Morgunblaðið - 30.01.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. jan. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
9
Úrsíitin sýna hug fólksins
til SjálfstœBisflokksins
1«
Spjallað litla stund við
frú Gróu Pétursdóftur
„JÆJA, komdu hérna inn og
fáðu þér kaffisoppa," sagði fru
Gróa Pétursdóttir, hinn nýkjörni
bæjarfulltrúi okkar Reykvíkinga
við fréttamann frá Morgunblaö-
inu, þegar hann birtist á tröpp-
unum heima hjá henni á Öldu-
götu 24 í gær og kvaðst vera
kominn til að spjalla við hana
um daginn og veginn í tilefni af
kosningunum á sunnudaginn.
XJrslitin sýna liug fólksins
„Ég er auðvitað afskaplega
glöð yfir úrslitum kosninganna1',
segir Gróa. „Ég sagði alltaf, að
það væri jafnöruggt að vera í
10. sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins og í 2. sæti á hinum listunum.
Úrslitin sýna hug fólksins til
Sjálfstæðisflokksins. Það hefur
aldrei verið betra að vinna fyrir
flokkinn en fyrir þessar kosning-
ar. Allir vildu leggja sig fram
og voru fullir af áhuga.
Hitt er svo rétt, að vandi fylgir
vegsemd hverri. En við viljum
öll gera okkar bezta til að vinna
í þágu Reykjavíkur undir for-
ystu borgarstjórans okkar.“
„Svo varð hér fullt lms af
fólki“
„Ég sé að margir hafa sam-
fagnað þér“, sagði fréttamaður-
inn, er hann kom inn úr forstof-
unni og sá, að á heimili þeirra
Gróu og manns hennar, Nikulás-
ar Jónssonar fyrrum skipstjóra,
voru stofurnar að kalla fullar af
blómum.
„Já, ég hefi fengið mikið af
blómum og skeyti úr öllum
landshlutum."
„Og þegar úrslitin urðu kunn
komu menn hingað heim til að
hylla þig?“
„Ég kom heim um eittleytið
á sunnudagskvöldið. Ég var þá
viss um, að Sjálfstæðismenn
hefðu unnið mikinn sigur, en
hugsaði mér að ganga til náða
og sjá svo morguninn eftir,
hvernig farið hefði. En stuttu
seinna kölluðu synir mínir, sem
voru hér niðri, á mig og sögðu,
að síminn væri síhringjandi og
fólk væri farið að koma. Svo
varð hér fullt hús af fólki. Þetca
hefur allt verið mjög áængju-
legt.“
Margt liefur breytzt
„Ég sé, að hér á veggnum er
gömul mynd af höfninni í Reykja
vík. Það hefur margt breytzt síð-
an hún var tekin.“
„Já, þessi mynd er frá 1907
og á henni sérðu skútuflota
Reykvíkinga á þeim tíma. Ég
kom hingað til bæjarins þegar ég
var 3 ára. Það var 1896. Faðir
minn var hér sjómaður og fiski-
matsmaður. Síðan hef ég átt hér
heima, bæði í Austur- og Vest-
urbænum. Á unglingsárum vann
ég margs konar vinnu. Á sumr-
in var ég oft hérna rétt á móti,
í Stýrimannaskólanum, og gætti
drengjanna hjá þeim frú Þuriði
og Páli Halldórssyni skólastjóra.
Seinna var ég í fiskvinnu og
fleiru. 1918 giftist ég og við
Nikulás fórum að búa á Berg-
staðastíg 64. Áður átti ég heima
í 18 ár á Njálsgötu 57. Þá var
aðeins eitt hús innar við þá götu,
en síðan tóku við tún, mýrar
og holtin, þar sem Sjómannaskól-
inn er núna. Nikulás átti hins
vegar heima í Bakkabæ hérna
rétt fyrir vestan.“
„Og nú ertu búin að vera
nokkuð lengi hér á öldugötunni."
„Já, við- höfum verið hérna i
32 ár. Annars ættir þú heldur að
skreppa niður að höfn og spjalla
við hann Nikulás um gamla
daga. Það er maður, sem allir
elska sem til hans þekkja. Og
hann lcann frá mörgu að segja.
Nikulás Jónsson, maður Gróu,
er, eins og hún, kunnur borgari
í Reykjavík. Hann var skipstjóri
á togurum um 30 ára skeið. Þau
hjón eiga 4 börn, sem öll eru bú-
sett í höfuðstaðnum.
