Morgunblaðið - 04.02.1958, Page 16
. 18
MORGTJNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. febrúar 1958
WJ cil reihan di
Eftir
EDGAIl MI'l'TEL HOLZER
28
ÞýSi..g:
Sverrir Haraldsson
„En ekki á Krist sem guðsson?"
„Nei“.
Hún nam staðar: — „Ég er
ekki farin að skilja þig að nokkru
ráði ennþá. Heldurðu að þú sért
farinn að skilja okkur? Útskýrði
pabbi nokkuð sérstakt fyrir þér?“
„Hiustaðu......Á vindinn“.
,úá, eins og rigning, en það er
bara ekki rigning".
„Eins og Martins Bay — í
fjarska".
„Aumingja Brenda. Vesalings
stúlkan".
„1 Martins Bay gnauða öldurn-
ar þrotlaust, nætur og daga“.
„Hún var ekki vond. Ég veit að
þú laugst að mér. Viðurkenndu
það, undanbragðalaust".
„Þú ert að gráta", sagði hann.
Hún tók í hönd hans og þau
gengu heim stíginn.
14.
1 botni Ibie Creek var dumb-
rautt myrkur og dökkar, barivæn-
ar plöntur teygðu fram tungur
sínar, til þess að sleikja mann,
'þegar maður staulaðist þar um, í
leit að grænu flöskunni, dvalar-
stað Genie. Glampandi fisk-augu
birtust og hurfu, eins og litlir
lampar, sem ýmist er kveikt eða
slökkt á, og skrímsli með trölls-
leg eyru glotti ógeðslega í hellis-
skúta sínum og vildi vera alúð-
legt, svo að maður stanzaði til
þess að spyrja hvort það vissi
nokkuð um grænu flöskuna. En
þá dró það sig bara lengra inn í
eitrað myrkur hellisins, ekki leng-
ur vinur, heldur óvinur, búinn til
árásar. Og áfram staulaðist mað-
ur og skyndilega glampaði á
flösku í árfarveginum, en þegar
maður flýtti sér þangað, rann
hún saman við rauðleita móðuna
og hinar ógeðslegu plöntur ráku
upp illkvittinn, letilegan hlátur.
„Sjaldgæft romm“, muldraði gljá-
svartur snígill fyrir aftan eyrun
á manni....... „Einungis sjald-
gæft romm“.
Á leið upp til yfiiborðsins þyrl-
uðust loftbólurnar í hringi um-
hverfis hana og myrkrið varð Ijós
rauðara. Vatnið hvirflaðist og nið
aði, en loftbólurnar héldu áfram
að gefa viðvörunarmerki........
Skrímslið eyrnalanga kom á eft-
ir henni, með þefandi trýnið fast
við hæla hennar.
Hún settist upp við dogg í rúm-
inu og varð þess þá vör, að Mabel
var líka vakandi.
„Hvað er eiginlega á seyði?"
spurði Mabel. — „Hver er að
hringja kirkjuklukkunni?"
Grámi dögunarinnar smaug í
gegnum flugna-netið, inn til
þeirra. Það var sunnudagur og
Olivia, sem nú var glaðvöknuð,
dró netið til hliðar og hoppaði
fram úr rúminu. Hún gekk yfir
að glugganum og horfði til kirkju
turnsins:
Stuttvaxin mannvera, með úfið,
flaxandi, svart hár togaði sem á-
kafast í klukkustrenginn, ýmist
kengbogin eða hoppandi upp í
loftið.
„Það er Ellen. Hún hlýtur að
vera gengin af göflunum".
Mabel gekk yfir að glugganum,
til hennar.
Úti á ganginum heyrðist fóta-
tak og á næsta andartaki komu
foreldrar þeirra, berfætt og i nátt
klæðunum, inn í svefnherbergið.
„Hver er það, stúlkur?" spurði
séra Harmston. — „Hver er það,
sem hringir kirkjuklukkunni
svona, í algeru heimildaleysi?".
