Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 9

Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 9
Fímmtudagur G. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 9 Er bændabrjóslvömm að bila? MJÖG væri það æskilegt, að þeir menn sem bjóða sig fram til að vera brjóstvörn okkar bændanna, settu sig betur inn í málefni og lífsafkomu okkar, en raun ber vitni. Ég býst við, að öllum bænd- um á Suður- og Vesturlandi sé sumarið 1955 minnisstætt. Trú- mennska og þrotlaust starf bónd- ans þetta sumar við veðráttuna, sína bezt afrek hans í starfi v;ð erfið kjör. Vetrarforðinn, sem tókst að bjarga að síðustu í hlöð. ur okkar um haustið, er vafalaust afrek — „met“. Hefðu bændur þá lagt árar í bát, eins og veðráttan gaf tilefni til, hefði orðið fellir á búpeningi. Hvað hefði það kostað? Svo varð þó ekki. Hrakning- urinn gafst vonum betur og bjargaði því mikil fóðurbætis- gjöf, sem kostaði okkur bændur 600 kr. á kú. Afurðatapið varð að mínnsta kosti 1—2000 kr. á kú. Sauðfé hefir vafalaust þurft mik- inn fóðurbæti. Það mál þekki eg ekki. Afurðatap á sauðfé varð mjög tilfinnanlegt að ég heid. Það segir sig sjálft að upp í þetta segja hailærislánin lítið. Eftir 5. júlí þetta sumar má segja að ekki stytti upp til miðs septembers að undanskildum 12 tímum. Allur garðávöxtur brást, því hitastig var frá 2—8 gr. dag- lega. Nú komust bændur ekki hjá því að fella af fóðrum og urðu fyrir aðallega hross og kýr. Fyrir kýrnar fékkst 6—800 kr. Nú vildi Fénaður á gjöf frá líiiðjtim des. BORG, Miklaholtshr., 1. marz. — ÞAÐ sem liðið er af þessum vetri, má segja að hafi verið mjög gjafafrekt. Víða er fénaður búinn að vera á fullri innigjöf síðan um miðjan desember. Veð ur hafa oft verið slæm, snjó hef- ir rifið nokkuð mikið af, en blot- ar hafa oft verið svo snjórinn hef ir farið í gadd, er því jarðarum- búnaður slæmur vegna svella og gadds. — Samfara veðurham hafa verið miklar símabilanir í vetur. Heiisufar fólks má heita að hafi verið gott, nú fyrir nokkru hefir verið að ganga hér slæm kvef- pest samfara miklum hita og van líðan. Mjólkurflutningar hafa gengið sæmilega í vetur, engar veru- legar truflanir hafa orðið. Vegagerð ríkisins hefir haft hér ýtu til hjálpar þegar slæmt hefir verið, og er það mikil fram för í samgöngumálum að hafa slíkt hjálpartæki þegar erfiðlega hefii gengið að komast um þjóð- vegmn. Undanfarna daga hefir verið gott veður og fjallvegir, Fróðárheiði og Kerlingarskarð, ágætlega fært. En í dag hefir ver ið vestan él og fennt töluvert, má þvi búast við að færð hafi þyngzt þess vegna. — P. P. Flytja Frakkar 40 þús. Túnisbúa? LONDON, 28. febr. — Stjórnar- völdin í Túnis létu í dag hand- taka 12 Frakka á Bizerta-svæð- inu. Var þeim gefin skipun um að hverfa úr landi þegar í stað — og fylgdi Túnislögreglan mönn unum um borð í flugvél, sem fiutti þá til Frakklands. Ekki var mönnunum heimilað að hafa eigur sínar meðferðis — og Tún- istjórn hefur enga skýringu gef- ið á máli þessu. Talið er, að Frakkar ætli sér að flytja alla íbúa af allbreiðu belti Túnismegin við alsírsku landamærin — og gera það að hlutlausu svæði. Ef úr fram- kvæmdum veröur, verða Frakkar ai- flytja 35—40.000 Túnisbúa búferlum. svo til að nýbúið var að hækka mat á búpeningi til skatts, t. d kýr í 3000 kr. Ekki voru það bjargráð fyrir okkur. Nú er sum- arið 1955 ekki eina árið, sem klórað hefur okkur bændum um fjárhaginn. Karakúlpestina hafa flestir bændur orðið varir við Hvað hefur það kostað land og lýð? Kalárin 1951 og ’52 gerðu veru- legan usla í fjárhag okkar bænda Hvað berum við svo úr být- um? Kr. 2,90 fyrir lítra af mjólk, sem eru aðaltekjur okkar. Aætlað verð hjá vísitölubúinu er kr. 3,50 fyrir mjólkurlitra. — 20% affoll þar. Hvað myndi launþeginn segja ef dregið væri 20% af kaupi hans vegna þess að framleiðslan gæti ekki greitt meira? Þetta verða bændur að þola. Bændur fórnuðu 12 aurum af mjólkurlítra 1953 í vinnudeilunni til þess að sættir næðust. Fleira mætti tína til. Eg spyr Pál og Bjarna. — Þekkið þið svona illa lífskjör okkar bænda, eða eruð þið að gera ykkur þetta til dundurs? Ekki er von að vel fari, þegar brjóstvörn bændanna bilar svona höi-mulega. Víst er tími komin fyrir okkur bændur, að leita okk- ur styrkari stoða. Alþingi mun á sínum tíma ekki hafa til þess ætlazt, er lánin