Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 16
VEÐRID J'íorðan stinningskaldi — víðast léttskýjað 54. tbl. — MiSvikudagur 5. marz 1958. Búnaðarmenntun Sjá bls. 9. OEEC hefiir oft rætt um efnahagsvandamál Islands - einkum greiðsluhallann Segir M. René Sergent forstjóri stofminariimar — ÞÓTT ÍSLAND sé minnsta landið í Efnahagssamvinnustofnun inni, OEEC, er nú oftar rætt um það og efnahagsvandamál þess en flest önnur lönd í þessum samtökum. Þannig mælti M. René Sergent, forstjóri OEEC, við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi. E» eins og áður var tilkynnt er nú komin til Reykjavíkur sendinefnd frá OEEC, sem ætlar að kynna sév efnahags- og atvinnulíf landsins og einkum að kynna sér mögu- Jeikana á að auka sölu á hraðfrystum fiski til OEEC-landanna. Þá ber þess að geta, að M. René Sergent mun í kvöld kl. 6 flytja fyrir- ltstur í Háskólanum, sem fj-allar um fríverzlunarsvæðið. Með honum í nefndinni eru Mr. John G. McCarthy, fulltrúi Bandaríkjanna hjá OEEC, og Mr. John Fay, yfirmaður hagfræði- deildar stofnunarinnar. Sendinefnd OEEC stígur niður úr Hrímfaxa á Reykjavíkur- flugvelli. í henni eru þrír menn og sjást þeir fremstir þeirra, sem ganga út úr flugvélinni. M. René Edmond Sergent, Mr. John McCarthy og nokkru fyrir aftan þá Mr. John Fay. (Ljósmynd: F. í.) s- I fyrsta skipti dæmdur og hlaut 2. mán. fangelsi Fréttamanni Mbl. gafst tæki- færi til að hitta nefndarmenn, sem snöggvast að máli á flug- vellinum í gær. Kvað M. René Sergent, ferðina frá London til fslands hafa gengið ágætlega. Aðeins hefði verið nokkur bið á Lundúnaflugvelli. — En þessi bið gaf okkur tækifæri til að líta í þykka búnka af skjölum í skjalatöskum okkar og kynna okkur þannig þetta norðlæga land, sem við höfum ekki heim- sótt áður, sagði M. Sergent og bætti því við að Mr. McCarthy hefði heldur ekki komið áður til íslands. — Og hver eru þessi efnahags- vandamál íslands, sem oftast hefur borið á góma í OEEC? — Það er hinn óhagstæði greiðslujöfnuður og hvernig hægt sé að ráða bót á honum t. d. með auknum útflutningi. Frakkland átti á sínum tíma í þessum sömu erfiðleikum, en nú er það ísland, sem er verst statt af þátltökuríkjunum. ■— Hvenær er ætlunin, að vænt anlegar þátttökuþjóðir í Frí- verzlunarsvæðinu segi af eða á um þátttöku í því? — Það hefur verið talað um frest til næstu áramóta, en senni- lega er það ekki svo nákvæmt, heldur verða veittir lengri frest- ir, enda er þetta flókið mál, sem hinar einstöku þjóðir vilja íhuga vel. — Ég ætla ekki að spyrja yður, hvort það hafi mikla þýðingu fyrir ísland að gerast aðili að fríverzlunarsvæðinu, það er okk- ar að segja um það. En er það ósk annarra þátttökuríkja að Is- land verði með í samstarfinu og hvers vegna? — Meðan ísland er kyrrt á sínu landgrunni miili Evrópu og Ameríku þá er það mikilvægt fyrir okkur alla að það sé með. íslendingar eru vestur-evrópsk þjóð, af líkum up’pruna og líkri menningu og hinar þjóðirnar. Því þarf enginn að ímynda sér, að ísland verði sett útundan í evrópsku samstarfi. — Hvernig fer með viðskipti okkar íslendinga við Rússland og önnur Austur-Evrópulönd, ef við gerumst aðilar að Fríverzl- unarsvæðinu? Verður ekki skor- ið á þá viðskiptaþræði? — Þó eitthvað ríki gangi í Fríverzlunarsvæðið, er ekki þar með verið að takmarka á neinn hátt viðskipti þess út fyrir svæð- ið. Ríki þau sem eru aðilar að verzlunarsáttmálanum GATT munu t. d. eftir sem áður skipta við Austur-Evrópu. Formlega er þvi ekkert því til fyrirstöðu, að íslendingar haldi áfram við- skiptum austur á bóginn. Spurn- ingin er aðeins, hvort það verð- ur lengur hagkvæmt fyrir þá og út í þá sálma get ég ekki farið. René Sergent er einn hinna kunnustu hagfræðinga í heimi. Mun mönnum gefast tækifæri til að heyra erindi hans um