Morgunblaðið - 26.02.1958, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.02.1958, Qupperneq 18
18 MORGVNBLAÐIB Miðvik'udagur 26. febr. 1958 — Varðarfundurinn irti. af bls. 1. Til skamms tíma hafa Alþýðu- flokkur og kommúnistar hamrað á þvi, að vísitölukerfið væri al- menningi til hags. Á þessu varð raunar snöggleg breyting þegar V-stjórnin var mynduð. Nú er hælzt um yfir því, að vísitalan hafi verið stöðvuð. Vilja þessir flokkar þá e. t. v. láta afnema vísitölukerfið með öllu? Síður en svo. Stöðvun vísitölunnar á sem sé einungis að vera til góðs á meðan þeir sjálfir eru við völd. Um stöðvun vísitölunnar hef- ur raunar ekki tekizt betur en svo, að hún hækkaði á síðasta ári um 5 stig, eða meira en á öllu tímabilinu frá því í des. 1952 þangað til í marz 1955, þ. e. þangað til áhrif verkfallsins mikla fóru að segja til sín. Þessi 5 stiga hækkun á einu ári nú varð þrátt fyrir það þótt launþegar hafi fyrir fullt og allt verið sviptir kauphækk- un, sem nam 6 stigum með brbl. í ágúst 1956 og jóla- gjöfinni alræmdu sama ár. Og þótt þar við bætist sú 9 stiga hækkun, sem Hagstofa íslands hefur nú reiknað út, að launþeg- ar séu sviptir vegna aukinna niðurgreiðslna- frá því V-stjórnin tók við. En niðurgreiðslurnar hafa aldrei hækkað á jafnskömm- um tíma neitt í líkingu við það, sem á þessu tímabili hefur orð- ið. Féð til þeirra er auðvitað tekið af almenningi og atvinnu- vegunum. Um þessa þýðingarmiklu stað- reynd þegja stjórnarblöðin alveg. Ekkert þeirra hefur minnzt á hinn stórmerka útreikning Hag- stofunnar, og viðskiptamálaráð- herrann skrifar greinar um efna- hagsmálin dag eftir dag án þess að minnast á þvílíkt meginatriði. Launþegar hafa þó beinlínis ver- ið sviptir 6 stigum. 9 stig eru fal- in með niðurgreiðslum og sjálf hefur dýrtíðin opinberlega hækk- að um 5 stig. Þar eru 20 stig á einu og hálfu ári, og skyldi mað- ur ætla, að þau væri nokkurs umtals verð. Hvað um endurskoöun vísitölunnar? Stigafjöldi vísitölunnar og að- ferðin til lækkunar honum seg- ir þó ekki nema nokkurn hluta sögu raunverulegs verðlags í land inu. Lúðvík Jósefsson viðskipta- málaráðherra hælist beinlinis um yfir því í Þjóðviljanum sl. sunnu- dag, að jólagjafarsköttunum var hagað svo, að almenningur fékk þá ekki uppbætta nema að sára- litlu leyti með hækkaðri vísi- tölu. Þeir voru lagðir á aðrar vörur en vísitölu-vörurnar, vör- ur, sem allir vita þó, að í nútíma- þjóðfélagi eru orðnar að brýn- um nauðsynjum margar hverj- ar. Og aðrar þess eðlis, að með verðhækkun þeirra er almenn- ingur sviptur þeim kjarabótum, sem menn héldu sig vera búnir að ávinna sér. Af þessu leiðir að visitalan gefur nú alranga mynd af raunverulegu verðlagi í land- inu. Enda heyrast stjórnarflokk- arnir nú ekki lengur nefna á nafn endurskoðun vísitölunnar, sem áður var eitt helzta keppi- kefli þeirra. Sumir launþegar bættu sér raunar með sérstökum ráðstöfun- um nokkuð upp hin versnandi kjör sin. Á sl. ári fengu á 14. þúsund launþegar kjarabætur eftir mismunandi harðar launa- deilur. Þar er þess sérstaklega að geta, að mesta hörku sýndu stjórnarvöldin þeim, sem verst voru stæðir. Ríkisstjórnin beitti sér t. d. sjálf fyrir 30—40% hækk un til flugmanna en Framsókn og kommúnistar hafa ekki nóg- samlega getað fjandskapazt við þá hækkun, — aðeins lítið brot þess, sem flugmenn fengu, — er um samdist án