fyrr. Féð
er iíka komið heim á mörgum
bæjum svo að hægðarleikur er að
ná í nokkrar skjátur. Ef hret og
stórrigning kemur að sumrinu,
sérstaklega þegar líða tekur að
hausti, þá streymir það niður.
Sést það renna niður á láglendið
alveg eins og verið væri á eftir
því.
í sumar byggðum við Höfð-
strendingar með Hofsós nýja
skilarétt á Árhólum nálægt Ljóts
stöðum. Rétt þessi er öll stein-
steypt og hið myndarlegasta
mannvirki.Ekki er að fullu búið
að taka saman byggingarkostnað
en nokkuð á annað hundrað þús-
und mun hún kosta. Nokkur við-
höfn var við vígslu réttarinnar
og fjölmenni mikið var þar sam-
an komið. Elzti bóndi byggðar-
lagsins, bændaöldungurinn Einar
Jóhannsson, Mýrakoti, leiddi
fyrstu kindina inn í réttina undir
blaktandi fánum, en oddviti Hofs
hrepps iýsti blessun sinni yfir
réttinni og öllum þeim störfum,
er þar yrðu framkvæmd Hann
þakkaði einnig smiðum og verk-
stjóranum, Ólafi Þorsteinssyni,
bónda að Vatni, sem með dugn-
aði sá um verkið samfara búskap
sínum.
Slátrun gekk vel
Eins og að framan er sagt, byrj
aði haustslátrun nokkrum dögum
fyrir réttir. Er þetta nauðsyn,
sérstaklega ef haustar snemma.
Þá er gott að hafa lokið slátrun
fyrr en ella. Slátrun gekk í alla
staði prýðilega, enda hjálpaði
veðurfarið til að létta mönnum
störfin og gera allt að mun auð-
veldara. Mér virtist sláturfé feit-
ara en sl. ár og flokkun verður
því betri. Þó er ég ekki viss um
meðalvigt sé rtiikið meiri en sl.
ár.Hæst mun veðalvigt hjá bónda
hafa verið rúm 18 kg en 2416
kg. þyngsti kroppur.
Það ólán henti okkur bændur
að garnaveiki kom upp á einum
bæ hér í hreppnum. Þetta setur
óhug í menn þó aðstæður séu
nú breyttar þar sem hætt er að
skera niður við þessari veiki,
en lömbin bólusett árlega. Er nú
í ráði að bólusetning fari fram
á allstóru svæði.
Kýr eru að koma í hús, og er
það óvenjuseint á þessum slóð-
um. Einnig munu menn vera að
taka lömb sín. Verður iambalíf
liklegast nokkru meira en sl. ár.
Það þarf líka að endurnýja
gömlu ærnar því margt af þeim
er ejkki frambúðarskepnur, sem
sjá má af því, að einn dag var
komið með 300 ær til slátrunar
á Hofsósi í haust. Af þessum 300
voru 50 kroppar sendir heim
vegna brjósthimnubólgu, en var-
azt er að láta nokkurn sjúkan
kropp fara til sölu.
Stórgripaslátrun fer nú að hefj
ast í sláturhúsunum. Það er sem
sagt allt fullt af kjöti og öðrum
sláturafurðum. Lítið er þó gert
af slátri samanborið við það sem
áður var. Nú er mest af því
geymt nýtt í frystihúsunum og
soðið allt árið um kring, bara
þegar fólkið langar í nýjan
sláturbita. Svið og annað góð-
gæti úr kindinni okkar er einnig
geymt nýtt.
En það er svo sem fleira gert
hjá okkur hér austan vatna en
lóga fénaði.
Félagsheimili.
Byrjað er að reisa nýtt félags-
heimili á Hofsósi og verður það
myndarleg bygging ef dæma má
eftir teikningu. Að því standa
ýmis félagasamtök ásamt Hofós-
hreppi. Ekki er þó að fullu ráðið
hvort fleiri og víðari samtök
standi þar að. Nokkur önnur hús
eru einnig í smíðum bæði í kaup
túninu og í sveitinni. Tvær skurð-
gröfur hafa verið að verki hér í
sveit í allt sumar. Er því í und-
irbúningi geysimikil ræktun.
Sjórinn hefir lítið verið stund-
aður nú á meðan sláturtíð hefir
staðið, því margt af sjómönnum
er bundið við slátrun, enda illt að
taka á móti fiski samhliða sauð-
fjárslátrun. Fiskur mun þó vera
nokkur og smásíld töluverð.
Ef menn spyrja um heilsufar,
þá er vanalega minnzt á kvef og
þess háttar vilsu. Það er svo vana
legt að enginn tekur til þess orð-
ið. Um alvarlegri farsóttir held
ég að ekki sé að gera a. m. k.
hefir læknir ekki sett mig eða
aðra í bann nýlega.
Þó að alltaf fækki í sveitunum
þá er þó mannfjölgun nokkur,
enda værum við Skagfirðingar
þá illa beygðir, ef slíkt brygð-
ist, en okkur gengur illa að halda
unga fólkinu í sveitunum hér sem
annars staðar og eru mikil vand-
ræði þar af. Okkur gengur lika
illa að bjóða á móti frystihús-
unum og öðrum hliðstæðum stofn
unum. Stúlkurnar segjast geta
fengið þar um 10.000 kr. þremur
mánuðum. Nei, þá verð ég og
fleiri að leggja niður rófu og
kokka sjálfir ef á þarf að halda.
