Morgunblaðið - 17.01.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1958, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. jan. 1958 MORGVN BLAÐIÐ 17 ágúst Steingiímsson, bygg- ingnfræðingui — Minningororð ÞEGAR hið nýbyrjaða ár hófst, var höggvið skarð í hina ungu fylkingu þeirra, er gert hafa byggingarlistina að ævistarfi sínu, við fráfall Ágústs Stein- grímssonar byggingafræðings, en honum hafði hlotnast að vera þar framarlega í hópi sakir hæfi- leika og mannkosta. Saga íslenzkrar byggingarlist- ar er ekki eldri en svo, að hún er að mestu skráð á ævidögum þess ágæta fulltrúa hennar, sem nú er til moldar borinn á miðj- um starfsaldri, harmdauði öllum, er af honum höfðu kynni, störf- uðu með honum og höfðu ástæðu til þess að vænta enn mikils af lífi hans og starfi. 111 sjúkdóms- örlög urðu honum að aldurtila á bezta skeiði lífsihs, en þó mun óbrotgjarnt framlag hans til byggingarmála þjóðarinnar, og minningin um óvenju góðan og traustan dreng, skapa honum verðugan sess meðal beztu manna sirtnar stéttar. Ágúst Steingrímsson lézt hinn 10. janúar s. .1., á 47. aldursári. Hann er fæddur í Hafnarfirði hinn 23. ágúst 1911, sonur hjón- anna Jónu Kristjánsdóttur og Steingríms Jónssonar sjómanns, en ólst upp á heimili stjúpföður síns, Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra í Hafnarfirði. Stundaði Ágúst nám í Flens- borgarskóla, og að því loknu tók hann próf í múrsmíði. Árlð 1931 hélt hann svo til náms í bygg- ingarfræðum til Svíþjóðar, en þar lauk hann fullnaðarprófi frá Tækniskóla Stokkhólmsborgar árið 1936. Að loknu námi réðist hann til starfa hjá Teiknistofu landbún- aðarins, eða frá byrjun árs 1937 fram til 1943, er hann gjörðist starfsmaður á teiknistofu Skipu- lagsnefndar ríkisins. Þar starfaði hann næstu 10 árin, fram til ársins 1953, en setti þá á fót eig- in teiknistofu, til þess að geta betur sinnt miklum verkefnum, sem honum höfðu verið falin, og eigi gátu samrýmst öðru föstu starfi. Árið 1955 réðist Ágúst aftur í opinbera þjónustu, og þá sem fulltrúi hjá Húsameistara ríkis- ins, þar sem hann starfaði til æviloka. Það kom brátt í Ijós á náms- ferli Ágústs Steingrímssonar, að hann var búinn þeim kostum, er gerðu hann vel hæfan í það ævistarf, sem hann hafði valið sér. Góðar gáfur voru veganesti hans, listrænn smekkur, örugg fagþekking og óvenju traust skapgerð. Allt þetta kom greini- lega fram í störfum hans og lífi. Á fyrstu árum Teiknistofu landbúnaðarins, sem hafði miklu og vandasömu hlutverki að gegna fyrir byggingar í sveitum lands- ins, fékk Ágúst góða þjálfun fyrstu sex árin eftir heimkomu frá námi, og verkefni, sem áttu mjög vel við hann. Þau árin var að hefjast mikið endurbygging- artímabil í húsakosti dreifbýlis- ins, og hlotnaðist honum að verða virkur þátttakandi í því starfi, og marka þar spor. Þegar hann svo réðist til skipulagsins, kynntist hann byggingarlegum þörfum þeirra, sem í þéttbýli búa, í störfum að skipulagi fjöl- margra staða. Vann hann þar bæði að mælingum og gerð skipu lagsuppdrátta, og markaði einnig á þeim vettvangi spor, er sýndu hæfileika hans, samvizkusemi og dugnað. Jafnframt aðalstarfi við skipu- lagið, tók Ágúst að sér í félagi við tvo starfsbræður sína, m. a. byggingu tveggja hinna stærri samkomuhúsa hér í Reykjavík. Á þessum árum, og síðar, teikn- aði hann mörg íbúðarhús og sam- byggingar hér og í Hafnarfirði auk hins myndarlega félags- heimilis að Flúðum í Árnes- sýslu. En stærstu verkefni Ágústs Steingrímssonar hin síðustu ár, og þau, sem öðru fremur verða tengd nafni hans, eru Dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Heilsuhælið