Morgunblaðið - 04.02.1958, Síða 8
8
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. febrúar 1958
40 þús. bílum fleygf
í Svíþjóð síðastliðið ár
GAUTABORG. —
vandræða. Hver
þessa bíla? Erfitt
svæði fyrir þessi
Það horfir til
á að „jarða“
er að fá jarð-
ílök, auk þess
sem engin prýði þykir að slíkum
„kirkjugörðum". Þetta eru sem
sagt bílar, sem ekki svarar leng-
ur kostnaði að gera við. Þeir, sem
eiga slíka bila og hirðulausastir
eru, skilja þá eftir á götunum
eða aka þeim eitthvað út fyrir
bæinn og skilja þá eftir úti i
móum — taka síðan strætisvagn
heirri^ Þeir, sem hafa til að bera
einhverja fegurðartilfinningu
sökkva bílum sínum í sæ eða
þvíumlíkt, — eða að minnsta
kosti sjást þeir hvergi. Svo eru
það þeir, sem vilja fá nokkrar
krónur fyrir flökin sín og vilja
teljast hirðusamir. Þeir aka þess-
um dauðsdæmdu bílum sínum til
svokallaðra flakakaupmanna,
sem gjarnan greiða nokkrar
krónur fyrir þá. Síðan skrúfa
þeir úr flökunum það sem nýti-
legt er, og hitt sem eftir er fær
Útibíó til höfuðs
sjónvarpi
KAUPMANNAHÖFN, 29. jan. —
Bandaríska blaðið „The Satur-
day Review“ hefir skýrt frá því,
að nú fari aðeins um 30 millj.
Bandaríkjamanna í bíó á viku
hverri, en 1946 var sambærileg
tala um 90 millj. Af þessu megi
sjá, hve bíósókn hafi minnkað á
undanförnum árum í Bandaríkj-
unúm. En hver er ástæðan? Jú,
blaðið hefur svarið á reiðum
höndum: það er sjonvarpið. Fólk
vill heldur sitja heima og horfa
þar á sjónvarpsdagskrána en að
fara í bíó. Af þessum sökum hafa
stærstu kvikmyndafélögin í
Hollywood þurft að draga sam-
an seglin og framleiða nú til-
tölulega fáar myndir.
Kvikmyndaframleiðendur hafa
reynt að svara sjónvörpunum
með því að koma á fót útibíóum,
þar sem menn geta horft á kvik-
myndirnar í bílum sínum. Nú eru
um 4500 slík kvikmyndahús í
Bandarikjunum og er reiknað
með því, að um 75 millj. manna
sæki þau í viku hverri.
Skúli Jóhannsson kaupm.
Minningarorð
síðan að ryðga niður í kyrrð og
ró. Járnaruslið er ekki það verð-
mætt að það borgi sig að skrúfa
það í sundur og selja sem brota-
járn. Reiknað er með að um
40.000 bílum hafi verið fleygt sl.
ár. Þetta er allhá tala í augum
okkar fslendinga, en hlutfallslega
lítil í hlutfalli við bílafjöldann
i öllu landinu og miðað við það
að hver og einn getur farið inn
í bílabúð, lagt 50% af andvirði
bílsins á borðið og ekið út nýj-
um bil — að vísu með afborgun-
arhugleiðingar í kollinum.
100.000 eftir nokkur ár
Ef við segjum að hér sé um
það bil ein milljón skrásettra
bíla og hver endist í 10 ár, þá
sér maður fljótlega að flökin
verða 100.000 árlega innan.
skamms. Hvað á að gera við þau?
Hingað til hafa starfsmenn
öskuhreinsunarinnar getað tekið
við bílum þeim er lögreglan hef-
ir „fundið“ á götunum og hafa
verið til trafala fyrir umferð-
ina — en nú er landrýmið einn-
ig á þrotum þar. Með þessa bíla
er farið sem hverja aðra hluti
sem finnast, þ. e. a. s. réttur eig-
andi getur sótt bílinn sinn inn-
an sex mánaða. Annars eru þeir
seldir, en forráðamenn ösku-
hreinsunarinnar eru ánægðir ef
þeir fá fyrir flutningskostnaðin-
um.
