Morgunblaðið - 06.03.1958, Qupperneq 6
6
MORCUNBT. AÐIÐ
Fimmtudagur 6. marz 1958
Mannúður- og menningnrstarf,
sem gott er að minnast
ÞAÐ hefur löngum þótt prýða
hvern mann að víkja vel að
þeim, er ýmissa orsaka vegna
þurfa að taka þungum örlögum,
svo sem heilsuleysi eða fátækt.
Hvernig menn bregðast við, er
nágranninn þarfnast aðstoðar,
lýsir hugarfari þeirra og þroska.
Allir óska sér farsældar. Farsæld
getur sérhver maður hlotið með
því m. a. að vanda framkomu
sína við samborgarana, sýna
þeim jafnan tillitssemi og veita
þeim hjálp, er erfiðleikar steðja
að þeim. Með slíkri framkomu
yljar maður ekki aðeins líf
þeirra, er verða hjálparinnar að-
njótandi, heldur og sitt eigið líf,
og er það umbun fyrir góðverkið.
Báðum, gefanda og þiggjanda,
veitist blessun, nýr þróttur, og
lífsviðhorfið verður heilbrigðara
cg bjartara.
Til þess að reyna að ná sem
beztum árangri í þessu efni, eru
hér og þar í landinu félög, sem
láta mannúðarmálin til sín taka.
Með fyrirhyggju og framsýni
kosta slik fyrirmyndarfélög
kapps um að vera jafnan við-
búin, er veita þarf aðstoð. En
því aðeins megna þessi félög
að vera viðbúin til hjálpar, að
menn séu reiðubúnir að leggja
þeim lið, er til þeirra er leitað
í þessu skyni, því að útlátin
fara eftir því, sem einstakling-
arnir láta af hendi rakna.
Sérstaklega skal nú getið eins
slíks félagsskapar sem lengi
hefur látið sig þessi mál skipta.
Er það stúkan Frón nr. 227,
sem átt hefur, svo sem kunnugt
er, m. a. frumkvæði að mörgum
gagnlegum nýjungum um boðun
bindindis o. fl., að ógleymdu
bjögunarstarfinu, margháttaðri
aðstoð og hjálp við þá, er áfeng-
ið hefur fest klærnar í, enda hef-
ur stúkan eins og vænta má forð
að æði mörgum frá því að verða
áfenginu að bráð. Að fjölmargir
hafa notið ávaxtanna af þessu
þróttmikla starfi stúkunnar, sem
mörgum öðrum framkvæmdum
hennar mun eiga rætur í traust-
um félagsanda og sönnum bróð-
urhug, sem er aðalsmerki stúk-
unnar og hinn bezti orkugjafi til
sameiginiegra átaka.
Þegar svo er ástatt í félagsskap
sem nú var sagt um stúkuna
Frón, má vissulega mörgu góðu
til leiðar koma. Eðlileg afleiðing
einhugans er stofnun Styrktar-
sjóðs stúkunnar. Tilgangur sjóðs-
ins er hinn göfugasti, svo sem
að styrkja og gleðja menn með
fjárframlögum, einkum sjúka eða
fátæka, ennfremur að kosta dvöl
þeirra, er þess þurfa, í hvíldar-
eða hressingarheimili, svo sem
skipulagsskrá fyrir sjóðinn mælir
fyrir um. Og síðar, er sjóðurinn
verður þess megnugur, má veita
úr honum styrki til ýmiss konar
náms, ef það mætti verða til þess
að viðhalda og jafnvel auka
menntandi félagslíf og efla bind-
indisstarfsemi. Þannig er ætlunar
verk sjóðsins tvíþætt, bæði í
mannúðar- og menntunarskyni.
En til alls þessa þarf fé, mikið fé,
ef vel á að vera. Frónsfélagar
hafa sett takmarkið hátt, enda er
fórnarlund ríkjandi innan vé-
banda stúkunnar, og margir utan
hennar hafa þegar sent sjóðnum
höfðinglegar gjafir, t.d. óþekkt
hjón á Akureyri. Mörg áheit hafa
og sjóðnum borizt, og ef dæma
má eftir fjölda þeirra, er gott að
heita á hann. Sjóðurinn nýtur
ennfremur verðskuldaðrar viður
kenningar þess opinbera með
nokkrum styrk.
Nýlega bárust sjóðnum minn-
ingarspjöld að gjöf frá einum vel
unnara hans. Geta allir fengið
þau. Fást þau hjá formanni sjóðs-
stjórnar, frú Ágústu Pálsdóttur,
Mávahlíð 37, ritara, frú Sigríði
Jónsdóttur, Drafnarstig 2, með-
stjórnanda, frú Arnbjörgu Stef-
ánsdóttur, Bragagötu 21, ennfrem
ur æðsta templar stúkunnar, Guð
mundi Illugasyni, lögregluþjóni
hjá sakadómara. Gjaldkeri sjóðs-
ins er Sveinn Sæmundsson, yfir-
lögregluþjónn. Eru þegar farnar
að berast minningargjafir til
sjóðsins.
