Morgunblaðið - 22.01.1958, Síða 12

Morgunblaðið - 22.01.1958, Síða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 22. jan. 1958 — Ræba borgar- stjóra Frh. af bls 1. Ræktun bæjarlandsins hefði einnig tekið stórkostlegum fram- förum. Reykjavíkurbær leigði nú út garðlönd, sem væru að flatar- máli samtals nær 50 ha. I ræktunarmálum Reykja- víkur skapast á næstunni ný og áður óþekkt skilyrði. — Sorpeyðingarstöðin nýja tek- ur til starfa eftir nokkrar vik- ur. Sú stofnun táknar tíma- mót í hreinlætis- og þrifnað- armálum bæjarins. Við losn- um við hina hvimleiðu sorp- hauga. En sorpeyðingarstöðin breytir ösku og úrgangi í líf- rænt efni, áburðarmold, sem er mjög vel fallin til þess að bera í garða. Með áburðar- mold frá stöðinni koma nýir möguleikar til að rækta upp móa og mela, holt og hæðir, um allt bæjarlandið. Ný höfn Borgarstjóri gerði hafnarfram- kvæmdir Reykjavíkur því næst að umtalsefni, en þær voru hafn- ar árið 1913. Ræddi hann hina stórfeldu stækkun hafnarinnar, sem nú er í undirbúningi. Væri gert ráð fyrir, að garður skuli gerður úr Örfirisey út í Engey og garðar frá Laugarnestanga og austurodda Engeyjar. Þar á fram tíðarhöfn Reykjavíkur að vera í beinu sambandi við gömlu höfn ina. Hafnarmannvirki í Reykjavík eru það mikil, sagði Gunnar Thor oddsen, að hlutfallslega er hér meira af bólvirkjum og bryggj- um en t. d. í öðrum höfuðborgum Norðurlanda. í Helsingforsborg koma t. d. 10 metrar af viðlegu- plássi á hverja 1000 íbúa, í Osló 15, í Stokkhólmi 16. í hinni miklu hafnarborg, Kaupmannahöfn, 3<2 metrar á hverja þúsund íbúa, en í Reykjavík 42 metrar. Þrónu raforkumálanna Þá ræddi borgarstjóri þróun raforkumála Reykjavíkurborgar. Kvað hann afl orkuvera borgar- innar komið upp í 56 þús. kw„ en eftir að virkjun Efra-Sogs væri lokið yrði aflið orðið 84 þús. kw. Um 90 þúsund manns nytu góðs af hinum miklu raforkuverum Reykjavíkur við Elliðaár og Sog- ið. Gunnar Thoroddsen ræddi því næst nokkuð um lántökur vegna virkjananna. Kvað hann ákvæði um að hraða virkun Efra-Sogs hafa verið sett inn í stjórnar- samninginn eftir kröfu 'Sjálfstæð ismanna, þegar Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn með Fram- sóknarmönnum sumarið 1953. Hann kvað stjórn Sogs-virkjun- arinnar hafa átt marga fundi með fyrrverandi ríkisstjórn út af virkj un Efra-Sogs. Hefði hann þá far- ið margsinnis fram á það að ríkisstjórnin tæki að sér láns- útvegun fyrir mannvirkið eða samþykkti að Sogs-stjórnin sjálf leitaði fyrir sér um lán og fengi þá ríkisábyrgð á því. í hvert skipti hefði svar Eysteins Jóns- sonar fjármálaráðherra verið á þá lund, að hvorugt mætti gera fyrr en tilteknar aðrar lánbeiðn- ir, er lágu fyrir Alþjóðabankan- um hefðu verið afgreiddar. Lánsmöguleikar vorið 1956 Borgarstjóra kvað sér hafa ver ið kunnugt um það vorið 1956 að tveir möguleikar væru fyrir hendi um lán til Sogsvirkjunar- innar, annar í Bandaríkjunum, hinn í Þýzkalandi. Eftir hina op- inberu heimsókn Ólafs Thors for sætisráðherra til Vestur-ÞýzKa- lands þetta vor stóð til boða þar stórlán til framkvæmda á íslandi, meðal annars til Sogsins. Hins vegar var hægt að fá lán í Banda ríkjunum með þeim hætti. að endurgjald fyrir