Morgunblaðið - 26.02.1958, Side 1
20 síður
45 árgangur.
48. tbl. — Miðvikudagur 26. febrúar 1958.
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Frá Varðarfundi i gær:
út á við versnaði um 230 millj.
auk 386 millj.
Aðsfaðan
kr. 1957-
kr. lántöku á IV2 ári
20 vísitölustig sem stjórn-
arliðið vill ekki tala um
L.ANDSMÁL.AFÉLAGIÐ VÖRÐUR efndi til fundar í Sjálfstæðis-
húsinu í gærkvöldi. Í upphafi fundarins las formaður félagsins,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, upp 57 inntökubeiðnir. Voru þær
samþykktar, en síðan tók Bjarni Benediktsson ritstjóri til máls.
Rakti hann með ljósum rökum og tölum þróun efnahagsmála
þjóðarinnar á þeim tíma, er núverandi stjórn hefur setið að völd-
um, og bar hana saman við það, er var í stjórnartíð Sjálfstæðis-
manna. Bjarni sýndi fram á, að V-stjórninni hefur mistekizt að
sjá þjóðinni fyrir nægum tekjum til að lifa af. Lífskjörin hafa
versnað, vísitalan hefur raunverulega hækkað um 20 stig, erlend-
ar skuldir hafa aukizt um 386 millj. eða meira en tvöfaldazt, og
gjaldeyriseign og vörubirgðir minnkað á árinu 1957 einu sem neraur
230 millj. kr.
Bjarni benti einnig á, að ríkisstjórnin reyndi af fremsta megni
að leyna almenning því, hvernig komið er. — Hann lagði áherzlu á,
að Sjálfstæðismenn hefðu, er þeir voru í rikisstjórn, unnið að
því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Andstæðingar ásaka þá nú fyrir
„moldryk frjálslyndisgerninga“, 'en stefna Sjálfstæðisflokksins
liefur orðið og mun enn verða þjóðinni farsælust. — Að ræðu
Bjarna Benediktssonar lokinni töluðu alþingismennirnir Björn
Ólafsson og Jón Pálmason. Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfðu
fjölmennt á fundinn og var ræðumönnum ágætlega tekið. Höfuð-
atriðin úr ræðunum verða rakin hér á efiir, fyrst er ræða Bjarna
Benediktssonar.
„Frjálslyndis-gerningar"
Um þessar mundir erum við
Sjálfstæðismenn mjög ásakaðir
fyrir „moldryk frjálslyndis-gern-
inga“.
Áður fyrri var ásökunin sú, að
Sjálfstæðismenn væru íhalds-
samir, á móti öllum framförum.
Nú er hættan hin, að við erum of
frjálslyndir í framkvæmdum:
„Veltan skyldi sífellt aukin,
sjálfsagt að láta vaða á snúðum,
gæta hvergi hófs, gefa öllu og
öllum lausan tauminn".
„Þetta var, er og verður hin
mesta óheillastefna fyrir allar
vinnandi stéttir. Auður safnast í
færri hendur, en alþýða manna
ber skarðari hlut frá borði“.
Á þennan veg lýsir Alþýðu-
blaðið Sjálfstæðisstefnunni nú
fyrir skömmu.
Óumdeilt er, að Sjálfstæðis-
menn hafi ráðið mestu um stefnu
stjórnmálanna frá því 1939 þang-
að til 1956.
Er rétt, að afleiðingin hafi ver-
ið sú, sem Alþýðublaðið segir?
Um eignaskiptinguna gefur
■ fjöldi íbúðaeigenda í Reykjavík
glögga hugmynd. Skv. síðustu
skýrslum eru þeir 13943, þ. e.
nær 14 þúsund, eða meira en
fimmti hver íbúi, og hefur á
þessu orðið gerbreyting frá því
fyrir stríð.
Jafnvel Einar Olgeirsson hefur
fyrir fáum dögum viðurkennt
hin algeru umskipti sem urðu á
lífskjörum almennings á þess-
um árum. Hann segir þau nú
orðin með hinum beztu í heimi.
Hvergi betri í Norðurálfu en e.
t. v. hliðstæð því, sem er á Norð-
urlöndum.
Minningarnar um skort eymd-
aráranna 1934—1939 eru svo
brenndar inn í hug tugþúsunda
íslendinga, að um þær þarf ekki
að fjölyrða.
