Morgunblaðið - 04.02.1958, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIh
Þriðjudagur 4. febrúar 1958
31 dlmennisigsbóha-
saín er nú á landinu
Ur skýrsluin bókafulltrúa
MORGUNUBLAÐINU hafa borizt ýmsar skýrslur um starfsemi
bæjar- og héraðsbókasafna hér á landi. Eru þær teknar saman af
bókafulltrúa fræðslumálaskrifstofunnar, Guðmundur G. Hagalin. —
Fyrrihluta ársins 1955 voru fyrir forgongu þáverandi menntamála-
ráðherra Bjarna Benediktssonar, sett lög um almenningsbókasöfn.
Er þar svo fyrirmælt, að á landinu skuli vera 31 almenningsbóka-
safn (bæjar- eða héraðsbókasafn), en auk þess sveitabókasöfn og
bókasöfn heimavistarskóla og annarra opinberra stofnana. Sérstak
ur bókafulltrúi á samkvæmt lögunum að hafa eftirlit með söfnun-
um, og eru það skýrslur hans fyrir árið 1956, sem nú hafa verið
sendar Morgunblaðinu. Nokkur atriði þeirra fara hér á eftir, eu
annarra verður getið síðar:
31 safn, 17 lána út bækur.
I árslok 1956 voru bæjar- og
héraðsbókasöfn orði» eins mörg
og kveðið er á um í lögum um
almenningsbókasöfn: Bæjarbóka
söfn 5, bæjar- og héraðsbókasöfn
9 og héraðsbókasöfn 17. En að-
eins 17 af bókasöfnunum héldu
uppi útlánastarfsemi á árinu.
Öll bæjarbókasöfnin lánuðu út
bækur, nema safnið í Ólafsfirði,
sem var í flokkun og skráningu,
og sömuleiðis bæjar- og héraðs-
bókasöfnin að undanskildu safn-
inu í Keflavik. Það skorti bæði
bókakost og húsnæði. Aðeins
bókasöfnin í Reykjavík, á ísa-
firði, Siglufirði, Akureyri og í
Vestmannaeyjum höfðu opinn
lestrarsal.
Einungis S héraðsbókasöfn
gátu á árinu lánað út bækur.
Fjögur gátu ekki hafið starfsemi
sína vegna vöntunar á húsnæði.
En í hinum var unnið að nýskip-
an. Aðeins í Hafnarfirði, Reykja-
vík, á Akranesi, ísafirði og Ak-
ureyri voru laun bókavarða mið-
uð við, að bókavarzlan væri aðal
starf.
Skýrslur um bókakost safn-
anna voru enn ekki til, og hjá
ýmsum þeirra, sem störfuðu, var
ekki skýrslugerð um starfsemina
til fulls komin í tilskilið form
Þá voru og útlán til sveitarbóka-
safna lítt hafin.
Húsnæðismál safnanna
Bókasöfnin í Reykjavík, á ísa-
firði og Akureyri störfuðu í all-
góðu húsnæði, en öll hin söfnin
áttu annað tveggja við að búa
of þröng og óhentug eða jafnvel
engin húsakynni. í Hafnarfirði
er verið að ljúka við bókasafns-
hús, sem verður hið eina á land-
inu, er geti talizt sambærilegt við
beztu húsakynni slíkra safna er-
lendis, og mun safnið flytja á
neðri hæð hússins fyrir vorið.
1 Stykkishólmi, þar sem gam-
alt og merkilegt safn hefur legið
undir skemmdum af vatnsgangi á
vetrum og ekki verið starfrækt
vegna þrengsla, er hafin bygging
myndarlegrar bókhlöðu. — í
Keflavík hefur verið innréttað
handa safninu allrúmgott hús-
næði í nýju steinhúsi, og á Sauð
árkróki hefur safnið með 50 þús.
króna styrk af byggingarfé bóka-
safna, keypt efri hæð í húsi, bar
sem það áður átti neðri hæðina
Þá hefur safnið í Vestmannaeyj-
um verið flutt í betri og rýmri
húsakynni en það hafði áður.
í Kópavogi, Ólafsfirði, á Egils
stöðum, í Neskaupstað, Eskifirði.
Höfn í Hornafirði og á Hvols-
velli, er ýmist hafin eða að hefi-
ast bygging félagsheimila, bar
sem búið verður allvel að bóka-
söfnum. A Seyðisfirði mun verða
byrjað í vor á húsi, þar sem bóka
safninu er ætlað rúm, og hefur
því verið veittur 50 þúsund kr.
byggingarstyrkur frá ríkinu.
