Morgunblaðið - 06.03.1958, Side 2
z
MORCUNBl 4ÐIÐ
Fimmtudagur 6. marz 1958
Sérstaða íslands við stofnun frí-
verzlunarsvæðis rædd hjá OEEC
Stofnunin vill stuðla að þvi að út-
flutningsframleiðsla íslands aukist
Fyrirlesfísr M. Rene Sergent í Háskálanum
FYítlRLESTUR M. René Sergent framkvæmdastjóra OEEC í hátíða-
sal Háskólans í gær var fjölsóttur. Fjallaði fyrirlesturinn um hið
íyrirhugaða Fríverzlunarsvæði Evrópu og var hann fróðlegur og
allýtarlegur. Ræðumaður rakti sögu hins vaxandi samstarfs Evrópu-
þjóðanna frá stríðslokum, allt þar til Rómarsamningurinn um
Evrópumarkað var samþykktur. I Evrópumarkaðnum eru sex ríki,
en ætlunin með Fríverzlunarsvæðinu er að tengja hin löndin að
nokkru leytr Evrópumarkaðnum. Sérkenni hugmyndarinnar um
Fríverzlunarsvæði er, að rneð því fyrirkomulagi er hagsmuna smá-
ríkjanna gært betur en ella.
1 lok fyrirlestrarins drap M. Sergent á ýmis atriði
varðandi þátttöku íslands í Fríverzlunarsvæðinu. Vandamál
Islands í þessu efni væru nú í athugun í nefndum svo og í
ejálfri Efnahagssamvinnustofnuninni. Hann sagði að OEEC
hefði mikiiin áhuga á því að finna leiðir til að auka fisk-
sölu íslands til Vestur-Evrópu. Það væri nauðsynlegt að
gera einhverjar ráðstafanir til að hindra hinn stöðuga
greiðsluhalla íslendinga. Eina leiðin til þess væri að auka
útflutningsframleiðsluna og að því vildi OEEC stuðla.
Þá nefndi hann það að OEEC hefði ekki alls fyrir löngu
berizt áætlanir um smíði verksmiðju á íslandi til framleiðslu
á þungu vatni. Sú áætlun virtist hagstæð og einmitt til
þess fallin að áuka útflutningsverðmæti Islendinga.
Fyrirlestrarstund þessi hófst
með því að Gylfi Þ. Gíslason iðn-
aðarmálaráðherra bauð M. Serg-
ent velkominn og kynnti hann
fyrir óheyrendum. En meðal við-
staddra voru forseti íslands, ráð-
herrar og rektor Háskólans.
OEE@ hefur rutt veginn
M. René Sergent hóf múl sitt
með því að rekja sögulegan að-
draganda Evrópumarkaðarins,
og Fríverzlunarsvæðisins.
Allt frá stríðslokum hefur
stöðugt stefnt í áttina til meira
samstarfs og sameiningar Vestur-
Evrópuþjóðanna. Grundvöllur-
inn undir hina efnahagslegu
sameiningu hefur þó einkum ver-
ið lagður í OEEC. Stofnunin hef-
ur rutt veginn með því að stuðla
að frjálsri verzlun og jafnrétti
þátttökuþ j óðanna.
Það var ætlunin með OEEC
að stuðla að efnahagslegu sam-
starfi allra hinna 17 þátttöku-
ríkja. En fyrir nokkru hafa sex
þessara ríkja ákveðið að stofna
með sér sameiginlegan Evrópu-
markað. Sú ákvörðun miðar að
vísu að mjög nánu samstarfi
þessara sex ríkja, en um leið
felur hún það í rauninni í sér, að
gengið hefur verið framhjá OEEC
og efnahagssamstarfið hefxir
klofnað í tvær fylkingar, lönd-
in í Evrópumarkaðnum og lönd-
in utan hans.
Réttur smáþjóðanna tryggður
Af ýmsum ástæðum g<=.a önnur
ríki i OEEC ekki gerzt aðiijar
að Evrópumarkaðnum sjálfum.
En mörg þeirra eiga mikilvæga
markaði þar fyrir framleiðslu
sína, sem hætta er á að þau missi
vegna óhagstæðra tollakjara.
