Morgunblaðið - 22.01.1958, Qupperneq 9
Miðvik'udagur 22. jan. 1958
MORCVNBLAÐIÐ
9
Þarfasti þjóriaiinn
Sjónarspil, sem gæti gerst í þessari viku
JÓN sterki: Ég hef boðað til
þessa fundar með efstu mönn-
um vinstri listanna, til að und-
irbúa valdatökuna eftir bæj-
arstjórnarkosningar, því nú
hljótum viff aff vinna grenið.
Til að flýta fyrir vinnu-
brögðum vil ég strax setja
fram kröfur minna manna og
eru þessar helztar:
Þórður Björnsson verði borg
arstjóri.
SÍS fái aðstöðu til að setja
upp 100 búðir á þessu ári og
velji sjálft staði fyrir þær.
Freðmjólkur-sjoppur Denna
dæmalausa njóti sömu forrétt-
inda og SÍS-búðir væru.
Formaður sölunefndar setu
liðseigna fái til umráða hús
bæjarins við Skúlatún, enda
skiptist ágóðinn af skransölu
hersins milli stjórnarflokk-
anna í réttu hlutfalli við þing-
mannatölu þeirra.
Höfnin verði stækkuð svo
að Hamrafell geti lagzt að
bryggju.
Klambratún verði skipulagt
sem mógrafir, enda stjórni
Valborg þar framkvæmdum.
Kolakraninn verði rifinn,
svo að ekki berist þaðan ryk í
Arnarhvol og SÍS.
Sigurður Jónasson fái full
umráð yfir höll sinni í Þing-
holtunum.
Þá mun SÍS gefa bænum ís-
hús sitt við tjörnina sem fram
tíðarráðhús fyrir bæinn, enda
verði þar aðstaða til að spila
okkar vinsælu vist.
Við gerum engar kröfur fyr
ir Sigurjón, sem fór úr banka-
ráðinu né Björn sem var i kart
öflunum. Hins vegar væri
æskilegt, að þeir sem búa ná-
lægt tjörninni fengju sérleyfi
til að skjóta þar fugla við og
við, ef þá langar.
En síðasta og fyrsta krafa
okkar er:
Þórður Björnsson verði borg
arstjóri. Eins og sjá má af
þessum kröfum viljum við allt
til vinna, að samvinnan megi
verða traust og þægileg.
Krati: Ég hefi í rauninni engar
kröfur að gera. Minn flokkúr
er búinn að koma fram öllum
sínum málum, nema hvað fá-
einir flokksmenn gætu enn
bætt á sig nokkrum beinum,
sem ekki þarf að eyða miklum
tíma í, en um þá hlið málanna
mun 2. maður listans sjá í
framtíðinni. Ég geri ekki ráð
fyrir að mæta oft í bæjar-
stjórn frekar en áður og alls
ekki til aff taka þátt í aff
stjórna bænum með kommún-
istum.
Þjóffvörn: Ég er að fara úr landi
til langdvalar og ef Þjóðvörn
kemur að manni, sem ég held
að ekki verði, þá mæta þeir til
skiptis fulltrúi Menningar-
sjóðs og Draupnisútgáfunnar.
Við erum til þess eins í heim-
inn komnir, að reka herinn úr
landi og förum ekki aff stjórna
bænum meff þremur liernáms
flokkum.
Kommi: Þið Þjóðvarnarmenn og
hægri kratar eruð íhaldsbull-
ur og Ákavíti og þið skuluð
verða malaðir svo á sunnudag-
inn, að enginn þurfi framar á
ykkur að halda.
Jón sterki: Ekki styggja litlu
skinnin. Ég skal tala við þá á
eftir.
Kommi: Ég kem þá að málefna-
grundvellinum. Mér finnst
kröfur frummælanda hóflegar
og réttmætar, en við munum
fyrir hönd Kron, Mír, Kím og
nokkurra annarra austrænna
fyrirtækja krefjast tilsvar-
andi aðstöðu og SÍS og vanda
menn frummælanda fá. Auk
þess krefjumst við þess, að
borgarstjórar verði tveir og til
nefnum af okkar hálfu Þor-
vald, sem bar út ekkjuna.
Þá gerum við ráð fyrir, að
þegjandi samkomulag sé um,
að við styðjum gengisfellingu
og kaupbindingu og að herinn
verði hér áfram. Síðar má svo
ræða um eldflaugastöðvar og
kjarnavopn, ef þörf krefur, til
að halda okkar sameiginlegu
ríkisstjórn við völd og verka-
lýðnum í skefjum.
