Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 2
MOncriNnr 4r>iÐ Mifiyilíu'dagur 5. marz 1958 s Rœða Vilhjálms Þórs: „Vaxandi verðbólga ór frd dri” Minnisi ekki ó hina ískjrggilegn rýrnnn vontMrgðn í lnndinn Bernard Buffet með sjálfsmynd. sfíer&in til iunglsins" — 7. einíakið kostar 7 millj. franka t RÆÐU, sem Vilhjálmur Þór aSalbankastjóri hélt í gær af til- efni staðfestingar forsætisráð- herra á ársreikningi Seðlabank- ans, ræddi hann um liin alvar- legu „vandamál, sem við er að stríða í íslenzkum efnahagsmál- um“, eins og hann komst að orði. Aðalatriði ræðunnar eru birt hér á eftir. En þegar í stað er ástæða til að vekja athygli á því, að greinargerð Vilhjálms Þórs svo ískyggilegt sem hann telur ástandið, gefur þó engan veginn rétta mynd af því, hversu slæmt það er. Það kemur af því, að hann sleppir alveg að gera grein fyrir breytingum á vörubirgðum í landinu: Útflutningsvörunni annars vegar og ónotuðum inn- fluttum vörum hins vegar. En vitanlega hafa þessi atriði ekki síður áhrif á raunverulega að- stöðu út á við, en sjálf gjaldeyris- eignin. Vilhjálmur Þór getur þess þannig, að gjaldeyrisstaðan hafi 1957 versnað um 79 millj. króna. Þarna lætur hann vera að minn- ast á það, sem ekki skiptir minria máli, að útflutningsbirgðir minnk uðu úm 55 millj. króna og gengið var á innfluttar vörubirgðir um a. m. k. rúmlega 100 millj. kr., að fróðustu manna yfirsýn. Astand- ið út á við versnaði þannig um 230 millj. króna að þessu leyti á árinu 1957, auk þess sem Vii- hjálmur sjálfur segir, að þá hafi komið inn af erlendum lánum 226 millj. króna. Og vitað er, að föstu erlendu lánin jukust á fyrsta IVz ári V-stjórnarinnar um 384 millj. kr. Á sama veg lætur Vilhjálmur Þór þess ógetið, að á árinu 1955 jukust birgðir útflutningsvöru í landinu um nær 100 millj. króna og þá var einnig safnað erlend- um vörubirgðum. Það er því ger- samlega villandi að halda því fram, eins og hann gerir, að gjald eyrisstaðan hafi þá versnað um 139 millj. króna. Þá var einmitt raunverulega haldið í horfinu eða svo til, og samkvæmt skýrslu Vilhjálms Þórs komu á því ári inn einungis 25 millj. króna af e’> lendum lánum (væntanlega átt við föst lán). Svo augljós missmíði sem þessi draga mjög úr gildi ræðu Vil- hjálms Þórs og verður að hafa þau í huga, þegar hún er lesin Aðalatriði ræðunnar voru þessi: Lán frá Seðlabankanum til banka og sparisjóða hafa hækkað um rúmlega 47 millj. kr., og er það 19 milljónum meiri hækkun en 1956. Af þessari 47 milljón króna hækkun eru rúmlega 41 millj. krónur í formi endur- keyptra afurðavíxla. Skuld á aðalviðskiptareikningi ríkissjóðs er rúmlega 18 millj. kr hærri I árslokin en var í byrjun árs. — Hækkun nettóskulda rík- issjóðs og ríkisstofnana saman- lagt nam þó ekki nema 6 millj króna. Eign Seðlabankans í íslenzkum verðbréfum og löngum lánum óx um 4 milljónir króna. Þessir liðir eiga meginþátt í þeirri þenslu, sem orðið hefur í útlánum Seðlabankans 1957, en þegar á heildina er litið, er nið- urstaðan af hreyfingum bankans á árinu 1957 allmiklu óhagstæð- ari en árið áður. Heildarútþensl- an vegna innlendra viðskipta nam 18 millj. kr. 1956, en 45 millj. króna 1957, og kemur hún fram í því: að seðlaveltan óx enn þetta liðna ár um 15 