í kvöld efna konurnar i stúk-
unni Fróni til skemmtunar í
Templarahöllinni til ágóða fyrir
Styrktarsjóðinn, sem jafnan eru
veittir styrkir úr, þótt enn eigi
hann fyrir sér að eflast og auk
ast, öldum og óbornum til
gagns og gleði.
Styrktarsjóðsvinur.
fr verzlunarslaSur
FRIÐJÓN Þórðarson flytur í efri
deild Alþingis frumvarp til laga
um, að löggiltur verzlunarstaður
skuli vera að Skriðulandi við
vegamót Vesturlandsvegar og
Skarðsstrandarvegar í Saurbæj-
arhreppi í Dalasýsliu.
í greinargerð segir flutnings-
maður m. a.:
Eitt að elztu samvinnufélög-
um á landinu, Kaupfélag Saur-
bæinga í Dalasýslu, er 60 ára
um þessar mundir. Aðalhvata-
maður að stofnun þess var Torfi
Bjarnason í Ólafsdal. Félagið hef-
ur um áratuga skeið rekið verzl-
un við Salthólmavík. Hafnarskil-
yrði eru þar engin að segja má,
enda Gilsfjörður grunnur og
útfiri mikið. Hefur uppskipun á
vörum því reynzt mjög erfið og
kostnaðarsöm þrátt fyrir mikinn
dugnað og atorku margra Saur-
bæinga. Það varð því að ráði að
flytja verzlunarstaðinn upp í
sveitina, þar sem hann liggur vel
við samgöngum á landi. Keypti
félagið landspildu að Máskeldu í
Saurbæ við vegamót Vesturlands-
vegar og Skarðsstrandarvegar.
Þar hefur hú verið reist mynd-
arlegt nýtízku verzlunarhús á
skömmum tíma. Var það vígt fyr-
ir stuttu og staðnum valið nafn-
ið Skriðuland. 1
Frumvarp þetta er flutt til að
löggilda hinn nýja verzlunarstað.
Núverandi stjórn Félags veggfóðrarameistara. Talið frá vinstri:
Ólafur Ólafsson, varaformaður, Ilalldór Ó. Stefánsson, með-
stjórnandi, Sæmundur Kr. Jónsson, formaður, Friðrik Sigurðs-
son, meðstjórnandi og Einar Þorvarðarson, féhirðir.
Félag veggfóðrarameist-
ara í Reykjavík 30 ára
SUNNUDAGINN 4. marz 1926
héldu starfandi veggfóðrarar í
Reykjavík fund í baðstofu Iðnað-
armannafélagsins til þess að
stofna með sér félag í iðngrein
sinni, sem hlaut nafnið Vegg-
fóðrarafélag Reykjavíkur. Fund-
arstjóri var kjörinn Viktor K.
Helgason og fundarritari Sigurð-
ur Ingimundarson. Lagt var
fram uppkast ao lögum.
Formaður var kjörinn Viktor
K. Helgason, ritari Sigurður
Ingimundarson, fehirðir Björn
Björnsson. Endurskoðendur Hall-
grímur Finnsson og Sveinbjörn
Stefánsson. Fulltrúi í Iðnaðar-
mannafélaginu Ágúst Markússon.
Þessir rnenn eru þeir fyrstu,
sem leggja fram krafta sína i
þágu þessa félags, sem nú hinn
7. marz minnist 30 ára afmælis-
ins með hófi í Breiðfirðingabúð.
Eitt athyglisverðasta starf þess-
ara manna er sköpun ákvæðis-
taxta fyrir félag sitt. Þeir reistu
sér þar minnisvarða, sem enn í
dag stendur óhaggaður. Var sá
verðtaxti samþykktur á öðrum
fundi félagsins, sem haldinn var
29. marz sama ár. 13. júní 1932
er samþykkt að breyta nafni á
Veggfóðrarafélagi Reykjavíkur í
Meistarafélag veggfóðrara í
Reykjavík, og ári síðar er stofn-
að Sveinafélag veggfóðrara. 18.
febrúar 1945 eru þessi tvö félög
sameinuð í eitt félag, Félag vegg-
fóðrara í Reykjavík. Fyrsta
stjórn þess var skipuð eftirtöld-
um mönnum: Formaður Guðjón
Björnsson, varaformaður Ólafur
Guðmundsson, féhirðir Jóhannes
Björnsson, ritari Þorbergur Guð-
laugsson, meðstjórnandi Frið-
rik Sigurðsson. Með sameiningu
sveina og meistara í eitt stéttar-
félag hefst nýr þáttur í sögu
stéttarinnar. Sveinar og meistar-
ar ræða mál sína á sameiginleg-
um vettvangi.