Notkun safnanna
Lánuð voru alls á árinu úr 17
Dagskrá Alþingis
DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis
þriðjudaginn 4. febr. 1958, kl.
1.30 miðdegis:
1. Flugsamgöngur við Vestfirði
þáltill. Siðari umræða.
2. Útboð opinberra fram-
kvæmda, þál.till. Ein umr.
söfnum 238.408 bindi, en sum
söfnin lánuðu ekki bætur nema
nokkurn hluta ársins vegna ný-
skipunar. Lánþegar voru samtals
8685. Lánuð bindi voru að meðal-
tali á lánþega 27.4, á hvern íbúa
2.8 bindi.
Hlutfallslega voru útlánin mest
á þessum stöðum:
í Neskaupstað 6 bindi að meðal
tali á íbúa.
í Vestmannaeyjum 3.9 bindi að
meðaltali á íbúa.
Á Akranesi 3.9 bindi að meðal-
tali á íbúa.
Á Siglufirði 3.7 bindi að meðal-
tali á íbúa.
I Reykjavík og á Akureyri
höfðu útlán bóka lækkað að mun
frá því árið áður, en hækkað
mest í Hafnarfirði og á ísafirði.
Af Iánuðum bókum í 17 söfn-
um voru að meðaltali 76% skáld-
rit, en náin greining á efnisflokK-
un annarra rita iiggur enn ekki
fyrir nema frá tiltölulega fáum
söfnum.
i.t . w*i»
F
P „
Danski Rock’n Roll söngavrinn James Rasmussen kom hingað
sl. laugardagskvöld ásamt fjórum félögum sinum, sem nefndir
eru Jamesmenn hans. Þeir hafa síðan skemmt í Austurbæjar-
bíói. James Rasmussen, sem kallaður hefur verið „Tommy
Steele Norðúrlanda", er fyrir miðju á myndinni, sem tekin var
við komu þeirra félaga til Reykjavíkur.
Hvað er að gerast í
bifreiða I jósa málum?
LJÓSTÆKNIFÉLAG fslands er
félagsskapur, sem’ hefur það mark
mið að beita sér fyrir bættri og
aukinni lýsingu og þar með
auknu öryggi, afköstum og vel-
líðan. Félagið gefur hlutlausar
leiðbeiningar um allt, sem varð-
ar lýsingartækni og er það i samr.
bandi við samsvarandi erlend fé-
lög. Félagið var stofnað 22. októ-
ber 1954 og er því aðeins þriggja
ára.
Fyrstu afskipti Ljóstæknifé-
lags íslands af bifreiðaíjósamál-
slírif’ar ur
dagieqa lífinu
„ Kæri Velvakandi.
MIG langar til að biðia big
fyrir nokkrar línur til birt-
ingar í dálkum þínum til að vekja
athygli á torskildu fyrirbæri í
sambandi við póstflutninga með
flugvélum hér austur yfir haust
og vetrarmánuðina. en þá eru
ekki fastar áætlunarferðir bif-
reiða niður firðina í sambandi
við komu flugvélanna til Egis-
staða.
Á þessu tímabili heldur Flug-
félag íslands uppi þrem ferðum
í viku hverri milli Reykjavíkur
og Egilsstaða, og gætu mer.n ætl-
að að ferðir þessar sköpuðu greið
ar póstsamgöngur milli Reykja-
víkur og Austfjarða. Því fer þó
alls fjarri að svo sé.
Daglegar ferðir eru á mil’i
Egilsstaða og Reyðarfjarðar, svo
að alla jafnan kemst pósturinn
fljótlega niður á Reyðarfjörð, en
þar strandar hann. Er þetta ekki
á nokkurn hátt sök póstafgreiðslu
mannsins á Reyðarfirði. Það ein-
kennilega hefur skeð, að hann
hefur fengið ströng fyrirmæli frá
„æðri stöðum“ um að leggja alls
ekki í þann kostnað að senda póst
inn áfram með bifreiðum. Skal
hann bíða eftir skipsferð, nema
hann vilji leggja það á sig að
standa úti á gatnamótum og
stöðva bíla, sem fara um, og biðja
þá að taka póstinn með endur-
gjaldslaust. Er varla hægt að
ætlast til þess af honum.
