Morgunblaðið - 04.02.1958, Side 10

Morgunblaðið - 04.02.1958, Side 10
10 MORGVTSTtT AÐll Þriðindagur 4. febrúar 1958 trpitilíMiilí 0tg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: öigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. GERBREYTT VIÐHORF UTAN OR HEÍMI Frá Sameinuðu þjóðunúm r DAG kemur Alþingi sam- an til fundar í fyrsta skipti eftir að hlé var gert á störfum þess fyrir jól. Þá gafst ríkisstjórn og meiri- hluti Alþingis upp við það, sem heitið hafði verið, að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög. Karl- mennsku skorti þó til að viður- kenna þetta berum orðum, en staðreyndin sjálf verður ekki um flúin. Raunverulega skorti nær 100 milljónir króna til tekju- hallalausrar afgreiðslu fjárlag- anna. Þar á ofan bætist stórfé, sem vantar til dýrtíðarráðstaf- ana, og var borið fyrir, að þau mál öll ætti að taka til ákvörð- unar eftir þinghléið. ^ Eysteinn Jónsson, fjármálaráð herra hafði raunar rétt fyrir upp haf Alþingis í haust sagt, að nauð synlegt væri að finna „varan- lega lausn“ dýrtíðarmálanna og núverandi stjórnarflokkar hefðu góða aðstöðu til þess. Svo sem nærri mátti geta, varð ekki meira úr efndunum en áður. Hin „varanlegu úrræði“ eru enn ókomin. Ekki þótti ráðlegt að sýna þau fyrir kosningar og engan skyldi undra, þótt enn óráðlegra þætti að koma fram með þau nú. Allt tal stjórnarflokkanna um „varanleg úrræði" í efnahags.núl unum hefur reynzt marklaust orðagjálfur, sem hefur skort vilja og kraft til að fylgja eftir. Þar er hlutur margra litill en einskis þó minni en Eysteins í þinghléinu hefur gerzt at- burður, sem hlýtur að rifja upp fyrir mönnum lítilþægni Eysteins. Jónssonar. Fjármálaráðherra Stóra-Bret- lands sagði af sér störfum vegna þess, að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn vildu ekki halda niðri útgjöldunum á þann veg, sem fjármálaráðherrann taldi þjóðar- nauðsyn. Ágreiningsefnið var þó ekki meira en svo, að minna var en 1/100 af heildarútgjöldum ríkisins. Áður er hinn fyrrver- andi íjármálaráðherra gerði grein fyrir máli sínu, töldu sum- ir hér um helzt til lítið að tefla. Eftir greinargerð hans eru þær raddir þagnaðar og vegur hans hefur mjög vaxið. Sumir telja, að afsögnin muni marka tíma- mót í Bretlandi, eða a. m. k. verða hollur lærdómur fyrir stjórnarvöldin um að fara var- lega í aukningu útgjalda. Með svipuðum hætti bar það við í Frakklandi á sl. ári, að fjármálaráðherrann þar hótaði að segja af sér, ef útgjöld yrðu hækkuð frá því, sem hann hafði lagt til. Fyrir þessum úrslitakost- um beygðu þingmenn sig, og var það í senn talið til aukins heið- urs fyrir franska þingið og fyrir þann ráðherra, sem hlut átti að. k Fjármálaráðherrann á Islandi hefur ekki þvílíka starfshætti. Fyrir nokkrum árum hótaði hann að vísu að segja af sér, ef söluskatti yrði að nokkru leyti ráðstafað til sveitarfélaganna, sem eru í mikilli fjárþröng. Af því dæmi má sjá, að Eysteinn Jónsson kannast við þetta úrræði til að koma máli sínu fram. En hann hefur aldrei beitt því til að halda útgjöldum niðri. f athuga- semdum við fjúrlagafrumvavrpið í haust sagði: „— — — ríkisstjórnin mun, í samráði við stuðningsflokka sína á' Alþingi, taka ákvarðanir um á hvern hátt tryggð verði af- greiðsla greiðsluhallalausra fjár- laga“. Þessu ótvíræða loforði var full nægt á þann frumlega hátt, sem áður getur, að meira en 1/10 út- gjaldanna var tekinn af frum- varpinu, ekki til þess að spara útgjöldin, heldur til þess að afla teknanna eftir bæjarstjórnar- kosningarnar! ★ Yfir þessari og annarri frammi stöðu ríkisstjórnarinnar kváðu kjósendur upp dóm sinn hinn 26. janúar sl. Svo sem Hannibal Valdimarsson hafði spáð, reynd- ist sá dagur tímamótadagur. Hann gerbreytti stjórnmálaaðstöðunni í landinu. Þangað til gátu menn deilt úm, hvort stjórnarflokkarnir hefðu aukið