Já, það er víða fátt um fólkið
í sveitinni. Á sumrin stundum
um og yfir 20, á veturna 3-4-5
hræður og það jafnvel nokkuð
víða aðeins 2 sáiir ráfandi, nóg
er að gera, svo að ekki ætti
manni að leiðast, en þó saknar
maður fjölmennis, já, og jafnvel
blessaðra gestanna.
Það haustar nú að, og þá finna
þeir, sem lampaljósin hafa miklu
betur, að ennþá vantar rafmagnið
á þessar slóðir. Okkur er lofað, já
statt og stöðugt að ef við kjósum
þennan eða hinn, þá fáum við
rafmagn, togara og fleiri lífsins
gæði, en fjandakornið að bólar
á neinu þvílíku. Nei, einn vetur-
inn enn verður margur að una
við léleg ljós og annað, sem víða
er varla talið samboðið mennt-
uðu fólki. Það tekur oft á þolin-
mæðina að bíða eftir því, sem
sjálfsagt er talið að fáist þetta
eða hitt árið, en við erum orðin
svo vÖn því, að ekki er talið
umtalsvert þó loforð séu svikin.
Björn í Bæ.
jr
iSi s K Á Si r i I i
EFTIRFARANDI skák er tefld í
keppni milli U.S.S.R. og Júgó-
slavíu.
Hvitt: T. Petrosjan
Svart: N. Karaklaids
Drottningarbragð.
1. c4 Rf6
2. Rc3 e6
3. Rf3 d5
4. d4 Bb4
5. a3 ....
(Hér er einnig leikið 5. Bg5, 5.
e3, 5. Da4)
5..... BxcSf
6. bxc3 dxc4
(Svartur kýs heldur að taka peð-
ið, en leika c5, sem leiðir til
þægilegs afbrigðis í Nimzo-ind.)
7. e3 b5
(Nú væri of seint að snúa aftur
vegna þess að hvítur fær óum-
flýjanlega yfirráð á miðborðinu)
8. a4 c6
(Upp er nú komin staða, sem
líkist mjög afbrigði í Slafneskri
vörn er Petrosjan hefur tileinkað
sér 1. d4 d5. 2. c4 c6. 3. Rf3 Rf6.
4. Rc3 dxc4. 5. e4!? b5. 6. e5 Rd5.
7. a4)
VETRARÁÆTLUN
Gildir frá 15. október 1957 - 17. mai 1958
til og frá Reykjavík
. > !!., • ’UV
- l
BANDARIKIN •
AUSTURLEIÐ
md.
TIL REYKIAVIKUR
8 Zi : —i j U 300 | föd
1 1300 ! 1 1300
| md. I 0700 | 0700
Id.
mmmmm
1300
FRÁ REYKJAVÍK
TIL STAFANGURS
FRÁ STAFANGRI
TIL OSLÓAR
FRÁ OSLÓ
TIL GLASGOW
FRÁ GLASGOW
TIL GAUTABORGAR
FRÁ GAUTABORG
TIL KAUPMANNAHAFNAR
FRÁ KAUPMANNAHÖFN
TIL HAMBORGAR
I áaetAwnlimi mr g«rt ráð fyrlr »taA»r«»ma. nema i New Yorfc. fcar er reikna* mmt EST.
mmmm
Geriö svo vel að geyma auglýsinguna.
9. Dc2 Rbd7
10. e4 Bb7
11. e5 Rd5
12. Rg5 ....
(Hótanir hvits eru orðnar óþægi-
legar. Meðal annars hótar hann
Rxh7 og Re4, d6)
12... Da5!
13. Bb2 b4
14. Bxc4 bxc3
(Tryggara virðist 14.Rxc3
og halda skálínunni a3—f8 lok-
aðri. Ekki þarf svartur að óttast
15. Bxe6 fxe6 16. Rxe6 vegna
Ke7)
15. Ba3 Rd7—b6
(Ef 15..... Ba6, þá 16. Re4
Bxc4 17. Rd6f)
16. Be2 Dxa4
17. Dxa4 ....
(Það verður að teljast undar-
legt að hvítur skuli voga sér að
skipta á drottningum með tvö
peð undir, en þegar þess er gætt
að hann á biskupaparið og mjög
vel staðsettan riddara, þá er hægt
að skilja sjónarmið hans)
17... Rxa4
18. 0-0 Rab6
19. Hfbl Rf4?
20. Bfl f5?
(Nauðsynlegt var 20..a5! og
leika síðan Ba6)
21. exf6 gxf6
22. Re4 0-0-0
23. Bc5!
ABCBEFGH
A B
D E F G H
23.....
24. Rxf6
25. Re4
26. g3
Kb8
Rfd5
Hhg8
Hge8
(Hvítur hafði í hyggju að leika
27. Bh3).
27. Bd6f Ka8
28. Hcl ....
(Skemmtileg fórn var 28. Hxa7t
Kxa7 29. Halt Ba6? (Ra4!) 30.
Hxa6t Kb7 31. Rc5t Kc8 32. Ha8t
Rxa8 33. Ba6t mát)
28............ Rbd7
29. Ha3 Rd7—b6
30. Hcal Rc8
31. Be5 h5
32. h4 ....
(Vitaskuld vill hvítur fyrirbyggja
að svartur skipti upp á hinu veika
h-peði)
32............. HÍ8
33. Bg2 Hd7
34. Rxc3 Rdb6
35. Bfl HdfJ
36. Kc4 Rbd7
(Ef 36....c5, þá 37. Rg5 Hxf2
38. Rxe6 og vinnur)
37. Bd6 Rxd6
(Meiri varnarmöguleika veitti
Hg8)
38. Rxd6 og svartur gaf.
— Ingi R,