Frí- l verzlunarhugmyndina í Háskól- anum I kvöld ki. 6. Afli að glæðad hjá Hatnartjarðarbátum HAFNARFIRÐI — Um síðustu mánaðarmót höfðu bátarnir feng- ið 1120 lestir í 309 róðrum eða um 3,6 lestir að meðaltali í róðri. En á sama tíma í fyrra var heild- araflinn 1309 lestir. Bátarnir eru nú allir hættir með línu og komnir á þorskanet. Er afli nú eitthvað að aukast, og hafa bátarnir fengið dágóðan afla þegar gefið hefir á sjó. Tog- ararnir hafa aflað með betra móti nú undanfarið. Er afli þeirra ým ist unninn í frystihúsunum eða hengdur upp. — G. E. SÍÐASTL. sunnudag fékk togar- inn Harðbakur tundurdufi í vörp una er hann var staddur að veið- um djúpt út af Gjögrum. Urðu slcipverjar duflsins ekki varir fyrr en það var komið inn á dekk. Veður var sæmilegt. Þá þegar var skipinu snúið til hafnar og átti það að fara beint til Sauðár- króks en þangað átti maður að koma frá landhelgisgæzlunni tii þess að gera duflið óvirkt. En ekki var flogið til Sauðárkróks þann dag og hélt Harðbakur því til Akureyrar og kom maður þangað á mánudaginn og gerði duflið óvii-kt þar. Skipið losaði síðan 31 tonn af fiski á Akureyri Vel ganga i ef aveiðarnar FRÁ ÍSAFJARÐARDJÚPI, 4. marz 1958. — 1 gær var fann- koma nokkur við Djúp. Refaskytt urnai" úr Reykhólasveit, sem komu þangað til refaveiða hafa fengið 12 tófur, flestar í Reykjar- fjarðarhreppi, og lítur vei út með áframhaldandi veiði. Bátar úr veiðistöðvum í útdjúpinu fiska vel enda hafa verið góðar gæftir. Útbeit fyrir sauðfé og hross sæmilega góð og gott veður jafn- an undanfarið. — P. P. í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn 24 ara Vestmanna- eyingi fyrir líkamsárás. Þessi maður hefur 12 sinnum komizt í kast við lögregluna vegna ölv- unar og hvers konar óspekta og jafnan sloppið i»ieð sáttargjörð og smáv. skaðabótagreiðslur. Hann hlaut nú í fyrsta skipti dóm. 1 undirrétti í Vestmannaeyjum var hann dæmdur í tveggja ára fang- elsi algjörlega óskilorðsbundið og þann þunga dóm staðfesti Hæsti- réttur yfir manni þessum. Forsaga máls þessa er á þá leið að aprílkvöld eitt 1955 hand- tók lögreglan í Vestmannaeyjum mann að nafni Bergstein Theodór Þórarinsson, Eystri Gjábakka þar í bænum. Fyrir utan Hótel H. B. hafði hann ráðizt á tvo menn. Sá fyrri, sem fyrir árás hans varð fékk mikið högg á kjálkann, algjörlega að tiiefnis- lausu. — Var Bergsteinn Theódór að þjarma að öðrum en það var 1J4 sólarhrings afli, hélt það síðan á veiðai'. Þetta er fjórða duflið sem Ak- ureyrartogararnir fá á einu ári. Skipstjóri á Harðbak er Vilhelm Þorsteinsson og er þetta annað duflið, sem hann fær um horð í skip sitt, en hann hefir verið skipstjóri siðan í júní 1956. 3 umferðum lokið HAFNARFIRÐI — Þriðja um- ferð á skákmótinu var tefld á sunnudag og fóru leikar svo, að Jón Kristjánsson gerði jafntefli við Ólaf Sigurðsson, sömuleiðis Skúli Thorarensen og Guðm. S. Guðmundsson. — Stígur Herluf- sen vann Sigurgeir Gíslason, en skák þeirra Eggerts Gilfers og Hauks Sveinssonar var frestað sökum veikinda hins síðarnefnda. ; — Staðan eftir þrjár umferðir 1 er sem hér segir: 1. Stígur Herlufsen 214 vinn- ing, Guðm. S. Guðmundsson hef- ur lVz og biðskák, Ólaíur Sig- urðsson, Jón Kristjánsson og Skúli Thorarensen 1 v. og biðsk. 