verkfalls milli Iðju Og atvinnurekenda, Jútning Einars um versnandi lifskjör Þrátt fyrir þessar hækkanir og óvenjumikinn verkfalls-óróa, er ótvírætt, að kjör almennings eru nú mun lakari en fyrir daga V- stjórnarinnar. í áramótagrein sinni komst Einar Olgeirsson og ekki hjá að játa það, er hann sagði: „Hvað snertir hins vegar kaup- mátt launanna hjá verkalýðnum í landi, þá hefur rétt tekizt að halda í horfinu um kaupmáttinn gagnvart brýnni nauðsynjavör- um, en gagnvart ýmsum öðrum vörum, er lenda í háum tollum, hefur hann nokkuð lækkað“. Það léttir ekki þessar byrðar almennings, þó að þrengt hafi verið að atvinnurekstri í land- inu með óhyggilegum skattaá- lögum. Stóreignaskatturinn, sem þannig er útreiknaður, að í mörg um tilfellum er líkara lygi en sannleika, hlýtur að lokum að lenda á framleiðslunni og verða henni til samdráttar, ef ekki eru gerðar gagnráðstafanir. Slíkar ráðstafanir hefur nú þegar orðið að gera til að létta undir með bönkunum. Hvaða gagn er að því, þó að þeir séu eitthvað skattlagðir, svo að út- lánageta þeirra verður minni, þegar fjármagnsskorturinn í land inu er svo magnaður, að ekki vez’ður úr bætt nema með skyldu- sparnaði? Skyldusparnaði, sem áreiðanlega hefði verið hægt að komast hjá, ef nægs frjálslyndis í gerðum hefði verið gætt. Skattaléttir Regins Fyrir mennina, sem bera á- byrgð á Hamrafellsokrinu og nú síðast Regin-hneykslinu á Kefla- víkurflugvelli, er og tómt mál að tala um, að þeir hafi viljað halda verðlagi niðri með ströngu verð- lagseftirliti. Það eftirlit kann að eiga að bitna á andstæðingum þeii'ra en hjá sjálfum þeim er gróðalöngunin síður en svo dul- in. Eða dettur nokkrum í hug, að Eysteinn Jónsson mundi bera fram frv. um leiðréttingu á skatt lagningu hlutafélaga, ef SÍS teldi sér nú orðið ekki hentara að hafa rekstur sinn að sumu leyti í hlutafélags-formi, sbr. Olíufé- lagið og Regin. Þó að fleiri njóti af í bili, er hugsunin vafalaust sú, að hægt sé að ná sér niðri á þeim með nýjum stóreigna- skatti, þvi að’ gegn honum er ætlunin að vernda SÍS og dótt- urfélög þess héðan í frá eins og hingað til. Enn ný ósannindi Lúðvíks Nei — hvað sem menn segja um aðgerðir V-stjórnarinnar, þá hafa þær sannarlega ekki orðið til þess að bæta hag almennings. En hafa þær þá raunverulega orðið til þess að stöðva verðlag og tryggja rekstur atvinnuveg- anna? Um þetta sem flest annað eru talsmenn V-stjórnarinnar mjög ósammála. Lúðvík Jósefsson segir í Þjóð- viljanum sl. sunnudag: „Eignamyndun í landinu hefur verið mjög mikil og allt bendir til, að hún hafi verið meiri á sl. ári en nokkru sinni áður. Það er því hin mesta fjarstæða, að halda því fram, að „öngþveiti“ ríki í efnahagsmálum landsins, eða eitthvað það ástand, sem gefi tilefni tzl gífuryrða um „voða- legar“ ráðstafanir". í samræmi við þetta er við- leitni Lúðvíks sú, að sýna fram á að sáralítið fé vanti nú: „Nauðsynleg tekjuöflun er að- allega vegna ríkissjóðs til þess að mæta auknum útgjöldum af laga- setningu og fjárveitingum Alþing is“. „Nýjar tekjur vegna hækkaðra uppbota til framlezosiunnar þurfa ekki að vera meiri en ca. 25 milljónir króna. Með þeim tekju- auka ætti millifærslukerfið að geta staðið allvel við skuldbind- ingar sinar. En auk þess virðist óhjákvæmilegt að afia ríkissjóði aukinna tekna, sem nema 65 milljonum króna. Við afgreiðslu fjárlaganna fyrir