sér álit með stjórnarstörf- unum undanfarna 18 mánuði. Ríkisstjórnin hefur hlotið ein- dregnara vantraust við þessar kosningar, en nokkrar kosningar hér á landi hafa sýnt allt frá því 1908, þegar uppkastið svokallaða var fellt. Eftir bókstaf laganna er stjórn- inni að vísu ekki skylt að segja af sér. Hannibal Valdimarsson sem á kosningadaginn hafði talað um „tímamótadag", var fljótur að skjóta sér í þetta skálkaskjól, eftir að hann hafði fengið málið að nýju að lokinni talningu at- kvæða á Skagaströnd. Forsætis- ráðherrann tróð síðan í slóð Hannibals, jafnframt því sem í honum hlakkaði yfir hinum tak- mörkuðu sigurvinningum síns eigin flokks, er allir voru á kostn- að samstarfsmannanna og þá eink um Alþýðuflokksins, sem hann hafði heitið sérstökum tryggðum. Stjórnarherrarnir sjálfir virð- ast ekki skilja nú frekar en áð- ur, hvað til þeirra friðar heyrir. Því meiri er gremja þeirra yfir, að víðs vegar utan úr löndum, þar sem menn hafa rætt kosninga úrslitin hér, koma samróma fregn ir um, að þau hljóti að leiða til stjórnarkreppu. Vantraustsyfir- lýsing þjóðarinnar sé svo ótví- ræð, að ómögulegt sé fyrir stjórn- ina að halda velli eftir þvílika útreið. Við íslendingar búumst trauðla við, að stjórnin sýni af sér slíka þjóðhollustu. Óttinn við kjósend- ur heldur henni vafalaust fast- ar saman en svo, að hún þori að taka hinum einu eðlilegu afleið- ingum kosningaúrslitanna. Allt mun þetta þó skýrast nán- ar á Alþingi, þegar það nú kem- ur aftur saman til funda. Þá mun og koma í ljós, hvort stjórnin hefur kjark til að fylgja eftir ráðagerðunum um löghelgun „guia hneykslisins“, gengislækk- un, eignakönnun og innköllun peningaseðla. Þó að stjórnin hafi ekki þor til að segja af sér, hefur hún sennilega ekki heldur fífldirfsku til að framkvæma þessar áætl- anir. Enn er þvi með öllu óvíst. hvaða mál stjórnin leggur n fyrir þingið. 200 þús. ungverskir flóttamenn fá samastað á ný Flóttamannafulltrúi Samein- uðu þjóðanna, Svisslendingurinn Auguste R. Lindt, fór nýlega til Budapest að beiðni ungverskra yfirvalda til þess að ræða flótta- mannavandamálið. Meðal þeirra atriða, sem voru efst á baugi í viðræðunum, var á hvern hátt væri hægt að sameina fjölskyld- ur á ný, sem orðið hafa viðskila og þá fyrst og fremst í sambandi við börn, sem urðu eftir í Ung- verjalandi er foreldrar þeirra flúðu, eða öfugt. Fátt hefir verið skýrt opinber- lega frá þessum viðræðum, en þó hefir Lindt leyft að hafa það eft- ir sér, að viðræðurnar hafi farið fram „í jákvæðum anda“. Flóttamannamál leyst á mettíma. Skrifstofa flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hefir nýlega birt yfirlit um ástand og horfur um afkomu hinna 200.000 Ung- verja er flúðu fósturland sitt eft- ir uppreisnina í október og nóv- ember í hitteðfyrra. Samkvæmt þessum upplýsingum er nú útlit fyrir, að allt flóttafólkið verði búið að fá nýjan samastað áður en langt um líður. í þessu sam- bandi má geta þess, að aldrei fyrr hefir tekizt að leysa jafnumfangs mikið flóttamannavandamál á jafnskömmum tíma og nú. Er þetta fyrst og fremst að þakka skilningi og fórnfýsi ríkisstjórna og einstaklinga og hinni ágætu samvinnu þeirra við skrifstofu flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Allir fá samastað fyrir kaustic í Austurríki dveljast ennþá um 8,500 ungverskir flóttamenn i flóttamannabúðum, en um 10.000 hafa komið sér fyrir annars stað- ar þar í landi. Af síðari hópnum hafa nokkrar þúsundir fengið samastað til langdvalar þar — og gera má ráð fyrir, að þetta fólk setjist að í Austurríki fyrir fullt og allt. Það er því gert ráð fyrir, að alls séu 12—13.000 ungverskir flóttamenn í Austur- ríki, sem afla þarf nýrra heim- kynna utan Austurríkis. Horfur eru taldar góðar-á að þetta muni takast í náinni framtíð. T.d. er gert ráð fyrir, að allmargir