Morgunblaðið - 22.01.1958, Side 16
- Tll
16
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. ]*an. 1958
Weá ctí reiLcin di
E/f.V
EDGAR MITTEL HOLZER
Þýðii.g:
Svorrir Haraldsson
L
17
u
9 9
Cl
Mabel hló: — „Og ef svo væri,
livað þá?“
„Það væri syndsamlegt".
„Háborið hneyksli", fullyrti Ber
ton.
„En ef ég segði nú, að ég hefði
orðið ástfangin af honum við
fyrstu sýn?“, sagði Mabel og Oli-
via svaraði: „Ja, það væri allt ann
að mál. En ég er alveg viss um að
þú ert ekki ástfangin af honum“.
„Nei, auðvitað er ég það ekki
og þess vegna er mamma svona
óróleg og áhyggjufull".
„Ertu viss um að þú hafir ekki
gengið í svefni og gert það — þú
veizt — í svefni?“
„Já, alveg viss“, sagði Mabel.
„En hvernig geturðu verið það?“
spurði Berton. — „Skuggarnir
hreyfast á leyndardómsfullan
hátt“.
„Mér stendur hjartanlega á
sama um alla skugga", fullyrti
Mabel.
„Sagðirðu mömmu drauminn —
um Gregory?"
„Já, og þess vegna heldur hún
að þetta hafi raunverulega skeð.
Sannleikurinn er sá, að ég er al-
veg hissa á mömmu. Svona nokk-
uð kemur í raun og veru alls ekki
fyrir fólk. Það ætti hún að vita“.
„Jú, það getur komið fyrir fólk
— hérna í Berkelhoost. Hér lifum
við innan um svipi og anda“.
Mabel yppti öxlum: „í rauninni
hef ég aldrei verið trúuð á neitt
slíkt“.
„Mundu eftir Osbert".
Mabel þagði.
„Pabbi hélt að hann hefði bara
gert það í draumi".
Mabel skellti tungu í góminn:
„En ég get bára með engu móti
skilið þett'a með moi-gunsloppinn
minn. Hvernig komst hann undir
rúmið hans? Jafnvel þótt ég hefði
farið inn í herbergið til hans í
nótt, þá hefði ég ekki verið í morg-
unsloppnum mínum, vegna þess
ao hann var alls ekki í herberginu
mínu, þegar ég háttaði í gærkveldi.
Þú getur borið vitni um það,
Ollie".
„Já, það er skritið. Ég verð að
rannsaka það nánar".
„Pabbi er að kalla á þig. Það
er víst kominn skólatími".
„Já, ég verð að fara. En um-
fram' allt, Maby. Vertu ekki
áhyggjufull. Ég skal kippa þessu
öllu í lag fyrir þig. Og varastu
allar illar og óguðlegar hugsan-
ir. Trú okkar er ekki til aó skop-
ast að. Mundu það“.
Mabel mrosti og sagði henni að
fara.
Olivia hitti foreldra sína
frammi í eldhúsinu. Þau stóðu við
litla borðið, með drykkjarbikarn-
um úr brennda leirnum og ölglas-
inu, og virtust í mjög alvarlegum
samræðum. Móðir hennar kjökr-
andi og tárvot, en faðir hennar
brosandi og áhyggjulaus. Hann
sneri sér að Oliviu og horfði reiði
lega á hana: „Heyrirðu ekki að
ég var að kalla á þig, Olivia? Það
er kominn skóiatími".
Svo sneri hann sér aftur a&
konu sinni og klappaði henni létt
á öxlina: -— „Þetta eru bara venju
legir svefn-órar, góða mín“, sagði
hann. — „Svona nokkuð kemur
ekki fyrir Mabel. Hún er ekki ein
af þeim, sem fellur fyrir töfrum
staðarins. Hún er of lík þér til að
gera það“.
Frú Harmston virtist sefast við
fortölur manns síns og sagðist
vona að hann hefði á réttu að
standa. Svo saug hún nokkrum
sinnum upp í nefið og þurrkaði sér
um augun.