millj. kr. og að gjaldeyrisstaða bankans hef- ur enn versnað á árinu 1957 un. 30 millj. króna. Hér verður þó þess að gæta, að útkoman var í rauninni mun verri, þar sem hér er meðtalið lánsfé frá Export- Import bankanum í Washington. Ef þessi lán, sem fengust í des- ember 1956 og 1957 (4 millj. doll- arar og 5 millj. dollarar), hefðu ekki komið til, hefði þenslan í innlendum viðskiptum Seðlabank ans, þ. e. a. s. útstreymi fjár úr Seðlabankanum, orðið miklu meiri og numið 126 millj. kr. ár- ið 1957 og 83 millj. kr. árið 1956. En til samanburðar má geta þess, að þensluáhrif í innlendum við- skiptum Seðlabankans 1955 námu 150 millj. kr. Mætti af þessu vera Ijóst, að þessi þrjú ár hefur verið óheilla- vænleg þensla, sem ekki má halda áfram, ef ekki eiga af að hljótast vandræði. Þessi þensla hefur fyrst og fremst komið fram í gjaldeyrisskorti, enda hef- ur Seðlabankinn nú um nokkur áramót engan raunverulegan gjaldeyrisforða átt, það er í árs- lok 1955, 1956 og 1957. Gjaldeyrisstaða bankanna allra samtals, þegar tekið er tillit til ábyrgða og greiðsluskuldbind- inga þeirra, sýnir, að á árinu 1955 versnaði gjaldeyrisstaðan um 139 millj. kr., á árinu 1956 um 19 millj. kr. og á árinu 1957 um 79 millj. kr. En sagan er ekki öll sögð enn. Það þarf einnig að hafa í huga, að á þessum þremur árum koma inn af erlendum lánum 408 millj- ónir króna. (1955 25 millj. kr., 1956 155 millj. kr., 1957 226 millj. kr.) Öll þessi lán og eldri lán þarf að greiða niður á komandi árum. Verða þær fjárhæðir sífellt stærri með hverju ári, sem snara þarf í vexti og afborganir. Undir þessum greiðslum verður fram- leiðsla landsins að standa, og dragast þær óhjákvæmilega frá því, sem við getum veitt okkur árlega til neyzlu og til fram- kvæmda. Er ekki fullljóst af þessu, að kominn er tími til að athuga sitt ráð? Það, sem verið hefur að gerast mörg fyrirfarandi ár, er, að við búum við verðbólgu, vaxandi verðbólgu ár frá ári, og verð- bólga er af hinu illa. Það er að vísu svo, að stundum blekkir þessi illi vættur mannfólkið. í svipinn finnst mönnum stundum, að hækkaðar krónutekjur séu -irnilegar og góðar.En óhjákvæmi legt og óumflýjanlegt er það, að ef heildartekjur einstaklinga þjóðfélagsins hækka meira en sem nemur aukinni framleiðslu þjóðarinnar, þá er verðbólga af- leiðingin. Þá hækkar lífskostnað- urinn, og ímyndaður hagnaður af auknum tekjum er horfirin — meir en horfinn. ★ ★ ★ Glöggt dæmi uin verðbólgu- ástandið hér á landi eru hinir síhækkandi styrkir til framleiðsl- unnar. — Styrkjakerfið það. sem við búum við nú, má rekja til ársins 1951, en í byrjun þess árs var fyrsti samningurinn gerður um innflutningsréttindi bátaút- vegsins. Þróun þessara mála hef- ur verið þannig, ef miðað er við söluár svokallaðra B-skírteina: Fyrsta árið, 1951, 30 millj. kr., síðan 57 millj. kr., þá 81 millj. kr., en 1954 bætast við togarastyrkir, og verður þá heildarupphæðin 97 millj. kr., 1955 118 millj. kr., 1956 eru bátaskírteini 109 millj. og útgjöld Framleiðslusjóðs 138 millj. eða samtals 247 millj. kr., og 1957 eru útgjöld Útflutnings- sjóðs 359 millj. kr. Þannig hafa þessar styrkja greiðslur stöðugt farið hækkandi. Þetta er ekki aðeins vísbending um vaxandi verðbólgu, það er líka sönnun