Slysavarnafélagið
Fréttamaðurinn vék nú talinu
að störfum Gróu í félagsmálum,
en eins og mörgum er kunnugt er
hún ein af forystukonum í
kvennadeild Slysavarnafélagsins
í Reykjavík.
„Jú, ég hef verið þar vara-
formaður undanfai'ið, en aðal-
starfið hefur hvílt á herðum for-
manns félagsins, frú Guðrúnar
Jónasson, sem einnig starfaði ár-
ur saman í bæjarstjórn Reykja-
víkur.“ segir Gróa. „Ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á slysavörn-
um. Kvennadeildir félaganna
vinna að margs konar verkefn-
um. Mesta áherzlu hafa þær lagt
á að koma upp skipbrotsmanna-
skýlum við strendur landsins, en
einnig hafa þær safnað fé til að
byg'gja björgunarskútur og reka
björgunarflugvél. Við söfnum
peningum, m.a. með merkjasölu
á góudaginn og hlutaveltum á
haustin".
Stjórnmálastörf
„Svo hefur þú unnið mikið í fé-
lagi Sjálfstæðiskvenna".
„Ég hef verið í Hvöt frá stofn-
un félagsins. Rétt eftir að það var
stofnað, fyrir rúmum 20 árum,
vann Sjálfstæðisflokkurinn mik-
inn kosningasigur hér í Reykja-
vík. Konurnar sýndu þá eins og
nú, mikinn áhuga og dugnað og
eiga þakkir skildar fyrir. Vilt þú
annars ekki bera öllum þeim, er
sýnt hafa mér vináttuvott undan-
farna daga kveðjur og þakkir frá
mér“.
„Að sjálfsögðu geri ég það. — Þú
hefur tekið þátt í stjórn bæjar-
málanna áður, bæði í bæjar-
stjórn og framfærslunefnd?“
„Ég var varabæjarfulltrúi síð-
asta kjörtímabil og átti jafnframt
sæti í framfærslunefndinni. Mér
þótti vænt um að geta starfað þar
að því að hjálpa fólki, sem átti i
erfiðleikum“.
„Og hafðu þetta nú látlaust“
Fréttamaðurinn var nú að
ljúka við annan kaffibollann og
bjóst til að kveðja. Á leiðinni
fram í forstofuna tók hann eftir
greinum, sem klipptar höfðu ver-
ið af ribstré. Þær stóðu í blóma-
vasa og nokkur græn laufblöð
höfðu brotizt út úr brumknöpp-
um og breiðzt út í stofuylnum.
„Já, hún kom með þetta áðan
hún Þórunn Kjarval, vinkona-
mín hérna á móti. Hún er nú
komin á níx-æðisaldur, en er allt-
af bein í baki og áhugasöm um
málefni Sjálfstæðisflokksins“. —
„En hafðu þetta nú látlaust",
sagði Gróa um leið og hún kvaddi
fréttamanninn á tröppunum.
Sjálf er hún látlaus en glæsi-
legur fulltrúi reykvískra kvenna.
Kunnugir telja, að fáir bæjar-
búar þekki fleiri samborgara sína
Frú Gróa Pétursdóttir var í 10. sæti á lista Sjálfstseðisflokksins
við kosningarnar í Reykjavík á siunnudaginn og tekur sæti í
bæjarstjórninni eltir hinn niikla kosningasigur.
en Gróa Pétursdóttir. Með störf- , hennar. Sú viðkynning hefur orð-
um sínum hér í borginni um ára- I ið til þess, að henni hefur verið
tugi hefur hún kynnzt áhugamál-
um þeii'ra og kjörum, og þeir
hafa kynnzt henni og verkum
falið hvert trúnaðarstarfið af
öðru. Reykvíkingar hyggja gott
til stai'fa hennar í bæjarstjórn.
Hlustaö á útvarp
SUNNUDAG 19. jan. flutti Sverr-
ir Kristjánsson, sagnfræðingur,
ágætt og fróðlegt erindi um
Söfnun og varðveizlu íslenzkra
söguheimilda. Var þar sögð hin
hörmulega og alkunna saga um
afdrif fjölda bóka og stórmei'kra
handrita er beinlínis glötuðust
vegna ásælni erlendra valdhafa
og stofnana svo og einstakra safn
ara eða þá lentu í svonefndri
eign útlendra saína, enda þótt
rit þessi væru oft aðeins fengin
að láni. Merk skinnhandrit frá
söguöld svo og pappírsafrit eða
bæltur fóru í sjóinn, er skip þau
er bækurnar fluttu fórust. Stund-
um brunnu ómetanleg söfn, með-
al annars hjá Árna Magnússyni.