rafmagnssölu til Keflavíkurflugvallar og varn- arliðsins yrði notað til að standa undir afborgunum og vöxtum af slíku láni. Um þessar mundir hefði það þrennt gerzt, sagði borgarstóri, að Framsóknarflokkurinn rauf stjórnarsamstarfið við Sjálfstæð- ismanna, að núverandi stjórnar- flokkar samþykktu ályktun á Al- þingi um brottflutning varnar- liðsins o'" þing var rofið og efnt til ^rra kosninga. Eftir atí núverandi ríkisstjórn tók við völdum, hefði svo lán ver ið tekið í Bandaríkjunum, eins og stóð til boða um vorið. Borgarstjóri lauk orðum sín- um um rafmagnsmálin með þeim ummálum, að nú þyrfti að fara að hugsa fyrir næstu stórvirkj- unum og yrði Þjórsá væntanlega fyrir valinu. Hagsýni og gætni í fjármálum Gunnar Thoroddsen ræddi því næst nokkuð um fjármál Reykja víkurbæjar. Það hefði ávallt ver- ið meginboðorð Sjálfstæðis- manna að sýna gætni og hagsýni í fjármálum bæjarins, stilla rekstrarútgjöldum í hóf, nota nýjustu tækni í skrifstofuhaldi í rauninni er ríkisstjórnin1 sjálf glundroðinn uppmálað- ur. Hún virðist koma sér sam- an um fátt, nema það helst að sitja — stritast við að sitja. Samkomulag er þar tæplega um góð mál að minnsta kosti, en helst um óþurftarmál, eins og húsnæðisfrumvarpíð nýja, En nú virðast þeir jafnvel telja sér það bezta bjargráðið út úr j þeim ógöngoim að segjast vera einnig ósammála um það“. Kemur ekki saman um neitt Gunnar Thoroddsen benti því næst á það, að í bæjarmálunum hefðu stjórnarflokkarnir reynt ! að koma á sameiginlegum lista í Reykjavík, en ekki tekizt. Þeir ætluðu sér að lögleiða kosninga- bandalag, svo að atkvæði þeirra færu ekki til spillis, þótt hver biði fram sinn lista. Það hefði ekki tekizt. Þeir hafa reynt að koma samningi sín á milli um málefni, það tókst ekki. Þeir og verklegum fx amkvæmdum, að , jjafa reynt að koma sér saman leggja ekki þyngri utsvarsbyrði [ um borgarstjóra, það hefur ekki a borgarana en bryn nauðsyn krefði og að miða framkvæmdir bæjarins við að efla atvinnulíf- ið, bæta hag bæjarfélagsins og þjóna sem bezt þörfum borgar- ana. Góð fjármálastjórn væri ekki fólgin í nízku og smásálar- skap heldur í hagsýni og skyn- samlegum vinnubrögðum. í fjár' stjórninni þyrfti að sameina gætni og frjálslyndi. Forðast umframgreiðslur Borgarstjóri kvað áherzlu hafa verið lagða á, að forðast sem mest umframgreiðslur fram yfir fjárhagsáætlun. Árangurinn af þessu hefði orðið sá, að rekstrar- gjöld bæjarins urðu 2 ár þessa kjörtímabils lVa—5% umfram áætlun. Hjá ríkinu væru umfram greiðslur umfram heimild fjár- laga miklu meiri. Ennfremur hefðu rekstrarútgjöld ríkisins hækkað allmiklu meira en út- gjöld Reykjavíkurbæjar. Lægri útsvör Þá nefndi borgarstjóri mörg dæmi sparnaðar hjá bænum og hjá fyrirtækjum hans. Hann kvað útsvarsálögur í Reykjavík vera miklu lægri en í öðrum kaupstöð um landsins og á síðasta ári hefði útsvarsstiginn í Reykjavík verið iækkaður frá því, sem hann hefði verið árið áður. Barnafjölskyld- um og einstæðum mæðrum hefði þá verið veittur hærri frádráttur en áður. Borgarstjóri kvað álögur rík isins á borgaranna nema marg faldri þeirri upphæð, sem bær inn tæki til sinna þarfa í út- svörum. En skattheimta ríkis- ins færi að mestu fram með