Helzt þetta samstarf fram til
ársins 1957, að stofnað er Félag
veggfóðrarameistara í Rvík. —
í stjórn voru kjörnir: Form.
Sæmundur Kr. Jónsson, vara-
form. Ólafur Ólafsson, féhirðir
Einar Þorvarðarson, ritari Hall-
dór Ó. Stefánsson, meðstj. Frið-
rið Sigurðsson.
Frá upphafi hafa veggfóðrarar
tekið virkan þátt í félagssamtök-
um iðnaðarmanna, svo sem Lands
sambandi iðnaðarmanna, Sveina-
sambandi byggingarmanna og
Sambandi meistara í byggingar-
iðnaði. Á þessum þrjátíu árum,
sem liðin eru frá stofnun þessa
stéttarfélags, hafa orðið miklar
og margvíslegar breytingar. —
Upphaflega byggðist vinnan aðal-
lega á því, sem nú þekkist várla,
en það er strigaklæðning og vegg-
fóðrun. Enda voru þá timburhús
í miklum meirihluta hér í höfuð-
staðnum. Það féll í hlut vegg-
fóðrara að annast fleiri greinar
í byggingariðnaðinum, svo sern
að leggja linoleumdúka, gummí,
kork og hljóðeinangrun ásamt því
sem fyrr greinir. Þá hafa ýmis
ný efni komið hér við sögu und-
anfarin ár, svo sem plastefni af
ýmsum tegundum á gólf og
veggi. Á þessum merku tímamót-
um er viðeigandi að minnast
þeirra manna, sem lengst hafa
starfað að velferð félagsins.
Viktor Kr. Helgason var hvata-
maður að stofnun þess og jafn-
framt fyrsti formaður þess. Hann
er nú látinn. Hallgrímur Finns-
son var um margra ára
skeið formaður Meistarafélags
veggfóðrara, en Ólafur Guð-
mundsson hefur lengst vei-
ið formaður félagsins, eða í sam-
fleytt níu ár. Þessum mönnum
og öðrum þeim, sem hafa dyggi-
lega unnið að velferðarmálum
þess, vill félagið færa hinar beztu
þakkir með ósk um, að það megi
njóta sem lengst góðra starfs-
krafta þeirra á ókomnum árum.
shrifar úr i
daglega lífinu
IGÆR birtist hér i dálkunum
bréf ' um dansskemmtanir
þær fyrir unglinga, sem haldnar
eru í Góðtemplarahúsinu á
sunnudagskvöldum.
Velvakandi hefur átt tal um
málið við séra Braga Friðriksson,
framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs
Reykjavíkur. Hann sagði, að
dansskemmtanir þessar væru til-
raun til að bæta skemmtanalíf
unglinganna í borginni. Fyrir
þeim standa auk æskulýðsráðsins
áfengisvarnanefnd og þingstúka
Reykjavíkur. Skemmtanirnar
hafa verið á hverju sunnudags-
kvöldi að undanförnu, þær hefj-
ast kl. 8,30 og standa til kl. 11,30.
Þar eru ýmis dagskráratriði auk
dansins, og njóta samkömurnar
mikilla vinsælda mgðal ungling-
anna. Flestir eru þeir á aldrinum
14 til 16 — og allt upp í 18 — ára.
Góðtemplarahúsið tekur 175
manns, en mun fleiri hafa yfir-
leitt viljað komast að. Er nú
unnið að undirbúningi þess, að
stofnaðir verði sérstakir skemmti
klúbbar til að koma í veg fyrir
leiðindi í þessu sambandi, en frá
því máli er ekki fullgengið. Hins
vegar hefur ekki annað verið
unnt en að selja miða þeim, sem
fyrstir hafa verið á staðinn. Séra
Bragi tók sérstaklega fram, að
alls ekki vseru seldir nema 2
miðar til hvers unglings, svo að
fullyrðing bréfritarans um, að
strákar hefðu keypt 6 miða hlyti
að vera á misskilningi byggð.
Konan, sem borðar
með prjónum, skrifar
matreiðslubók
ARGIR ykkar, lesendur góðir,
hafa sjálfsagt lesið bók, sem
Almenna bókafélagið gaf út fyrir
jólin og heitir Konan mín borðar
með prjónum. Bókin fjallar um
dvöl höfundarins, Danans Karls
Eskelund í Kína og reyndar víðar.
Segir þar frá hörmungum styrj-
aldarinnar milli Kínverja og
Japana og ýmsu öðru ófögru, en
þó er bókin bráðskemmtileg,
enda rituð af blaðamanni (!).