Jón sterki: Ég vil sérstaklega
þakka síðasta ræðumanni frá-
bærar undirtektir. Þar kom
fram hinn sanni samstarfsandi
og er gott að eiga slíka menn
að. Við kratana sé ég ekki á
stæðu til að tala. Þeir eru
fangar mínir og má festa þá
upp hvaða dag sern er. Þess
vegna tel ég það ákveðið mál,
að við vinnum allir saman eft-
ir kosningar og framkvæmum
öll þau stóru mál, sem ég hef
sett fram hér í dag. Þetta
leggst allt vel í mig.
Framsókn: En verður þetta bara
nóg lið, sem við fáum.
Jón sterki: Ja, hvað fóum við
marga kosna?
Krati: Við ættum að vera vissir
með einn.
Framsókn: Og við vonumst til að
halda okkar eina.
Þjóffvörn: Okkar von um einn er
bæði völt og myrk.
Kommi: Síðan systir Áka fór höf
um við haft tvo, en vegna sigr
anna í Ungverjalandi og setu
í ríkisstjórn vonumst við nú
til að merja þrjá.
Jón sterki: Hvað segiff þið? Einn
og einn, enginn og þrír. Það
eru bara fimm. Á þá íhaldið að
fá tíu?
Allir hinir: Vonandi verður það
nú ekki svo slæmt.
Rödd úr hópnum: Verður þetta
bara hægt, Matthías?
Jón sterki: Ja, þá bara breytum
við lögum, eins og þegar við
samþykktum, að Eggert væri
þingmaður þó að hann félli.
Það er hægt að gera allt með
bráðabirgðalögum. Ekki er ég
hræddur um að þau fáist ekki
til að fara í bæjarstjórn mað-
urinn frá Djúpavogi, Valborg
og þarna rafmagnsmaðurinn
hjá krötunum. Látið mig um
það.
Kommi: Þetta er auðvitað ráðið,
enda hafði félagi Stalín það
svona þegar á þurfti að halda.
Þessi aðferð verður líka við-
kunnanlegri en sú sem mínir
menn nota stundum, að hrinda
mönnum út um glugga á 6.
hæð, ef þeir eru eitthvað borg
aralegir í sér.
Jón sterki: Ég ætlaði að skreppa
austur á heiði og vita hvort
ég næ í eina rjúpu. Ég skal
svo láta prófessorinn okkar
fara að undirbúa lagabreyting
arnar. Hann hefur æfingu frá
bandalaginu og Eggertsmál-
inu í fyrra. Þaff þýffir sjáan-
lega ekkert aff vera aff treysta
á úrslit þessara kosninga á
sunnudaginn. (fer).
Krati: Dramb er falli næst.
Framsókn: Mikill maður og sterk
ur, minn kall.
Þjóðvörn: Guð má vita hvar við
dönsum næstu jól.
Kommi: (hugsar upphátt). Víst
er hann okkar þarfasti þjónn
— í bili — þó að ýmsu verðum
við að kyngja fyrir hann. En
alltaf segir Billinn, að áður en
lýkur munum við verða að
stilla honum upp við vegg. Og
þá bætir félagi Jón því við, að
ekki mundi saka þó að opnan-
legur gluggi yrði á þeim vegg
eias og í Tékkóslóvakíu hér
um árið, þegar Masaryk datt
n'ður í portið.
Craig frá New York og Ormar frá Lundúnum
Forstjórar LoftleiBa-
deilda í New-York
og London bjartsýnir
í EINU allra víðlesnasta vikuriti
Bandaríkjanna TIME, birtist í
vetur grein um flugfélagið Loft-
leiðir og ítök þess i farþegaílugi
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Var grein þessi að sjálfsögðu
byggð á sérstökum upplýsing-
um, sem blaðið hafði aflað
sér um Loftleiðir. Greininni
fylgdi mynd af forstjóra Loft-
leða í New York, Mr Nicolas
Craig. Forstjórinn er nú staddur
hér á landi ásamt forstjóra Loft
leiðaskrifstofunnar í Lundúnum
Mr. Ronald Orme. Komu þeir fyr
ir nokkrum dögum frá New YorK,
en þar ræddum við um ýmiss kon
ar samræmingu á starfi okkar
sagði Mr. Orme.
Báðir hafa menn þessir stað-
góða þekkingu á svið flugrekstr-
ar, en í þeim efnum mun þó Mr.