um mikið mein í framleiðsluháttum þjóðarinnar. Þar, sem styrkir eru lengi við lýði, hafa þeir í för með sér óheil brigðari rekstur, — árvekni og ábyrgðartilfinning þverr, sam- keppni og heilbrigt kapp um góð- an rekstur minnkar og hverfur. Eitt aðalskilyrði fyrir heilbrigðu efnahagskerfi, sæmilegri gjald- eyrisstöðu og heilbrigðu fjármála lífi er, að atvinnuvegirnir ben sig án styrkja. Hallarekstur á at- vinnuvegum þjóða er hugsanleg- ur aðeins sem bráðabirgðaástand. Er það ekki ljóst, að óum- flýjanlegt er að taka skjótlega upp nýja lifnaðarháttu sem byggð ir séu á því, að hver og einn beri ábyrgð á sér og sínum rekstri, en hlaupi ekki til ríkisstjórnar í hvert sinn, sem á bjátar, og biðji um hjálp og styrk úr ríkissjóði. En afleiðing þessa verður að jafna þarf byrðinni niður á al- menning í landinu og gera fólk- inu þannig lífið dýrara og dýrara með hverju ári. fslendingar hafa fyrirfarandi verið einna hæstir allra þjóða í fjárfestingu miðað við þjóðar- tekjur. Við höfum varið einum þriðja hluta þjóðarteknanna til fjárfestingar. Þetta er ekki hægt til lengdar, án þess að það valdi röskun á hagkerfi þjóðarinnar, nema sparnaður sé í fullu samræmi, en á því hefur verið misbrestur und- anfarin ár. Alveg sérstaklega veldur það hættulegri röskun, þegar verulegur hluti fjárfest- ingarinnar er óarðbær, skapar ekki útflutningsverðmæti, eða sparar útgjöld í erlendum gjald- eyri. — Eins og er, förum við of hratt í fjárfestingu þjóðarinn- ar. — Hér er hætta á ferðum. ★ En það er sífellt ljósara að undanförnu, að verðbólguvanda- málið verður ekki leyst með pen- ingamálalegum aðgerðum einum saman, heldur þarf að eiga sér stað miklu víðtækari stefnubreyt ing í efnahagsmálum. Skal ég nú drepa á þrjú atriði, sem ég tel, að skipti miklu máli. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að leiðrétta með einhverjum hætti það misræmi, sem nú er á milli verðlags á íslandi og í öðrum löndum, svo að hægt sé að af- nema styrkjakerfið og koma at- vinnuvegum landsins á heil- brigðan grundvöll. Verðlagsmis- ræmið skapar einnig stóraukna eftirspurn eftir erlendum gjald- eyri og á þannig sinn hátt í vax- andi gjaldeyrisörðugleikum. í öðru lagi er nauðsynlegt að endurskoða fjármála- og fjár- festingarstefnu ríkissjóðs og op- inberra aðila. Það er nauðsyn- legt að aftur verði upp tekinn hallalaus ríkisrekstur, það er einnig nauðsynlegt, að komið sé í veg íyrir, að sú saga endurtaki s'g í mörg ár, að ráðizt sé í mikil- vægar framkvæmdir, áður en fjármagn er tryggt til þeirra. í þriðja lagi verður að leita leiða til að auka sparnaðarvið- leitni almennings. Vænlegasta leiðin í þessu efni og sem reynzt hefur vel í lönd- um, sem hafa átt við svipuð vandamál að etja og íslendingar, er verðtrygging sparisjóðsinn- stæðna og útgáfa tiltölulega stuttra ríkisskuldabréfa með verðtryggingu, sem annað hvort gæti miðast við vísitölu, við gull- tryggingu eða við verðlag ákveð inna vörutegunda. Lárus iónsson formaSur Skókaupmannafélagsins AÐALFUNDUR Skókaupmanna- félagsins var haldinn 29. janúar. Lárus Jónsson var kjöi'inn for- maður og Björn Ófeigsson og Guðmundur Ólafsson meðstjórn- endur. I varastjórn voru kosnir Pétur Andrésson og Sveinn Bjömsson. FRANSKI listmálarinn