Morgunblaðið - 21.12.1957, Síða 12
12
MORCTJIV BLAÐIÐ
Laugardagur 21. des. 1957
ttMpttttMitMfr
Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglysingar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjalri kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 emtakið.
EFTIR NATOFUNDINN í PARÍS
Í-^UNDI æðstu leiðtoga þjóða
4 Atlantshafsbandalagsins
í París er lokið. Enda
þótt nokkuð fari tvennum sögum
um árangur hans virðist þó auð-
sætt að mikið gagn hafi af hon-
um orðið.
í yfirlýsingu, sem gefin var út
við lok fundarins, var m. a. kom-
izt að orði á þessa leið, eftir að
á það hafði verið bent að sam-
tökin hefðu verið stofnuð til þess
að vernda rétt þjóðanna til þess
að lifa í friði og frelsi undir
stjórn, sem þær hafa sjálfar
kjörið sér:
„Samkvæmt fenginni
reynslu og í vissu um þann
árangur, er þegar hefur náðst,
höfum við komizt að sam-
komulagi um aðferðir til þiss
að styrkja bandalag okkar
enn“.
Síðan er vakin athygli á því að
í lok síðustu heimsstyrjaldar hafi
Rússar ekki dregið úr herafla
sínum, heldur lagt alit kapp á að
auka hann. í skjóli hins mikla
herveldis Rússa hafi hinn alþjóð-
legi kommúnismi fórnað sjálf-
stæði og mannréttindum þeirra
þjóða, sem hann hafi náð undir
áhrif sín, í þeim tilgangi að ná
heimsyfirráðum.
Aukinn varnarviðbún-
aður
í yfirlýsingunni segir að banda
lagið sé reiðubúið til þess að
hefja viðræður við Rússa um af-
vopnunarmálin. En jafnframt er
ítrekað að Atlantshafsbandalagið
sé varnarbandalag og muni aldrei
efna til styrjaldar. Vegna hins
mikla vígbúnaðar Rússa, sem
stöðugt haldi áfram, og vegna
þess að þeir hafi hindrað sam-
komulag um afvopnunarmálin,
verði Atlantshafsbandalagið að
efla varnarviðbúnað sinn og bú-
ast hinum öflugustu vopnum. —
Birgðum kjarnorkuvopna og
meðallangdrægra flugskeyta og
eldflauga muni verða komið upp
í hinum ýmsu bandalagsríkjum,
eftir að samkomulag hafi tekizt
milli viðkomandi stjórnarvalda
og yfirstjórnar bandalagsins.
Lögð er áherzla á það í yfir-
lýsingunni að NATO-ríkin auki
samstarf sitt. Sú hætta af Ráð-
stjórnarríkjunum, sem var
ástæða þess að samtökin voru
mynduð, sé ennþá fyrir hendi.
Á verði um heimsfriðinn
Þjóðir Atlantshafsbandalagsins
munu fagna því að gott samkomu
lag tókst um sameiginlega stefnu
á fundi samtakanna í París.
Kjarni þeirrar stefnu er sá, að
NATO-þjóðirnar ákveða að efia
varnir sínar en freista þó jafn-
framt að ná samkomulagi við Sov
étríkin um afvopnunarmál. Kom
það greinil. fram á fundinum að
margir töldu nauðsynlegt að fá
úr því skorið, hvað fyrir Sovét-
ríkjunum vekti raunverulega
með þréfum Bulganins forsætis-
ráðherra þeirra til leiðtoga vest-
rænna þjóða. NATO-þjóðirnar
vilja þannig einskis láta ófreist-
að til þess að draga úr kalda
stríðinu og þeim viðsjám milli
austurs og vesturs, sem mótað
hafa svip alþjóðamála undanfar-
in ár. Hins vegar gera þær sér
það ljóst, að þýðingarlaust og
hættulegt er að halda að sér
höndum um öryggisráðstafanir í
einlægri trú á friðarvilja Rúsca.