Eins og nafn bókarinnarbendirtil
giftist Karl Eskelund kínverskri
konu, Chi-Yun. Nýjustu fréttir
frá Danmörku herma, að hún
hafi nú einnig gerzt rithöfundur,
og er bráðlega að vænta frá
henni bókar um kinverska mat-
argerð.
Ritun bókarinnar hefur ekki
verið neitt gamanmál. Chi-Yun
lærði aldrei að búa til mat heima
hjá sér í Kína Á æskuheimiii
hennar var sprenglærður kokk-
ur, og það þótti alls ekki hæfa,
að heimasæturnar lærðu þessi
fræði. Chi-Yun hefur orðið að
rifja upp, hvernig réttirnir litu
út og voru á bragðið, og fikra
sig svo áfram í eldhúsinu sínu.
Hún hefur reyndar haft við
höndina gamla kínverska
skruddu um matargerð. en
skræða sú hefur komið að litlu
haldi. Danir kunna ekki að borða
með prjónum og auðvitað varð
frúin að notast við það, sem «r
á boðstólum í matvöruverzlunum
í Danmörku. Slöngur, villikatta
kjöt og lótusrætur fást t.d. hvorki
í Eplatóftum né á Friðriksbergi,
fremur en í Reykjavik eða Haga-
nesvík. Sherry kemur því í stað
kínversks guluíns og hver veit
hvað.
Matarvenjur Kínverja eru
margar hinar furðulegustu. Rétt-
irnir eru ekki taldir heitir eða
kaldir eftir því, hvað hitastigið
í þeim myndi mælast. Þar koma
til einhver dularfull fagurfræði
leg sjónarmið. Fiskur er t-d. kald
ur réttur, þó að hann komi beint
upp úr sjóðandi vatninu. Engifer
er hins vegar heitur. Þess vegna
hafa menn engifer með fiski. Ef
„kalt“ krydd væri hins vegar haft
með köldum mat, væri það vís-
asti vegurinn til að verða veikur
að áliti þeirra í Kína. Og komi
maður í veitingahús og biðji um
fisk og ætli að dreypa á köldu
víni, fæst það alls ekki framreitt.
Hvaða veitingahús vill stuðla að
því, að gestknir leggist í rúmið?
Svo er það fjöldi réttanna.
Hann fer eftir því, hve margir
sitja til borðs. Ef haldið er boð
fyrir 10 gesti þykir vel hæfa
að hafa allt að 30 rétti og þeir
eru allir bornir inn í einu, svo
að hver geti snúið sér beint að
því, sem honum lízt bezt á.
Gestur Ólaisson
kennari 50 óra
í DAG er Gestur Ólafsson, kenn-
ari við Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri, fimmtugur. Það er ekki
lengur neinn stórviðburður þó
maður verði 50 ára gamall. Ekki
get ég samt látið hjá líða, að
minnast þessa unga manns örlít-
ið, þó ég viti vel, að Gestur kann
mér enga þökk fyrir.
Hann er fæddur á Vöglum í
Eyjafirði, h. 6. marz 1908, kom-
inn af bændafólki í báðar ættir
og alinn upp á góðu, eyfirzku
bændaheimili.
Gestur er stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1929 og ef
einn úr hópi fyrstu, reglulegu
stúdentanna þaðan.
Hann varð cand. phil. við há-
skólann í Kaupmannahöfn, þar
sem hann fyrst lagði stund á nátt
úrufræði, en síðar lauk hann
prófi frá Köbmandsskolen í
Kaupmannahöfn. Eftir heimkom-
una til íslands, stundaði Gestur
fyrst tollgæzlustörf, en árið 1943
byrjaði hann kennslu við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri, fyrst
sem stundakennari, en hefur síð-
an 1945 haft kennslu sem aðai-
starf.
Ég hygg að allir, sem til
þekkja, muni vera sammála um.
að Gestur sé ágætur kennari,
sem nýtur mikilla vinsælda
bæði meðal nemenda sinna og
samkennara.
Kvæntur er Gestur gáfaðri
myndarkonu, Guðlaugu Þorsteins
dóttur, og eiga þau eina dóttur
barna, Ragnheiði, sem nú er í
landsprófsdeild Gagnfræðaskó’.-
ans.
Það verða sjálfsagt margir,
sem heimsækja þau hjón í dag, á
hinu vistlega heimili þeirra í
Goðabyggð 1, þar sem Gestur heí
ur byggt skemmtilegt hús, því
meðal annarra hæfileika, er hann
einnig þjóðhaga smiður.
Ég þakka þér margar góðar
samverustundir, Gestur minn, og
óska þér og fjölskyldu þinni alls
góðs í framtíðinni.
Vinur.