Morgunblaðið - 26.02.1958, Síða 19

Morgunblaðið - 26.02.1958, Síða 19
Miðvilcudagur 26. febr. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 19 „Ættu að vera samþykkir“! Við undirbúning svarbréfsins til Bulganins kom annars sama skammsýnin í ljós og venjulega lýsir sér í störfum V-stjórnar- irmar. Með því að láta svo sem bréfið hafi ekki verið borið undir ráð- herrafund og neita að hafa nokk- urt samráð við stjórnarandstöð una, þvert ofan á íslenzk lög, var verið að gera leik að því að auglýsa, að bréfið væri ekki afgreitt með réttum hætti og hefði ekki þann þjóðarstuðning sem slíkar orðséndingar þurfa að hafa. Frá þessu reyna Hræðslu- bandalagsmennirnir að sleppa með því að Tíminn segir: „Án þeirra undantekninga, sem vitað var um fyrirfram, hefir bréfið fengið ágæta dóma“. Venjuleg hugsanaþoka lýsir sér raunar í orðalagi Tímans, því að meining hans er bersýnilega þveröfug við það, sem setningin segir. Ritstjóri SÍS í hópi al- þingismanna Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal segir: „Meira að segja er sjálf utan- ríkisstefna þjóðarinnar í allri framkvæmd þannig, að Sjálf- stæðismenn ættu, samkvæmt fyrri stefnu sinni, að vera henni í aðalatriðum samþykkir". Takið eftir Sjálfstseðismenn „ættu“ að vera sammála gerð- um ríkisstjórnarinnar, þar með er málið leyst. Stjórnin þarf ekki að spyrja aðra en þá, sem hún ákveður. Hún veit íyrirfram um afstöðu manna. Ef meirihlutinn ríkisstjórnarinnar, sagði Björn, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Ríkisstjórnin er ekki fær um að leysa þau vanda- mál, sem liún sjálf hefur skapað. Sjáifstæðisflokkurinn þarf að fá meirihluta á Alþingi. Þá tók til máls Jón Pálmason alþingismaður á Akri. Hann ræddi fyrst um úrslit bæjarstjórn arkosninganna og kvað hinn mikla sigur Sjálfstæðismanna í Reykjavík hafa vakið gleði um land allt. Þá minnti hann á þann mikla háska, sem fólginn var í því, er Hræðslubandalagið réðst gégn stjórnarskránni og kosningalög- unum við síðustu Alþingiskosn- ingar og fékk síðar kommúnista í lið með sér til að fullkomna lögbrotin. Hann sagði, að fullur jöfnuður hefði náðst á Alþingi með 19 uppbótarsætum, ef Hræðslubandalagið hefði ekki verið, en eins og mál skipuðust hefði þurft að úthluta 61 upp- bótarsæti til að jöfnuður yrði milli flokka. Þegar þetta er látið viðgangast, sagði Jón Pálmason, má búast við mörgu. Eitt af þvi er stóreignaskatturinn. Fasteignir manna hafa jafnvel verið 15— 45 faldaðar og hlutabréf í Eim- skipafélaginu 120 földuð í verði í sambandi við skattlagninguna Verður að telja, að hér hafi eignarrétturinn verið þverbrot- inn. Þá minntist Jón á ríkisreikn- ingana fyrir árið 1956, er nýlega er stjórninni andstæður, þá kem- ! voru lagðir fram, og nefndi ým- ur það málinu ekki við. Nógu is dæmi um aukna eyðslu á stjorn margir „áttu“ að vera henni sam- art!ma núverandi ríkisstjórnar. mála. Þar með punktum ogl S!ðan ræddi hann um skr,f stjómarblaðanna undanfarnar Hvernig lízt mönnum á heil- indi þeirra, sem svona hugsa, og ásaka þá, sem stöðugt hafa unn- ið að eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta á íslandi, um naz- isma? E. t. v. er draumarugl V-stjórn- armanna slikt að þeir skilji ekki sjálfa sig, en þó komast þeir áreiðanlega næst sannleikanum, þegar þeir telja sjálfum sér stafa mestu hættuna af „frjálslyndis- gerningum“ Sjálfstæðismanna. Það er nú sem fyrr hin frjáls- huga, framfarastefna Sjálfstæð- ismanna, „frjálslyndisgerningar'* þeirra, sem munu verða andstæð- ingunum hættulegastir á sama veg sem þeir hafa orðið íslenzkri þjóð til mestra heilla. ★ ★ A ÞEGAR Bjarni Benediktsson hafði lokið máli sínu, tók