Morgunblaðið - 22.01.1958, Side 6
6
MOPCrrNnr 4 ÐJÐ
Miðvikudagur 22. jan. 1958
Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni
Þegar Rússar horfðu aðgerðar-
lausir á 120 þús. Pólverja falla
miklum erfiðleikum, að rússneski
björninn kikni í hnjáliðunum og
deilumálin milli Vesturs og
Austurs leysist án stríðs.
En margt getur á daga okkar
drifið, áður en svo langt er kom-
ið. Ég vona að vestrænar þjóðir
ir skilji, að Rússar óttast aðeins
eitt, nefnilega máttinn. Eingöngu
með auknum styrkleika og sam-
heldni geta vestrænar þjóðir varð
veitt friðinn og beðið þess, að
rússneska kúgunarkerfið molni
innan fi á.
Kaupmh. í janúar 1958.
RÚSSAR frömdu eitt mesta níð-
ingsverkið í veraldarsögunni,
þegar þeir sviku pólska frelsis-
herinn í Varsjá sumarið 1944 og
horfðu aðgerðarlausir á, að hann
var brytjaður niður.
Bor Komorowsky hershöfðingi,
sem stjórnaði pólska frelsislið-
inu, sagði þetta, þegar blaða-
menn hittu hann að máli í Kaup-
mannahöfn. Hann er þar nú
nokkra daga og heldur fyrir-
lestur um uppreisnina í Varsjá
sumarið 1944.
Komorowsky er 63 ára að aldri,
ungur í anda, en eldri að útliti.
Hann hefur verið í útlegð síð-
astliðin 13 ár og á nú heima í
Lundúnum.
— Uppreisnin í Varsjá í ágúst
1944 var vel undirbúin, segir hers
höfðinginn. Pólska mótspyrnu-
hreyfingin hafði komið sér upp
álitlegum her. í honum voru
43.000 sjálfboðaliðar, allir vel
æfðir. Rússneski herinn undir
stjórn Rokossovskys marskálks
nálgaðist Varsjá. Við biðum með
eftirvæntingu eftir skipun um að
gera uppreisn gegn þýzka her-
námsliðinu. Þegar rússneski her-
inn var aðeins fáeina km. frá
“borginni, kom skipunin. Hún kom
í útvarpi frá Moskvu og var á
þessa leið: Varsjárborgarar.
Grípið til vopna á móti nazistum.
Rauði herinn veitir ykkur hjálp.
Við gripum strax til vopna, en
þýzki herinn var langtum betur
vopnum búinn og fékk þar að
auki fljótlega liðsauka. Við átt-
um ekki nema létt vopn, sem við
höfðum smiðað sjálfir eða Bretar
og Bandaríkjamenn varpað nið-
ur til okkar með fallhlífum. Við
gátum ekki af eigin rammleik
unnið bug á þýzka hernum.
Mikil urðu vonbrigðin, þegar
það kom í ljós, að rússneski her-
inn veitti okkur enga hjálp, prátt
fyrir gefin loforð. Við gátum
greinilega séð hermenn Rokos-
sovsky hinum megin Vistulafljóts
ins, en þeir hreyfðu hvorki hönd
né fót okkur til hjálpar. Roose-
velt og Churchill báðu Rússa að
koma til liðs við okkur. Samt
sem áður gerðu þeir það ekki.
Bandaríkjamenn buðust til að
senda 100 sprengjuflugvélar okk-
ur til áðstoðar, ef þær maéttu
lenda bak við rússnesku herstöðv
arnar til að fá þar benzín til
heimferðarinnar, en Rússar synj
uðu þeim um lendingarleyfi.
Eftir 58 daga blóðuga bardaga
í Varsjá höfðu 100.000 borgarar
látið lifið og helmingur frelsis-
hersins var fallinn eða tekinn
höndum. Við vorum orðnir skot-
færalausir, matarlausir og vatns
lausir. í>egar svona stóð á, bað
ég Rokossovsky í síðasta sinn um
hjálp. En rússnesku fallbyssurn-
Efstu menn
D-listans á
Siglufirði
Hiff sögulega andartak, 2. október 1944, er Bor ók frá bækistöð
Þjóðverja í Warsjá, þar sem hann hafði undirritað samning um
uppgjöf eftir 63. daga vonlausa baráttu.
ar voru áfram þöglar. I 5 daga
beið ég árangurslaust eftir svari.
Svo gafst ég upp.
— Hvers vegna vildu Rússar
ekki hjálpa ykkur eins og þeir
höfðu lofað?
— Stalin bannaði það, af því
að við vorum ekki kommúnistar.
Hánn vildi losna við okkur, til
þess að við yrðum ekki yfirráða-
stefnu hans í Póllandi til fyrir-
stöðu.
— Hvert fóruð þér, eftir að þér
höfðuð gefizt upp?
— Ég var sendur til Þýzka-
lands og sat þar í fangelsi þangað
til Bandarikjamenn komu og létu
mig lausan. Seinna var mér sagt,
að Hitler hefði mælt svo fyrir,
að ég yrði skotinn, en þýzkur
hershöfðingi hefði-frestað aftök-
unni.
— Þér farið líklega ekki til
Póllands fyrst um sinn?
— Nei, mér þykir að vísu gam-
an að ferðast, en mig hefur aldrei
langað til að verða sendur til
Síberíu.
— Hvaða þýðingu hafa gervi-
hnettirnir rússnesku, séð frá
pólitísku og hernaðarlegu sjón-
armiði?
— Þeir hafa vakið Bandaríkja-
menn.
— Má búast við nýrri bylting-
artilraun í Póilandi?