„Olivia gekk ti’ þeirra: „Pabbi,
get ég ekki fengið klukkutíma
leyfi úr skólanum? Ég þarf a~
leggja nokkrar spurningar 'yrir
Gregory. Það er mjög áríðandi".
„Viðvíkjandi Mabel?"
,,Ja .
„Nei, þú skalt ekki minnast á
það við hann. Ég var einmitt að
segja móður þinni að hér væri
engin ástæða til neinnar hræðslu.
Ég er viss um að ekkert hefur
komið fyrir“.
„Ég er líka viss um það. En við
verðum að sanna það, svo að ekki
verði dregið í efa. Skuggarnir eru
stundum ranghverfir".
Faðir hennar kinkaði kolli með
alvörusvip.
„Ég er búin að tala við Mabel“,
sagði Olivia. — „En henni hætt-
ir við að taka hlutunum með kæru
leysi“.
„Ágætt", viðurkenndi faðir henn
ar. — „Það er nú alltaf hægt að
tala um fyrir Mabel, stúlká mín“.
„Mabel er mjög staðföst stúlka",
sagði frú Hai-mston. — „Hún er
hvorki duttlungagjörn né léttúð-
ug“.
„Óþægilega staðföst, liggur
mér stundum við að álíta, góða
mín“. Hann klappaði Oliviu ástúð
lega á vangann — „ekki jafnhug-
myndarík og Olivia okkar“.
Olivia gekkst upp við lofið, en
reyndi að sýnast alvarleg á svip-
inn: — „Ég þarf nauðsynlega að
yfirheyra Gregory, af þeirri ein-
földu ástæðu, að ég er ekki viss
um, að hún hafi ekki farið inn í
herbergið til hans í nótt — auð-
vitað í eins konar svefngöngu —
og reynt að fara upp í rúmið til
hans. Mér skilst að hún hafi haft
helzt til fjöruga drauma í nótt“.
„Hm. Flestir draumar okkar hér
eru fjörugir. Það er engin ný bóla.
Nei, ég get ekki fallizt á það, að
þú leggir spurningar fyrir Gre-
gory. Það gæti haft hættulegar
afleiðingar fyrir hann, ems og
heilsu hans er háttað. Við viljum
gera allt til þess að honum megi
batna aftur. En ég skal nú segja
þé hvað þú getur gert, telpan
mín. Legðu nokkrar spurningar
fyrir Logan, þegar þú færð gott
næði til þess. Reyridu að komast
eftir því hvað hann hafi verið að
gera, meðan við vorum að borða
miðdegisverðinn í gærkveldi. Mig
grunar að hann muni geta leyst
þetta leyndarmál með morgun-
sloppinn".
„Heldurðu það? Já, kannske hef
urðu rétt fyrir þér. Manstu eftir
því/að einhver slökkti Ijósið í dag-
stofunni, meðan við vorum að
borða? Gi-egory sagðist sjá ein-
hverja veru á hreyfingu. Má ég
nú fara og yfirheyra Logan?“
„Nei, ekki fyrr en í hléinu.
Farðu nú og líttu eftir krökkun-
um. Ég kem eftir nokkrar mmút-
ur“.
„Já, pabbi".
Þær systurnar, Dorothea og
Susanna, voru þegar seztar á
stólana sína, með bækurnar opnar
fyrir framan sig á sápukössunum
sem notaðir voru fyrir skrifborð.
Líka var búið að koma fyrir stól-
um og kössum hinna barnanna, en
sér til mikillar undrunar sá Oli-
via að aðeins tvö þeirra voru kom-
in í sæti sín, Brownie og Jane,
tvíburarnir í Benab nr. 8 í Indíána
þorpinu.
„Halló, Dot og Susan. Hva eru
öll börnin?"
„Hefur ungfrúin ekki eyru?“
sagði Dorothea.
„Heyrir ungfrúin ekki söng-
inn?“ spurði Susanna.