Atti hann ekki nær því allar þær
bækur, hafði fengið margt „að
láni“. En Árni mun hafa verið
tregur til að skila aftur láns-
bókum og skjölum. — Byggingar
og listavei'k eru fá hér á landi
frá fyrri tímum, fjársjóðir vorir
eru hin fornu rit. íslendingar
hafa verið og eru enn sískrifandi
og allt fram á okkar daga, á
þessari miklu px-entöld, hafa
menn setið og afritað skjöl og
bækur, þótt prentað væri áður.
Á öðrum Norðurlöndum var
rninna skrifað, voru því norræn-
ir fræðimenn og stofnanir sólgn-
ar í hina íslenzku dýrgripi, engu
síður en gull og silfur og mátti
segja að Danir færu ránshöndum
urn allt hér, jafnvel þóttust kon-
ungar Dana eignast meirihluta
jarðeigna á íslandi. Þjóðin var
kúguð á allan hátt. — Til er enn
afar mikið af seinni alda bréfum
(sendibi-éfum) í eign einstakl-
inga og telur Svei’rir Kristjáns-
son rnikinn fróðleik geymdan í
bréfum þessum, enda auðvitað að
svo er. Ættu menn að afhenda
söfnum bréf þessi (Landsbóka-
safni) til varðveizlu og athug-
unar, því þótt margt sé í einka-
bréfum, sem átti ekki að fara
lengra, þá er slíkt orðið engum
til tjóns þótt athugað verði af
fræðimönnum.
A
Jónas læknir Sveinsson flutti
a mánudaginn arindið Um dag-
inn og veginn. Var það fróð-
legt og athyglisvert erindi, eins
og vænta mátti því Jónas læknir
er prýðilega máli farinn. Talaði
hann allmikið um sjúkdóma, svo
sem krabbamein. — Enginn sem
á hlustaði mun gleyma frásögn
læknisins af ferðalaginu er for-
eldrar hans fóru með skipi frá
Noi-ðurlandi til Breiðafjarðar,
(árið 1906?) Skipið var Ceres
frá hinu danska Sameinaða
gufuskipafélagi sem þá hafði
mestar siglingar hér við land.
Var þeim ágætu eg mætu hjón-
um séra Sveini Guðmundssyni
og frú Ingibjörgu Jónasdóttur,
sem nýlega er látin í hárri elli,
fenginn lítill klefi, þar sem þau
áttu að vera, ásamt sex börnum
þeirra. Þetta var náttúrlega allt
of þröngt, — en er til ísafjai'ðar
kom var holdsveik kona, hræði-
lega útleikin sárum og kaunum,
færð inn í klefann. Eins og all-
ir vita, er þekktu hina ágætu
konu, frú Ingibjörgu Jónasdótt-
ur, mun það sízt hafa verið henni
ljúft að amast við eða skorast
undan að hjúkra og likna bág-
stöddum sjúklingi, en nú ofbauð
henni þó svo að fá þennan hræði
lega sjúkling inn í þrengslin til
barnanna, að hún fór til hins
danska skipstjóra (sem mun
hafa verið sjóliðsforingi úr flota
Dana), og spurði hann, hvort eng
in ráð væru til þess að hin holds-
veika kona gæti fengið aðra vist
arveru í skipinu. Hinn danski
herramaður kvað svo ekki vera,
og ef þau ekki gætu haft sjúkling
inn inni hjá sér, þá yrðu þau að
fara í land á ísafirði. Og við það
sat. Frú Ingibjörg reif niður lak
úr rúmfötum þeirra hjóna og bjó
um sár konunnar, eftir megni,
reyndi að forða börnunum eftir
beztu getu frá því að koma ná-
lægt henni, en íegin ui'ðu þau
góðu hjón að sleppa í land í Flat
ey. — Sjálfsagt hefur verið
þröngt og örðugt um rúm i
Ceres í þessai'i ferð, — en varla
er þessi framkoma yfirmanns
skipsins fyrirgefanleg. En þann-
ig var það oft á þeim árum. —
Ðanir litu á íslendinga eins og
einhverjar óæðri verur og derr-
ingur danskra sjómanna var oft
viðbjóðslegur — voru þar þó
nokkrar undantekningar. — Var
raunar engin fui'ða þótt ail-mikið
bæi’i á Danahatri fyrir og eftir
aldamótin síðustu og er ekki
laust við að erfitt sé að uppræta
það hatur alveg ennþá. íslexxd-
ingar hafa nú sjálfir tekið að sér
allar innanlandssamgöngur og
mest-allar samgöngur og fólks
flutninga til útlanda. Aðeins eitt
danskt farþegaskip siglir nú að
staðaldri hingað og Danir hafa
löngu lært það (flestir), að við
hér erum rnenn. Gott og blessað
að vinátta og skilningur þródst
meðal þjóða og einstaklinga.