Yfirbyggingarmar erfiðastar
Flestir selja flökin til þessara
flakakaupmanna, sem varla
greiða marga tugi króna fyrir
þau. Kaupmennirnir koma sér
svo upp miklu magni af vara-
hlutum, sérstaklega í þá bíla, sem
orðnir eru það gamlir að ekki er
mögulegt að fá í þá varahluti
lengur. Húsin standa svo eftir
mikil fyrirferðar. Lausnin er sögð
vera gríðarstór pressa á hjólum,
sem aka mætti á milli „kirkju-
garðanna" og pressa saman húsin
og gera þau minni fyrirferðar.
Um leið yrði flutningskostnaður-
inn minni og þá borgaði sig að
selja þetta sem brotajárn.
— Fréttaritari.
GEITHELLAR í Alftafirði í
Suður-Múlasýslu hafa um langan
tíma verið stórbýli. Jörðin er vel
í sveit sett, og er þar landrými
mikið og landkostir góðir. Rétt
fyrir aldamótin síðustu keypti
Einar Magnússon jörðina og hóf
þar búskap. Einar var sonur
Magnúsar ríka á Bragðavöllum.
Mun Magnús hafa verið talinn
með rikustu mönnum á Austur-
landi og þó víða væri leitað. Um
ríkidæmi Magnúsar hafa mynd-
azt margar sagnir. Og eru sum-
ar nokkuð þjóðsögukenndar.
Skapast slík sagnfræði oft á ótrú-
lega skömmum tíma um þá, sem
ekki binda bagga sína sömu
hnútum og samferðamenn. Kona
Einars á Geithellum var Guð-
finna Jóhannsdóttir. Var hún
systir Bjargar móður Sigurðar
Einarssonar í Odda á Fáskrúðs-
firði og Einars Einarssonar út-
gerðarmanns á Akureyri. Guð-
finna var kvenskörungur hinn
mesti. Byrjaði hún daginn
snemma og gekk seint til rekkju
Stjórnaði hún ekki aðeins mann-
mörgu heimili innanhúss, heldur
fylgdist hún með störfum hús
bóndans og var samvinna þeirra
og sambúð jafnan með ágætum.
Guðfinna var burtkölluð á bezta
aldri eða aðeins rúmlega 46 ára.
Var hún mjög harmdauði öllum,
sem til þekktu.
Árið 1899 giftist Helga dóttir
Guðfinnu og Einars írænda sín-
um Jóhanni Jónssyni. Hófu þau
búskap á Geithellum og bjuggu
þar ávallt við mikla rausn. Jó-
hann var búmaður hinn mesti og
hvers manns hugljúfi. Hann var
mjög stórhuga og hafði margt
hjúa eins og Guðmundur ríki á
Möðruvöllum. íbúðarhús mikið
byggði hann á jörðinni. Bar það
mjög af öðrum byggingum, er
þá tíðkuðust bæði í Álftafirði og
næstu sveitum. Húsmóðirin á
Geithellum virtist í mörgu bera
svipmót nöfnu sinnar á Grund i
Eyjafirði, þó að hún þyrfti aldrei
að skilja eins við gesti sína. þvi
að frá Geithellum fóru flestir
ríkari en þeir komu. Jóhann dó
úr lungnabólgu 1916. Voru þá
börnin flest á barnsaldri. Og
hafði þeim hjónum orðið 8 barna
auðið. Þrjú þeirra dóu í æsku.
En Sigríður mesta ágætisstúlka,
sem var fædd 1904, dó á Vifis-
stöðum 1932. — Einar og Þor-
finnur rækta og fegra óðal feðra
sinna á Geithellum. Jón vinnur í
trésmiðjunni „Víði“ í Reykja.
vík. Hann er búsettur í Kópavogi.
En yngstur stystkinanna var
'Skúli kaupmaður í Reykjavík.
Hann var fæddur 28. maí 1910, en
andaðist eftir stutta legu 8 f.m.