tollum, söluskatti og öðrum ó- beinum sköttum. Ríkið tæki af hverjum borgara Reykja- víkur meira en þrefalda þá upphæð, sem sami maður borg ar í útsvar til bæjarins. Á móti hverjum 1000 krónum, sem reykvísk fjölskylda greiðir í útsvar, verður hún að borga 3—4000 krónur í tolla og skatta til ríkisins. Borgarstjóri ræddi því næst hvað tæki við, ef þau ólíkindi gerðust að Sjálfstæðismenn fengju ekki meirihluta í bæj- arstjóra Reykjavíkur. Reykvíkingar óttast glundroðann Komst þá að orði á þessa leið: „JVIargir Reykvíkingar hafa óttast og óttast enn þann glundroða, er málefni bargarinn- ar lentu í, ef 3 eða 4 sundurleit- ir flokkar ættu í sameiningu að stjórna þessum bæ. En nú segja stjórnarsinnar hróðugir og kampakátir: Nú þýð: ir ekkert fyrir ykkur, Sjálfstæðis merin, að hampa glundroðagríl- unni, því að við gátum myndað ríkisstjórn saman og sitjum þar í bandi friðarins og einingu and- ans. Já, rétt er það, þeir sitja þar enn, en sér er nú hver friðurinn og eining andans! tekizt. Um hvað verða þessir flokkar sammála eftir kosningar, fyrst svona báglega hefur tiltek- izt fyrir kosningar“, spurði Gunn ar Thoroddsen. Borgarstjóri ræddi því næst hin nýju kosningalög, sem stjórn arflokkarnir knúðu í gegnum Alþingi fyrir jól, og stefndu aðallega að því að gera kjósend- um, sérstaklega í Reykjavík, erfiðara að neyta atkvæðisréttar síns. Að áliti stjórnarflokkanna væri það ósæmilegt að fulltrúar frambjóðenda fylgist með því, hverjir kjósa. En við stjórnar- kjör í verkalýðsfélögum, þar sem þeir réðu, t. d. kommúnist- ar og Framsókn í Dagsbrún, þá væri talið sjálfsagt að fulltrúar þeirra merki jafnóðum hvern þann verkamann er kýs. Og stjórnarflokkarnir hefðu fellt til- lögu Jóns Pálmasonar um að í bæjar- og sveitastjórnarkosning- um mætti kjósa í 2 daga. En jafnvel í fámennu verkalýðs- félagi þætti þessum sömu flokk- um sjálfsagt, að stjórnarkosning megi standa í 2 daga. Róleg yfirvegun staðreynda Gunnar Thoroddsen lauk ræðVi sinni með þessum orð- um: „Við Sjálfstæðismenn höf- um lagt gögnin á borðið, hvert heimili í Reykjavík fær prentaða stefnuskrá okkar og greinargerð um unnin störf. Þegar þið hafið kynnt ykkur málin, kveðið þið upp ykkar dóm. Þar verður róleg íhugun staðreynda yfirsterkari æsmgi og moldviðri. Meðan heilbrigð dómgreind Reykvíkinga ræður, þá mun borginni okkar vel farnast". Miklir landskjálftar í Suður-Ameríku BUENOS AIRES, 20. jan. — Tólf manns misstu lífið og 45 særð- ust, þegar snarpur landskjálfti varð í Esmeraldahéraði í Ecua- dor. Fregnir sem bárust til Buen- os Aires í dag bera það með sér að tjón á mannvirkjum hafi orð- ið mjög mikið. Stjórn landsins hefur beitt sér fyrir björgunar- og hjálparstarfi, og eru nú fluttar matvörur og lyf til héraðsins loft- leiðis. Óstaðfestar fregnir frá Lima herma, að rúmlega 100 manns hafi látið iífið í jarðhræringum í Cucso-héraði í Perú. Einnig þar varð stórkostlegt tjón á eignum og mannvirkjum. Skyrstaukur úr pappa eins og notaður er vestur í Manitoba. Skyr og skyrsala MEÐ þverrandi fólkshaldi á heim ilum og auknum iðnaðarháttum verður ekki hjá því komizt að nýting matvæla, hirðing og notk un taki miklum breytingum. — Margt af því miðar til