Morgunblaðið - 30.01.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNRLAÐIÐ Flmmtudagur 30. jan. 1958 WJ cií reihctn di Eftir EDGAH MITTEL HOIIEH Þýðii.g: Sverrir Haraldsson 24 U 99 a ríkti eftirvæntingarfull þögn í stofunni, um stund. Loks var það Makel, sem rauf þögnina: „Pabbi hefur á réttu að standa“, tautaði hún lágt — „og hvað sem öllu öðru líður, þá væri það hreint og beint viðbjóðslegt, að reyna að hagnast á þessum vesalings manni, vegna þess eins, að hann er ekki heill á geðsmun- um“. „I>að talaði enp’inn um að hagn ast á honum“, nöldraði Olivia ön- ugum rómi og bætti svo við. — »,Og ef þú ímyndar þér, rð hann sé geðveikur, þá skjátlast þér al- veg stórkostlega". „Hvað áttu við?“ spurði Gar- vey. „Það sem ég segi“. „En varstu ekki að segja okk- ur, að hann væri alltaf að tala um augu sem fylgdust með honum? Að hin látna eiginkona hans fylgdi honum sífellt eftir og njósnaði um hann? Ber ekki slíkt vitni um and- legan sjúkleika?" Hún brosti slóttuglega: — „Ég skal fúslega játa, að svo kunni að virðast. En þið megið trúa mér, þegar ég fullyrði að hann sé langt um heilbrigðari en ykkur grunar. Það sem þjáir hann er — ja, ég hef sjúkdómsgreint það sem sam- bland af D. T. s. og — og rólegri tegund vitfirringar, sem ekki er raunveruleg vitfirring". „Hvað i ósköpunum er það, sem fyrir þér vakir?“ Séra Harmston horfði stundar- korn með alvörusvip á dóttur sína en bað hana svo um nánari skýr- ingu. „Ég á við það, að hann sé sturl aður, en ekki sturlaður í lækni, lækn......“ „1 læknisfræðilegum skilningi, áttu Hklega við“, sagði Garvey. „Já, það var einmitt orðið, sem vafðist fyrir mér. Ég hef gefið hegðun hans nákvæmar gætur og íhugað ýmislegt það, sem hann hef ur sagt og ég er viss um að ég veit hvað það er, sem þjáir hann. Það er til nafn á því, en ég held að ég kæri .nig ekkert um að nefna það“. „Hvers vegna ekki?“ „Vegna þess einfaldlega, að það hljómar ósiðsamlega“. PALMOLIVE hanasapan er nú aftur fáanleg í næstu verzlun. ENNFREMUR: PALMOLIVE rakkrem PALMOLIVE raksápa PALMOLIVE shampoo O. JOHNSON O KAABER HF. „O, hættu þessari uppgerðar hæversku og háttprýði og láttu það bara koma“, sagði Garvel. Hún roðnaði örlítið í framan, leit upp í loftbitana og sagði: „Ég held að hann þjáist af shitt- sophi'eniu". Garvey greip báðum hcndum um magann á sér og hallaði sér fram úr stólnum, gripinn svo á- köfum hlátri, að þegar Mabel sá sér færi og ýtti við honum, þá steyptist hann fram á gólfið. — Hann lét það ekkert á sig fá, en 14 samanhnipraður á gólfinu, tók andköf og hristist allur af hlátri. Honum tókst að smita hin og jafn- vel Olivia sjálf gat ekki annað en tekið þátt í hlátrinu-m. „Ég held að það sé z einhvers staðar í því“, sagði hún brosandi, „en svona er það a. m. k. borið fram. Ég sá það einu sinni í lækn ísfræðilegri orðabók. Það táknar tvískiptan persónuleika eða klofna sál — og þannig er Gregory nefni lega. Hann er tveir menn. Annar er eins konar skuggi og það er hann, sem við þekkjum núna. — Hann leynir hinum, þéim trausta, örugga, fyrir okkur, en ég er a'- veg viss um það, að innan skamms mun ég komast eftir því hvernig hann raunverulega er — bakvið skuggann. Og þá veit ég líka ná- kvæmlega hvernig ég á að fara að lækna hann“. „Ég hef þegar heitið honum því, að gera allt sem í mínu valdi stend ur, til þess að lækna veiikindi hans“, sagði faðir hennar. „Og hvað er það svo, sem þú ætlar að lækna? Taugarnar?