Þegar ég frétti lát þessa frænda
míns, þá kom mér í hug þetta
erindi, sem móðurbróðir okkar
beggja Sigurður Malmquist orti
um móður sína Játna:
„Þegar öss rutt höfum
bj argræðisbrautir,
búið oss framtíð
lífsþrautir,
komnir á gæfunnar
sem hæst
hretviðri dauðans þá oftast
er næst“.
og unnið
himin
í uppvexti sínum vandist
Skúli allri algengri vinnu ems
og hún gerist bezt á góðu sveita-
heimili, og er fátt betur þrosk-
andi. Ekki virðist hann hafa haft
hug á langri skólaveru. Við vega-
gerð og brúarsmíði vann hann
hins vegar flest sín- unglingsár.
Höiðliogleg gjöi
HINN 31. jan. sl. færði ungíru
Sigriður Pétursdóttir líknarsjóði
Hallgrímskirkju í Reykjavík að
gjöf kr. 10.000.00. Gjöf þessi er
gefin til minningar um Gisla
Bjarnason trésmiðameistara, eri
hann var fæddur 31. jan. 1878
(fyrir 80 árum). Þessi ágæca
gjöf gerir sjóðnum fært að taka
til starfa um næstu áramót, sam-
kvæmt skipulagsskrá. — Stjórn
líknarsjóðsins færir gefandanum
innilegar þakkir fyrir þessa
ágætu gjöf.
F. h. stjórnar líknarsjóðs
Hallgrímskirkju í Reykjavík
Gísli Jónaso. ;i.
Kynntist hann þó mönnum og ó-
líkum landshlutum víða um land.
Hefur sú kynning og hin fjöl-
breyttu vinnubrögð verið honum
ekki minni lærdómur en öðrum,
sem aldrei drepa hendi sinni í
kalt vatn, margra ára skólaseta.
Enda var hann víð vel heima.
Nokkru eftir 1930 byrjar Skúli
a verðbréfasölu í Reykjavík.
Stundar hann þá atvinnu um hríð.
Síðar gerist hann sölumaður og
hafa ýmiss konar verzlunarstörf
verið hans aðalatvinna. Þótti
hann jafnan ötull í starfi sínu.
Skúli átti því láni að fagna að
öðlast ágætan lífsförunaut.
Kvæntist hann Kristínu Sigurðar
dóttur frá Iiólakoti í Hofshreppi
í Skagafirði. Hafa fáar konur
verið mörgum sínum meira. Þau
eignuðust einn son Sigurð Jó-
hann.
Kristín og Skúli áttu fallegt
heimili á Laugarteigi 21 í Reykja
vík. Og þótt góð heimili vitni
fremur um handbragð húsmóður-
innar en um störf bóndans, þá
má þó fljótt sjá, ef einhver þátt-
ur er vanræktur. En hér bar allt
vott um þá snyrtimennsku, sem
sést aðeins, þar sem samstilltar
hendur stefna að sama marki. Og
innan þessara vébanda munu
fleiri hafa fundið en nánustu
vinir og frændur, þegar gest-
urinn var leiddur til sætis og
húsmóðirin bar fram dýr veizlu-
föng, að hér var gott aí vera.
Samræður urðu litríkar, allt við-
mót og öll háttvísi húsbóndans
bar þess vott, að hann hafði alizt
upp á mannmörgu og gestrisnu
heimili. Kunni hann ekki síður
að fagna gestum sínum en vera
gestur annarra. Alls staðar var
hann hrókur alls fagnaðar og-
eftirsóttur þar sem góðir vinir
mætast. Er því víst, að sá hringur
nær langt þar sem þeir, sem
þekktu hann bezt og höfðu af
honum nánust kynni, sjá nú
opið skarð og vandfyllt.
Aðalsteinn Gíslason.