Bernard Buffet er ungur að árum — að eins tæplega þrítugur — en verk hans þykja mjög athyglisverð. Hann var einn af þeim, sem unnu við leiksviðsútbúnaðinn fyrir ballettinn eftir Francoise Sagan, „Stefnumótið, sem fórst fyrir“, og þóttu listmálararnir hafa unn ið þar frábært verk. JAKARTA, 4. marz. — For- sætisráðherra Jakartastjórn- arinnar, Djuanda að nafni, sagði í dag, að nú væri sýnt, að árangurslaust yrði með öllu að reyna að ná samkomu- lagi við stjórn uppreisnar- manna á Súmötru. Ráðherr- ann sagði, að Jakartastjórnin gæti leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Ráðherrann í greinargerð segja flutnings- menn: „Um það hafa hvað eftir annað borizt kvartanir frá sjómönnum í verstöðvunum við ísafjarðar- djúp, að landtökuvitarnir á Arn- arnesi við Skutulsfjörð og Óshól- um við Bolungavík hefðu allt of lítið Ijósmagn, að þeim væri því engan veginn það öryggi, sem nauðsynlegt er. Fjöldi báta stund ar fiskveiðar frá þessum verstöðv um, og mikil umferð er einnig af öðrum skipum á þessum slóð- um. Til þess ber þess vegna brýna nauðsyn, að ljósmagn fyrr- greindra vita verði aukið veru- lega. Enn fremur er nauðsynlegt að auka ljósmagn vitans á Sléttu í Jökulfjörðum. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til, að ríkisstjórninni verði íalið að framkvæma þessa i umbót, að sjálfsögðu með aðstoð Nú hefir Buffet verið fenginn til að myndskreyta nýja útgáfu af „Ferðinni til tunglsins", eftir Jules Yerne. Bókin verður gefin út af bókaútgefandanum Joseph Foret. Þetta verður „luksus“-út- gáfa, því að fyrsta eintakið á að kosta 7 milljónir franka. Upplag bókarinnar verður aðeins 281 eintak. sagði ennfremur, að ef Ja- kartastjórnin léti ekki strax til skarar skríða gegn upp- reisnarmönnum, þá gæti svc farið, að þeir næðu ítökum yíðs vegar um Indónesíueyj- ar. Loks sagði forsætisráð- herrann, að það eina, sem dygði, væri að beita valdi gegn uppreisnarmönnum, áð- ur en það væri orðið of seint. og í samráði við vitamálastjórn- ina, sem þessi mál heyra öll und- ir. Enn fremur leggja flutnings- menn til, að sett verði upp rat- sjá á Arnarnesi eða öðrum þeim stað við ísafjarðardjúp, þar sem sérfræðingar teldu mest gagn að slíku öryggistæki. Mundi bæði fiskibátum og fugsamgöngum við Vestfirði verða að því mikið gagn. Aðeins örfáir fiskibátar hafa fengið ratsjá. Síkt örygg,s- tæki á hentugum stað á landi mundi þess vegna tvímælalaust vera mjög mikils virði fyrir sjó- menn og siglingar um Isafjarðar- djúp. Um það verður ekki deilt með rökum, að lélegir og daufir vitc.r eru stórhættulegir öryggi sjófar- enda. Flutningsmenn vænta því, að tíllögu þessari verði vel tekið og hrundið í framkvæmd hið bráðasta". Djuanda vill ekki semfa við nppreisnarmemi Vill bsita valdi gegn þeimr Vitar við ísafjarðardjúp SIGURÐUR BJARNASON og Kjartan J. Jóhannsson hafa lagt fram á Alþingi eftirfarandi tillögu: Alþingi álykíar að fela ríkisstjórninni að láta hið fyrsta auka ijósmagn vitanna við ísaf jarðardjúp, þannig að þeir fullnægi betur þörfum sjósóknar og siglinga á þessum slóðum. Jafnframt verði sett upp ratsjá á Arnarncsi eða öðrum þeim stað, þar sem sérfróðír menn telja mest gagn að slíku öryggistæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.