Alþýðublaðið - 09.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.10.1929, Blaðsíða 2
2 alþýðublaðið Vestur-íslendingar. Bréf forsætisráðherra Saskatchewanfylkis um fjárveitinguna til heimferðanefndar Þjóðræknisfélagsins. Afvopnunarfrumvarp verkamannastjórnarinnar í Qanmorku. \ Danska stjórnin hefir nú lagt afvopnunarfrumvarp sitt fyrir Þjóðþingið. Er frumvarpið því nær óbreytt frá þvi, sem meiri hluti Þjóðþingsins samþykti árið 1926. Árleg útgjöld eru áætluð 17,9 millj. danskra króna, í stað 42 milljóna, sem vinstri manna stjóynin áætlaði á fjárlögum, og 48 milljóna, sem hægri menn héimtuðu. Af þessum 17,9 millj. eiga 7,2 millj. að ganga til varð- liðsins, sem koma á í stað land- hersins, og 10,7 millj. til gæzlu- skipa, er koma í stað herflotans. Einn af íhaldsþingmönnunum, Bent Holstein, hefir tilkynt, að hann ætli að leggja fyrir þingið hið upprunaleg afvopnunarfrum- varp jafnaðarmanna, en sam- kvæmt því eru gjöldin áætluð að eins 11 milljónir, eða nærri 7 millj. króna lægri en í frum- varpi stjórnarinnar nú. Segist hann gera þetta til þess að eins að fá ítarlegur umræður um málið, einkum að því er snertj skuldbindingarnar gagnvart Þjóðabandalaginu. (Sendiherrafrétt.) Ungmennaskóliim i Reykjavik. Ungmennaskólinn starfaði í fyrra í þremur deildum. Nú starf- iar hann í 5 deildum. Dagskólinn ,er i tveimur bekkjum, og er hvor um sig tvískiftur. I fyrra var að eins 1. bekkur, — sem var tví- skiftur —, og kvölddeildin. í skólanum voru alls 64 nemendur í fyrra. Nú eru þeir 89, þar af $9 í dagskólanum og 20 í kvöld- skólanum. I 2. bekk eru 34 nem- endur, þar af 27, sem voru í 1. bekk í fyrra, en í honum voru þá 47. Hinir 20 hafa ýmist snúið sér að atvinnustörfum, iðnaðar- námi eða öðru sérnámi. 1 1- bekk eru 35. Eins og í fyrra lánar ríkið skól- anum tvær kenslustofur í Stýri- mannaskólanum, en sökum þess, að þær eru ekki fleiri, verður að nota þær allan daginn. Fer kensl- an í báðum deildum 2. bekkjar fram fyrri hluta dags, en í báð- um deildum 1. bekkjar að mestu eftir hádegi, kl. 1—7. Þá tekur kvölddeildin við. Er starfstími hennar kl. 7—10 þrjú kvöld í viku og 7—9 tvö kvöldin, en á. laugardagskvöldum eru ekki kenslustundir. í 2. bekk eru kenslustundirnar 35 á viku í hvorri deild, þar af 27 í bókleg- um fræðum. í hinum 8 er kend teikning, handavinna, söngur og leikfimi. i 1. bekk eru 33 kenslu- stundir á viku í hvorri deild, þar af 25 í bóklegum fræðum. Kveld- skölinn starfar 13 stundir á viku. Námsgreinir eru hinar sömu og í fyrra, en auk þeirra leikfimi, sem þá varð ekki komið við sök- um húsnæðisskorts. Nú er *hún kend í fimleikahúsi íþróttafélags Reykjavíkur, sem áður var Landakotskirkjan gamla. Þjóðfé- lagsfræði og heilsufræði eru einnig kendar í 2. bekk skólans. Kennarar eru allir hinir sömu og í fyrra og nokkrum stunda- kennurum bætt við. Hefir skóla- stjórinn og samkennarar hans mikinn áhuga á því, að skólinn verði nemendunum að sem allra mestum og beztum notum í líf- inu. Hefir