Hin kommúniska stjórn Sovét-
Rússlands hefur sýnt það á und-
anförnum árum að bak við fögur
orð hennar um friðarvilja og al-
þjóðasamvinnu liggur lítið. Það
voru Rússar, sem hófu vígbún-
aðarkapphlaupið að styrjöldinni
lokinni og það voru þeir, sem
notuðu her sinn til þess að svipta
fjölda Evrópuþjóða frelsi þeirra
og sjálfstæði. Slíkum mönnum er
erfitt að treysta. Þess vegna eiga
þjóðir Atlantshafsbandalagsins
einskis annars úrkosti en að
treysta varnir sínar sem mest
þær mega. Þannig standa þær
bezt á verði um heimsfriðinn, en
varðveizla friðar í heiminum hef-
ur frá upphafi verið höfuðtak-
mark þessara merku samtaka
frjálsra þjóða.
Hvað sagði forsætis-
ráðherra íslands?
Samkvæmt fregn, sem Morgun-
blaðið hefur birt, hefur for-
sætisráðherra íslands haldið
einhverja væðu á Parísar-
fundinum. Hvorki forsætisráðu-
neytið né utanríkisráðuneytið
hér heima hafa þó getað stað-
fest, að hann hafi haldið ræðu
þar. Um ræðuhaldið er ekkert
kunnugt hér annað en það, sem
Reuter hefur eftir forsætisráð-
herranum. En þau ummæli voru
á þessa leið:
„Ég fer aftur heim til ís-
lands með NATO-ræðu mína
og verður hún þá birt. Ég
vil ekkert segja um þær umræð-
ur, sem fram fóru um ýmsar til-
lögur á NATO-fundinum“.
Þannig farast fréttaritara
Reuters orð í einkaskeyti, sem
Morgunblaðið birti í fyrradag.
Ói^ós utanríkisstefna
Væntanlega kemur það fljótt
lega í ljós hvað hinn íslenzki for-
sætisráðherra hefur sagt á
NATO-fundinum, ef hann hefur
þá sagt þar eitthvað, sem frekar
virðast þó vera líkur til, enda
þótt hvorki hans eigið ráðuneyti
né utanríkisráðuneytið viti um
það. En víst er um það, að erfitt
er að fullyrða það nú, hver sé
stefna núverandi ríkisstjórnar á
íslandi í utanríkismálum. — A
meðan forsætis- og utanríkisráð-
herrann eru staddir í París á
NATO-fundi, hamast kommúnist-
ar, stærsti stjórnarflokkurinn,
gegn þátttöku íslands í NATO og
þykjast meira að segja hafa mik-
inn áhuga á að reka varnar-
liðið burtu af íslandi.
En hver sem stefna núver-
andi ríkisstjórnar er í utan-
ríkismálum, er það þó víst að
yfirgnæfandi meirihluti ís-
lendinga setur von sína um
frið og öryggi enn sem fyrr
á eflingu Atlantshafsbanda-
lagsins.
Enda þótt NATO sé ennþá inn-
an við 10 ára gamalt hefur það
þó unnið heimsfriðnum mikið
gagn. Framsókn Rússa og hins
alþjóðlega kommúnisma í Evrópu
hefur verið stöðvuð. Varnir hinna
frjálsu þjóða hafa verið efldar
svo, að ofbeldisöflin hafa ekki
árætt að hefjast handa um nýjar
árásir. Þannig hefur það sannazt,
að það eina, sem Rússar beygja
sig fyrir eru öflugar varnir og
samtök frelsisunnandi þjóða. Á
þeirri reynslu hlýtur að verða
byggt í framtíðinni.
,,Úlla Winblad" verður
jólaleikrif Þjóðleik-
hússins
JÓLALEIKRIT Þjóðleikhússins
verður að þessu sinni „Úlla
Winblad“ eftir þýzka leikrita-
skáldið Carl Zuckmayer. Fjallar
leikritið aðallega um sænska
skáldið Bellman, eitt þekktasta
og vinsælasta skáld, sem uppi
hefur verið á Norðurlöndum. —
Úlla Winblad er dulnefni á kunn-
um kvenmanni, sem sótti mjóg
krárnar í Stokkhólmi á timum
Bellmans. Var hann ástfanginn
af henni og orti nann mörg af
fegurstu Ijóðum sínum til henn-
ar og um hana.