„Ellen. Annað hvort er hún orð
in snarvitlaus, eða þá að hana
hefur dreymt hræðilega. Já, það
hlýtur að hafa verið draumur. Ég
sé ekki betur en að hún sé enn í
náttkjólnum sínum“.
„Um, Olivia. Þú verður líklega
að hlaupa út og reyna að koma
vitinu fyrir hana. Ef þetta held-
ur áfram verður öll indiíáana-
byggðin komin hingað eftir eina
mínútu. Það halda allir, að hér sé
um stórbruna að ræða“.
Olivia hlýddi þegar tilmælum
föður síns. Inni i ganginum lá
Logan á dýnunni og muldraði lágt
og syfjulega við sjálfan sig. Við
útidyrnar rakst hún á þá Berton
og Garvey, sem voru að flýta sér
út, í náttfötunum einum s-aman.
„Ég hugsa helzt að þetta sé álf-
ur“, sagði Berton æsbur. — „Ég
man að pabbi sagði okkur svo
oft sögur um álfa sem hringdu
kirkj-uklukkum á morgnanna, áð-
ur en farið var að birta".
„Nei, þetta er enginn álfur“,
Sagði Olivia. — „Þ"tta er bara
svarta, hatursfulla skepnan hún
Ellen. Komið þið. Við skulum
fara og rassskella hana, eins og
hún á skilið. Þetta er tækifærið,
sem ég hefi verið að bíða eftir
mánuðum saman".
„Ágætt“, skríkti Berton og svo
hlupu þau öll þrjú út úr dyrunum
og niður tröppumar.
Olivia var þeirra "óthvötust.
Hún kom að kirkjuturninum á
svo mikilli ferð, að minnstu mun-
aði að hún hlypi Ellen um koll,
þar sem hún stóð ag togaði * af
öllum mætti í klukkustrenginn.
Olivia heyrði að hún gaf frá sér
undarleg, m-ásandi stunuhljóð, lí-k-
ast því sem hún væri í vímu eftir
PALMOLIVE
handsápan
er nú aftur fáanleg í næstu verzlun.
ENNFREMUR:
PALMOLIVE rakkrem
PALMOLIVE raksápa
PALMOLIVE shampoo
O. JOHNSON & KAABER HF.
að hafa hámað í sig vaxköku og
vökva úr bláum sveppum. Olivia
þreif hranalega í hárið á henni og
reyndi að draga hana frá klukku-
strengnum, en Ellen sleppti ekki
takinu, fyrr en Berton kom syst-
ur sinni til hjálpar og hristi
strenginn úr höndum hennar. Og
skyndilega breyttust stunur Ellin-
ar í ástríðuþrungin andvörp, um
leið og hún sneri sér að Berton
og vafði báðum handleggjunum
um mittið á honum, fast og ofsa-
lega.
Garvey greip andann á lofti og
beit í neðri vörina á sér, gripinn
sterkri afbrýðisemi.
Olivia barði Ellen eins fast og
hún hafði mátt til, á sitjandann,
með krepptum hnefunum, en EIl-
in virtist ekki verða þess vör. Hún
hélt áfram að faðma Berton, með
mási og stunum. Berton mrauzt
um og reyndi að losa sig, en ár-
angurslaust og Olivia sagði hon-
uni að bíta ' eyrað á Ellen. —
„Ég get það ekki, vegna hársins
á henni“, stundi Berton.
Loks var svo af þeim dregið, að
þau hnigu niður. En samt hélt
Ellen takinu á Berton, líkust risa-
slöngu, sem hefur vafið sig utan
um fórnardýr sitt. En nú skarst
Garvey í leikinn. Hann settist á
bakhlutann á Ellen, sem varð að
sleppa Berton úr faðmlögunum,
vit það að vera svona óvænt og
skyndilega lögð af velli. Berbon
flýtti sér að nota tækifærið og
forða sér.
„Ágætt, Garvey. Sittu bara á
henni sem lengst másaði hann. —
„Nú fer ég og sæki svipuna".
