Morgunblaðið - 17.01.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. jan. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 9 koma að vísu hvergi fram opin- berlega. Vinstri stjórnin vill leyna þeim. En það verður ekki dulið fyr- ir okkur húsmæðrum, að þegar við þurftum máske að eyða 200 til 250 krónum á viku fyrir mat- væli fyrir tveimur árum, þá nægir 500 króna seðillinn ekki nú. Við þekkjum það húsmæð- urnar, að þó við förum með 100 króna seðil út í búð, þá er hann horfinn í einni svipan. Ég var að taka eftir því nú, að reykti karfinn var að hækka. Hann er allt í einu kominn upp í 12 krón- ur. Frá þessu segir verðlagsstjór inn ekki. Ætli það sé ein af leynilegu verðhækkununum, sem ekki má segja frá? Ég veit það eitt, að það verður að lagast, annars skilur maður ekki hvar þetta lendir. Vöruverð ið heldur áfram að hækka, en kaupi verkamannanna er haldið niðri. Hér þarf að breyta til og ég held að það myndi breytast ef nýir og ötulir menn tækju við stjórn Dagsbrúnar. Nýliðinn sér að ekki er allt með felldu í sfjórn Dagsbrúnar verst núna, þegar vinstri flokk- arnir ráða. Þess vegna kjósum við lista lýðræðissinna. Suburlandsbraut verbi gerb oð tvískiptri akbraut Tillaga umferbarnefndar um breikkun Suðurlandsbrautar Magnús Óli Hansson MAGNÚS ÓLI Hansson vinnur við gatnagerð og önnur störf á götum Reykjavíkur. Hann er ný- lega genginn í Dagsbrún og neyt ir atkvæðisréttar síns í félaginu í íyrsta skipti í þessum kosning- um. — Ég hef sem nýliði í Dags- brún talsvert hugsað um verka- lýðsmál að undanförnu. Það fyrsta sem ég finn, er að eftir áratuga-stjórn kommúnista í þessu verkalýðsfélagi eru kjör verkamanna enn svo lág, að ails ekki er viðunandi. Mér virðist að hin fráfarandi félagsstjórn vinni alls ekki fyrir okkur félagsmennina, eða þá svo illa, að við sjáum hvergi, að hags muna okkar sé gætt. Stjórn Dagsbrúnar hefur t. d. illa unnið að hagsmunum félags- manna, þegar hún hefur hvað eft ir annað á undanförnum árum efnt til stórverkfalla, þar sem hún hefir „sprengt upp“ og eytt löngum tima í vinnustöðvanir, sem verkamenn bíða mikið tjón við. Ég tel, að betri samningum og raunhæfari kjarabótum hefði mátt ná með því að fara samn- ingaleiðina, alveg eins og gert hefur verið í Iðju, eftir að ötul stjórn lýðræðissinna tók við for- ystunni þar. Ég hef fljótlega kynnzt þvi að verkamenn eru óánægðir 'með framkomu félagsstjórnar. Menn spyrja: Hvers vegna er ekkert gert til að bæta kjör okkar, hvers vegna var samningum okkar hinna lægst launuðu ekki sagt upp, meðan fjöldi félaga hálaun aðra manna fengu kjarabætur? Þessu eins og öllu öðru svara kommúnistar út í hött og segja, að allt sé þetta arftur frá íhald- inu. En þvi slagorði trúir enginn lengur. Félagar, við höfum fund- ið það, að kjör okkar voru ein- mitt bezt, þegar þetta „íhald“ var við stjórn. En kjör okkar eru Jón Friðsteinsson Vantar víðsýna stjórn JÓN FRIÐSTEINSSON hefur ver ið í Dagsbrún í nokkur ár og er nú ýtumaður hjá Reykjavíkurbæ. Hann er búsettur í Kópavogi. — Ég greiði lista lýðræðissinna atkvæði af ýmsum ástæðum. Ein þeirra ástæðna er sú, að ég og ýmsir