Leikurinn er i átta sýningum
og fer fram í Stokkhólmi árið
1790. Sem fyrr segir er leikur-
inn byggður á sögulegum heim-
ildum og er jafnframt sungið
mikið og leikið af Bellmansöngv-
um í leiknum. Frumsýningin fór
fram í Vínarborg árið 1953, en
enn hefur leikrit þetta ekki ver-
ið sýnt á Norðurlöndum fyrr en
nú, að Þjóðleikhúsið tekur það
til sýningar.
Höfundurinn, Carl Zuckmeyer,
er þekktur þýzkur rithöfundur,
sextugur að aldri. Hann hrökkl-
aðist úr Þýzkalandi á valdatím-
um Hitlers, var um skeið í Svi-
þjóð og síðan í Bandaríkjunum,
• •
eftir Oniiu frá
MoWnúpi
„Eldgamalt ævintýri" heitir ný
bók eftir önnu frá Moldnúpi. Er
þessi bók ætluð unglingum — og
er að nokkru leyti byggð á sögn
Landnému og munnmælum, sem
lifa enn þann dar í dag undir
Eyjafjöllur. — að því er segir í
bókarformála höfundar. — Anna
frá Moldnúpi hefur áður gefið út
þrjér bækur: „Fjós-ko.ia fer út í
heim“, „Förukona í París“ og „Ást
og demantar".
Hlutafélagið Skallagrímur í
Borgarnesi eigandi Akraborgar-
innar sótti um 900 þús. kr/ flóa-
bátastyrk frá Alþingi á næsta ári
og reisti þá umsókn á eftirfar-
andi rökum:
1) Verulegur rekstrarhalli er
hjá félaginu.
2) Vegna kaupa á hinu nýja
skipi, hvílir á félaginu hátt á 3.
millj. kr. skuld í Danmörku.
3) Skv lögum frá Alþingi um
notkun gúmmíbjörgunarbáta er
félagið skylt að kaupa tólf 20-
en hefur nú horfið aftur heim til
Þýzkalands. A síðasta ári var
hann sæmdur doktorsnafnbót við
háskólann í Bonn.
Leikritið hafa þeir Bjarni Guð-
mundsson og Egill Bjarnason
þýtt, en leikstjórn annast Indriði
Waage. Hlutverk eru mörg. Með
aðalhlutverkin fara Hqrdís Þor-
valdsdóttir, Haraldur Björnsson,
Baldvin Halldórsson, Róbert
Arnfinnsson og Guðbjörg Þor-
STRAX að loknum lestri hand- ]
rits hinnar nýju skáldsögu Lofts I
Guðmundssonar rithöfundar,
„Jónsmessunæturmartröð á
Fjallinu helga“, þótti forráða-
mönnum Bókaforlags Odds
Björnssonar bókin jafn líkleg til
þess að seljast á erlendum mark-
aði sem mnlendum. Þess vegna
voru prófarkir af bókinni sendar
frönskum umboðsmanni forlags-
ins í París á síðastliðnu hausti,
með það fyrir augum að hann ac-
hugaði um mögulejka á að bókir.
yrði gefin út í Fiakklandi. Jafn-
framt var eintak af próförkinni
sent til íslenzkrar rnenntakonu,
frú H.S. Anstach, sem búsett er
í París og gift frönskum manni.
Árangur þessarar tilraunar
varð sá, að frú Anstach og um-
boðsmaður Bókaforlags Odds
Björnssonar sátu marga fundi
með stjórnendum eins stærsta
útgáfufyrirtækis í Evrópu, Plon
í Paris, þar sem frúin þýddi og
endursagði söguna í stórum drátt
um. Að þvi loknu ákváðu stjórn-
endur Plon að taka bókina til út-
gáfu strax. Hefur ungur, íslenzk-
ur menntamaður, Emil Eyjólfs-
son, sem stundað hefir nám í Par
ís undanfarin ár, nú þegar verið
ráðinn til að þýða bókina með
manna gúmmíbjörgunarbáta, sem
kosta 150 þús. kr.
Páll Þorsteinsson sagði að
nefndirnar hefðu ekki samþykkt
ósk félagsins. Þær legðu til að
það fengi aðeins 50 þús. kr. styrk
með sérstöku tilliti til þess að
farmgjöld með skipinu hækkuðu
á næsta ári. Þau væru miklu
lægri en farmgjöld hjá Skipa-
útgerðinni. Verðlagsyfirvöldin
hefðu lengi þybbazt við að leyfa
hækkun, en nefndin telur að þau
geti ekki gert það til lengdar.
bjarnardóttir. Kristinn Hallsson,
Ævar Kvaran og Lárus Pálsson
eru meðal þeirra, sem fara með
hina vinsælu Bellmansöngva.