áramótin var einmitt gert ráð fyrir, að ríkis- sjóð vantaði þá fjárhæð, ef halda ætti áfram þeim niðurgreiðslum, sem verið hafa“. Ósamið við togarana Hér er sannsöglin hin sama og vant er hjá þessum ráðherra. Allt miðast nú einmitt við, að búið er að ákveða að hækka nið- urgreiðslurnar meira en nokkru sinni fyrr. Og til þess að halda því, sem stjórnin hafði ráðgert í þessu, þarf ekki 65 millj. króna auknar tekjur, eins og Lúðvik segir, heldur 85 millj. Er þá að- eins einn liður nefndur og skakk- ar þar 20 millj. kr. Þá er því alveg sleppt, hvað vantar til þess, að útflutnings- sjóður fái nú til að standa við skuldbindingar sínar. En það, sem meira um vert er, að enn þá er með öllu ósamið við togarana. Lúðvík Jósefsson lætur að vísu svo sem það vandamál sé ekki til. En þeir, sem eiga lífsafkomu sína undir togaraútgerðinni eru áreiðanlega annarrar skoðunar. Nefndxr, sem hér hafa dvalið víðs vegar utan af landi, geta áreiðanlega sagt um það sína sögu. Enginn veit því enn hversu það vandamál er stórfellt. 1350 erlenda sjómenn þurfti 1957 Því fer og fjarri, að enn sé tryggð útgerð allra báta. Frá einni næstu verstöð við Reykjavík, Akranesi, var í út- varpinu nú um helgina sögð sú frétt, að þar væru enn vegna manneklu bundnir 7 bátar, sem ætlunin hafði verið að gera út. Til þess að manna þá báta þarf 70—80 manns. Þeir hafa ekki fengizt enn. Nú þegar er þó á þessu ári búið að flytja inn um 750 sjómenn. Áður hafa þeir verið: 1957 .............um 1350 1956 ...........um 900 1955 .......... um 550 1954 .............. 172 Við sjáum af þessum tölum, að einnig það vandamál magnað- ist sem flest önnur við verkfall- ið mikla 1955. Fer því fjarri, að V-stjórmnni hafi enn tekizt að leysa það eins og ætla mætti af orðum Lúövíks Jósefssonar öðru hverju. „Lausn fjárhagsmálanna biour“ E.t.v. er skiljanlegt, að maður sem skeytir jafn-litið um stað- reyndirnar og Lúðvík Jósefsson sé bjartsýnn. Enda eru „samstarfs menn“ hans þar á töluvert öðru máli, og eru þeir þó sízt fjötraðir af of mikilli umliyggju fyrir sann leikánum. Sama dag og Alþingi kom til framhaidsfunaa sagði 'i'iminn: „Það verkefni sem biður þess fyrst og fremst að þessu sinni, er lausn fjárhagsmálanna. Eins og kunnugt er, var afgreiðslu fjár- laganna háttað þannig, að felldur var úr þeim meginhluti niður- greiðslanna á vöruverði. Á fram- haldsþinginu verður að gera ráð- stafanir til að afla þess fjár, sem þarf til þessara greiðslna, ef þær eiga ekki að falla niður, eða gera einhverjar tilsvarandi ráðstafan- ir. Þá er það Ijóst mál, að útflutn- ingssjóðinn vantar verulegar tekjur til þess að standa undir þeim skuldbindingum, sem á hon um hvíla. Þessa fjár verður að afla eða gera aðrar jafngildar ráðstafamr. Það dugir ekki annað en að horfast i augu við þessar stað- reyndir". Gengislækkun boðuð Flokkasijurn Azpyoufiokksins lýsti yfir þessu: „Flokksstjórnin telur, að þrátt fyrir stöouga atvmnu og miklar framkvæmair sé ástand efnahags málanna mjog alvarlegt og það eínanagsKem, sem þjoðin a við að bua, meingaliað. Flokks- stjórnm ítreKar aiyktun síðasta fiokksþmgs um, að rikisstjórnin skuii tiaía samráð við samtök verkajýðs og annarra launþega, svo og bænaa, útvegsmanna og annarra framleiðenda, um lausn efnahagsmála þjóðarinnar til viðreisnar framleiðslustarfsemi landsmanna og telur það ekki mega dragast lengur