“ „Já, og drykkjusýkina“. „Það er ekki auðvelt að lækna hann. Sástu hvemig leið yfir hann? Heldurðu að það ha.fi ver- ið raunverulegt yfirlið? Hann blekkti mig ekki. Það leið alls ekki yfir hann“. „Hvernig veiztu það?“ „Það er leyndarmál“. Berton veifaði hægri þumal- fingrinum fyrir framan nefið á sér og Olivia svaraði á sama hátt. Það merkti að hún ætlaði að segja honum allt saman, seinna, þegar þau héldu næstu ráðstefnu í hell- inum. Séra Harmston brosti: — „Bkki lega málefni. Við skulum því víkja aftur að því, sem áður var frá horfið. Segðu okkur fvá. þeim ætlum við að fara fram á það, að þú opinberaðir okkur persónuleg leyndarmál þín“, sagði hann og bætti svo við eftir örstutta þögn: „Annars held ég að við séum kom- in nokkuð langt frá hinu upphaf- rannsóknum og athugunum, sem þú hefur framkvæmt, síðdegis í dag“. „Já, alveg eins og ykkur þókn- ast“, sagði Olivia. Hún rétti úr sér og varð mjög hátíðleg á svip- inn. „Ég gaf honum nánar gætur, eins og þú hafðir lagt til....... Garvey, hvað er að?“ Garvey fnæsti háðslega. „Svona nú, Garvey. Reyndu að haga þér sæmilega". „Já, ég gaf honum gætur, eins og þú hafðir lagt til. Strax og við höfðum snætt hádegisverðinn, tók hann að ráfa hérna í kring. Hann skoðaði villiplönturnar nálægt fljótsbakkanum og hann horfði lengi á kirkjuna, eins og hann væri að ráðgera íkveikju — já, eins og hann væri að reyna að finna út auðveldustu leiðina til að brenna hana til grunna. En hann talaði ekki við sjálfan sig, eins og ég hafð' þó búizt við að hann myndi gera. Ég varð dálít- ið vonsvikin. Svo þegar þú leystir Logan, um klukkan hálf þrjú, horfði hann á það og var brosandi. Hann hafði farið upp á loft og ég sá hann í glugganum á baðher- berginu. Hann stóð þar og horfði á ykkur Logan, þegar þið komuð fyrir hornið á skýlinu. Klukkan þrjú fór ég upp á loft til hans og þá stóð hiann enn við sama glugg- ann og horfði út. Ég held að hann hafi verið að horfa á Mabel, þar sem hún var að kenna krökkun- um teiknun. Ég kom inn í bað- herbergið og 'iann sneri sér við og brostd til mín. Ég sagði honum að ég ætti stutt frí og að ég skyldi fara með honum yfir í Indíána- þorpið, ef hann hefði löngun til að koma þangað, en hann afþakk- aði boðið og sagðist ætla að hafa hljótt um sig og hvílast, það sem eftir væri dagsins. Ég sagði: .— „Ertu nú alveg viss um það? Jæja, en langar þig þá ekki að skoða rústimar og grafhýsin? Ég gæti farið þangað með þér“, en hann sagði: — „Kannske á morgun. Ég ætla að hvíla mig fyrst, áður en ég tek mér eitthvað sérstakt fyrir hendui-“. Svo fór ég niður og lauk mínum daglega lestri, innii í borðstofunni. Þeir Garvey og Berton voru líka að lesa og nokkru síðar heyrðum við að hann kom niður stigann. Hann fór út um forstofudyrnar. — Við Berton hættum svo að lesa og fór- um út. — Garvey, ef þú hættir ekki að láta eins og hvæsandi kött Sendisveinn RÖSKAN SENDISVEIN VANTAR OKKUR STRAX. Vinnutími kl. 6—12 lynr haufgi SIMI 22480 M A RK Ú S Eftir Ed Dodd 1) Frú Anna og sonardætur hennar fagna heimkomu þeirra í tvo daga, en þá ... Mér fellur illa að þurfa að segja það, en í hrein- skilni sagt leiðist mér. — Já, og ég hefi engan frið í mínum bein- um. 2) — Og ég er alveg til með tð fara eitthvert, sem við höfum ekki farið áður. — Anna: Kján- arnir ykkar, þið farið ekkert, þið voruð að koma heim frá Evróiru.. 