Dæmi um það eru t. d. Danir,
sem þurfa að selja landbúnaðar-
afurðir til Þýzkalands og Eng-
lendingar, sem hafa selt iðnaðar-
vörur til meginlandsins.
í fyrstu, sagði M. Sergent, var
fyrirhugað að fjöldi gagnkvæmra
viðskiptasamninga yx-ði gerður
milli hinna einstöku ríkja innan
og utan Evrópumarkaðarins. Tal-
ið var að slíkt gæti bætt úr
vandanum. Og það var að vísu
rétt, að slíkt gat verið hagkvæmt
fyrir sterka viðsemjendur eins
og Bretland og Norðurlöndin ef
þau sameinuðust í eitt tollabanda
lag. En menn sáu það um leið
að hætta var á að smáríkin
myndu verða mjög afskipt, og í
veikri stöðu, ef þau ættu hvert
í sínu lagi að fara að semja um
viðskipti við Evrópumarkaðinn.
Það er m.a. þess vegna sem hug-
myndin um Fríverzlunarsvæði
vekur mikla athygli. Hún trygg-
ir smáþjóðunuxn vettvang tii að
láta í ljós sitt álit á málunum
og að þær verði ekki beittar nein-
um þvingunum.
Fríverzliunarsvæði er hagkvæmt
Ræðumaður hélt áfram:
— Mér er óhætt að segja, að
það er fullt samkomulag um þá
grundvallarreglu, að það sé hag-
kvæmt fyrir Evrópuríkin í heild
að setja á fót slíkt Fríverzlun-
M. Rene Sergant.
arsvæði. Þetta byggist meðal ann
ars á því, að Evrópuríkin eru í
rauninni öll orðin iðnaðarríki.
Og fyrir alls kyns iðnað er það
hagkvæmast að verzlunin sé
sem frjálsust, sem minnstir toll-
ar leggist bæði á hráefni og full-
unna framleiðslu.
Þetta eru þau grundvallarlög-
mál, sem við erum sammála um.
Að öðru leyti vitum við ekki
nákvæmlega hvernig aðferð verð
ur beitt til að ná markinu.
Það er eitt meginverkefni Frí-
verzlunarsvæðisins að viðhalda
viðskiptatengslunum við löndin
sex í Evrópumarkaðnum. Þess
vegna kvað fyrirlesarinn rétt að
athuga sáttmála Evrópu-
markaðarins og íhuga hvað af því
sem þar stæði gæti átt við Frí-
verzlunarsvæðið.
Hvað á að ganga langt í
samræmingu?
Með Evrópumarkaðinum er
verið að nema brott hindranir í
viðskiptum milli landanna og
skapa einn samkeppnismarkað.
Það verður stefnt að hinu sama
með Fríverzlunarsvæðinu, en er
máske ekki hægt að ganga eins
langt. I því sambandi verða ýms-
ir vöruflokkar að sæta sérstakri
meðferð. Til dæmis landbúnað-
arvörur, fiskur, kol og stál og
kjarnorkuefni. Varðandi sam-
keppnisaðslöðuna þarf að rann-
saka stai-fsemi auðhringa og ná
samkomulagi um, að hve miklu
leyti eigi að takmarka þá með
löggjöf. Það þai'f að íhuga farm-
gjöld, þar sem einstök ríki ívilna
stundum vissum iðngreinum með
lækkun farmgjalda. Aðstöðu
tryggingafélaga þarf að samræma
og íhuga þarf flutning fjármagns
og vinnuafls. öll þessi viðfangs-
efni hafa verið rannsökuð í sam-
starfinu um Evrópumarkað og
þar hafa menn komizt tiltölulega
langt í að samræma þetta.
Um þetta allt eru að sjálfsögðu
mjög skiptar skoðanir. Sumir
vilja sem algerasta samræmingu,
jafnvel ganga svo langt að efna-
hagsmálastefna landanna verði
hin sama og þar með sameinað
hið pólitíska vald. Aðrir eru
hræddir við alla samræmingu.
Það fer eftir því hvorum megin í
Framh á bls 18
Þingsályktunartillaga þeirra
Sigurðar Bjarnasonar og Kjart-
ans J. Jóhannssonar um vila við
ísafjarðardjúp, sem rakin var í
blaðinu í gær, er nú komin til
‘nefndar til athugunar.