Björn Ólafsson alþingismaður til máls og ræddi um skattamálin. Hann benti á, að Alþýðuflokkurinn hef ur nú snúið við blaðinu í þeim efnum og hætt að berjast fynr beinum sköttum , enda eru hug- myndir manna um beina og ó- beina skatta mjög að breytast. Er það orðin almenn skoðun, að menn eigi sjálfir að taka ákvörð un um það með innkaupum sín- um, hvaða skatta þeir borga. Björn Ólafsson ræddi síðan um stóreignaskattinn, sem núver- andi ríkisstjórn hefur lagt á. Hann minnti á, að samvinnufé- lögin eru undanþegin þessari skattgreiðslu, en hún leggst hins vegar mjög þungt á einstaklinga. Skatturinn á, sagði Björn, eftir að hafa mikil óheillaáhrif á at- vinnulíf þjóðarinnar og allt fjár hagskerfið. Eignir eru metnar á hæsta söluverði til skatts og munu ýmsir menn ekki komast hjá að selja framleiðslutæki, er þeir eiga, til að geta greitt skatt- inn. Þá ræddi Björn um skattakerfi það, sem hér hefur tíðkazt und- anfarin ár, og sagði, að það hefði nagað rót þess hagkerfis, sem við búum við, og auk þess verið ein aðalorsök verðbólgunnar. Hann rakti frumvarp það um skatta- mál, sem ríkisstjórnin hefur ný- lega lagt fyrir þingið. Kvað hann það spor í rétta átt, en benti á það misræmi, sem kemur fram í að leggja fyrst á stóreignaskatt- inn, en reyna síðan að bæta það lítið eitt upp með þessu frum- varpi. Þetta er dæmi um hið mót- sagnakennda og fálmandi starf1 vikur. Tíminn var þar verstur eins og vænta mátti, en önnu stjórnarblöð hafa nú fært sig upp á skaftið og eru nú jafnvel farm að birta draumarugl, sem Tíma menn dreymir! Jón ræddi að síðustu um starf og hlutverk Sjálfstæðisflokksins og sagði, að framtíð þjóðarinnar byggöist á þvi, að honum tækist að ná hreinum meirihluta á Al- þingi í næstu kosningum. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 ekki verið formlega kynnt hvert fyrir öðru. Ef þau eru Bandaríkjamenn, þá gerist heldur ekkert, því að karlmennirnir eru svo önnum kafnir við að ræða kaupsýslu- mál, að þeir veita konunni enga athygli. Séu þau Frakkar, er ekki þor- andi að segja neitt um, hvað ger- ist! Miðneshreppur vill ráða sveitarstjóra SANDGERÐI, 25. febr. — Hin nýkjörna hreppsnefnd Miðnes hrepps kom saman til fyrsta fund ar í dag. Frásagnarverðast af því sem þar gerðist var ákvörðun nefndarinnar um að ráða sveitar- stjóra með umsóknarfresti til 15 marz. Kosið var í nefndir en odd- vitakjöri var frestað. — Axei. Skákmeistari s fjöifeíli AKRANESI, 25. febr. — Hjálmar Theódórsson, hraðskákmeistari Norðurlands, landformaður hér á vélskipinu Skipaskaga, tefldi fjöl tefli hér á sunnudaginn var. Hjálmar tefldi á 22 borðum. — Úrslit urðu þau að hann vann 11 skákir, gerði sex jafntefli en tapaði fimm. Verður útkoman Hjálmari mjög í hag, þar sem hann fékk 63,5% vinninga. - /jbróttir Framh. af bls. 17 brigðum lélegur, því eins og töl- urnar sýna var hér um að ræða algjöran „einstefnuakstur“ út all an leikinn. Að undanteknum Guð mundi Árnasyni virtust leik- menn b-liðs KFR alls ekki bera kennsl á leikinn, og verður þátt- tökugildi slíkra flokka að teljast hæpið í fslandsmeistaramóti meistaraflokks. Guðmundur Árnason er gam- alkunnur og reyndur leikmaður, sem hefur leikið í meistaraflokki félags síns frá stofnun þess, er. sökum anna við nám í háskól- anum hefur Guðmundur ekki get að stundað æfingar í vetur. Þórir Ólafsson sýndi ágætan leik og skoraði 32 stig sem er mjög há stigatala frá einum leikmanni í leik. Lítið er hægt að dæma styrkleika stúdenta í þessum leik, þar sem um enga mótstöðu var að ræða. Staðan í mótinu er þessi: iR hefur 4 stig eftir 2 leiki. ÍS — 4 — — 2 — IKF — 0 — — 1 — KR — 0 — — 2 — KFR b-lið hefur 0 stig