20 vísitölustig, sem þagað er um
En hefur þá lífsafkoma almenn
ings batnað frá þvi, að V-stjórn-
in tók við?
Frh. á bls. 18.
Flóðahælla
í Frakklandl
5 m háir skaflar í Englandi
LONDON, 25. febr. — Samgöngu
erfiðleikar voru mjög miklir í
vestanverðri Evrópu í dag vegna
snjókomu, slyddu og vatnavaxta
á ýmsum stöðum. í Belgíu, Frakk
landi og V-Þýzkalandi er talin
mikil hætta á stórflóðum — og
þegar hafa vatnavextir váldið
miklu tjóni á mannvirkjum og
samgönguleiðum. í Austurríki og
Sviss vex snjóflóðahættan stöð-
ugt — og í hæstu fjallahéruðum
hleður snjónum niður. Mikið
neyðarástand ríkti í París og ná
grenni hennar í dag Signa flóði
á nokkrum stöðum yfir bakka
sína og fólk var í óða önn að
byggja flóðgarða umhverfis hús
sín í úthverfunum. I einum smá-
bæ skammt frá París urðu bæj-
arbúar að sigla í báti um göturn-
ar — og fjöldi fólks var bjargað
úr umflotnum húsum. Svipaða
sögu er að segja frá Belgíu og
V-Þýzkalandi. Ár og fljót hafa
bólgnað upp
í Bretlandi skall á fárviðri í
nótt með snjókomu og frosti. Er
þetta versti og mesti bylur, sem
komið hefur þar í landi síðan
1947. Samgöngur liggja víða
niðri með öllu og margir bæir og
þorp eru af þeim sökum ein-
angruð. Þó er verra, að símalínur
hafa rofnað á mörgum stöðum —
og eru nokkrir bæir með öllu
sambandslausir við umheiminn.
Víða eru snjóskaflarnir 5 metra
háir
s> —•
i ■ Þá stæðum við ber-
skjaldaðir - segir
I' j Norslad
HAMBORG, 25. febrúar. — Norstad, yfirherforingi At- lantsliafsbandalagsins, lét sv« umniælt í dag, að lýðræðis- þjóðirnar mundu standa ber- skjaldaðar, ef gengið yrði að tillögu Pólverja um „afvopn- að“ svæði í Mið-Evrópu. —• Hann sagði og, að V-Þjóðverj- um væri nauðsyn að vopna her sinn kjarnorkuvopnum. Tilgangslaust væri að búa hann gömlum og úreltum vopnum — slíkur her væri
Bjarni Benediktsson lítils megnugur.
EavDzki kerinn keld-
ur heim 1 Irá Súdan
Shýrir eðii ogr upp-
bygrgjingu aiheimsins
Mikill sigur
BUENOS AIRES 25. febrúar. —
Vinstri radikalar undir forystu
Frondizi unnu mikinn sigur í
kosningunum í Argcntinu. Flokk
urinn hlaut yfir 4 millj. atkv. af
8,5, sem greidd voru. Iilaut
hann meirihluta í öllum kjör-
dæmum og tryggði sér þar mcð
tvo þriðju liluta þingsæta.
GOTTINGEN 25. febrúar. —
Snjallasti náttúruvisindamaður
Þjóðverja, Nobelsverðlaunahaf-
inn prófessor Werner Heisenberg,
gerði í dag grein fyrir síðustu
rannsóknum sínum og uppgötv-
unum. Virðist ástæða til að ætla,
að innan tíðar leiði þær í ljós
skýringar á öllum eðlisfræði-
legum fyrirbrigðum. í fyrirlestri
í háskólanum í Göttingen setti
Heisenberg fram líkingu eða „for
múlu“, sem hann hefur leitazt
við að sanna ásamt samstarfs-
mönnum sínum. Þessi líking mun
skýra byggingu heimsins, ef svo
mætti segja — ef Heisenberg
tekst að fullsanna hana. Hann
hefur í mörg ár unnið að þessu
verkefni — og segja vísindamenn,
að leyndardómurinn um kjarn-
ann og kjarnorkusprenginguna sé
barnaleikur í samanburði við
þetta. Þessi nýi visdómur mun í
rauninni skýra allt — ljós, hita,
rafstraum, þyngdaraflið og
kjarnorkuna. Einstein hafði unn-
ið að þessum rannsóknum í 30
ár áður en hann skýrði frá ár-
angrinum. Sagði Heisenberg, að
hann hefði fært sér margt í nyt
af því, sem Kínverjarnir tveir,
er hlutu Nobelsverðlaunin í
haust, höfðu leitt fram í dags-
ljósið.