— Varla að svo stöddu. Yfir-
gnæfandi meirihluti pólsku þjóð-
arinnar er að vísu andvígur
kommúnistum. Sérstaklega má
segja þetta um æskulýðinn. En
þó er ekki um neina skipulagða
mótspyrnuhreyfingu að ræða í
landinu. Rússar hafa þarna njósn
ara og fimmtuherdeildarmenn á
hverju strái. Ef reynt yrði að
skipuleggja mótspyrnuhreyfingu,
þá mundi erindrekar Rússa fljót
lega finna leiðtogana og hand-
taka þá.
Af sömu ástæðu er ekki hægt
að stofna leynilegan frelsisher í
Póllandi. En pólski herinn,
400,000 manns, er yfirleitt and-
vígur kommúnistum. Það væri
þó fífldirfska, ef hann reyndi að
gera uppreisn. Rússar eiga öfluga
heri í nágrannalöndunum og eru
reiðubúnir til að senda þá til Pól-
lands til að bæla uppreisnartil-
raun niður.
Þetta er sagt um nánustu fram
tíð. En ég vona að svo fari að
lokum, að pólska þjóðin rísi upp
á móti kúgurunum og öðlist
frelsi að nýju.
Ég trúi ekki á friðsamleg sam-
skipti milli Austurs og Vesturs.
Þegar Rússar tala um frið o
samvinnu, þá gera þeir það í von
um að vinna þannig tíma til að
efla aðstöðu sína og um leið
kommúnismans. Ég er heldur
ekki á þeirri skoðun, að þriðja
heimsstríðið með öllum þeim
skelfingum, sem kjarnorkustríð
hefur í för með sér, sé eina leiðin
út úr vandræðunum. Ég býst við,
að þannig fari með tímanum, að
frelsisþráin og frelsishreyfingar í
rússnesku leppríkjunum og jafn-
vel í Rússlandi sjálfu muni valda
hinum austrænu valdhöfum svo
2. Stefán Friðbjarnarson,
skrifstofumaður.
4. Þórhalla Hjálmarsdóttir,
húsmóðir.
1. Baldur Eiríksson,
forseti bæjarstjórnar.
3. Ófeigur Eiríksson,
lögfræðingur.
Arthúr Sumarliðason,
verkamaður.
sferifar úp 1
daglega fífinu j
É‘
Bor hershöfðingi í Kaupmannaltoxn.
Um tónlist í kirkjum
Kæri Velvakandi.
g hlustaði mér til mikillar
ánægju á erindi Guðmund-
ar Jónssonar söngvara um dag-
inn og veginn í fyrri viku.
Eitt af því, sem hann talaði um,
var það, að meiri fjölbreytni
þyrfti að vera í kirkjusöng okk-
ar.
Mig langar til að segja frá því,
að í éinum af yngri söfnuðum
borgarinnar hefur þetta einmitt
verið gjört. í Langholtssöfnuði
var það föst venja einn veturinn
að fá einsöngvara eða einleikara
með fiðlu fyrsta sunnudag hvers
mánaðar. Ég man, að ég hlustaði
þar á Kristin Hallsson, Sigurð
Ólafsson, Sigfús Halldórsson,
Ingvar Jónasson, Þuríði Pálsdótt
ur og Kristínu Einarsdóttur. Lisc
þessa fólks setti hátíðlegan blæ
á guðsþjónustuna, og var fólk
yfirleitt ánægt með þessa ný-
breytni.
Einnig gjörði söngstjórinn mik-
ið að því að kynna lítt þekkt
sálmalög eftir íslenzka höfunda.
En stundum mátti heyra nöldrað
um, hvers vegna maður fengi
ekki að heyra gömlu, góðu lögin.
En mikill fjöldi fólks fagnaði
þessu.
Þess skal getið, sem gjört er.
Með beztu kveðju.
Kona í Langholtssöfnuði“.
Skóhlífamar hurfu
UNG húsmóðir hér í bæ hitti
Velvakanda á förnum vegi
fyrir nokkrum dögum. Hún bað
hann að láta þess getið, að hún
væri nú búin að kaupa þrennar
skóhlífar handa manninum sín-
um á nokkrum vikum. Ekta-
makinn er í háskólanum og skil-
ur skóhlífar sinar þar eftir í for-
dyrinu, er hann kemur í bygging
una — eins og lög gera ráð fyrir.
En ekki er nú virðing fyrir ann-
arra manna eignum meiri en svo
meðal einhverra þeirra, sem um
fordyrið ganga, að þeir gera sér
lítið fyrir og slá eign sinni á
skóhlífar, sem þar eru. Heldur er
þetta nú leitt fyrir háborg ís-
lenzkra mennta.
Kosningalögin nýju
VELVAKANDI hefur orðið
þess var, að fólk hefur ekki
gert sér fulla grein fyrir því
ákvæði kosningalaganna, sem
sett voru á Alþingi fyrir jólin, er
fjallar um upplýsingar um þá,
sem kosið hafa.
Það er fullkomlega heimilt að
spyrja fólk, hvort það eða aðrir
hafi kosið, og því er heimilt að
svara spurningunni. (Þó það nú
væri!) Hið eina, sem er óheimilt
í þessu sambandi snertir það fólk,
sem listarnir senda inn í herberg
in, sem kosið er í, til að fylgjast
með kosningunni. Það fólk má
ekki segja hverjir hafa kosið.
I upphaflega lagafrumvarpinu
var gert ráð fyrir, að það varðaði
sektum, að gefa nokkrar upp-
lýsingar í þessu sambandi, en sú
fjarstæða komst ekki gegnum
1 þingið.