Morgunblaðið - 22.01.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.01.1958, Qupperneq 13
Miðvikiirtncrur 2!?. ian. 1958 MORCVNRT. 4 ÐIÐ 13 tarf sýningarsíúlkna er erfitf en vei launað Hefur ferðazt víða Samtai v/ð Rúnu Brynjóifsdótíur FLESTAR ef ekki allar reyk- vískar konur kannast við unga stúlku er heitir Rúna Brynjólfsdóttir. Og hyað skyldi hún svo sem hafa unn- ið sér til frægðar þessi unga stúlka? Það er nú ekki annað en það að hún er falleg og svo hugrökk að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni fyrir tveim árum og varð önnur í keppninni um titilinn Ungfrú ísland. Rúna, sem dvalizt hefur erlend- is undanfarið er stödd hérna um þessar mundir og náði kvenna- síðan tali af henni sem snöggv- ast. krefst ekki leyfis. — Við hvað unnuð þér á stof- unni? — Við að láta greiða mér og síðan mynda hárgreiðsluna. Þá var m.a. litað á mér hárið, en hárgreiðslumenn vilja sífellt vera að lita hárið á sýningar- stúlkunum sínum og ég held að eiginlega allar fegurðardísirnar sem ég hefi hitt hafi verið með litað hár, sömuleiðis allflestar sýningarstúlkurnar. — Fer það ekki illa með hárið? — Að sjálfsögðu gerir það hárinu ekkert gott, þvi það þorn- ar. En við erum alltaf með ann- franskar konur illa til far.a. En ég miða ekki við þær sem eru í Dior-fötum og vita ekki aura sinna tal. Slíkar konur er hvergi að finna í heiminum nema í París. Poka-kjólar? — Hvernig er með pokatízk- una í Evrópu. Hefur hún „slegið í gegn“? — Ekki í Englandi. Alls ekki. Enska konan vill ekki sjá neina pokakjóla. Það er ekki hægt að taka dragtina frá henni. Enda er dragtin líka bæði hentug og falleg. En pokakjólar virðast hafa náð hylli bæði í Frakklandi og Þýzkalandi. — Hvenær fóruð þér utan Rúna? — Ég fór til Frakklands í júlí ■ sl. og var þar í 2 mánuði. Ég fékk vinnu hjá fyrirtæki er heitir Comitie Frances de’legance, sem hefur það á stefnuskrá sinni að sýna fegurðardrottningar frá öll um löndum heims og eru þær látnar koma fram sem fatasýn- ingarstúlkur. Við sýndum fatnað frá ýmsum tízkuverzlunum í París, m.a. frá Anny Blatt sem hefur eingöngu á boðstólnum prjónavörur (jersey). Blatt þessi er mjög þekkt og er talin hafa á boðstólnum einna beztu prjóna vörurnar. — Þá tókuð þér þátt í sam- keppninni um Miss Evróputitil- inn var það ekki? — Jú. Ég fékk að koma þar fram fyrir íslands hönd vegna þess að ég varð önnur í keppn- inni hér heima. Keppnin var í Baden-Baden i Þýzkalandi og var hún í stuttu máli sagt mjög skemmtileg. Allt hugsanlegt var gert til þess að okkur stúlkun- um liði sem bezt. Glæsibragur var á sjálfri sýningunni og oklc- ur leið alveg dásamlega, nema síðustu dagana, þá lentum við í hitabylgju og það var hræðilegt. — Hvert var svo haldið? — Við fórum saman 8 stúlkur, það voru fegurðardrottningar Danmerkur, Svíþjóðar, Finn- lands, Hollands, Englands, Frakk lands og Ástralíu. Við höfðum með okkur 8 manna hljómsveit og ferðuðumst við um Þjzkaland og sýndum fyrir stærstu tízku- verzlanirnar í hverri borg. Við höfðum 3—4 daga viðdvöl á hverjum stað. Síðan var haldið til Amsterdam og sýnt fyrir verzl- anir þar, einnig fyrir hárgreiðslu stofu og hollenzka flugfélagið Sabena. Sýndum við þar einnig í sjónvarpi. Sjónvarpsmenn frá BBC tóku sýninguna upp og var henni síðan sjónvarpað í Eng- landi. — Tókuð þér ekki þátt í Miss World-keppninni? — Jú, við héldum til Englands til þess að taka þátt í henni. Sú keppni fór eiginlega út um þúf- ur, því flestar stúlkurnar lágu í