fleiri, sem vinna að líkum störfum og ég, hafa áhuga á því að stofna með okkur sérstaka deild starfsmanna á ýtum og krönum. En núverandi stjórn hefir tekið furðudræmt í tilmæli okkar. Ástæðan til þess, að við viljum stofna slíka deild innan Dags- brúnar er, að við höfum að ýmsu leyti nokkra sérstöðu. En við höf- um ekki einu sinni trúnaðarmann í Dagsbrún til þess að túlka sjón- armið okkar. Ég skal koma með dæmi: — Einn kunningi minn, sem var með jarðýtu, neitaði að hlýða fyrirmælum verkstjóra um að fara með ýtuna á fasta klöpp. — Þegar hann hlýddi ekki var hann rekinn á stundinni. Auðvitað átti ýtumaðurinn rétt á því að neita slíkum fyrirmælum, honum bar jafnvel skylda til að neita að valda skemmdum á dýrmætum tækjum með þv. En hér var ekki spurt hvað væri rétt.verkstjórinn hafði valdið. Og við eigum sem sagt engan trúnaðarmann til að skýra tæknisjónarmiðið. Það er líka óviðunandi, að menn eru teknir til þess að stjórna jarðýtum, án allrar æf- ingar. Þannig var t. d. með mig. Ég hafði aldrei stjórnað ýtu, þeg ar verkstjórinn sagði mér með klukkustundar fyrirvara, að nú skyldi ég taka við. Ég tel, að það ætti að vera reglan, að menn fái viku reynslutíma með kennslu í ýmsu því nauðsynlegasta, sem lýtur að stjórn þessara verðmætu tækja. Eins og nú er, höfum við minni rétt en margir verkamann. T. d. höfum við alls engan uppsagnar- frest, sem margir verkamenn hafa þó. Ég gæti vel hugsað, að ný og víðsýnni stjórn í Dagsbrún yrði ekki eins stíf og einstrengingsleg í starfi sínu eins og sú. sem nú situr, heldur gerði hún sér far um að skilja sanngirnissjónar- mið verkamanna. Þess vegna með al annars styð ég lista lýðræðis- sinna. ÞANN 5. þessa mánaðar sam- þykkti umferðarnefnd á fundi sínum, að leggja til við bæjar- arráð, að hafizt verði nú handa um undirbúning að breikkun Suðurlandsbrautar inn að mót um Suðurlandsvegar og Vest- urlandsvegar. Með tillögu þessari fylgir svo greinargerð til bæjarráðs, dagsett 10. þ. m. „Suðurlandsbraut er helzta umferðaræð til Reykjavíkur úr austurátt. Umferð um hana hef- ur aukizt mjög ört á undanförn- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins i Kópavogi er að j 40526 Melgerði 1. Opin frá kl. 10 til 10.41581 daglega. Símar: 19708 og 10248.(42703 Stuðningsmenn D-listans í, 43425 Kópavogi. Hafið samband við 44693 skrifstofuna. 1 Happdrætti Há- skóla Islands 500 þús. kr. 26902 50 þús. kr. 38354 10 þús. kr. 12148 35500 5 þús. kr. 36156 37650 Aukavinningar 5 þús. kr. 12179 26901 26903 33723 29 1117 1706 2623 3471 4118 4741 5185 6647 7533 8049 8591 9363 9695 10127 11698 12288 12889 13623 14273 14626 15270 15500 16116 17140 17456 18741 19571 20057 20743 21684 22759 23806 24230 25057 25868 26442 27177 27693 28704 29682 30053 30976 32190 32839 33289 34239 34573 35388 36540 37284 38130 38532 39365 39717 um árum. Er þess að vænta, að hún aukist enn verulega á næst- unni, m. a. er íbúar flytja í hið nýja Hálogalandshverfi. Suðurlandsbrautin gegnir tvi- þættu hlutverki. Annars vegar fer um hana megnið af allri um- ferð milli Reykjavíkur og ann- arra landshluta að Suðurnesjum fráskildum. Hins vegar fara