Á sævaislóðum og iandleiðum
EG var að ryðja borð og stóla,
láta bækur, sem þar höfðu hrúg-
azt upp, í skápa mína. Þá var
mér litið á bókarkjöl og las:
Óskar Jónsson: Á sævarslóðum
og landleiðum. Ég greip bókina
og tók að blaða í henni, settist
síðan og las lengi vel, og haL'ði
ég þó lesið l.ana áður Og skaut
þá allt í einu upp í huga mér:
„Nú hefur þú setið mörg kvöld
og skrifað um hinar og þessar
bækur í Eimreiðina. Hví skrifar
pú ekki nokkur orð um þessa,
sem ber þér boð um bernsku- og
æskudaga í Dýrafirði og Arnar-
firði og lætur þér svífa fyrir
sjónir Barða og Nesdal, Fjalla-
skaga og Skagahlíðar, Svalvoga-
hlíð og Bjargafjörur, Lokin-
hamra, Álftamýri, Hlaðsbót og
Hrafnseyri — og bre^ður upp
myndum af gömlum kunningjum
þínum?“
Og það er stundum ekki ýkja-
langt hjá mér ennþá milli hug-
svifa og aðgerða.
. . . Óskar Jónsson, sem löngu
er þjóðkunnur fyrir störf sín á
opinberum vettvangi og reynzt
hefur mjög farsæll athafna- og
kaupsýslumaður, var — þá er við
vorum saman á skútu yngstir
skiphafnar, þegar orðinn feng-
sæll atorkumaður við fiskidrátt
og drjúgur verkmaður að hverju,
sem hann gekk. En hann var og
bókhneigður og gat um fleira tal-
að en þorsk og veður, og í fyrra
kom hann ýmsum á óvart með
því að senda frá sér þessa mynd-
arlegu bók.
í bókinni er fyrst sagt frá
bernskuheimili hans á Fjallar
skaga, sem nú er í eyði, en áður
þótti hin lífvænlegasta bújörð og
var lengi mesta verstöð allt frá
Deid að Blakki. Eru frásagnir
Óskars frá þessum tíma bæði fróð
legar og hugnanlegar. Þá segir
hann frá fyrstu sjómennsku sinni
á bátum og skútum og síðan for-
mennsku á árabátum í Nesdal
og Hlaðsbót, og man ég þá tíð,
að mikið orð fór af sjósókn og
aflabrögðum Óskars og þeirra
félaga. Þá eru frásagnir um fisk-
veiðar á stærri skipum, íslenzk-
um og færeyskum, en síðan taka
við sögur af ferðalögum um
byggðir og óbyggðir Islands og
um fjarlæg lönd, meðal annars
Rússland Stalins og Pólland.
Hefur Óskar verið athugull á
ferðum sínum, drepur á sitthvað
sem við kemur menningu þjóð-
anna og sögu, og iðulega segir
hann frá skoplegum atvikum. —
Þriðji kaflinn fjallar um störf
Óskars í síldarútvegsnefnd, ný-
byggingarráði, viðskiptanefnd og
fjárhagsráði. Er frásögn hans um
þessi störf fróðleg og vitnar um
víðsýni hans og réttdæmi, sýnir
og glögglega viðhorf manna við
þessum stofnunum. Loks eru sög-
ur um dularfull fyrirbrigði, og
kemur þar upp úr dúrnum, að
þessi gáfaði og raunsæi maður
viðskipta- og athafnalífs telur sig
sannfróðan um slíkar furður. __
Þarna segir frá undralækningu,
sem varð fyrir tilstilli frú Mar-
grétar frá Öxnafelli, huldukind-
um og samskiptum huldufólks
við mennska menn, mjög göml-
um draug, sem gerðist fyrir sakir
ættrækni íhlutunarsamur um
gerðir Óskars, hávaða og gaura-
gangi af völdum drukknaðra
manna og loks frá svipum, sem
sýndu sig í fyllsta meinleysi.
Bók Óskars er rituð á góðu
máli, frásögnin laus við allt
óþarft og ósmekklegt skrúð og
vitnar um, að höfundur segir að
eins það, sem hann veit sannast
og réttast. Og yfir henni er blær
þjóðhollustu, hleypidómaleysis
og þrátt fyrir allt trú á það, að
„vagninn“ líði þó eitthvað í átt-
ina.
Nokkrar myndir prýða bókina,
en því miður engar frá bernsku-
og æskustöðvum Óskars, þar sem
lítið skipbrotsmannaskýli þrum-
ir nú eitt yfir tóftarbrotum, sem
eru hinar einu minjar athafna-
sams og oft glaðværs mannlífs.
Guðmumlur Gíslason Hagalín.