3j . . . og ég er orðin dauðleið á því að tala alltaf við sjálfa mig. — Þú kemur með okkur. ur, þá hætti ég að segja ykkur frá athugunum mínum“. Frú Harmston hló lágt. „Svona nú, Garvey. Svona, Jo- an“. — að lesa og gengum út að gluggan- um og sáum, að hann stefndi nið- ur að lendingarstaðnum. Berton hélt að hann væri að ráðgera Garvey og móóir hans tóku fullt tillit til áminningarinnar og Oli- via hélt áfram: „Við Berton hættum sem sagt sjálfsmorð og sagði: — „Það væri líklega réttast að við færum á eftír honum“, en ég svaraði: „Nei, við skulum heldur bíða hérna og horfa á eftir honum. Ég held að honum detti ekki í hug að gera neitt slíkt". Þess vegna stóðum við við borðstofugluggann 'g horfðum á eftir honum og við sá- um, að hann settist skammt frá trjábolnum og starði niður í vatn- ið, eins og hann vildi falla í ein- hvers konar leiðslu. Svo leit hann skyndilega við og horfði heim að skýlinu, eins og hanr. væri að hlusta á hamarshögginn og sagar- hljóðið, þegar þú varst að smíða inni í skýlinu, pabbi. Þetta sá ég bara ein, vegna þess, að þegar hér var komið sögu, hafði Berton aft- ur farið að lesa í námsbókunum sínum. Hann var að lesa um gall- steina í einni læknabókinni og þú veizt hvað hann hefur gama* af öllu slíku. Hann gat ekki með nokkru móti slitið sig frá bókinni. Ég segi þetta ekki til þess að kasta neinni sök á hann. Ég vil bara hafa allt sem nákvæmast og sannast í skýrslu minni. Jæja, hvað sem því líður, þá var ályktun mín algerlega röng, í þetta skiptið. Gregory var alls ekki að hlusta á neitt sagarhljóð eða hamarshögg. Hann var raun- verulega að horfa á Ellen. Hún var inni í eldhúsinu. Ég vissi að það var hún, sem hann var að horfa á, vegna þess að eftir nokkr ar mínútur sá ég hann brosa og veifa hendinni. Ég heyrði að Ell- en hló inni í eldhúsinu — stuttum, kynæsandi hláti-i. Svo reis hann á fætur eftir stundai’bið og gekk heim að eldhúsinu. Ég faldi mig, svo að hann sæi mig ekki og liann gekk upp eldhúströppurnar. Svo heyrði ég að hann talaði i hálfum hljóðum við Ellen, inni eldhús- inu. Ég heyrði ekki hvað þau voru að segja, vegna þess hve lágt þau töluðu bæði og ég þorði ekki að læðast inn í búrið, því að það marrar svo í gólffjöliunum — bup- bup, dum-dum — þegar gengið er afltltvarpiö Fimmtudagur 30. janúar. Fastir liðir eins og venjulegd. 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 20.30 „Víxlar með afföllum". framhaldsleikrit. 21.15 Tónleikar: Þýzkir listamenn syngja og leika léttklassískar tón smíðar. 21.45 íslenzkt mál. 22.10 Erindi með tónleikum: Dr. Hall- grímur Helgason tónskáld. 23.00 Dagskrárlok. Fösludagur 31. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Frambuiðarkennsla í asperanto. 19,»'5 Létt lög (plötur). 20,25 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,30 Dagskrá Sambands bindindisfélaga í skól- um: a) Ávarp (Hörður Gunnars- son formaður sambandsins). b) Ræða (Aðalbjörn Gunnlaugsson). c) Skáldamál: Nemendur úr Kenn araskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík kveðast á. d) Þáttur úr menntaskólanum að Laugar- vatni. 21,30 Útvarpssagan: „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi; II. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 Erindi: Scott á Suðurpólnum; fyr n erindi (Guðni Þórðarss., framkv.stj.). 22.30 Sinfóníuhl jónvsveit Islands leikur. Stjórnandi: Róbert A. Ottósson (Hljóðritað á tónleikum í Þjóðleikhúsinu 20. þ.m.). Sin- fónía nr. 2 í D-dúr op. 73 eftir Brahnvs. 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.