„Þið ætlið þó ekki að segja mér
að. .. .“ Olivia lauk ekki við setn-
inguna, en hraðaði sér til vinnu-
skýlisins, hins svokallaða benab.
Bak við það fann hún öll börnin,
níu að tölu, fjóra drengi og fimm
stúlkur, allt Indíánabörn, stutt-
vaxin og svarthærð, með kaffi-
bi-únt hörund, á aldrinum níu til
þrettán ára. Þau höfðu raoað sér
í hálfhring umhverfis Logan, sem
lá í hnipri upp við skýlisvegginn,
angistarfullur á svip og gaf frá
sér langdregin, ámátleg vein, öðru
hverju.
Börnin sungu nokkrar Ijóðlín-
ur, sem þeim höfðu verið kennd-
ar í skólanum, skömmu áður.
„Ban, Ban“, — sungu þau. —-
„Ca-Caliban!
Has a new ma.ster: get a new
man I
„Ban, Ban — “.
„Krakkar , krakkar".
Söngurinn hljóðnaði samstundis
og börnin litu við, hrædd.
„Skammist þið ykkar ekki?
Mabel myndi verða fyrir vonbrigð
um, ef ég segði henni, hvernig þið
notið þá fræðslu, sem hún veitir
ykkur um Shakespeare og verk
hans. Snáfið þið héðan í burt und-
ir eins. Þið verðið lækkuð um tvö,
heil stig fyrir þetta“.
Tveir af drengjunum flissuðu
þrjózkulega, en hin börnin virtust
fyrirverða sig. Þau hlupu af stað
og það skrjáfaði í döggvotu gras-
inu, undan berurr fótum þeirra.
Stúlkurnar voru í baðmullarkjól-
um, drengirnir í línbuxum og treyj
um, öskugráum af of miklum
þvotti.
Olivia stóð og horfði á eftir
þeim, svipdimm og brúnaþung, en
sneri sér svo við, laut niður að
Logan og strauk hendinni um höf-
uð hans. Hún sagði að hann skyldi
engu kvíða, tíminn yrði fljótur að
líða og brátt myndi hann fá frelsi
sitt aftur.
Logan stundi enn hærra og ákaf
ar og barði enninu við ryðgaðan
bárujárnsvegginn og Olivia gat
ekki varizt þeirri hugsun að víst
líktist hann Cal ban, þó nokkuð.
Kannske hafði hún svo mikla sam-
úð með honum vegna þess, hvað
hann ga; stundum orðið áþekkur
skynlitilli skepnu í útliti og hátt-
um. Hann var sannarlega skepna,
sem þarfnaðist verndar — eins og
skógar-köngullærnar, sem villtust
inn í húsið eða kirkjuna.
„1 hléinu ætla ég að færa þér
eitthvað að borða", sagði hún —
Þýzkir rafgeymar
6 og 12 voSta
Sterkir — Ódýrir — Endingargóðir.
Bifreiðaverzlunin,
Rof i
Brautarholt 6 — Símar 15362—19215.
MARKÚS Eftir Ed Dodd
1) Markúsi finnst háttalag
fylgdarmannsns undarlegt, þegar
bann íer að rýna í einhver blöð
um hánótt.
2) Hann tekur upp kíkinn og
ler að athuga, hvað hann er aö
gera.
3) — Mvers vegna skyldi Frið-
rik vera að ásetla að fara eitt-
hvert á brott til Kanada.
„og vatn að drekka. Fékkstu nokk
urn morgunverð?"
„Já, miss Ollie. Ofurlítinn brauð
bita og mjólkursopa, áður en hús-
bóndinn kom fram í eldhúsið......
Oh, miss. Biddu húsbóndann að
týna ekki lyklinum að handjárn-
unum mínum. Ef nóttin kemur og
finnur mig hérna, þá brýtur Hol-
lendingurinn á mér hálsinn. Ég
sá hann í draumi, fyrir tveimur
nóttum".