★
Viðtal var í útvarpi við Steiix
Dofra ættfræðing. Sennilega er
hann einn af heimsins ættfróð-
ustu mönpum, stórmerkur maður
★
Framhaldsleikrit Agnars Þórð-
arsonar Víxlar með afföllum var
á fimmtudagskvöld. Leikrit
þetta ætlar að lífga vel upp :x
útvarpið eitt kvöld i viku, er
fjörugt og fyndið. „Tíminn“ vili
fá stælingu á dónskum útvarps-
þætti, er ég alveg á móti því.
Það á ekki að segja skáldum og
listamönnum livernig þeir eigi að
rita, hefði ég varla trúað því að
Tíminn sé orðinn svo smitaður
af samstarfsmönnunum í austri
að vilja bjóða slíkt, en nú sér mað
ur það svart á hvítu. Annars get-
ur vel verið að þessi „Kaldbak-
ur“ Tímans sé sá sami er eitt
sinn var að skrifa um Esjuna og
fleira álíka skynsamlegt, svona
í gamni sagt og alvöru.
Loks var útvarpað, á föstudags
kvöld bókmenntakynningu Al-
menna bókafélagsins frá 21. nóv.
f. á. á verkum Guðmundar skálds
Friðjónssonar á Sandi. Mátti ekki
seinna vera að almenningi væri
gefinn kostur á að heyra þessa
kynningu. — Erindi um skáldið
flutti Þórkell Jóhannesson, há-
skólarektor, var það ágætt er-
indi. Þá var lesið upp nokkuð
úr verkum skáldsins og vel gert,
yfirleitt. — Ég, sem þetta rita,
þekkti Guðmund Friðjónsson
all-vel. Hann dvaldi eitt sinn á
heimili mínu n< kkrar vikur og
kom jafnan oft til mín eftir það,
er hann var á ferðum hingað
suður. Guðmundur var framúr-
skarandi góðum gáfum gæddur
og fátt var það, sem hann taldi
sér óviðkomandi. Hann var frem
ur óhlífinn í ræðu og riti, eink-
um á yngri árum. Átti erfitt með
að meta menn eftir prófum er
þeir höfðu tekið við einhverja
æðri skóla. Réðust menn óvægi-
lega að hinu unga skáldi og stund
um með engum drengskap. Benti
prófessor Þorkell á þetta og fór
um það maklegum orðum og
sönnum. Sumt af því sem Guð-
mundur á Sandi hefur ritað 4
eftir að lifa lengi, eftir að allt
er gleymt, sem nokkrir þeirra,
er að hinum umkomulitla bónda
veittust hafa sagt og unnið — ef
að líkum lætur.
Laugardagsleikritið var „Eld-
spýtan", gamanleikur um glæp,
samin upp úr sögu eftir Anton
Tjekov, hinn fræga rússneska
höfund. Það var eins með þetta
leikrit og annað, er leikið var
nýlega í útvarpinu, „Ilálsmenið“,
eftir höfuð-meistara smásagna,
Guy de Maupassant, leikritin eru
góð og athyglisverð, en ná hvergi
nærri hinni hárfinu útfærslu smá
sagnanna, sem þau eru samin
upp úr.
Þorsteinn Jónsson.
★ PARÍS, 28. jan. — Fulltrúa-
deild franska þingsins samþykkti
í dag frumvarp um takmarkaða
heimastjórn í Alsír eftir aðra
umræðu. Var það samþykkt með
310 atkvæðum gegn 234. Frum-
varpið verður þó ekki lög fyrr
en það hefur verið rætt af efri
deild einu sinni enn, en hún hef-
ur ekki viljað samþykkja það í
núverandi mynd.