kennaravalið tekist prýðilega. Ungmennaskólinn er stofnaður til þess að efla mentun og menn- ingu reykvísks æskulýðs. Er á slíkum alþýðlegum unglingaskóla hin mesta nauðsyn. Tveggja vetra bám í skólanum er tilvalinn und- irbúningur undir sérskóla, og fyr- ir þá, sem ekki njóta frekari kenslu, er vist í slíkum ung- mennaskóla ómissandi veganesti. Nú á dögum er almenn þekking algerlega ómissandi þegar út í lífið kemur. Og Ungmennaskól- inn er sniðinn eftir þörfum og getu mikils meiri hluta æsku- fólksins hér í Reykjavík. Til þess að skólinn geti náð þeim vexti og viðgangi, sem nauðsyn æskulýðsips krefur, dug- ir ekki. að marka honum til lengdar bás í húsi annars skóla, þar sem er alt of þröngt um hann. Reykjavíkurborg og ríkið eiga hið allra bráðasta að reisa honum hans eigið hús, þar sem hann getur vaxið eftir þörfum reykvísks æskulýðs. Það hús verður svo einn hluti í samskóla- byggingunni fyrirhuguðu. Allur dráttur á því kemur niður þar, sem sízt skyldi, á menningu hinnar upp- vaxandi kynslóðar, því að þegar skólinn hefir fengið nauðsynlegt húsnæði, getur hann orðið miklu fleirum æskumönnum menningar- lind. — Og það er honum ætlað að verða. IsSandsbanki ú Isaflrði, „Andsvar11 útbiísstjóirans. Magnús Thorsteinsson útbús- stjóri Islandsbanka á ísafirði hefir ritað langa og einkar at- hyglisverða hugvekju um starfs- hætti útbúsins. Birtist hugvekja þessi í „Mgbl.“ fyrir stuttu og kallast „Andsvar" við grein Ól- afs Friðrikssonar, er birtist í Al- þýðublaðinu fyrir skömmu, og grein svipaðs efnis í „Skutli“ 6. sept. s. 1. Staðfestir Magnús afdráttar- laust frásögnina um það, að hann hafi fyrir útbúsins hönd selt tengdaföður sínum tvo hluti í íshúsinu Jökli fyrir 5250 krónur hvorn og að Landsbankinn hafj skömmu síðar selt einn hlut í sama íshúsi fyrir 7000 kr., eða Eftixfarandi hréf fxá foxsætis- ráðherra Saskatchewanfylkis i Kanada, Hon. J. G. Gardiner, bef- ir verið birt f ístenzku blöðunum, sem gefin eru út í Winmipeg. Eins og kunmugt er veitti Sas- katchewanþingið heimferðamefnd Þjóðræknisfélagsins nokkurn styrk, en bréf forsætisráðherrams sannar, að það er ekki rétt, að styrkurinn hafi verið veittur nefndinni í þeim tilgangi að hvíetja ístenzka borgana til þess að flytja búferlum tiil Kanada, eins og ándstæðingar heimferð- amefndariinnar munu hafa borið hennii á brýn. Þar sem gildar ástæður eru fyrir því, að aJmenn- ingi á Islandi verði kunn afstaða forsætisráðherra Saskatchewan- fylkils í þessu máli, telur FB. rétt að senda blöðunum afrit af bréfi hanis til birtingar. Bréfið er svo- hljóðandi, dagis. 6. ágúst, tekið hér upp eftir þýðingu „Heims- kringlu“: Kæri herra! Mér hefir verið skýrt frá því, að deilur hafi gengið í íslenzku blöðfunum, sem gefin em út í Winnipeg, með tilliti tffl tUgangs- ins með því, er stjórn og þing í Saskatchewan veitti fé til heim- ferðamefndarinnar ísjenzku, er gengst fyrir feiðangri til íslands í tilefni af þúsund ára hátíð al- þiingis á Islandi í júní 1930. Mér hefir enn fremur verið skýrt frá því, að staðhæfingar hafi verið gerðar í þá átt, að fyrirætlumin með fjárveitingunni hafi verið sú að nota þetta tækifæri til þess aö auglýsa Saskatchewam, með það fyrir augum að hvetja ís- lenzka borgara til þess að fJytja úr landi til þessa fylkis. 