Craig hafa miklu lengri starfs-
feril að baki en starfsbróðir hans
í Lundúnum.
Ég hefi tæplega önnur störf
unnið en þau sem eru beint í
sambandi við flugfélög, sagjði
hann. Hann átti að baki sér 11 ára
starfsferil hjá Pan Americanflug
félaginu er hann hætti þar fyrir
5 árum og tók við skrifstofu Loft
leiða í New York.
Mr. Craig er bartsýnn þegar
farþegaflutningar Loftleiða milli
Bandaríkjanna og Evrópu berast
í tal. — Jú sjáið þér til, sagði
Craig. Með okkur ferðast yfir-
leitt fólk af millistéttum Banda-
ríkjanna, fólk sem lætur sig
muna 100 dala verðmun á farmið
um okkar og stóru flugfélaganna.
Okkur hefur tekizt að „skapa
Loftleiðum nafn“ í Atlantshafs-
flugi. Sem dæmi um ört vax-
andi farþegaflutninga msð
flugvélum félagsins, get ég t.d.
sagt yður frá því, að nú um há-
veturinn, sem er að .sjálfsögðu
daufasti tíminn í fluginu á þess-
ari leið, hefur orðið mjög veru-
leg aukning frá því sem
var í fyrra, hvað þá heldur í
hitteðfyrra.
Þannig hafa Loftleiðir undan-
farin ár stöðugt verið að vinna á,
enda er æskilegt að opna í fleiri
stórborgum Bandaríkjanna eigin
skrifstofur, en slikar skrifstofur
eru nú aðeins í tveimjporgum auk
] New York.
Eðlilega barst talið einnig að
1 auglýsingastarfsemi. í Banda-
, ríkjunum verja flugfélögin gífur
; legum fjárfúlgum í auglýsinga
■ starfsemi. — Mr. Craig sagði að
algjört lágmark í þeim efnum fyr
ir Loftleiðir væri 100,000 dala
fjárveiting á ári í því skyni. En
okkur hefur einnig tekizt að
koma mjög oft fram í útvarpi og
sjónvarpi og höfum við þá ýmist
sagt frá félaginu, eða þá að út-
varpsþættirnir hafa verið tvíþætt
ir þar sem jafnframt hefur.verið
-sagt frá íslandi.
En böggull fylgir skammrifi,
þrátt fyrir allt. Fjöldi farþega
okkar hefir komið fram með ósk-
ir um að fá að hafa 2—5 daga
viðdvöl í Reykjavík, á leið smni
til Evrópu eða heim aftur. Við
höfum orðið að segja þessu góða
ólki, að á gistingu sé ekki að
treysta þar í borg.
Meðal annarra orða, sagði
Craig, hvenær ætlið þið að snúa
ykkur að því af fullri alvöru
að bæta hér aðstæður ferða-
langa og byggja gistihús?
Mr. Ronald Orme, sem veitt
hefur skrifstofu Loftleiða í Lon-
dc/ í forstöðu síðan hún var sett
á stofn, sagði að London myndi
e/ fram líða stundir vafalaust
verða aðalendastöð Loftleiða
Evróþu. Ekki ferðast Banda-
ríkjamenn meira til annarra
landa en Bretlands, að Frakk-
landi undanskildu, en þó
hefur verulega dregið úr ferða-
mannastrauminum þangað. —
Við munum nú leggja áherzlu á
aukna auglýsinga starfsemi
í London og höfum ýmislegt
á prjónunum í þeim efnum
og kynna almenningi þar
hversu hagstæðari eru fargjöld
með Loftleiðum en hinum
stóru flugfélögum. Ég tek
undir orð kollega míns um það,
að þrátt fyrir tilkomu flugvéla
sem flogið geta án viðkomu milli
Evrópuborga og Bandaríkjanna,
þá muni það ekki taka mikil vð-
skipti frá okkur, af þeirri einföldu
ástæðu, að ekki munu flugfélögin
geta sett niður fargjöldin a.m.k.
liggur ekkert fyrir um þa'ð,
sagði Orme.
Stjórn Sjómannoíél. Reykjavíkur
var sjálfkjörin — Frá aðaUnndi
AÐALFUNDUR Sjómannafélags
Reykjavíkur var haldinn s.l.
sunnudag 19. þ.m. Á fundinum
var lýst stjórnarkjöri en stjórnar
kosning fór ekki fram að þessu
sinni, eins og undanfarin ár, þar
sem ekki kom frarn nema einn
listi, borinn fram af trúnaðar-
mannaráði félagsins og voru því
allir sjálfkjörnir, sem á þeim lista
voru.
