Morgunblaðið - 09.01.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 09.01.1958, Síða 3
Fimmtudagur 9. Janúar 1958 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Efstu Eueun D-listans á Akureyri Annríki hjá Lofl- leiðum Öldruð kona í Reykjavík hlaut happdræftisíbúð DAS 1 GÆR var dregið í 9. flokkí happdrættis DAS um 10 vinn- inga. 1. vinningur, þriggja herbergja íbúð, að Álfheimum 72, fullgerð, kom á miða nr. 2601. Eigandi mið ans er frú Guðrún Jóhannsdótt- ir, Grundargerði 4, Rvík. 2. vinningur, Mercedes-Benz fólksbifreið, módel 190, kom á miða nr. 60447. Eigandinn er Ást- valdur Gunnlaugsson, Aðalstræti 16, Rvík. Umboð Vesturver. 3. vinningur, Fiat-fólksbifreið, kom á miða nr. 23169, umboð í Stykkishólmi. Eigandi er Viggó Þorvarðarson, bifreiðarstjóri í Stykkishólmi. 4. vinningur, húsgögn, 25. þús. kr. virði, eftir eigin vali, kom á nr. 49054, umboð á Keflavíkur- flugvelli. Eigandi er Sigurður Jónsson, Vallargötu 24, Keflavík. 5. vinningur, Zimmermann- píanó, kom á miða nr. 59310, um- boð Seyðisfirði. Ekki hefur enn- þá náðst í eiganda þessa miða. 6. vinningur, Hornung & Möll- er píanó, kom á nr. 19583, umboð Vesturver. Eigandi er Gunnar Friðriksson, Hjarðarhaga 31, Rvík. 7. vinningur, útvarpsgrammo- fónn með segulbandstæki, kom á nr. 47818, umboð Vesturver. Eigandi Bjarni Bjarnason, Tún- götu 16, Rvík. 8. vinningur, sem er heimilis- tæki eftir eigin vali fyrir 15 þús. kr., kom á nr. 8793, í umboði Sigríðar Helgadóttur, Miðtúni 15. Eigandi er Gunnar Einarsson, lögregluþjónn, Höfðaborg 57, Rvík. 9. vinningur, húsgögn eftir eigin vali fyrir 15 þús. kr, kom á nr. 33897, umboð Vesturver. Eigandi Matthías Haraldsson, kennari, Ljósvallagötu 8, Rvík. 10. vinningur, heimilistæki fyr- ir 10 þús kr., kom á miða nr. 43257, umboð Vesturver. Eigand- inn er Halldór Vilhjálmsson. matsveinn í Þjóðleikhússkjallar- anum, Laugagerði 76, Rvík. Háskólaprói tekið á Keila vxkurílucfvelli FYRIR nokkru lauk liðsforingi i einn í varnarliðinu háskólapróii á Keflavíkurflugvelli. Var hon- um afhent prófskírteini við há- tíðlega athöfn í gærkvöldi. Maður þessi nefnist Carl W. Bradford undirofursti og hefur hann lokið „Bachelor of Science“ prófi við kennslumiðstöð Marylandháskóla á Keflavíkurflugvelli. Þar sem það kom mönnum á óvart, að háskóli sé starfandi á flugvellinum skal frá því skýrt, að nokkur ár eru síðan ríkishá- skólinn í Maryland í Bandaríkj- unum tók að reka umfangsmikla kennslustarfsemi utan sinna eig- in heimkynna og skólasvæðis. Er þessi starfsemi nú rekin í samtals 200 kennslustöðvum í 18 löndum. Með henni er m.a. stefnt að því að gefa bandarískum hermönn- um, sem dvelja utan heimalands síns kost á að halda áfram há- skólanámi sínu, jafnframt því sem þeir gegna herþjónustu. Kennsla þessi hófst á Kefla- víkurflugvelli árið 1951 og hafa um 200 nemendur að jafnaði tek- ið þátt í námskeiðunum. Meðal námsgreina sem þar eru kenndar má telja bandaríska sögu, stærð- fræði, þýzku, spænsku, hagfræði, bandarískar bókmenntir og landa fræði. Tveir íslendingar starfa við þessa kennslu, þeir Ástvaldur Eydal er kennir landaíræði og Henrik Thorlacius er kennir þýzku. Jón G. Sólnes, bankafulltrúi. Helgi Falsson, erindreki. NÓG hefir verið að starfa hjá Loftleiðum núna um hátíðirnar því að á rúmum hálfum mánuði, eða frá 15. desember til 5. janúar hafa 846 farþegar ferðazt með flugvélum félagsins. Af þeim fóru 607 milli Bandaríkjanna og flugstöðva Loftleiða á megin- landi Evrópu og Bretlandi, en 239 ferðuðust, til eða frá Reykja- vík. Segja má að á þessu tímabili hafi hvert sæti verið skipað í flugvélum og vörur fluttar að auki eftir því sem unnt var. Áætlanir stóðust mjög vel, þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Þegar samanburður er gerður á farbeiðnum þeim, er liggja nú fyrir og því, sem tíðkazt hefir á sama árstíma að undanförnu, má telja að útlit sé fyrir, að fyrri hluti þessa nýbyrjaða árs muni verða Loftleiðum hinn hagstæð- asti. — (Frá Loftleiðum). Héraðsdýralækna- embætti auglýst STÖÐUR fimm héraðsdýralækna eru augl. í síðasta Lögbirtingi. Það er landbúnaðarmálaráðuneyt ið sem þessi embætti veitir, en þau eru: ísafjarðarumdæmi, Dalaumdæmi, Laugarásumdæmi, Þingeyjarumdæmi og Skagafjarð arumdæmi. Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Jón H. Þorvaldsson, byggingameistari. Jónas G. Rafnar, lögfræðingur. Árni Jónsson, tilraunastjóri. Ólafur B. Björnsson, ritstjóri. Sverre Valtýsson, Iyfjafræðingur. Sigríður Auðuns, húsfrú. Efstu menn D-listans i Akranesi Rafn Pétursson, verkstjóri. Jón Arnason, útgeröarmaður. STAKSTEIIUAR Hin mikla krossgáta ,,vinstri“ stjcirnar- flokkanna Hvað boðaði ræða forsætisráð- herrans á gamlárskvöld? Boðaði hún gengislækkun eða ekki? Um þetta snúast skrif mál- gagna „vinstri“ stjórnarinnar aðallega um þessar mundir. Þeirra eigin stjórnarstefna er orðin hin mikla krossgáta, jafn- vel í þeirra eigin blöðum. Kommúnistar fullyrða hik- laust að Hermann hafi boðað gengislækkun, enda sé það ekk- ert launungarmál, að tveir stjórnarflokkanna hafi undanfar ið barizt eindregið fyrir gengis- fellingu. Þessir flokkar séu Framsókn og Alþýðuflokkurinn. Kommúnistar standi hins vegar hart á móti gengislækkun og hafi tekizt að hindra liana til þessa, segir „Þjóðviljinn“. Sett upp að vegg Kommúnistablaðið hefur dag eftir dag sett blöð samstarfs- flokka sinna, Tímann og Alþýðu- blaðið upp að vegg og krafizt yfirlýsinga frá þeim um raunveru lega þýðingu orða forsætisráð- herrans á gamlárskvöld. Meinti hann gengislækkun eð'a ekki? En Tíminn og Alþýðublaðið eru í vandræðum. Svarið vefst fyrir þeim. Blöðin birta eitthvert hrafl úr ræðu Hermanns og segja svo: Ummælin eru skýlaus. Her mann boðaði ekki berum orðum gengislækkun. Hann sagði að sér fræðingar væru að rannsaka ástand efnahagsmálanna. Þeirra tillögum mundi vera fylgt. Og Tíminn lofsyngur dag eftir dag þessa djúpu speki forsætis- ráðherrans. Hann hafi sagt hið mikla lausnarorð. „Úttektin", sem lofað var „fyrir opnum tjöld- um“ sé að fara fram. Því miður verði niðurstöður hennar samt ekki kunnar fyrr en eftir kosn- ingar og tillögur ríkisstjórnar- innar ekki heldur.! Ef sérfræðinga og vinnu- stéttir greinir á? f lok einnar lofgreinar sinnar um hin „glöggu ummæli" for- sætisráðherra í áramótaræðunni kemst Tíminn m.a. þannig að orði s.l. þriðjudag: „Það mun fara eftir áliti sér- fræðinga og viðliorfi vinnustétt- anna, hvernig rikisstjórnin reyn ir að leysa vanda efnahagsmál- anna“. Ekki leysist hin mikla kross- gáta um stefnu vinstri stjórnar- innar í efnahagsnjálum með þessu. Hvernig fer ef vinnustétt- irnar vilja nú alls ekki sætta sig við þá lausn, sem sérfræðingarnir leggja til að reynd verði? Þá gátu hefur Tíminn ekki ennþá leyst. Annars er rifrildi stjórnar- flokkanna um það, hvað falizt hafi í ræðu Hermanns á gamlárs- kvöld táknrænt um ræfildóm þeirra, sundurþykkju og stefnu- leysi. Hermann boðaði hreina og klára gengislækkun. Hann sagði að gengi krónunnar væri allt of hátt skráð í dag og það „hag- kerfi“, sem byggt væri á hinni röngu krónuskráningu væri búið að ganga sér til húðar. Þessu yrði að breyta. En það eru kosningar fram- undan. Þess vegna þora málgöga Framsóknar og krata ekki að við urkenna það, að ræða Hcrmanns þýddi þetta og ekkert annað. Kommúnistar þykjast hins veg- ar vera á móti gengislækkun, enda þótt lciðtogar þeirra haft fyrir löngu ákveðið að samþykkja Íhana, alveg eins og áframliald- andi dvöl hins ameríska varnar- liðs í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.