En áður en honum veittist tími
til að hlaupa af stað, hafði faðir
hans klætt sig í gamlar vinnu-
buxur og kom nú á vettvang. —
„Hvað á svona fáheyrð hegðun að
þýða, Ellen?“, spurði hann ströng
um rómi. — „Garvey, stattu á
fætur undir eins“.
„Ég ætlaði einmitt að fara að
sækja svipuna", sagði Berton og
leit til föður síns.
„Þá hættirðu bara við það“,
sagði séra Harmston.
Gai-vey stóð á fætur með sýni-
legri tregðu og Ellen settist upp,
með hárið í flækju og fráhneppt-
an bómullar- náttkjólinn.
„Prestur, ég svo hrædd", stam-
aði hún — „svo voðalega hrædd".
„Hvað gerði þig svona hrædda?"
„Morð, prestur. Ég vaknaði allt
í einu af fastasvefni og ég var
svo hrædd, að ég hentist fram
úr rúminu mínu og út um eldhús-
dyrnar og hingað, til þess að
hringja klukkunni. Það hefur ver-
ið framið morð, prestur. Morð!“
„Hvar þá?“
„Á eldhúströppunum, prestur".
„Hana hefur bara dreymt ein-
hvern saurugan draum. Það er
allt og sumt“, sagði Olivia.
Logan kom nú röltandi, rauð-
eygður af svefni, í gulri nátt-
treyju, mjög faldslitinni-gamalli
svuntu af frú Harmston, sem
breytt hafði verið í nátttreyju.
— „Maður fær aldrei frið til að
sofa“, nöldraði hann ólundarlega
— „ekki einu sinni á sunnudags-
morgun. Þessi andstyggilega indí-
ánastelpa lætur eins og snarvit-
laus og vekur hvert mannsbarn í
húsinu".
„Svona nú, Logan. Engar
skammir, ef þú vilt vera svo góð-
ur. Jæja Ellen, haltu nú áfram
og segðu okkur hvað kom fyrir.
Við erum orðin forvitin".
En Ellen, sem sat samanhnipr-
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
1 I HOPE
r CAN GET
IN TWO
SHOTS /
MARK TRAIL AND CAP DECKER
HAVE BAGGED A BIG RAM AND M, W
NOV/ NEED TWO EWES TO COM-
PLETE THEIR MUSEUM GROUP
JUST BE QUIET,
AND VOU'LL GET
PLENTY OP
SHOTS WHEN
THEV START
W GRAZING/
THERE'S YOUR
CHANCE, TRAIL
...LET 'EM
HAVE IT/ 'g
THERE ARE T
PLENTV OF SHEEP
TRAILS OUT THERE,
FRANK /
1) Markús og Króka-Refur
eiga eftir að ná í tvær steingeit-
ur enn. — Það eru xnargar geitur
þarna yfirfrá, Friðrik. — Róleg-
ur, þú kemst í færi, þegar þær
íara að rása.
2) Þrjár steingeitur leggja
skyndilega af stað. — Nú er tæki-
færið, Markús . . . skjóttu.
3) — Ég vona að ég þurfi að-
eins að eyða tveimur skotum.
uð á jörðinni, með hendurnar
spenntar fram fyrir hnén, hafði
nú beint allri sinni athygli að
Berton. Hún brosti og sagði við
hann. — „Komdu og seztu hérna
hjá mér. Reyndu að róa mig ofur-
lítið“.
Berton fnæsti fyrirlitlega: —
„Heyrðurðu ekki hvað presturinn
sagði við þig? Segðu okkur hvern
ig þetta morð var framið".
„Já haltu áfram", sagði Olivia
óþolinmóð. — „Hver var myrtul
og hvar er morðinginn, eða morð-
ingjarnir? Segðu okkur allan
sannleikann undanbragðalaust, ef
þú vilt ekki hljóta þá voðalegustu
húðstrýkingu, sem sögur fara af“.