Ég vil sem dæmi nefna, að
komið hefur fyrir, að flugpóstur
frá Reykjavík, sem átt hefur að
fara til Eskifjarðar, hefur legið
10 daga á Reyðarfirði. Hefur þá
tekið ca. 4 tíma að koma póstinum
frá Reykjavik til Reyðarfjarðar,
en 10 daga frá Reyðarfirði til
Eskifjarðar. Eru þó ekki nema
15 kílómetrar eða 20 mínútna
akstur milli þessa staða. Þegar
ég skrifa þesar línur hefur
Reykjavíkurpóstur, sem fara á
til Eskifjarðar, legið á Reyðar-
firði í 7 daga. Sömu sögu er að
segja, ef senda á bréf frá Eski-
firði með flugvélunum. Verður
þá sendandinn að koma bréfun-
um á einhvern farþega, er ætlar
með, ef hann vill tryggja sér, að
bréfin komist.
Maður getur vart trúað öðru,
en hér sé um einhvern misskiln-
ing að ræða, sem hljóti að verða
lagfærður, er vakin er athygli á
honum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Virðingarfyllst,
Eskfirðingur".
Mistakaskop-
leikurinu
ÞESSA dagana stendur yfir lítil
en skemmtileg leiktjaldasýn-
ing í Sýningarsalnum á verkum
þeirra Magnúsar Pálssonar og
Sigfúsar Halldórssonar.
Þarna er m.a. hreyfanlegt líkan
af hringsviði fyrir Mistakaskop-
leikinn eftir Shakespeare, sem
Magnús hefur gert. Leikritið er
sjálfsagt einna rýrast í roðinu af
öllum verkum meistarans, en
bygging þess er slík, að það gefur
gott tækifærið að nota hringsvið
á skemmtilegan hátt.
Leikurinn segir frá því, er
Solinius nokkur, kaupmaður að
atvinnu,verður skipreika á Mið-
jaðarhafi. Með honum á skipinu
voru tveir synir hans, tvíburar,
og tveir tökudrengir, sem líka eru
tviburar. í hörmungunum, sem
slysinu fylgja, tvístrast hópurinn.
Annar sonurinn, Antífólus í Sýra-
kúsu, elst upp með öðrum töku-
drengnum, Drómíó í Sýrakúsu.
Einnig alast hinir drengirnir tveir
upp saman og nefnast Antlfólus
í Efesus og Drómíó í Efesus.
Þegar drengirnir eru fullvaxn-
ir, liggja leiðir allra þessara skip-
botsmnna saman í borginni Efe-
sus, en nafnarnir og tvíburabræð
urnir eru þá svo líkir, að allt
verður tómur misskilningur.
Mikill hluti leiksins er eitthvað
á þessa leið:
Antífólus og Drómíó í Efesus
standa út á torgi og brugga mikil
ráð. Antífólus fer. Varla er hann
kominn fyrir horn, er Antífólus í
Sýrakúsu kemur inn hinum meg-
in á sviðinu og tekur
Drómíó í Efesus tali. Drómíó
heldur að Antifólus í Efesus sé
kominn aftur og Antífólus í Sýra
kúsu heldur að Drómíó í Efesus
sé Drómíó í Sýrkúsu. Þarf auð-
vitað ekki að orðlengja um allar
þær afleiðingar, sem þetta hefur.
Þar að auki koma ýmsar fleiri
persónur við sögu, sem alls ekki
geta þekkt bræðurna sundur, og
bætir það sízt úr skák sem von-
legt er.
Mistakaskopleikurinn var eitt
af fyrstu verkum Shakespare.
Elztu heimildir um sýningu á hon
um eru frá 1594. Þá buðu lög-
menn í einu af lögfræðingafélög-
um Lundúna starfsbræðrum sín-
um í öðru félagi til jólaveizlu,
og átti að sýna leikinn þar. Fleiri
gestir komu hins vegar en við var
búizt, og gerðist svo þröngt, að
veizlan leystist upp og varð af
hið mesta hneyksli. Leikurinn er
soðinn upp úr tveimur róm-
verskum skopleikum, og gott ef
það var ekki einhvern tíma sagt,
að aðalmistökin i Mistakaskop-
leiknum væru þau, að skáldið
Shakespeare færi þar alltaf á mis
við leikhúsmanninn Shakespeare!
En sem sagt: Nú hefur Magnús
Pálsson komið til hjálpar.