hins betra, en sumar eru breytingarnar þess háttar að eftirsjá er að því sem hverfur jafnvel þótt nýtt korm í staðinn. Sumt hverfur alveg án þess að neitt komi í staðinn. Sem dæmi um hið síðasttalda má nefna súrsaða sviöafætur. Nú vill enginn sitja við að svíða íætur — enginn hefir tíma til þess, en eftirsjá er að því góð- gæti. Hið sama er um lundabagg ana, reykta og súrsaða, reykta magála o.s.frv. Annars háttar er breyting sú sem orðin er á notkun sláturs — blóðmörs og lifrarpylsu. Nú geta húsmæður haft þann holla mat nýjan á borðinu allt árið, eftir að kælitæknin tók við af súrsun- inni. Eitt af því merkilegasta á þessu sviði er þó skyrgerðin. Svo vel tókst til, þó ekki gerðist það án fyrirhafnar og erfiðleika, að kunnáttumönnum í mjólkuriðn- aði, tókst að framleiða skyr í miklum mæli í mjólkurbúunum, er heimilin þraut, af eðlilegum ástæðum, að framleiða þá vöru. Þannig lánaðist að gera skyrgerð ina að iðnaði og afstýra því að hún legðist niður, sem vel hefði getað orðið, og þá auðvitað neyzla þessarar hollu fæðu um leið. Sem betur fer er skyrið því enn merkur þáttur í mataræði fjölda manna og um leið þýðing- armikið fyrir mjólkuriðnaðinn og mjólkurmarkaðinn í landinu. Skyrið er, svo sem kunnugt er, framleitt úr undanrennu sem ella væri verðlítil. Eitt er þó ógert, sem verða mætti til þess að auka skyr- neyzluna og létta húsmæðrum notkun þessarar merkilegu og hollu vöru. Það er að selja skyrið í heppilegum og snotrum umbúð- um. Sá háttur sem nú er á hafð- ur, við afgreiðslu skyrs í mjólk- urbúðunum, er engan veginn við- unandi og ekki í samræmi við nú- tíma hollustuhætti né verzlunar- hætti, þegar um viðkvæma mat- vöru er að ræða. Skyrið þarf að afgreiðast í hendur húsmæðra í lokuðum umbúðum og þannig frá gengið, að í búðunum sé hægt að hafa það í kæliborði og af- henda það beint úr því, og svo er heim kemur geti húsmóðirin lagt það inn í kæliskápinn óupp- tekið unz það er matreitt. Þetta er tiltölulega auðvelt að gera, og ekki skammlaust að Mjólkursamsalan og aðrir aðilar er hlut eiga að máli skuli ekki koma þessari umbót í fram- kvæmd. Rök fyrir orðum mínum eru einfaldlega auk annars, að tvö mjólkurbú í Kanada sem ég veit um, selja skyr á þann hátt sem hér er nefnt. Með línum þessum fylgir mynd af Skyrumbúðum, sem notaðar eru í mjólkurbúi á Ghnli í Manitoba. Þannig um- búið skyr fæst í búðum á Gimli, í Árborg, Winnipeg og ef til vill víðar. Ekkert skal um það sagt hvort slíkar umbúðir henta bezt hér á landi, má vera að einhver önnur gerð sé betri og ódýrari en aðalatriðið er að taka upp sölu á skyri í góðum, snotrum umbúð- um. Það ætti að vera sameigin- legt áhugamál neitenda og fram- leiðenda. Þetta er auðveldasta að- ferðin til þess að gera skyrið ennþá vinsælla heldur en það er og auka söluna, mjólkuriðnaðin- um og bændum til hags, og neyt- endum til þægðar og hollustu. Gerið nú átak, komið menn- ingarsniði á skyrsöluna, — og um leið: Hættið öllu sullinu við sölu á mjólk í lausu máli. í mjólkur- búðunum ætti ekki að sjást önn- ur mjólk en í flöskum, slíkt myndi stórspara rýrnun og ann- an tilkostnað. Akureyri, 11. jan. 1958. Á.ge.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.