1 framsöguræðu sinni fyrir til-
lögunni á þingfundi í gær, sagði
Sigurður m. a., að nú væru um 80
ár, síðan Reykjanesvitinn gamli,
fyrsti viti á íslandi, var reistur.
Framan af gengu vitabyggingar
hægt, en nú eru á landinu 102
vitar, um 50 leiðarljós og nokkrar
ljósbaujur. Ýmsir vitanna ex-u
gamlir og úreltir, og tillagan mið-
ar að því að bæta þar úr, að því
Á FUNDI sameinaðs Alþingis
í gær var rætt um tillögu
Bjarna Benediktssonar um,
að þingið kjósi 5 manna nefnd
til að endurskoða löggjöf um
stjórnarráð íslands og gera
tillögur um skipun ráðuneyta
og skiptingu starfa á miF.i
þeirra.
Vantar heildarlöggjöf
f framsöguræðu sinni sagði
Bjarni m.a.:
Meira en hálf öld er nú liðin,
síðan stjórnarráð íslands var
stofnað og æðsta stjórn í flest-
um málefnum okkar fluttist inn
í landið. Um
stjórnarráðið er
engin heildar-
löggjöf til. Nokk
ur löggjöf um
það var að vísu
sett, þegar það
var stofnað, en
aenni hefur ekki
verið breytt í
Bjarni xamræmi við
íýjar aðstæður.
Er því svo komið nú, að þau slit-
ur af löggjöf þessari, sem enn eru
formlega í gildi, eru að mestu
fallin niður fyrir venju.
Þetta hefur valdið því, að
starfshættir í stjórnarráðinu eru
Kópavogur
NÆSTA skemmtun Sjálfstæðis-
félaganna í Kópavogi verður nk.
sunnudag í Tjarnarkaffi. — Að-
göngumiðar fást í skrifstofu Sjálf
stæðisflokksins, Melgerði 1, á
morgun kl. 5—7 e. h. og laugar-
dag kl. 7—9.
Fjárhapáætiun
Hafnarfjarðar
H AFN ARFIRÐI — Landsmála
félagið Fram heldur fund í
Sjálfstæðishúsinu annað kvöld
og hefst hann kl. 8,30. Fundar-
efni verður fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir
árið 1958, en fjárhagsáætlun
bæjarins verður afgreidd nú
einhvern næstu daga. Einnig
verða rædd önnur bæjarmál.
Er Sjálfstæðisfólk hvatt til
að fjölmenna á fundinn.
er snei’tir vitana við Isafjarðar-
djúp.
Einnig er farið fram á það í
tillögunni, að komið sé upp rat-
sjá í Arnarnesi eða á öðrum heppi
legum stað. Fæstir fiskibátar
landsmanna hafa nú slíkt tæki,
og myndi því koma að miklu
gagni fyrir báta, sem gerðir eru
út frá bæjum við Isafjarðai'djúp,
ef það væri sett upp á landi, til
að fylgjast með ferðum þeirra,
eins og tillagan gerir ráð fyrir.
Ratsjáin myndi og auka öryggi í
flugsamgöngum við ísafjöxð. —
Tillögunni var vísað til fjárveit-
ingarnefndar.
mjög á ringulreið. Er jafnvel ó-
ljóst, hvaða ráðuneyti eru til.
Gott dæmi þess er bréf, sem ný-
lega var lesið hér á Alþingi.
Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegs-
málaráðherra skrifaði bréfið til
Sjálfstæðisflokksins, og efni þess
var undirbúningur að stækkun
landhelginnar. Þetta bréf sjávar-
útvegsmálaráðherra var með bréf
haus frá landbúnaðarráðuneyt-
inu. Að réttu lagi mun hvorki
vera til landbúnaðar- né sjávar-
útvegsmálaráðuneyti, heldur eitt
atvinnumálaráðuneyti.
Stjórnarráðið gefur illt fordæmi
Þessi glundroði er ekki nýr og
ekki þeirri stjórn að kenna, sem
nú situr að völdum. Orsakanna
er að leita til þeirrar fjölgunar
verkefna og starfsmanna, sem
smám saman hefur orðið. Eins
og kunnugir vita, kemur það
einnig til, að stundxrm hefur
vandi í sambandi við skipun í
embætti verið leystur með því að
fjölga ráðuneytum. Slíkt ráðslag
hlýtur þó að kosta fé, og er ó-
sýnt, að það leiði til hagkvæmni
í afgreiðslu mála.
