Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 ^fggjreiöæla blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ingóifsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma i biaðið. Bolsivismi. Colonel Malone: The Russian Republic. (Alien & Unwin.) V. T. Goode: Bolshevism. (Aiien & Unwin.) Bolsivismagrílan er óðum að úreídast og missa áhrif sín. Það eru varla nema einföidustu og ístöðulausustu börnin, sem nú hræð- ast þegar Berlingur og „barnablöð- in* hérna í Reykjávfk ógna með henni. Lögrétta hefir hvað eftir annað flutt ágætar fræðjgreinar um málið, eins og yfir höfuð um erlenda pólitík og viðburði. Alment er mönnum farið að skiljast það tvent í Bolsivíkamálinu, að hér er um að ræða alvarlega og stórfelda endurbótaviðleitni, sem nídd hefir versð og rægð með blindaðri of- stæki og stjórnlausri illgirni og öfgum. í öðru Jagi það, að hvernig svo sem hreyfingin er, lofsverð eða ekki, þá er hún orðin svo vfðtæk og svo öflug, að það er barnaskapur einn og fjarstæða að hugsa sér að hún vérði kæfð nið- ur, hvaða tröllasögur sem sagðar eru um bolsivíka. Nú er það hverj- um einasta hugsaudi manni ljóst, að hreyfing þessi muni stórkost- lega marka sögu framtfðarinnar, þó að það stórhneykskðí einn af smælingjunum (ritstjóra annars „barnablaðsins" í höfuðstað fs- lenzka stórveldisins), þegar það var gefið í skyn í blaði einu hér í fyrra, að bolsivisminn mundi ekki ósennilega reynast merkasta afleið- ing heimsstyrjaldarinnar. Nú er það ljóst öllum þorra þeirra manna, er nokkuð .fylgjast með í alþjóða- pólitík, að sú muni raunin á verða. Hérna á íslandi hafa menn al- ment mjög lítil lcynni af starfi og stefnu bolsivíka, enda ekki við öðru að búast, þar sem svo til- tölulega lítið hefir verið um málið ritað af skynsamlegu viti á íslenzku, og sjaldan bent á fræðandi bækur um það á útlendum málum. Það er því1 ekki úr vegi að vekja at- hygli manna á ofangreindum bók- um, eftir tvo merka Englendinga, sem nú eru orðnir heimskunnir fyrir afskifti sín af málinu. Höf- undarnir eru báðir „hærri stétta* menn, og fyrir það taka ef til vill sumir meira mark á orðum þeirra en ef þeir væru af sauðsvörtum almuganum. Báðir skýra þeir frá eigin athugunum sínum og reynzlu á Rússlandi, og ætti því að mega Ieggja meiri trúnað á skýrslui þeirra en nafnlausar og óstaðfestar óhróðurssögur, er ábyrgðarlausir blaðasnápar þefa uppi og prédika síðan á strætum og gatnamótum. Sn. J. Um daginn 09 vegii. Jón Berg8veinsson yfirsfldar- matsmaður á Akureyri kom hing að á Sterling. Mun hann verða hér á fundi með öðrum sfldar- matsmönnum og stjórninni, til þess að taka þátt í endurskoðun síldarútgerðarinnar. Húsagerð. 14 menn hafa enn sótt um leyfi til byggingarnefndar um smíði nýrra húsa eða endur- bætur og aukning á gömlum hús- um. Koma þannig á hverjum bæj- arstjórnarfundi nýjar beiðnir um húsasmíð. Páll ísólfsson heldur hljóm- ieika í Dómkirkjunni á morgun. Lögin verða eftir Bach og Reger. Þar verður eflaust húsfyliir, því borgarbúum gefst síst of oft tæki- færi á að hlfða á sanna listamenn. Landsspítalasjóðnum hefir ný- lega áskotnast 1000 kr. minning- argjöf, Er það gjöf Þóru Sæmunds- dóttur Melsted til minningar um síðari mann hennar, Vigfús Guð- mundsson Melsted, er lézt 1914. Sbemtiferð Templara. Geysi- mikil aðsókn, af Templurum, var í gær að aðgöngnmiðasöiunni. Ferðin verður farin. Nokkrir að- göngumiðar verða seldir á morg- un í G -T.-húsinu kl. 7. Bæjarstjórnarfnndnr er í kvöid kl. 5. Aðalhátíðahöldin dönska fara að sögn ekki fram fyr en 7. þessa mánaðar, veldur því andóf Þjóð- verja á samþykki nýju landamær- anna dönsku. Síldarútgerðin. Eftir nýustu norðanblöðum að dæma verður hún miklu meiri en búast mátti við Sumir Norðmennirnir, er sfld- arstöðvar eiga á Siglufirði, gera j^fnvel meira út í sumar en nokk- urn tíma áður. Skonnortan »Star« kom í gær með timburfarm til Nic. Bjarnason. Ari kom frá Englandi í gær. Nýr togari, „Þorsteinn Ingólfs- son", eign h. f. Haukur, kom £ gær frá Englandi. Skipstjóri er Einar Einarsson frá Flekkudai. Yeðrið í dag. Vestm.eyjar ... N, hiti 10,1. Reykjavík .... VNV, hiti 8,0. ísafjörður .... logn, hiti 8,0. Akureyri .... logn, hiti 7,0. Grímsstaðir . . . NNV, hiti 4,5. Seyðisfjörður . . NA, hiti 4,6. Þórsh., Færeyjar S, hiti 9.5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog lægst milli Færeyja og íslands og hægt stígandi. Köld norðlæg átt. Stormur á SeyðisfirðL Nordisk Films Co. Ýmsum hér mun kunnugt danska kvikmyndafélagið Nordisk Films Co., síðan það lét taka Sögu Borgarættarinnar á kvikmyndir hér í sumar. Það er nú gengið f sam- band við stórt alheimsfélag, er upprunalega er amerískt og heitir Famous Players Co„ en rahn síð- an saman við þýzka félagið „Ufa“ og færðu þau síðan út kvíarnar til Svíþjóðar og keyptu „Skandi- navisk l"ilmcentral“ og náðu síð- ast þessum tökum á Nordisk Fiims Co.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.