Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 2
a ALÞYÐUBLAÐIÐ €rleai stmskeyti. Khöfn 30. júní. Frá Pýzkalandi. Símað er frá Berlín, að órói sé um alt ríkið vegna nauðsynjavar- anna (skorts á þeim). Ráðuneyti Fehrenbachs hefir verið vel tekið. Friðarsamningarnir milli Finna og Rússa strandaðir. Símað er frá Helsingfors, að friðarsamningagerðin mill Rússa og Finna hafi strandað á landa- mæraþrætunni. Alþjðða fjármálaráðstefna. Símað frá París, að Þjóðaráðið hafi ákveðið alpjóða fjármálaráð- stefnu í Briissel 23. júlf. Óról og verkföll í Ítalíu. Parísarfregn hermir, að órói sé I Ítalíu og allsherjarverkfall í Róm. Hafnarbréf. (12. júní). Prentaraverkfallid 24. afríl. Það var 10 kr. dýrtíðaruppbót á viku, sem kom því af stað. Eftir að prentsmiðjueigendur höfðu lof- að að ganga að þessari hækkun, fékst prentarafélagið eftir nokkurt þjark til að taka því — mönnum fanst hækkunin of lítil — en verkamannasambandið skarst I leikinn, og var þá ekki annað en ganga að þessu og hefja vinnu. Þetta var tveimur dögum fyrir kosningarnar og tíminn því dýr- mætur íyrir flokkana. Var þegar tekið að semja, og þær kröfur gerðar af hálfu verkamanna, auk dýrtíðaruppbótarinnar, að engar skaðabótakröfur yrðu gerðar, og að atvinnurekendur greiddu full laun fyrir verkfailsdaginn. Var gengið að öllu þessu. En hvað skeður svo þremur vikum síðar f 1 Hvorki meira né minna en það, að atvinnurekendasambandið gerir skaðabótakröfur á hendur prent- urum, og heimtar þá dæmda til að greiða 125 þús. kr. Varð end- irinn á þessu máli svo sá, að prentarafélagið var dæmt til þess að greiða 28 þús. kr. skaðabætur og 300 kr. í málskostnað. (Þessa heáir áður verið getið hér í blað- inu í skeyti, en þá var ekki vel Ijóst, hvernig stóð á þessum skaðabótum). Húsnœdiseklan. Hún er ekkert smáræði hér, og hefir orðið að taka skóla og fangelsi til notk- unar handa húsnæðislausu fólki, svo það þyrfti ekki að hýrast á götum úti. í apríl s.l. voru 1468 fjölskyld- ur húsnæðislausar í Khöfn. Voru í þeim alls 5485 manns. Og hefir alt þetta fólk orðið að sætta sig við fangelsin og skólana. Og þykja fangelsaklefarnir miklu betri en skólarnir. Til dæmis um það, hve mjög menn þrengja að sér, þá voru í einu herbergi á Vesturbrú 2 hjón, 2 ungar stúlkur og 3 börn. Mætti nefna ótal dæmi þessu lík. Allmikið hefir verið reist af nýjum húsum inni í borginni og utan hennar. Hefir Kaupm.hafnar- bær reist hús fyrir minst 30 milj. króna og veitt að minsta kosti 36 milj. kr. styrk til húsagerðar. Hefir bærinn því lagt að minsta kosti 66 milj. kr. til húsagerðar. 9000 íbúðir hafa alls fengist fyrir þetta fé. — Jafnaðarmenn eru í meirihluta í bæjarstjórn. Verðið hefir hækkað afskaplega á öllu efni. Fyrir strfðið kostaði tveggja herbergja íbúð 3000 kr. Nú kostar hún 13.000 kr. í gömlum húsum er leiga fyrir tvö herbergi og eldhús 22—30 kr. mánaðarlega, en í nýjum hús- um er leigan fyrir jafnstóra íbúð 40—70 kr. Og er það nú orðin hreinasta tilviljun, fáist leigt í gömlum húsum. Nú eru 4—5000 íbúðir í smíð- um, sem eiga að vera tflbúnar í haust, en þær þyrftu að vera helmingi fleiri, ef hægt ætti að vera að bæta úr mestu neyðinni. Til þess að ekki þyrfti að skorta fbúðir, þyríti að gera 2000 fbúðir á ári. Eg mun ef til vill skýra nánar frá þessu máli síðar. Verkfóllin. Hafnarverkamenn eru nú teknir til vinnu, einnig kyndarar, en hásetarnir hafa ekki , byrjað enn; búist þó við, að þeir taki mjög bráðlega til vinnu. Alls- herjarverkfallinu, er stóð fyrir dyr- um, var afstýrt á síðasta augna- bliki — fyrst um sinn. Enn þá er ekki búið að semja, Rakaraverkfallið stendur enn. Þykjast „meisfararnir" elcki þurfa sveinanna við fyrst um sinn. Ann- ars halda sveinar áfram að reka sínar rakarastofur og ganga þvf nær daglegu í fylkingu um þann. hluta borgarinnar, er þær eru í. Gengur fyrir þeim lúðraflokkur. Þá er hér og þjónaverkfall. Lögðu þeir allir niður vinnu um mánaðamótin og hafa engu fengið áorkað enn þá, enda verður a& telja mjög tvísýnt, að þeir vinni verkfallið. Þjónar á öllum smærri veitingahúsum eru teknir til vinnu. Annars er það skrítið, að eig- endur veitingahúsanna skuli gera sig gilda, þar sem þeir greiða þjónum sínum ekkert kaup, heldur verða þeir að borga með sér. En þessum herrum hefir nú dottið í hug að láta bera svolítið á sér, og þar af stafar verkfallið. Það, sem um er barist, er það, að veitingamenn taki ekki nema þjóna, sem eru í félagi verka- manna, f þjónustu sína; en það segjast þeir sjálfir vilja ákveða. Víðast hvar verða menn nú að; þjóna sér sjálfir; en þó hefir kven- fólk verið tekið til þess á stóru veitingahúsunum. Þorfinnur Kristjánsson. Þetta og hitt. Fiskifloti í*jóðverja. Samkv. friðarsamningunum skulur Þjóðverjar bæta Bandamönnum sökt skip með því að láta af hendi við þá endurgjaldslaust V4 af fiski- flota sínum og alt það sem verið væri að byggja af þess konar skipum. Þjóðverjar mótmæltu þess- ari ásælni, en hinir héldu fast við sitt. X Fiskifræða skóli í Bandaríkj- nnnm. Akveðið hefir verið að reisa fiskifræða skóla íyrir alþýðu manna í Seattle á Kyrrahafsströnd. Kensla fer fram vísindalega. Verða náms- greinarnar fiskiklak og eldi, verk- fræðileg fiskifræði og fiskiveiða- fræði. Verklega reynslu verða þeir að hafa er koma á skólann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.