Stjórnarráð íslands ætti að
vera til fyrirmyndar um reglu-
semi og gott skipulag. Svo er
ekki eins og nú er, þó að þar
starfi vissulega margt mætra
manna.
Minningarsjóður
um Brynleif
Tobíasson
KENNARAR við Menntaskólann
á Akureyri hafa ákveðið að
stofna minningarsjóð um Bryn-
leif heitinn Tobíasson, sem var
eins og kunnugt er kennari við
skólann í áratugi.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
efnilega námsmenn, sem jafn-
framt hafa áhuga á bindindismál-
um til sagnfræðináms.
Hér í Reykjavík verður gjöf-
um og framlögum í minningar-
sjóðinn veitt móttaka í Bókabúð
Æskunnar við Kirkjutorg.
Mikið veiða-
færatjón
EINS og skýrt er frá á öðrum
stað hér í blaðinu, í frétt af
björgun Ólafsvíkurbátsins Fróða,
var óttazt að bátar frá Ólafsvík
hefðu orðið fyrir veiðarfæratjóni
í gær, er snögglega hvessti og
gerði aftakaveður.
Fréttaritari Mbl. í Ólafsvík,
sagði í gær, að þetta væri í ann-
að skiptið i þessari viku, sem
bátar þaðan, en þeir eru 14, verða
fyrir veiðarfæratjóni. Á mánu-
daginn lögðu þeir línu sína, þar
sem veðurspáin hafði verið hag-
stæð, en óveður skall á og er
skemmst frá því að segja að
Ólafsvíkur-flotinn náði ekki 500
lóðum vegna veðursins. Eftir
óveðrið í fyrrinótt á miðum
Ólafsvíkurbáta, er óttazt mjög að
lóðirnar náist e. t. v. aldrei.
ICvað fréttaritarinn mikla
óánægju ríkja þar yfir ónákvæm
um veðurspám Veðurstofunnar.
22 tonn í róðri
VOGUM, Vatnsleysuströnd: (Jnd-
anfarið hefur afli bátanna héðan
verið tregur. Nú hafa bátarnir
tekið netin og á sunnudaginn kom
einn bátanna Ágúst Guðmunds-
son með mikinn afla. Landaði
hann 22 tonnum af fiski eftir
þennan eina róður
Má segja, að það sé að ýmsu
leyti fyrirmynd um eyðslu og ó-
hæfa starfsskipun. Meðan svo er,
nun vonlaust að ætla sér að
bæta úr göllum á starfrækslu
stofnana, sem undir stjórnarráð-
ið heyra, því að eftir höfðinu
dansa limirnir.
Togstreita flokkanna
Það mun og stuðla að þessu
ástandi, að giundroði er á flokka
skipun hér á landi. Flokkarnir
togast um völdin og vilja láta á
sér og sínum verkum bera. Ég
hef sjálfur staðið fyrir stjórnar-
skrifstofum bæði hjá Reykjavík-
urbæ og ríkinu, og er þar ólíku
saman að jafna. Eru öll vinnu-
brögð hjá Reykjavíkurbæ mun
hagkvæmari og liklegri til að
stuðla að því, að mál fái heppi-
lega afgreiðslu. Þar er ekki held-
ur um það að ræða, að margir
flokkar með ólík sjónarmið séu
samtímis við stjórn.
Samstaða nauðsynleg
Mál þetta er þýðingarmeira en
í fljótu bragði mætti ætla, og er
mikilvægt, að það verði leyst án
þess að deilur verði um það milli
flokka. Það er allra hagur, ef
unnt verður að sameinast um að
gera nýja skipun á málum stjórn
arráðsins, og því er í tillögu
minni lagt til, að Alþingi kjósi
nefnd til að fjalla um löggjöf um
það, en ekki gert ráð fyrir, að
ríkisstjórnin láti vinna verkið.
Tillögunni var visað til 2. umr,
og fjárveitinganefndar.
— G. E.
102 vitar era nú á Mandi
Frá Alþingi:
Bæte starfshætti stjórnarráðsins
loggiöfin um þetta efni er nú
mjög ófolSkoinin