1750 krónum meira. — Þarf ekki fleiri orð um það. Enn fremur staðfestir M. Th, þá frásögn, að gjaldkeri útbúsins hafi keypt af því svonefnda Löngubúð fyrir 600 krónur („Skutull" og Ól. Fr. h.öfðu sagt 500 kr.) og selt hana aftur nokkr- um mánuðum síðar fyrir 1500 krónur. Segist útbússtjóranum svo frá, að 17. jan. s. 1. hafj gjaldkerinn greitt útbúinu 600 kr. og fengið viðurkenningu fyrir því, að hann væri orðinn eigandi að Löngubúðinni. „Og nú,“ bætir hann við, „byrjar raunasaga El- íasar.“ Skal sú „raunasaga“ ekki rakin hér, en hún endar á þá leið, að um 4 mánuðum síðar sel- ur gjaldkerinn Löngubúðina fyrir 900 krónum, eða 150%, meira, en hann borgaði útbúinu fyrir hana. Ýmsir „forretningsmenn" myndu ekki kalla þetta „rauna- sögu“, heldur sennilega þvert á Ég vildi þvi gjarna gefa stut&J yfirlýsingu um það, undir hverj-i um kringumstæðum þetta fé vax veitt, og vildi ég biðja yður að birta þessa skýrimgu i blaði yðar. Athygli löggjafarþimgs Sakat- chewan var fyrst dregim að þús- und ára hátí'ðinmi íslenzku í ræðjh, er þingmaður Wynyardkjördæmi® hélt vlð umræðurnar um hásætis- ræðuna á þinginu 1928. Þingimu var iskýrt frá því, að Islendingar í Kanada og Banidaríkjumum væm að búa sig undir leiðangur til ÍS- lamds í tilefni af þeim viðburði. 1 ræðu sinni skýrði þingmaðurinn frá almennum hagsældum á ís- landi og benti á það, að þessi leiðangur myndi engin áhxif hafa til þess að aftur hæfist flutningar Islendinga til Kamada. Innflutn- ingar frá Islamdi ætti sér ekki fengur stað. Þegar fjárveitingin til nefndar- innar til skipulagskostnaðar var tij umræðu í þingintu, fékk húm einróma stuðning þingsins. Með- mælaræður ýmsra helztu þing- manna allra flokka báru það ótvi- rætt með sér, að tilgangurinn var eimasta sá, að heiðra og sýnla samúðarvott þessum einstæða, sögujega viðburði, með því að stuðla að þvi, að þessi leiðangur íslendinga frá þessu fylki mbetti: sem bezt takast. Þetta var alger- fega í samræmii við skilningj stjómarinnax. Ég vona, að þessi yfirjýsing verði til þess að afmá allan mis- skilning, er kann að hafa risið I sambandi við þessa veitingu. Yðar einlægur Jarrtes G. Gardiner. Barnasokkar afar-ódýrir, sterkir og fallegir, nýkomnir í Branns-verzlnn. móti. En ef til vill er það fram- hald sögunnar, sem útbússtjóran- um finst raunalegt. En fram- haldið er í skemstu máli þaö, að því er M. Th. segir, að gjald- kerinn hefir gefið bankanum eða ætlar að gefa honum þessar 900 krónur, eftir tiímælum útbús- stjórans. Gott er að fá svona ötvíræða staðfestingu útbússtjórans sjálfs á því að rétt hafi verið skýrt frá þessum viðskiftum útbúsins, og án efa mun mörgum þykjq

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.