um hana þungir umferðarstraumar bæjarbúa sjálfra milli miðbæjar- ins og hinna ýmsu íbúðarhverfa, sem undanfarið hafa risið fyrir austan eldri byggðar bæjarins, en þau hafa öll eitt aðal-vega- samband við miðbæinn um Suð- urlandsbraut. Um Suðurlandsbraut aka flest- ar tegundir ökutækja, jafnt þung ar og stórar langferðabifreiðir, almenningsvagnar, mjólkurbif- reiðir og venjulegar fólksbifreið- ir. Ökutæki þessi hafa mismun- andi ökruhraða og ráð fyrir því gert, í frumvarpi að nýjum um- ferðarlögum, að hámarkshraði þeirra geti orðið mismunandi. Mikil þörf er á því, að ein bifreið geti áhættulítið ekið fram úr annarri á Suðurlandsbraut. Að öðrum kosti myndast löng röð bifreiða fyrir aftan þá sem hægast ekur. Nú er Suðurlandsbraut svo mjó, að stórvarasamt er að aka fram úr annarri bifreið vegna umferðarinnar er kemur á móti. Þetta verður stöðugt tilfinn- anlegra eftir því sem umferð um götuna vex. Umferðarnefnd lítur því svo á, að ekki.verði lengur hjá því komizt að gera ráðstafanir til þess að leggja aðra braut, jafn breiða þeirri sem nú er meðfram henni a. m. k. á kaflanum frá Múlavegi að mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar, en þar ligg- ur Suðurlandsbraut á þeim stað, sem henni er ætlaður til fram- búðar. Vestan Múlavegar yrði að breikka núverandi akbraut eftir því sem kostur er og koma jafn- framt á sem fyrst fyrirhuguðu framtíðar vegasambandi milli Suðurlandsbrautar og Sætúns. Ljóst er að hér er um mjög kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða, en nefndin telur betta svo mikið nauðsynja- og öryggis- mál, að í það megi ekki horfa. Suðurlandsbraut er eign Reykja- víkurbæjar að Holtavegi en þjóð- vegur þar fyrir austan. Leggur nefndin til að þess verði óskað, að þingmenn Reykjavík- ur taki mál þetta upp á Alþingi, að því er snertir þann hluta Suð- urlandsbrautar, sem er í þjóð- vegatölu“. 229 853 977 1116 1166 1420 1522 1676 1944 1954 2014 2620 3045 3164 3286 3333 3585 3981 4066 4074 4389 4445 4558 4589 4774 4922 4961 5085 5215 5420 6428 6484 6712 6854 7115 7234 7549 7691 7960 8004 8217 8286 8337 8385 8917 8937 9020 9027 9509 9566 9595 9635 9702 9787 9810 10031 10747 11062 11435 11508 11797 11836 12179 12241 12340 12470 12479 12677 12894 13090 13268 13492 13744 14015 14100 14133 14274 14337 14431 14609 15017 15018 15164 15182 15368 15393 15403 15483 15519 15684 15949 15960 16822 16844 17035 17055 17151 17188 17373 17433 17819 18218 18441 18649 18773 18862 19072 19354 19822 19865 19999 20006 20145 20453 20566 20572 21134 21159 21367 21600 21896 22286 22428 22641 23331 23509 23518 23722 23819 23921 23979 24124 24447 24483 24642 24970 25247 25305 25317 25510 25954 26037 26260 26423 26457 26472 26594 26723 27321 27574 27645 27652 28453 28524 28572 28700 28792 28822 29295 29511 29809 29848 29867 30007 30266 30422 30626 30752 31015 31183 31684 32020 32310 32522 32690 32795 33019 33213 33247 33262 33429 33723 33727 34123 34270 34338 34482 34485 34912 34922 35043 35174 35458 35690 35917 36198 36552 36650 36802 37248 37614 37872 37874 37974 38180 38424 38465 38522 38746 38834 39071 39194 39384 39540 