Víxlar með afföllum
,RÐSENDING hefur borizt til
Velvakanda norðan af Húsa-
vík. Er þar farið fram á, að 2. og
3. hluti framhaldsleikrits Agnars
Þórðarsonar verði endurtekinn í
útvarpinu. í fyrradag var 2. hluta
leikritsins útvarpað í annað sinn,
en hér með er komið á framfæri
óskinni um að gera slíkt hið sama
við þriðja hlutann. Sá, sem orð-
sendingunni kom á framfæri,
segir, að rafmagnslaust hafi verið
í Húsavík og víðar um þær slóðir
á fimmtudaginn, er þessi þáttur
leikritsins var fyrst flutur.
unum voru þau, að á fundi, sem
haldinn var í desember 1956, var
samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Fundur í Ljóstæknifélagi fs-
lands haldinn í Tjarnarkaffi 10.
desember 1956, skorar á lögreglu
stjóra að beita sér íyrir því, að
tekið verði upp strangara eftir-
lit með ljósaútbúnaði bifreiða en
nú er“.
Áskorun þessi var síðan send
lögreglustjóranum í .Reykjavík.
Þann 26. október s.l. var af
Ljóstæknifélagi íslands skipuð
þriggja manna nefnd, bifreiða-
Ijósanefnd Ljóstæknisfélags ís-
lands. í henni eiga sæti Gísli
Jónsson, rafmagnsverkfræðingur,
formaður, Aðalsteinn Guðjohn-
sen, rafmagnsverkfræðingur, og
Bergsveinn Ólafsson, augnlækn-
ir.
Starfssvið þessarar nefndar er
m.a. að kynna sér, hvernig háttað
er stillingu bifreiðaljósa hér-
lendis og gera tillögur til úrbóta,
ef þörf kræfi.
Ljóst er ,að brýn nauðsyn er að
fá nýjareglugerð um ljósabúnað
bifreiða. Bifreiðaljósanefndin
hyggst því gera tillögu um nýja
reglugerð um ljóaútbúnað bif-
reiða og leiðbeininsar um still-
ingu framljósa bifreiða. Nefndin
hefur nána samvinnu við lög-
reglustjórann í Reykjavík og
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
Tvö alþjóðleg samtök, þ.e. al-
þjóða stöðlunarsamtökin, Organ-
isation Internationale de Normal-
isation (I.S.O.) og alþjóða ljós-
tækninefndin, Commission Inter-
nationale de l.Eclairage (C.I.E.),
skipuðu árið 1951 sameiginlegan
vinnuflokk, sem nefnist roup 4e
Travaile, Bruxelles (G.T.B.).
Vinnuflokkur þessi hefur unnið
að þvi að semja alþjóðlega reglu-
gerð hugsuð sem fyrirmynd fyrir
þær þjóðir, sem þurfa að semja
sína eigin reglugerð.
Vinnuflokkurinn hefur, síðan
fsland varð meðlimur í C.I.E.,
sent Ljóstæknifélagi íslands
skýrslur sínar og er þar mikinn
fróðleik að finna, sem er okkur
íslendingum mjög nytsamlegur.
Bifreiðaljósanefndin hefur lagt
drög að því að fá upplýsingar um
sem flestar gerðir tækja til þess
að stilla með framljós bifreiða og
hefur hún skrifað 18 íyrirtækjum,
sem framleiða slik tæki. Svör
hafa þegar borizt frá flestum
þeirra.
Að lokum skal þess getið. að
það hefur veldið miklum erfið-
leikum við viðhald og eftirlit á
framljósum bifreiða, að ísland
skuli vera eitt af þeim fáu lönd-
um, sem hafa vinstri handar
akstur.
Fram að þessu hafa framljós
af evrópsku gerðinni verið þann-
ig, að sama luktin er nothæf við
jafnt vinstri handar sem hægri
handar akstur. En nú er komin
fram ný gerð, hin svonefnda
„asymmetriska" Evrópugerð,
sem er eldri gerðin endurbætt og
á áreiðanlega eftir að ryðja sér
mikið til rúms. Framlukt af þess-
ari gerð er ekki nothæf við bæði
vinslri og hægri handar akstur.
Framvegis verða því, vegna
vinstri handar aksturs, ekki ein-
göngu vandræði með amerískar
luktir, heldur einnig evrópskar.
Á þessu má sjá, hversu mikil-
vægt það er vegna Ijóaútbún-
aðar bifreiða, að tekinn verði upp
nú þegar hægri handar akstur.
RAGNAR JÓNSSQN
hæstarcUurlogmuður.
Laugaveg. 8. — Sími 17752.
Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla.
HILMAR FOSS
liigg. „kjulaþýð. & r.ómt.
Hafnarstræti 11. — Símx 14824.
Gísli Einarsson
licraðsdóinslögmaður.
Málliutningsskrifstofa.
Laugavegi 20B. — Simi 19631.
PÁLL S. PÁLSSON
hæsturétturlögniuðui.
Bankastræti 7. — Sími 24-200.