Dr. Urbancic hefur æft hljóm-
sveitina, sem leikur Bellmanlög-
in, en Þórarinn Jónsson stjórnar
leiknum á sýningum. Lothar
Grund hefur málað leiktjöldin.
„Úlla Winblad“ verður sýnd
á 2. og 3. í jólum og fram yfir
nýjár og yerður „Romanoff og
Júlía“ einnig sýnt á þessu tíma-
bili. Sennilegt er, að „Dagbók
önnu Frank“ verði frumsýnd í
janúarlok og verður Baldvin
Halldórsson leikstjóri.
Electrn flaug
tvisvor 1. daginn
NEW YORK 19. des. — Electra,
hin nýja flugvél Lockheed flug-
vélaverksmiðjanna, hefir verið
reynd. Fyrsta daginn fór hún
tvisvar á loft og létu tilraunaflug
mennirnir hið bezta yfir vélinni.
Ekki hafði verið áætlað að reyna
hana fyrr en í lok janúarmán-
aðar, en smíði hennar miðaði
mun betur en upphaflega hafði
verið búizt við svo að líklegt
þykir, að fyrstu flugvélarnar
verði einnig tilbúnar til afhend-
ingar fyrir umsaminn tíma, sem
er að tæpu ári.
aðstoð bókmenntasérfræðinga for
lagsins Plon. Er bókin talin mjög
athyglisverð og standa nú yfir
samningar um útgáfu bókarinnar
í fleiri löndum.
Um miðjan næsta mánuð fara
þeir Loftur Guðmundsson, rit-
höfundur, og Geir S. Björnsson,
forstjóri Bókaforlags Odds Björns
sonar, til Parísar til skrafs og
ráðagerða við umboðsmann Bóka
forlagsins og útgefendur varð-
andi útgáfu bókarinnar á fleiri
tungumólum.
Hin nýja skáldsaga Lofts Guð-
mundssonar hefir komið út í
tveimur útgáfum á þessu hausti
og er nú uppseld hjá forlaginu.
í ráði er að þriðja prentun komi
á markaðinn snemrna á næsta ári.
* KVIKMYNDIR +
„Kona pipar-
sveinsins"
HINN snjalli franski gamanleik-
ari Fernandel, er okkur kunnur
af mörgum gamanmyndum, sem
hér hafa verið sýndar með hon-
um í aðalhlutverkum, svo sem
Topazi og Don Camillo. Nú leik-
ur hann aðalhlutverkið í gaman-
myndinni „Kona piparsveinsins“,
sem sýnd er i Auslurbæjarbíói.
Er þetta einkar skemmtileg
mynd, þó að hún standi ekki of-
angreindum myndum á sporð.i
Efnið er létt og skemmtilegt og
leikurinn allur með miklum
ágætum. Fernandel leikur þarna
piparsveininn sem kvænist ungri
stúlku, sem hleypur frá honum
með öðrum. En hann vinnur hana
aftur með umburðarlyndi sínu og
skilningi. Svipbrigði Fernandels
eru .þarna sem endranær frábær
lega skemmtileg og unga stúlk-
an vel leikin af Nicole Berger.
Þá eru og margar broslegar „týp-
ur“ í myndinni, sem setja sinn
svip á hana og hið smáborgara-
lega í líf þessara manna og um-
hverfi gefur myndinni einnig sitt
gildi. — Með öðrum orðum nota-
lega skemmtileg mynd. —Ego.
Hækkun á farmgjöldum
í slað umbeðins ríkisslyrks
SAMGÖNGUMÁLANEFNDIR beggja deilda þings gera ráð fyrir
því að á næsta ári verði farmgjöld hækkuð verulega með Akra-
borginni milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness, þrátt fyrir
það að verðlagsyfirvöldin hafa lengi neitað um leyfi til slíkrar
hækkunar. Skýrði framsögumaður nefndarinnar Páll Þorsteinsson
frá þessu á þingi í fyrradag.
Bók Lofts Gu&munds-
sonar þýdd á frönsku