Innrásin í Súdan ,,uppspuni heimsvalda-
— segir Nasser
sinna
KARTÚM og DAMASKUS, 25.
febr. — Skýrt var frá því í höf-
uðborg Súdans í dag, að egypzki
herinn, sem hafði komið sér upp
bækistöðvum 125 km. sunnan
við landamæri Egyptalands og
Súdans — í Nílardalnum, hefði
verið fluttur norður á bóginn —
inn í Egyptaland. Hefðu súdansk
ar hersveitir fylgt hernum eftir
til þess að ganga úr skugga um
að hann færi allur úr landi.
Það var félagsmálaráðherrann
súdanski, sem gaf þessar upplýs-
ingar. Skýrði hann og svo frá,
að Saud, konungur Saudi Arabíu
hefði boðizt til þess að reyna að
koma á sættum með Egyptum og
Súdönum.
Nasser kom í óvænta heim-
sókn til Damaskus og fögnuðu
þúsundir Sýrlendinga honum. í
ræðu, sem Nasser flutti við það
tækifæri sagði hann m.a., að það
væri hreinn uppspuni, að Egypt-
ar hefðu gert innrás í Súdan,
heimsvaldasinnar hefðu komið
sögum þessu má kreik. Þeir
reyndu nú allt, sem þeir gætu til
þess að etja Egyptum og Súdön-
um saman. Þetta mætti ekki
takast — Súdan og Egypta-
land mundu standa sem eitt í
baráttunni gegn heimsvaldasinn-
unum.
Flugstjórinn liggur
fyrir dauðanum
MÚNCHEN, 25. febr. — Flug-
stjórinn af brezku flugvélinni,
sem fórst með liðsmenn Man-
chester United, er nú mjög þungt
haldinn að því er læknar hahs í
Míinchen skýrðu frá í dag. Var
hann fluttur í sjúkrahús ásamt
öðrum, er slösuðust í slysinu —
og voru læknar vongóðir um
að bjarga mætti lífi hans. Nú
eru þær vonir orðnar mjög veik-
ar — liggur flugstjórinn nú fyr-
ir dauðanum.
Víkkun landhelginnar vekur
ugg hjá Bretum
GENF 25. febrúar. Einkaskeyti til
Mbl. Frá Reuter. — Alþjóða-
Landhelgisráðstefnan kom sam-
an til fundar í dag og var fyrst
tekin til umræðu tillaga Yemen
um að bjóða ríkjum utan sam-
taka S.Þ. að senda áheyrnarfull-
trúa á ráðstefnuna. Hér er m. a.
um að ræða Kína, A-Þýzkaland,
N-Kóreu, og N-Vietanam. Lagð-
ist indverski fulltrúinn gegn til-
lögunni og sagði, að alllierjar-
þingið hefði á síðasta ári sam-
þykkt að bjóða til ráðstefnunnar
cingöngu aðildarrikjum samtak-
anna. Af fulltrúum 85 þjóðar, er
ráðstefnuna sitja, greiddu 62 atkv.
gegn tillögu Yemen, en 12 voru
henni mcðmæltir. kommúnista-
ríkin 11 sátu lrjá.
★ Bretar móti 12 mílna helgi
Á fundi með blaðamönnum síð
degis í dag skýrði brezki fulltrú
inn Manninghambuller svo frá,
að Bretar mundu leggjast gegn
öllum tilraunum til þess að færa
þriggja sjómílna landhelgina út
í 12 mílur. Kvað hann slíka
breytingu landhelginnar mundu
verða til þess, að afli
brezkra fiskiskipa á fjarlægum
miðum mundi minnka um 40%.
Mikilvægustu miðin kvað Bret-
inn vera við norðanvert Atlants
haf, Noreg, ísland, Færeyjar,
Grænland, Nýja-Sjáland og Nova
Scotia. Ef 12 mílna landhelgi yrði
lögleidd á þessum slóðum yrði
fengsælustu miðunum lolcað fyrir
Bretum — og slíkt mundi hafa
alvarlegar afleiðingar í för með
sér.