Ellen gaf henni hatursfullt
hornauga. Svo kippti hún hárinu
fram yfir andlitið, til þess að
'hylja ásjónu sína og hóf frásögn-
ina. — Hún hafði verið sofandi
í hengirúminu sínu, í eldhúsinu,
þegar óp og „batter-batter hljóð,
líkast því sem tvær manneskjur
væru að fljúgast á úti á eldhús-
tröppunum" vakti hana. Hún
settist upp í rúminu, óttaslegin og
hlustaði og beið, unz hún heyrði
eitthvert kynlegt urr og fótatak
manns, sem gikk niður tröprurn-
ar, og allt í einu varð ég svo
hrædd, að ég fór að titra og
skjálfa. Svo þaut ég á fætur, opn-
aði dyrnar varlega og leit út og
hvað sá ég prestur? Hvað sá ég...?
„Hún kippti hárlubbanum enn
betur fram yfir andlitið, eins og
hún vildi fela það sem vandlegast
fyrir skelfingunni, sem ógnaði
henni.
„Nú, hvað var það sem þú sást?
Haltu áfram".
„Vertu ekki að nudda þér upp
við hana, Garvey", sagði Berton
meinfýsilega. — „Þú þaft áreið-
anlega ekki að hita henni, að því
er bezt verður séð".
„Hver er að nudda sér upp við
hana?“, sagði Garvey og varð kaf
rjóður upp í hársrætur, um leið
og hann mjakaði sér örlítið frá
henni.
„Svona, drengir. Reynið þið nú
að stilla ykkur. Ellen, haltu frá-
sögunni áfram, stúlka mín“.
„Prestur, ég sá blóð“, sagði Ell-
en, lágri, skjálfandi röddu. Hún
fór að kjökra og ruggaði sér fram
og aftur, þar sem hún sat flötum
beinum á jörðinni.
„Blóð?“
Já, sah. Blóð“. Hún staulaðist
á fætur og néri saman höndunum,
sneri sér svo við og reikaði nokk-
ur skref í áttina að kirkjutumin-
um, greip strenginn og byrjaði að
hringja í ákafa. — „Blóð, blóð á
«
giíltvarpiö
Þriðjudagur 4. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Útvarpssaga barnanna: —
„Hanna Dóra“ eftir Stefán Jóns-
son; I. (Höfundur les). 18.55 —
Framburðarkennsla í dönsku. —
19.05 Óperettulög (plötur). 20.30
Daglegt mál (Árni Böðvarsson
kand. mag.). 20,35 Erindi: Vísind
in og vandamál mannfélagsins;
fyrra erindi (Dr. Björn Sigurðs-
son). 21.10. Tónleikar (plötur).
21.30 Útvarpssagan: „Sólon ís-
landus" eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi; III. (Þorsteinn
Ö. Stephensen). 22.10 Passíusálm
ur (2.). 22.20 „Þriðjudagsþáttur-
inn“. — Jónas Jónasson og Hauk
ur Morthens hafa umsjón með
höndum. 23,20. Dagskrárlok.
Miðvikudagur 5. ‘’berúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 „Við vinnuna":
Tónleikar af plötum. 18,30 Tal og
tónar: Þáttur fyrir unga hlust-
endur (Ingólfur Guðbrandsson
námsstjóri). 18.55 Framburðar-
kennsla í ensku. 19.05 Óperulög
(plötur). 20.30 Kvöldvaka. a)
Lestur fornrita (Einar Ól. Sveins
son prófessor). b) Sönglög við
kvæði eftir Steingrím Thorstein-
son (plötur). c) Bragi Sigurjóns
son les frumort kvæði. b) Ingimar
Óskarsson náttúrufræðingur flyt
ur erindi um risafurur, — aldura
forseta jarðlífsins. 22.20 íþróttir
(Sigurður Sigurðsson). 22.40 Har
moníkulög: Franco Scarica leikur
• (plötur). 23.10 Dagakráriok.