„Pabbi týnir ekki lyklinum,
Logan minn. Og það kemur enginn
Hollendingur hingað, til að háls-
brjóta big“.
„Ég vona ekki, miss. Ow“.
Hann kreppti að sér fótleggina
og starði angurvær á fjötrana,
sem bundu saman úlnliði hans.
Andlitið var vott og glansandi af
svita og tárum og augun blóð-
hlaupin. Stinna, svarta hárið var
fullt af rauðum sandi og smáum
laufblöðum og hann var búinn að
berja enninu svo hlífðarlaust við
vegginn, að það var allt fleiðrað
og blóðugt.
Samt veitti Olivia því athygli,
að þrátt fyrir kveinstafi og vork-
unnarvert útlit hans, virtist hann
njóta einhverrar innri ánægju. —
Það þóttist hún geta lesið út úr
hinum þvinguðu augnagotum hans
og því, hvernig varir hans dróg-
ust niður á við, með snöggum,
krampakenndum kippum, öðru
hverju. Hann þjáðist af líkar 'egri
vanliðan, en naut þjáningarinnar.
Þegar hann hljóðaði og barmaði
sér, var það einungis af hræðslu
við að verða skilinn eftir, einn og
fjötraður, í myrkrinu. Ef hann
hefði getað losað sig við hinn
ástæðulausa ótta um það, að hús-
bondi hans myndi týnr lyklinum
að handjárnunum, þá hefði þessi
leynda gleði hans orðið óblandin.
Hún gat ekki annað en brosað
að þessari sérvizku hans og furð-
að sig jafnframt á henni. Svo ósk
aði hún honum alls góðs og hljóp
yfir að skýlinu, þar sem börnin
voru nú sezt með opnar stíla- og
lestrarbækur, á kössunum fyrir
framan sig.
„Ég er mjög gröm við ykkur“,
sagði hún alvarleg í bragði. — „Og
þú líka, Katey. Ég er hissa á því,
aðrþú skulir hegða þér svona“.
„Það var Mary, sem segir að við
skyldum stríða honum“, muldraði
Katey ólundarlega.
„Nei, það varst þú sem segir að
við skylduir] gera það“, mótmælti
Mary.
„John, viltu gera svo vel og leið
rétta framburð þeirra".
„Það var Mary sem sagði", leið-
rétti John. — „Liðin tíð“.
„Ágætt, John. Ég vona að þið
SHÍItvarpiö
MiSvikudiigur 22. jnnúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón-
leikar af plötum. 18,30 Tal og tón-
ar: Þáttur fyrir unga hlustendur
(Ingólfur Guðbrandsson náms-
stjóri). 18,55 Framburðarkennsla
í ensku. 19,05 Óperulög (plötur).
20,15 Stjórnmálaumræður: — Um
bæjarmál Reykjavikur. Síðara
kvöld. Ræðutími hvers flolcks 45
mínútur í þremur umferðum, 20,
15 og 10 mín. Dagskrárlok laust
eftir miðnætti.
Fininitudagur 23. janúnr:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 „Á frívaktinni", sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
18,30 Fornsögulestur fyrir börn
(Helgi Hjörvar). 18,50 Framburð-
arkennsla í frönsku. 19,05 Harmon
ikulög (plötur). 20,30 „Víxlar
með afföllum", framhaldsleikrit
fyrir útvarp, eftir Agnar Þórðar-
son; 2. þáttur. — Leikstjóri:
Benedik. Árnason. Leikendur: Ró-
bert Arnfinnsson, Ævar Kvaran,
Þóra Friðriksdóttir, Nína Sveins-
dóttir og Flosi Ólafsson. — 21,15
Kórsöngur: Frá 8. söngmóti
Heklu, sambands norðlenzkra
karlakóra (Hljóðritað í júní s.l.).
21,45 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal
Magnússon kand. mag.). 22,10 Er-
indi með tónleikum: Dr. Hallgrím-
Iur Helgason tónskáld talar í
þriðja sinn um músikuppeldi. —•
23,00 Dagekrárlok.