Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aðalfundur h.f. Eimskipafélags íslands 26. þ. m. samþykti að greiða hluthöfum 10% — tíu af hund- raði — í arð, af hlutafénu fyrir 1919. Afgreiðslu- menn félagsins og aðalskrifstofan í Reykjavík inn- leysa arðmiðana. Reykjavík, 1. júlí 1920. Stjórnin. Peir, sei raiitar verkatÉ, augljsa í AipiÉailiniL Sjómannafélagið heldur fund laugardaginn 3. júlí klukkan 8 síðdegis í Bárubúð (uppi). Ariðandi er að félagsmenn mæti, því mörg nauðsynleg mál verða til umræðu, er ákvörðun verður tekin um á fundinum, Stjórnin. Xoli konsmgur. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Þegar þeir sáu Hall, komu þeir til hans. „Hvar náðir þú í þenna snáða?" spurði Bob og nýrakað, rósrautt andlit hans varð alt að einu brosi. »Eg tíndi hannupp“,sagðiHallur og ítti við litla Jerry um leið og hann rendi honum niður af herð- um sér. „Hallo. Lagsmaðurl" sagði Bob. „Hallo aftur 1“ svaraði Jerry litli jaínskjótt, hann var fullkom- lega maður til þess að tala Ame- rísku. „Pabbi fór niður í lyftin- um", sagði hann og Ieit framan í háa, unga manninn með skærum, svörtum augunum. ,Já, já!" sagði Bob, „því ferð þú ekki niður?" „Pabbi bjargar þeim. Hann pabbi er ekki hræddur við neitt!" „Hvað heitir pabbi þinn?" „Stóri Jerry". „Einmitt það, og hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?" „Eg ætla að verða Ijósberi". „í þessari námu?" „Nei-ei, það máttu hengja þig upp á!“ „Því þá ekki?" Litli Jerry varð íbygginn á svipinn. „Oft má satt kyrt liggja!" sagði hann. Aðkomumennirnir hlógu. Þarna gátu þeir lært! „Þú ætlar kannsice heim til ættlands þíns?" spurði Dicky. „Ónei", svaraði litli Jerry, „eg er Ameríkumaður". „Þú ætlar kannske að verða forseti, einn góðann veðurdag?" „Já, pabbi segir það líka", gengdi litli snáðinn, „forseti í verkamannafélagi námumanna", Þeir hlógu aftur, en þá kom Rósa dauðhrædd og kipti í ermi hans. Þetta mátti ekki segja við vel klædda ókunna menn! „Þetta er kona Minettis, móðir litla Jerrys", sagði Hallur til þess að sefa hana. „Það gleður okkur að kynnast yður, frú Minetti", sögðu báðir unglingarnir og tóku ofan og hneigðu sig hæversklega. Þeir gíáptu á hana, því Rósa var fög- ur álitum, stokkrjóð í framan og vandræðaleg, af því að standa þarna frammi fyrir svo vel klædd- um ungum mönnum sem hneigðu sig fyrir henni. Þeir stóðu líka þarna og töluðu við Joe Smith eins og gamlan kunningja, og kölluðu hann ó- kunnu nafni. Hún leit spyrjandi á hann svörtu, ítölsku augunum, og hann fann það, að nú var það hann sem roðnaði. Það var nærri því eins ilt að upp um mann kæmist í Norðurdalnum, eins og í Western City! Þeir fóru nú að tala um björg- unina, og það, sem Cartwright hafði sagt þeim. Eidur var í ein- um aðalganginum, viðurinn brann og eldurinn breiddist óðfluga út vegna súgsins frá loftdælunni. Lítil von var til þess, að bjarga nokkrum f þeim hluta námunnar. En hjálmbúnu mennirnir buðu hitanum og reiknum byrginn í brunnu göngunum. Þeir vissu vel, að þeir gátu auðveldlega hrunið, en þeir vissu líka, að þar höfðu menn utinið áður en sprengingin varð. „Eg verð að segja það, að það er hraustlega af sér vikið!" bætti Dicky við. sffiejbrm & (Benfrat ÆíaífeæfraEt nýkomið f verzl. Símonar lónssonar, Laugaveg 12. Sími 221. Grammófón- plötur með fslenzkum lögum, og margar aðrar, fást í Hijóðfærahúsi Reykjavíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _____Ólafur Friðriksson._ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.