inflúenzunni. Flesta dagana voru ekki nema í mesta lagi 8 á fótum af þeim 23 sem þarna voru. At'f'nnuleyfi — En fenguð þér svo ekki at- vinnu í London? — Jú, í október lánaðist mér að fá atvinnuleyfi. En þangað til ég fékk það vann ég hjá hár- greiðslustofu, en sú atvinna Hér sjást frá vinstri fegurð'ardrottningar Danmerkur (nr. 2 í Miss World), Ástralíu, Finnlands (Miss World), Svíþjóðar, Hol- lands (Miss Evrópa), Frakklands, Rúna Brynjólfsdóttir, Eng- lands (nr. 3 í Miss XJniverse). Fegurðardrottning Banmerkur, Lillian Juul Madsen og Rúna Brynjólfsdóttir t. h.) sýna prjónakjóla. an fólinn á hárg-reiðslustofum og fáum alls kyns meðhöndlun, sem bætir hárinu það upp. — Hvernig vilja hinir háu hárgreiðsluherrar hafa hárið núna, stutt eða sítt? — Þeir vilja skilyrðislaust hafa það sutt. Þeir fást ekki til þess að láta það vaxa. Rúna leit kímileit á síða hárið sem hékk niður á herðar mér. Ég gat hins vegar ekki séð hver hennar hársídd var því það var allt keyrt inn undir litla rauða poka-húfu. En það sem framund- an henni stóð var hörgult. Þær ensku fallegar — Mér skiist að tízku- og feg- urðarsérfræðingar ytra leggi ekki .nikið upp úr því að fegurðar- dísirnar séu eðlilegar? — Nei. Þeir leggja ekkert upp úr því. Þeir vilja hafa liti á and- litum kvenfólksins. Það eru ein- staka suðrænar stúlkur sem hafa svo mikinn lit sjálfar að þær |þurfa litlu þar við að bæta. En sérfræðingarnir vilja aftur á móti ekki að stúlkurnar séu allt- of mikið málaðar. Ja, þær eiga að vera mikið málaðar en það verður að vera lítið áberandi. — Hvernig leizt yður á kven- fólkið ytra? — Ég verð að st. . ■ mér finnst ensku stúlkurn. ., eg sér stakar. Bæði fállegar, vai snyrt- ar og sérstaklega vel kiæddar. En mér finnst þær ensku vanta allan „sjarma“. Alla hlýju í and litið og viðmótið. Þær eru allt of reglubundnar. Aftur á móti varð ég fyrir miklum vonbrigð- um þegar ég sá franska kven- fólkið. Mér finnst þær bæði ófríð- ar, illa hirtar og druslulegar til fara. En þær hafa aftur á móti þennan „sjarma" sem þær ensku vantar. Auðvitað eru ekki allar — En skórnip? — Þeir eiga að vera ítalskir, — mjó tá og mjór hæll. Engin er „kona með konum" nema hún eigi ítalska skó. Og hanzkarnir eiga að vera franskir. — Og þá auðvitað úr skinni? — Vitanlega! (Nú virtist ung- frúin undrandi að mér skyldi geta dottið í hug að efast). — En-tízkulitirnir? — Vortízkan er nú ekki kom- in á markaðinn enn þá. En ör- lítið er farið að koma fram um litina. Blágræni liturinn er hæst móðins, hann er nú meira grænn en blár, þá er nýr litur, heitir tómat-litur, (stundum er gult og rautt ofið saman og það gefur mjög fallegan lit), kókó-litui’inn er einnig mikið áberandi og sömuleiðis ,,beige“, en nú er hann sandlitaðri en áður. Og hvitt er alltaf litur sumarsins. Það er annars gaman að sjá stúlk- urnar úti á sumrin, því þær eru allar í hvítum skóm. Erfitt starf en vel launað — En víkjum nú að starfi yðar, hvernig líkar yður við það? — Mér fellur starfið prýði- lega. En það er erfitt, — krefst reglubundins lífernis, snemma að hátta og snemma á fætur, þyngdin má ekki fara yfir visst mark. Ég varð t.d. að grenna mig einhver ósköp þegar ég byrjaði. En kaupið er líka gott. — Hjá hverjum vinnið þér? Framh. á bls. 15. <■ Fallegir *í- Þægilegir Kvenskór Ný sending Skinn v Rúskinn af kvenskóm í mórguni IÍluiu íueo nuum og lágum hæl St óuerz L 'overziun Péturs Andréssonar Laugaveg 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.