6. er Ilaukur Sveinsson með V2 v. og 2 biðskákir, Sigurgeir Gísla- son V2 v. og 1 biðskák, Eggert Gilfer engan vinning og eina bið- skák. — 4. umf. verður tefld í kvöld. —G. E. manni er lögreglan kom á vett- vang. Um þessa árás hefur hinn ákærði ekkert getað borið.. Kvaðst ekkert muna hvað hann hafi aðhafzt þennan dag eftir kl. 5 sakir ölvunar. I sakadómi var gerð sátt. Und- irgekkst Bergsteinn Theodór að greiða manninum sem hann barði fyrirvaralaust, 1000 kr. í skaða- hætur fyrir áverka er hann hlaut við það. En við rannsðkn síðar kom í ljós að Bergsteinn Theodór hafði kjálkahrotið mann þennan. Skarst þá ákæruvaldið í málið, rifti sátt þeirri er gerð hafði verið og höfðaði mál gegn Berg- steini Theodóri. Um leið var og tekið inn í kæru þessa önnur líkamsárás er Bergsteinn Theo- dór liafði gerzt sekur un. í júlí- mánuði 1956. Var það árás á mann nokkurn utan við hús eitt þar í hænum. Vitnum ber saman um að Bergsteinn Theodór hafi siegið mann þennan tvö högg £ andlitið fyrirvaralaust, eða fyrirvaralítið með þeim af- leiðingum að hahn hafi fail- ið í rot. Hinn ákærði var þá drukkinn, svo og sá sem fyrir árásinni varð. Vitni sem getið er í dómskjölum telja sig ekki hafa séð að hinn ákærði yrði fyrir neinu höggi. Aftur á móti teiur Bergsteinn Theodór fyrrgreind- an mann hafa slegið sig að fyrra bragði. Tveir þessara þriggja manna, sem þarna urðu fyrir barðinu á Bergsteini Theodóri gerðu skaða hótakröfu á hendur honum, ails 11000 krónur. I undirrétti var þeim vísað frá þar eð þær voru ekki nægilega rökstuddar. En í undirrétti var Bergsteinn Theo- dór Þórarinsson dæmdur í 2ja mánaða fangelsi. Honum var gert að greiða málskostnað allan, alls 3400 krónur. Sem fyrr greinir staðfesti Hæstiréttur þessar niðurstöður undirréttardómsins. STYKKISHÓLMI, 4. marz. — 1 gær voru allir Stykkishóimshátar á sjó. Fengu þeir yfirleit versta veður. M.b. Arnfinnur fór frá 14 línum ódregnum, en m.b. Smári fór frá 16 línum. Þegar hann var á leið til lands, kom á hann brot- sjór, og tók út allt lauslegt, sem á þilfarinu var. Fór iínurennan í sjóinn og þær línur, sem dregn- ar höfðu verið að 7 undanskild- Rannsókn lieldur áfram í GÆR var fram haldið rann- sókn morðmálsins. Verið var að vinna úr skýrsl- um þeim, sem rannsóknarlög- reglumenn höfðu tekið af fólki suður í Grindavík á mánudaginn, en þar hafði ýmislegt komið fram, sem rannsóknarlögreglan taldi sig í gær þó ekki reiðúbúna til þess að skýra frá að sinni. „Júpíler hlær" á Akureyri LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir í kvöld leikinn Júpiter hlær (Ást og afbrýði) eftir A. J. Cronin. Leikstjóri er Raghildur Stein- grímsdóttir. Leikur þessi var fluttur í út- varp fyrir nokkru og vakti mikia athygli. Hér er um að ræða leik alvarlegs eðlis, en leikfélagið hef ur sýnt tvo leiki fyrr á þessu leikári og vohi þeir háðir af létt afa taginu. Afli Bolungarvíkur- báfa í fehrúar BOLUNGARVÍK, 3. marz — í febrúar voru farnir 18—19 róðr- ar af bátunum hér og var afli allsæmilegur. Þorlákur var hæst- ur með 125 lestir í 19 róðrum, Einar Hálfdáns var með 121 lest í 18 róðrum og Hugrún með 101 lest í 18 róðrum. Minni bátarnir öfluðu frá 11—22 lestir í 10 róðr- um. Aflahæstur var Húni með 22 lestir. —Fréttaritari. Nýr formaður af- reksmerkjaneindar LÖGBIRTINGUR skýrir frá því, að dr. juris Björn Þórðarson, hafi látið af störfum, sem formaður afreksnierkjanefndar, en nefnd sú veitir Afreksmerki hins ís- lenzka lýðveldis. Hefur Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari tekið sæti dr. Björns, sem hefur verið veikur og er í sjúkra húsi. Aðrir í nefndinni eru Steingrímur Steinþórsson, for- maður orðunefndar og forseti Slysavarnafélagsins, Guðbjartur Ólafsson. Spilakvöld á Akureyri SJÁLFSTÆ.-----jiLÖGIN á Ak- ureyri halda spilakvöld að Hótel KEA annað kvöld, fimmtudag, kl. 9 síðdegis. — um. Arnfinnur fór aftur á móti upp í Rif og beið þar í nótt. Hélt hann síðan á miðin í morgun til að leita að línunum. Skv. síðustu fréttum hefur haun fundið lóðir sínar og lóðir Smára. Tveir aðrir bátar töpuðu 6 bjóðum hvor í veðrinu, en 1 bátanna komst heilu og höldnu til iands með allar sín- ar línur. Fékk hann 8 tonn í róðr- inum. — Árni. Harðbakur fær dufl í vörpuna Sfykkishólmshátnr í hrakningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.