í Hveragerði. Verkefni þau, er hann starfaði að með húsameistara ríkisins þrjú síðustu árin, voru einnig margvísleg og þýðingarmikil. Iiin helztu þeirra, þar sem hans mun við getið, eru byggingar í ! Skálholti, bygging að Rafnseyri | (skóli og prestssetur), skóli í Höfðakaupstað, hæli í Breiðdals- vík og íþróttahús í Keflavík. Ágúst Steingrímsson hefir þannig skilað góðu og miklu I dagsverki, sem halda mun í j heiðri nafni hans ókomin ár. En: stórt skarð er fyrir skyldi við fráfall hans á miðri starfsævi, svo miklum kostum var hann búinn, og svo mikils mátti enn af honum vænta, hefðu honum auðnast lengri lífdagar. Ágúst Steingrímsson hefir kona hans, sem lézt eftir stutta sambúð, var Guðbjörg Benónýs- dóttir. Áttu þau einn son barna, Guðmund, sem nú er 12 ára að aldri. Seinni kona hans er Friðrikka Benónýsdóttir, en syn- ir þeirra eru þrír, Kristján, Jón og Stefán. Það var lán Ágústs, í erfiðri sjúkdómslegu, að hafa sér við hlið þegar mest á reyndi, jafn æðrulausan og sterkan nánasta ástvin, og kona hans er, en mikill harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldu og vinum, við fráfall hins góða heimilisföður og mikilhæfa manns. Minningin um hann má þó vera nokkur harmabót, því þar ber ekki skugga á, — og tíminn er sáranna naildi læknir, þótt skarð það, sem hér hefir verið höggvið, verði eigi aftur fyllt. Sá, er öllu ræður, líkni þeim, Varahlufir 2 Buick mólorar með gír- kössum. 4 liurðir í Plymouth 1942. 1 afturbretti á Plymouth. — Selst á mjög lágu verði. Bílvirkinn Síðumúla 19. Sími 18580. Stúlka óskast tii afgreiðslustarfa. Uppl. í dag kl. 3—4. Kkki í síma. — Stórholtsbúð STOKHOLTI16 Mailaffnaefni Rafmagnsrör %“, iy2“ og 2“ Ídráttarvír l,5q, 2,5q, 4q, 6q Plastkapall 2x1,5q, 2x2,5q, 3x1,5q, 3x4q, 4x4q, 4x6q, 4xl0q Gúmmíkapall 2x0,75q, 2xlq, 2x1,5q, 3x1,5q, 3x2,5q, 3x4q Rofao* og tenglar alls konar Varhús N.D.Z. Kl, K2, K3, K4, K5 Fittings %“ hólkar og té Loft- vegg- og rofadósir Loftlok og krókar Bjölluvír og bjölluhnappar Útidyralampar með húsnúmeri Perur 6 volt, 12 volt, 32 volt, 110 volt og 220 volt. Rafmagnsmótctrar 1 fasa 0.40 ha og 0.61 ha 3 fasa 1.5 ha og 2 ha og ótal margt fleira. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23 sem hér eiga um sárast að binda, og veiti þeim styrk harmi gegn. Við, vinir og starfsfélagar Ágústs Steingrímssonar, kveðj- um góðan dreng og minnumst hans með virðingu og þakklæti. Við minnumst heiðarleika hans og samvizkusemi í starfi, hins trausta handtaks og óbrigðulu vináttu. Slíkra manna er gott að minnast, og megi íslenzk þjóð eignast sem flesta slíka ágætis- menn, sem hann var. Hörður Bjarnason. AUSTIN A 70 model 1954 A 70 model 1952 til sýnis og sölu. Báðir bílarnir eru í mjög góðu lagi. Bílamarkaðurinn Brautarholti 22 — Sími 22255 FERGUSON FE — 3 5 Þeir eru fleiri og fleiri, sem fá sér Ferguson Síðastliðið ár komu 197 stk. og samtals eru til hér á landi 1802 Ferguson-dráttarvélar. — Með Ferguson er fáanlegur fjöldi hjálpartækja. Þau helztu eru: Sláttuvélar Ámoksturstæki Múgavélar Áburðardreyfarar Diskaherfi Flutningsskúffur Rótherfi Steypihrærivélar Tætarar Plógar Mörg búnaðarsambönd hafa pantað Ferguson- dráttar- vélar með tætara til umferöarvinnu. BÆIMDUR Þið, sem ætlið að fá dráttarvél eða verkfæri í vor, send- ið pantanir strax til næsta kaupfélags eða okkar. — Ef nauðsynleg leyfi fást, útvegum við allar ofangreindar vélar og auk þess fjölda annarra búvéla. FERGUSON léttir bústörfin allt árið Sendið fyrirspurnir, sendið pantanir Varahlutaafgreiðsla Hringbraut 56 Skrifstofa Sambandshúsinu, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.