e ftir 1 leik. KFR a-lið hefur ekki leikið enn i mótinu. Mótið heldur áfram 4. marz og hefst stundvíslega kl. átta. Öllum þeim mörgu, f jær og nær, sem sýndu mér vinar- hug á 70 ára afmæli mínu 22. febr. sl., og geröu mér dag- inn ógleymanlegan, votta ég mitt innilegasta þakklæti. Lifið heil, frændur og vinir. Guðjón Þorsteinsson, Hellu. maai Ný þýzk svefnherhergis- húsgögn tvö rúm, tvö náttborð og snyrtiborð, til sölu. Afborg unarskilmálar koma til greina. Húsgögnin eru til sýnis að Starhaga 6, kjall- ara, milli kl. 5 og 7 í kvöld. Mjög reglusamar mæðgnir eða miðaldra hjón geta fengið l herbergi og eldhiís í góðum kjailara, við Mið- bæinn, gegn léttri húshjálp, ca. klukkustund á dag fyrir hádegi. Tilboð merkt: „Hita veita — 8568“, sendist Mbl. fyrir laugardag. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem með heim- sóknum, gjöfum og skeytum glöddu mig á 80 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Ingvar Hannesson, Skipum. Öhum þeim sem minntust mín með heimsóknum, gjöf- um og skeytum á 70 ára afmæli mínu þann 1. febrúar sl., færi ég minar hjartanlegustu þakkir. Svanhihlúr Ingimundardóttir. Mínar beztu þakkir færi ég þeim er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heiliaóskum á sjötugsafmæh mínu. Brynhildur Jónsdóttir, Hringbraut 57, Hafnarfirði. Maðurinn minn IIJÖKTUR PÁUSSON andaðist 24. febrúar í EUi- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sigríður Þórðardóttir. Maðurinn minn, faðir og sonur BIBGIR ÞORGRlMSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 2 e. h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Anna Kristmundsdóttir, Birgir Steinn Birgisson, Guðríður Sveinsdóttir, Birgitta Iris Birgisdóttir, Þorgrímur Ólafsson. Jarðarför GUÐRfÐAR HELGADÓTTUR frá Kvennabrekku fer fram frá Dómkirkjunni föstudag- inn 28. þ.m. kl. 1.30 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn og tengdabörn. m --------..w Jarðarför BJARNA JÓNSSONAR bónda frá Gerði, Innra-Akraneshreppi, fer fram laugar- daginn 1. marz n.k. og hefst með húskveðju að heimiU hans kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Innra-Hólmskirkju. Börn og tengdabörn. Kveðjuathöfn eiginmanns mins FINNBOGA KRISTÓFERSSONAR frá Galtalæk, fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Jarðarförin fer fram að Skarði, Landsveit, laugardag- inn 1. marz kl. 13. Bílferð frá B.S.R. kl. 8 laugardagsmorgun. Margrét Jónsdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir SIGRÍÐUR STEINUNN HELGADÓTTIR frá Grímsstöðum, er andaðist að heimiU okkar, Barma- hlið 32, 22. þ.m. verður jarðsett að Grímsstöðum, Álfta- neshreppi, laugardaginn 1. marz kl. 2 síðd. Kveðjuathöfn fer fram i dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. þ.m. kl. 4.30 síðd. Athöfninni verður út- varpað. Sigríður Hallgrímsdóttir, Lúðvíg Guðmundsson. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við frá- fall og jarðarför okkar hjartkæru systur INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Árdal. Guð blessi ykkur öU fyrir vináttu við hana lífs og liðna. Systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir flytjum við öllum, er vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför INGIBJARGAR ELlASDÓTTUR frá ísafirði Jón Halldórsson, Elín Jónsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Haraldur J. Hamar. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður INGU HANSEN Ragnheiður og Guðm. Guðjónssou Regína og Sigurgeir Sigurjónsson, Helga og Jörgen Hansen, Kristín og Skúli Ilansen, Guðrún og Sigurður Ólafsson, Ingibjörg og James Gallagher.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.