39593 39643 40162 40280 40361 40376 40696 40879 41122 41284 41622 41677 42225 42639 42733 42746 43001 43413 43475 43594 43877 44572 44736 44922 44961 44979 Bellmanssöngvarnir BELLMANSLÖGIN hafa verið I með vinsælustu karlakórslögum á Norðurlöndum, enda eru öll lögin í Fredmanspistlum og Fred manssöngvum, alls 180 lög, í snilldarraddsetningum fyrir karla kór. „Gamli Nói“ er vafalaust kunnastur af öllum Bellmans- söngvum. Hann er með vinsæl- ustu alþýðulögum á Norðurlönd- um. Þegar kvæðið birtist í Lundi 1767 varð mikill hvellur. Kirkju- yfirvöldin sendu þá umburðar- bréf til allra presta í stiftinu. í því stóð m. a., að þetta kvæði um Nóa hljóti að hryggja alla réttþenkjandi menn, því að í því sé hinum heilaga guðsmanni lýst sem drykkjumanni, sem sofi úr sér vímuna dag eftir dag. Síðan eru prestarnir beðnir að skora á sóknarbörnin að kaupa ekki þetta óguðlega kvæði, sem eng- um sé til uppbyggingar, en mörg- um til tjóns. Það þarf ekki að geta þess, að þetta bar lítinn eða engan árang- ur. Brátt var „Gamli Nói“ sung- inn um alla Svíþjóð og öll Norð- urlönd og hefur verið það síð- an. „Gamli Nói“ er einn af mörg- um Bellmanssöngvum um persón ur úr Gamla Testamentinu. í þeim öllum gætir sömu góðlát- legu glettninnar. Einn sö.igurinn er um Lot og konu hans, annar (Birt án ábyrgðar). um Abraham, þriðji um konu Pótifars og Jósef, og svo má nefna „Joachim uti Babylon". Frómar sálir töldu móralinn í þeim hæpinn, en brátt þögnuðu þessar raddir, og eru þessir biblíusöngvar, ef svo mætti nefna þá, sungnir jafnt af lærðum og leikum um öll Norðurlönd. Þeir eru allir í Fredmanssöngvum. Lögin og ljóðin hjá Bellman eru svo samvaxin, að ætla mætti, að hvort tveggja hafi orðið til í huga skáldsins á sömu stundu. En það er misskilningur. Flest lögin tók hann að láni, sum úr óperettum, önnur eru frönsk vísnalög og enn önnur úr kirkju- tónlist. „Tæmdu þitt glas“ er t. d. talið vera eftir franska kirkjutónskáldið Goudimel. Lag- ið „Heiðruðu bræður, hjartkæru systur“ er að finna í inngang- inum að drykkjukórnum í Alex- anderfest eftir Hándel og „Joa- chim úti Babylon" er samið upp úr þýzku þjóðlagi. Ljóð og lög Bellmans eru flétt- uð inn í leikritið „Ulla Win- blad“, sem nú er sýnt í Þjóðleik- húsinu. Fjársöfnun Sjálfstæbisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN og konur! Söfnunin í kosningasjóð flokksins er hafin! Leiðin liggur í Sjálfstæðishúsið við AusturvöII, þar sem fram- lögum er veitt viðtaka. Sérhvert framlag — smátt og stórt — í kosningasjóðinn er vel þegið. Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 9—7 og á sunnu dögum klukkan 2—6. Sími 17100. „25 króna veltan" SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðishúsinu er opin hvern virkan dag kL 9—7. Símar: 16845 og 17104. Hver einasti Sjálfstæðismaður lætur það að sjálfsögðu verða sitt fyrsta verk að taka áskorununni og styrkja með því Sjálf- stæðisflokkinn. Þátttakan í veltunni er þegar orðin mikil. Ef allir þeir, sem skorað hefur verið á, taka áskoruninni, verður árangurinn stór- glæsilegur. Samtaka nú!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.