Stjórn félagsins fyrir yfir-
standandi ár, er þannig skipuð:
Formaður flutti langa og greinar
varaform., Hilrnar Jónsson, rit-
ari, Jón Sigurðsson, gjaldkeri,
Sigfús Bjarnason, varagjaldkeri,
Sigurður Backmann. Meðstjórn-
endur: Steingrímur Einarsson
og Ólafur Sgurðsson. Varastjórn:
Jón Júníusson, Karl E. Karlsson,
Þorsteinn Ragnarsson.
Form. flutti langa og greinar-
góða skýrslu um starfsemi fé-
lagsins á umliðnu ári.
Reikningar félagsins voru lesn-
ir upp og samþykktir:
Bókfærðar eignir félagsins
voru í árslok kr. 710.713.66 og
reyndist eignaaukning á árinu
vera kr. 91.996.18.
Um áramótin voru félagsmenn
1760.
Á fundinum voru ýmis mál
rædd m.a. samþykktar tillögur
þær er hér fara á eftir:
1. Aðalfundur Sjómannafélags
Reykjavíkur haldinn 19. jan.
1958 skorar á ríkisvaldið, að sjá
um, að í starf hjá skipaeftirliti
ríkisins verði settur maður úr
hópi óbreyttra sjómanna, er hafi
aðallega það verkefni með hönd-
um, að fara milli skipa og athuga
hvort um borð séu öll þau örygg-
istæki, sem þar eiga að vera og
í því lagi sem ætlazt er til og þá
einnig hvort þær björgunaræf-
ingar sem lögskipaðar eru, séu
framkvæmdar. Fundurinn telur
nauðsynlegt að á hverju skipi sé,
í það minnsta einn maður sem
góða þekkingu hefur á meðferð
og viðgerð gúmmíbáta og að
skipshöfninni allri séu kynnt hin
einföldustu atriði varðandi með-
ferð þeirra.
2. Aðalfundur Sjómannafélags
Reykjavíkur haldinn 19. jan. 1958
telur, að þótt mikið og vel hafi
verið að því unnið hin síðari ár,
að bæta kjör íslenzkra sjómanna,
vanti mikið á, að kjörin séu það
góð, að eftirsóknarvert geti talizt
að starfa á sjó og þá sérstakiega
á fiskiskipum.
Fundurinn vill benda á, að fyr-
ir þjóðarheildina er voði vís, ef
fiskveiðarnar sem er okkar aðai
undirstöðuatvinnuvegur, dragast
saman vegna manneklu, og skor-
ar því á alla þá aðila, er þessi
mál sérstaklega varða, að vinna
skelegglega að því, að gera kjör
fiskimanna það góð, að eftirsóki
arvert verði, launanna vegní
að stunda sjóinn.
3. Aðalfundur ájómannafélag
Reykjavíkur, haldinn 19. jai
1958, lýsir ánægju sinni yfir, a
skipuð hefur verið nefnd mann:
til að gera framdrög að lögur
um lífeyrissjóð togaramanna.
Hins vegar telur fundurinn, a
lífeyrissj óðurinn eigi, að ver
fyrir alla sjómenn og treystir þ\
að ekki verði langt að bíða a
svo verði.
Skorar fundurinn eindregið
nefndina að hraða störfum sei
mest og á Alþingi að taka máli
til afgreiðslu svo fljótt sem vi
verður komið, svo sjóðurinn tal
til starfa ekki síðar en á næst
komandi vori.
4. Aðalfundur Sjómannafélas
Reykj avíkur haldinn 19. jai
1958 skorar á stjórn Sjómanna
sambands íslands að vinna ötul
lega að því, að efla Sjómanna
sambandið sem mest og hafa þa
að markmiði, að sameina inna
þess vebanda alla þá íslenzka sj
menn sem í þvi geta vei ið, samk'
lögum þess og reglum. Jaffffrair
beinir fundurinn því eindregi
til stjórnar sambandsins, að beit
sér fyrir þvi, að endurskoðu
verði sem allra fyrst sjómanna
og siglingalög og lagfærð tj^sam
ræmis við breyttar aðstæður o
tækni, svo og að endurskoðu
verði önnur þau lög er sjómen
sérstaklega varða.
(Frá Sjómannafél. R.)