að gera þær ráðstafanir í efnahagsmálum, sem reynzt geti til frambúðar. Flokks stjórnin leggur áherzlu á, að slík- ar ráðstafanir verði gerðar af ríkisstjórn, sem gætir hagsmuna launþega og framleiðslustétta í hvívetna og vill hafa samráð og samstarf við samtök þeirra, en ekki af ríkisstjórn, sem stefna mundi að öðrum markmiðum og gæta annarra hagsmuna“. Hér er á ný hafið talið um „frambúðarráðstafanirnar" og blandast engum hugur um, að þar með er átt við gengislækkun. Gengislækkun góð, ef Gylfi er ráðherra Hitt er fremur til gamans, að auðséð er af ályktuninni, að Gylfi Þ. Gíslason telur gengis- lækkun beint æskilega, ef hún er framkvæmd af stjórn, seni hann er sjálfur í, en stórvar- hugaverða, ef hans nyti þar ekki lengur við. Gengislækkunin hef- ur þá hlotið sömu náttúru í huga Gylfa og vísitöluhækkun í huga Hannibals. Hannibal telur slíka hækkun skaðræði, ef hann er sjálfur félagsmálaráðherra, en þjóðarnauðsyn ella. . En ef það er rétt, sem Alþýðu- flokkurinn segir, að atvinna hafi verið stöðug og framkvæmdir miklar og það, sem Lúðvík Jósefs son heldur fram, að eignamynd- un í landinu hafi verið mjög mikil, allt í tíð V-stjórnarinnar, hvernig stendur þá á, að jafnvel Lúðvík íósefsson segir sér ijóst „að ýms erfið viðfangsefni blasa við í efnahagsmálum okkar“ og Alþýðuflokkurinn segir „ástand efnahagsmálanna mjög alvarlegt" og „efnahagskerfið“ „meingall- að“? Það kemur af því, að V-stjói-n- inni hefur alveg mistekizt að sjá þjóðinni fyrir nægum tekjum ti'. að lifa af. Fastaskuldir aukizt um 386 millj. V-stjórnin hefur að vísu á sínu 114 valdaári — með sínum að- ferðum — fengið meiri ián en íslendingar hafa nokkru sinni fengið áður á jafnskömmum tíma. V-stjórnin hefur meira en tvo- faldað opinberar skuldir íslenzku þjóðarinnar. í júnílok 1956 voru þær 360 millj. kr. V-stjórnin hefur á 1% ári bætt við 386 millj. kr. Berum það saman við, að á nær þriggja ára valdaferli stjórn- ar Ólafs Thors var sams konar skuldaaukning aðeins 130 milij kr. Enda hafa V-stjórnarmenn mjög brugðið fyrirrennurum sín- um um, að þeir hafi verið linir í lántökunum. En ekki nóg með þetta. Þessar 386 millj. kr. hafa hvergi nærri hrokkið til. Aðstaðan út á við versnað um 230 millj. kr. Nú liggja fyrir upplýsingar um það að þrátt fyrir þessar stór- kostlegu lántökur hafi gjaldeyris- aðstaðan út á við versnað á árinu 1957: Hjá sjálfum bönkunum um 79,4 millj. króna. I minni útflutningsbirgðum í landinu um 55 millj. króna. í minnkandi erlendum vöru- birgðum um rúmar 100 millj. króna. Samtals nemur hallinn auk hinna föstu lána á þessu eina ári því h. u. b. 230 millj. króna. Þessi halli bætist ofan á 336 millj. króna lántökur á 1% ári Samtals eru það 616 millj. kr á 1% ári. Svo tala þessir menn um mikla eignamyndun í landinu á sl. ári og að V-stjórnin hafi forðað þjóð- inni frá því, þegar við Sjálfstæð- ismenn „létum allt vaða á súð- um“ með „frjálslyndisgerningum okkar“. Því draumarugli V-mannanna þarf ekki að svara, en ekki er furða, þótt þeir hafi slæmar draumfarir, þegar þeir eiga við slíkar staðreyndir að etja í vöku sinni, ef þeir gera sér þá nokkra grein fyrir hvað er að gerast. Þessar staðreyndir gera skiljan- legt af hverju V-stjórnin gerir sér miklu tíðara um erlendar lántökur en nokkur önnur ríkis- stjórn, sem setið hefur á íslandi. „Eins og útspýtt hundskinn“ Nú