flótta- menn muni geta farið til Kanada með vorinu. Kanada hefir ekki tekið við innflytjendum um hríð sökum tímabundins atvinnuleys- is þar í landi yfir vetrarmánuð- ina. Vonazt er til, að allir ung- verskir flóttamenn, sem þess óska, hljóti samastað utan Aust- urríkis fyrir lok næsta sumars. Þungur baggi á Júgó- slövum Um 200.000 Ungverjar flúðu á sínum tíma til Júgóslafíu, flest- ir eftir að ungversku yfirvöldin höfðu hert á landamæraeftirliti við austurrísku landamærin. Nú hefir tekizt að afla öllum þeim flóttamönnum, sem til Júgóslavíu leituðu, framtíðarathvarfs. Gert er ráð fyrir að síðustu flóttamannabúðirnar þar í landi myndu verða tæmdar í lok janú- ar. Þegar þetta var skrifað voru 316 flóttamenn eftir i síðustu búðunum og þar af höfðu 197 leyfi til að flytjast til Bretlands- eyja. Nær helmingur af þátttökurikj um Sameinuðu þjóðanna hafa tek ið við ungverskum flóttamönn- um, eða veitt þeim fjárhagslega aðstoð. Fjárhagsaðstoðin nemur samtals sem svarar 275 milljón- um íslenzkra króna. Hefir sú upphæð nægt til þess að greiða fyrir flóttafólkið í Austurriki. k 85% af lánum Alþjóða- bankans í fyrra til Asíu og Afríkulanda í fyrra veitti Alþjóðabankinn samtals 26 lán eru voru alls að upphæð, sem nemur 502,4 millj. dollara. Um 70% þessara lána fóru til Asíuþjóða, 15% til Afríku, 10% til. Suður-Ameríku-þjóða og 5% til Evrópuþjóða. Af þessari upphæð runnu 236,5 milljónir dollara til samgöngu- bóta (vegaviðhalds, járnbrauta- lagninga, vegagerðar o .s. frv.), 105,4 milljónir til raforkuvera, 73,5 millj. dollara til iðnaðar- mála, 12 milljónir til landbún- aðarframkvæmda og 75 milljónir dollara til annarra framfara mála. Yfirlit yfir lánastarfsemi bank- ans árið sem leið gefur góða hug mynd um hve stórfelld hún er. Stærsta lán bankans var að upphæð 75 milljónir dollara. Er það stutt lán veitt til þess að styðja 7 ára áætlun Irans. Thai- land tók 66 milljón dollara lán, sem að mestu verður varið til raforkuframkvæmda í landinu. Belgíska Kongó fékk 40 millj. dollara lán til vegagerða, en þar í landi hefir verið gerð 10 ára áætlun um bættar samgöngur á þessu víðlenda og auðuga svæði í Afríku. ★ Öryggisráð Sameinuðu þjóö- anna hélt samtals 49 fundi arið sem leiö. Það var einum fundi færra en 1956. í fyrra voru alls 28 fundir haldnir í ráðinu um Kashmir-deiluna. Verður farþegatalan 100 millj. á árinu? Nýtt met var sett í farþega- flugi í heiminum árið sem leið. Farþegaaukning hefur verið stöð ug frá styrjaldarlokum. í fyrra flugu samtals 87 milljónir far- þega með farþegaflugvélum. Með alfluglengd hvers farþega reynd- ist vera 935 kílómetrar. Tölur þessar eru frá alþjóða- flugmálastofnuninni — ICAO — og lét framkvæmdastjóri stofn- unarinnar, %úinn Carl Ljung- berg, svo um mælt, að með sama áframhaldi og verið hefði frá 1945 myndi flugfarþegatalan kom ast upp í 100 milljónir árið 1958. Jafngildir það því, að flugstund- ir verði samtals 10 milljónir. 2 milljónir farþega kringum jörðina. Flugfarþegatalan árið sem leið svarar til þess, að fluttar hefðu verið tvær milljónir farþega umhverfis jörðu. Með öðrum orð- um: Samanlagt ferðalag hinna 87 milljón flugfarþega svarar til þess, að flogið hefði verið með hvern einasta Dana, Norðmann og Finna — börn og gamalmenni meðtalin — frá heimalandi þeirra yfir Atlantshafið — til Ameríku! Myndin er tekin þegar sjórétturinn í Lubeck kvað upp dóminn vegna hins hörmulega Pamir- slyss í vetur. Rétturinn átti ekki að skera úr um sök eða sakleysi hlutaðeigandi manna, held- ur einungis að komast fyrir orsakir slyssins, sem kostaði 80 manns Iífið. Niðurstaðan var sú, að slysið hefði átt rætur að rekja til rangrar meðferðar á seglum skipsins, tilfæringa á farmi ,ess, aei.i og ónograr þekkingar skipstjóra og fyrsta stýrimanns á skipinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.