Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið 1920 Fimtudaginn 1. júlí 147. tölubl. ÓJriðarhorfnr. Khöfn 30. júní. Sítnað er frá Stokkhólmi, að •Svíþjóð hafi aftur skorað á Finn- land að láta handtekna Álendinga íausa. BiSist er við því, að stjórnmála- sambandi milli iandanna verði slitið. Launakröfur. ni. (Niðurl.). Nú er kaup miðað við eftir- spurn vinnuveitandans eftir vinnu- kraftinum og fer kaup venjulegast eftir henni. Þó hafa vinnuveitend- úr alstaðar reynt að ná einskon- ar einokun á vinnukraftinum og víðast hvar tekist það að nokkru og þar kemur því reglan, um að kaup- ið fari eftir eftirspurti, eigi til greina, Með samtökum sínum hefir vinnuveitendum tekist að halda kaupinu óeðliiega niðri. Hagsmun- irnir reka þá saman. En það er samtakaleysi verkamannanna, sem gerir vinnuveitendunum kleift að halda kaupinu niðri. Þeim (verkam.) heflr eigi ætíð skilist að það vóru peirra hagsmunir að standa saman. En setjum nií svo að kaupið fari eftir eftirspurninni einni, þá myndi með því móti aldrei kom- ast á það jafnvægi, að allir þeir sem ynnu jafn vel jafn vandasama og erfiðavirinu, fengju jafnt kaup. Eftirspurnin yrði ætíð meiri í einni atvinnugre'in en annari, Og í þeim atvinnugreinum sem mikið framboð yrði á vinnukraftinum f, yrði ætíð óeðlileg kauphækkun og jafnvel atvinnuleysl Þetta fyrir- komulaghlýtur þvf ætíð að leiða til bölvunar. Það er atvinnuleysið og hið lága kaup, sem á mestan þátt í að skapa örbirgðina, til -eyðileggingar fyrir einstaklinginn, sem fyrir henni verður, og til stór- tjóns fyrir þjóðfélagið í heild. Væri kaupið miðað við verð- mætt afraksturs vinnunnar, en hann miðast aftur við eftirspurnina eftir þeim vörutegundum sem vinnan framleiðir, verður líkt uppi á ten- ingnum. Kaupið yrði bezt miðað við verðmæti afraksturs vinnunnar á þann hátt að láta verkamennina fá hlútdeild í afrakstri fyrirtækis- ins. Auðvitað yrði ætíð mismunur á ágóðahlutdeild (kaupi) í hinum ýmsu atvinnugreimtm — eitt fyrir- tæki borgar sig í svipinn betur en hitt, enda þótt það sé engu meira þjóðþrifafyrirtæki. Afleiðing- in verður hin sama og áður er tekið fram, að yrði af því ef miða ætti við eftirspurn. Óeðlilega íágt kaup fyrir sunia, er íeiðir af sér örbirgð, er aftur hefir banvæn áhrif á þjóðfélagið. Sú hugsjón hefir vakað fyrir mörgum, kð allir ættu að fá rétt borgað fyrir vinnuna, þ. e. a, s. í hlutfaÍÍi við það, hve mikils virði sá vinna væri, sem hver Iegði af mörkum. En þá er fyrst að athuga: Hver er kominn til að meta gildi hverrar atvinnugreinar fyrir sig? Andlega vinnan og þó sérstaklega forstjórn fyrirtækja (margir eru þó aðeins foritjórar að nafninu til) hefir verið matin meira en h'kam- lega vinnan. Er iíkamlega vinnan eigi jafn nauðsynleg þótt fleiri geti unnið hana en hina svokolluðu andlegu vinnn? Hvorttveggja er nauðsynlegt. Hvorttveggja eru hlekkir í sömu keðjunni, og annar engu þýðing- arminni en hinn. Víssulega verður erfitt að dæma á milli hvor meira er verður. Sum andleg vinna er meira virði en sum andleg eða líkamleg vinna. Sum iíkamleg vinna er meira virði en sum andleg og líkamleg vinna. En örbirgðina verður að forð- ast. Eina færa ieiðin út úr því öngþveiti sem skifting afraksturs er óðýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað lanðsins. Kanpid það og Iesið, þá getið þið aldrei án þess verið. vinnunnar, launamálið, er komið í, er að arðinum aý allri fram- leiðslu þjóðfélagsins, 'óllum teký- um þess (að fráskildu þvf sem fer til opinberrar starfsemi, svo sera VÍsindastofnana etc) sé skift á milli allravinnandi manna (óyerk- færum mönttum og sjúkum sé séð fyrir, en þeir sem ekki vinna, en geta þó unnið, fái erigan þátt í framleiðdunni. Nú lifir slíkur lýð- ur sem sníkjudýr á þjóðfélaginu. Fiækingar og aðrar óreiðukindur lifa vesallega á því, en gyltu snikjudýrin dafna vei, eins og menn þekkja. Eftir sem , áður myndi vart verða komist hjá slík- um ófógnuði, en vonandi myndi slíkt hverfa með aukinni menn- ingu), þannig að allur mismunur á launakfórum sé í beinu hlutfalli við að meiri eða verðmeiri vinna hafi verið af höndum leyst. Þó er auðvitað siðferðisleg skylda þjóðfélagsins að sjá um að enginn fái meira en annar, íyr en öllum hefir verið se'ðfyrir lág- marksupphœð til bráðnauðsynleg- asta lífsviðurvœris, er svari til menningar og þroska þjóðarinnart en mikið á að verða afgangs fram yftr það, ef þjóðfélaginu er réttí- lega fyrir komið. Allir verða að fá það sem þeir nauðsynlega þurfa (nema þeir vilji það eigi). Það er allra hagur og það er líka ein- staklingsins hagur. Og með þessu er fégræðginni og öllu fylgifé hennar gefið rot- högg. Að þessu fyrirkomulagi eiga allir þeir að keppa, er vilja létto örbirgðarfarginu af þjóðfélaginu, meta allra heíli í nútfð og fram- tíð meira en tvíræðan stundarhag. X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.