þessa dagana stendur til að V-stjórnin fái síðari hluta „sam- skotalánsins“ svokallaða, sem Spaak framkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins útvegaði henni. Það, sem nú er von ó, er fjárhæð samsvarandi 2 millj. dollara. Stjórnarliðar gera sér ljóst, að stjórnin á líf sitt beinlínis hin- um erlendu lánveitingum að þakka. Áður neituðu þeir þó, að nokkurt samband væri milli meðferðar utanríkismál- anna í heild, sérstaklega varnarmálanna, og hinna ó- venjumiklu lánveitinga. Nú er sá fyrirsláttur að mestu úr sögunni. Á miðstjórnarfundi Alþýðuflokksins þakkaði Guð- mundur 1. Guðmundsson sjálfum sér persónulega útvegun lánanna. Hún heyrir þó ekki að réttu und- ir hann heldur fjármálaráðherr- ann. En Guðmundur vildi að von- um ekki, að sinn hlutur gleymd- ist. — Og Þjóðviljinn, sem um nýjár- ið brást hinn versti við, þegar Morgunblaðið sagði frá því, hvernig samskotalánið var ti) komið, heldur því þessa dagana blákalt fram, að þeir Guðmund- ur í. og Eysteinn hafi báðir verið „eins og útspýtt hund- skinn" við þessar lánaútveganir. En hvað kemur Guðmundi 1. lár.s útvegunin við nema af þvi, að hennar var leitað með óvenju- legum hætti? Lánamálunum var á ósæmilegan hátt blandað inn í varnarmálin. Með því er hins vegar engan veginn sagt, að þeir eigi þar ekKi einnig hlut að Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Þór, sem Tíminn birti mynd af á kosningadaginn og þakkaði lántökurnar. Engin ástæða er til að gera minna úr verkum Eysteins en efni standa til. Hann hefur gert sjálfan sig nógu lítinn samt. En réttast hefði verið að birta mynd af rikisstjórninni allri, því að hún öll ber hér ábyrgðina, komrnúr,- istar ekki síður en hinir. Hvað líður rússneska láninu? Nú er togazt á um rússneska lánið. Hvort búið sé að taka það eða ekki. Ef ekki er von um meira samskotafé að vestan í bili, er sízt fyrir að synja að haldið verði austur á bóginn. Það er mjög athyglisvert, að í Tímanum hinn 16. febrúar er reynt að láta svo sem annað fe,- ist í svari ríkisstjórnarinnar við bréfi Bulganins varðandi hugs- anlegar eldflaugastöðvar hér á landi en orðalagið eitt gefur á- stæðu til að ætla. Þá er því hreinlega skrökvað upp, að í bréfinu nafi verið sagt hið sama um niðurfall ályktun- arinnar 28. marz 1956 og endur- skoðunarkröfuna skv. henni og gert var í des. 1956. Þá fullyrti Hermann Jónasson, að endurskoð uninni hefði einungis verið „frestað“. I svarbréfinu til Buig. anins sagði hann aftur á móti, að endurskoðunaróskin hefði ver- ið „afturkölluð". riinn 16. febr. lætur Tíminn svo sem ályktunm frá 28. mai-z 1956 sé enn í fuliu gildi. Þegar þetta er hugleitt verður að minnast þess að svarbréf L* Bulganins var sent Atlantshafs. ráðinu til umsagnar áður en það var afgreitt endanlega í ríkis- stjórninni. Hermann Jónasson, maðurinn, sem 1956 lét eins og það væru landráð að spyrja At- lantshafsráðið álits svo sem boð- ið er í varnarsamningnum, hann hefur nú fallizt á að svara ekki slíkum bréfum sem Bulganins- bréfinu nema í samráði við bandalagið! Má vissulega um það segja, að öðru vísi þaut áður í skjónum þeim. En látum það vera. Hitt er verra, að reynt er að vekja aörar hugmyndir um efni málsins nú en gert var suður þar, þegar bréfið var þangað sent. Hver tilgangurinn er m«ð því mun síðar koma í ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.