voru veitt, að freklega yrði að því gengið að innheimta þau. Þó er hagur bænda nú orðinn erfiðari en áð- ur var og óhagstæðara að fella búpening til greiðslu skulda en þá var og er þá langt til jafnað. Þeim sem ekki stendur á sama um afkomu og þrifnað bænda- stéttarinnar settu að gjöra sitt til, að fría þá við að innkallaðar verði þessar skuldir. Flótti úr sveitinni er þegar nógur. Þórustöðum, 28. febr. 1958. Pétur Guðmundsson. Hólaskóla gefin málverk af skólasfjórahjónum Á SL. ári var Bændaskólinn á Hólum 75 ára og í tilefni þess fóru fram á Hóium hátíðahöld, sem greint var frá í blöðum og útvarpi um þær mundir. Þar komu saman nemendur frá ýms- um skeiðum í sögu skólans. Með- al annars hittust þar margir þeirra, er nám stunduðu á Hól- um í skólastjóratíð Steingríms Steinþói-ssonar núverandi búnað- Góð, hressandi skemmtun EITT af stærstu og reisulegustu félagsheimilum landsins er Hlé- gai'ður í Mosfellssveit, og það mun rekið með menningarbrag og allmiklum myndarskap. Þar hafa ýmis félög sveitarinnar her- bergi fyrir starfsemi sína, sveitar stjórn heldur þar fundi, þar fer fram kennsla í ýmsum greinum, þar er til húsa bókasafn Kjósar- sýslu og Mosfellssveitar, þar eru leikin leikrit, haldnir fundir, sam komur af ýmsu tilefni og skemmt anir, ýmist fyrir hreppsbúa ein- göngu eða fyrir alla, sem þær lystir að sækja, og yfirleilt mun þar takast að koma í veg fyiir, að gleðskapurinn snúist upp í ýfingar og átök — eins og sums staðar hefur viljað við brenna. Hlégarður hefur því orðið það, sem félagsheimili eiga að vera, miðstöð félags- og menningar- starfs í sveitinni og skemmtistað- ur, þar sem ungir og gamlir geta lyft sér upp án hættu á að verða fyrir aðkasti eða jafnvel barsmíð. Ungmennafélagið í Mosfells- sveit heitir Afturelding. Það hef- ur með höndum margvíslegar íþróttaiðkanir, en einnig félags- Htrp standa hðllnm fæti, þegar til peiðsla kemur LANDEYJUM, 20. febr. 1958. — Það má segja, að frá því í byrj- un desember hafi verið hér stöð- ug harðindi og allur fénaður að mestu á gjöf. En það óvenjulegt mjög hér í lágsveitum. Snjór var nokkur um tíma, en olli ekki verulegum samgönguörðugleik- um. Mjólkurflutningar hafa t. d. gengið að kalla hindrunarlaust En frosthart hefur verið frekar venju. Frost komst oft í 12—14 stig á sjávarbæjum og töluvert hærra ofar í sýslu. Þegar kom fram í febrúar breytti um tíð. og nú er hér um slóðir alautt og austanþeyr. Ef öskudagur á að eiga sér átján bræður á föst- unni, eins og gamla fólkið segir, má búast við, að fastan verði mild og hagstæð. Og oft er það gott, sem gamlir kveða. Félagslíf. Víða er á bæjum íátt fólk um þetta leyti árs. Unga fólkið neld- ur að heiman til náms eða í at- vinnuleit. Þó er reynt að halda uppi skemmtanalífi svo sem föng eru til. Kvenfélagið Bergþóra í Vestur-Landeyjum hélt t. d. ný- lega veglegt þorrablót með mikl- um kræsingum og fjörugum skemmtiatriðum. Var það mjög vel sótt. Ungmennafélagið Njáll hefur haft félagsvist við og við. Félögin í Austur-Landeyjun- ungmennafélag, kvenfélag og búrfhðarfélag, hafa gengizt fyrir kvöldvökum til skiptis í Gunn- arshólma, og er vel til þeirra vandað. Búnaðarfélögin í Hvol- hreppi og Fljótshlíð hafa haldiö myndarleg þorrablót. Ráðunaut- ar Búnaðarfélags Islands og Bún- aðarsambands Suðurlands héldu þessa dagana fraeðslufundi hér í austursýslunni, annan að Heima- landi undir V-Eyjafjöllum og hinn í Njálsbúð í Vestur-Landeyj um. Vel sótt á báðum stöðum. A þessum fundum mættu Óii Val ur Hansson, hinn nýi garðyrkju- ráðunautur Búnaðarfél. Íslandí, Agnar Guðnason og Einar Þor steinsson, fluttu erindi og sýndu kvikmyndir. Rafnmagn Rafmagn frá Sogsvirkjun er nú komið á alla bæi í Vestur-Land eyjum og sex baei í Austur-Land- eyjum. Var þessu verki lokið á síðastl. sumri. Og sem af líkun: ræður, var rafmagninu fagnað sem hinum mesta aufúsugesti. Seint í haust hófust framkvæmd- ir aftur í Austur-Landeyjum. Stóð til að koma þá rafmagni á 18 bæi, en nú er sem betur fer ákveðið að taka fyrir svo til alla sveitina og auk þess nokkra bæi í Vestur-Eyjafjallahreppi (Hólma bæi). Óþurrkalánið. Mönnum brá heldur en ekki í brún hér eystra, þegar farið var að innheimta oþurrkalánið svo- kallaða í byrjun þessa árs. Þótti óviðkunnanleg nýársgjöf. Sunn- lenzkir bændur höfðu búizt við að sama gengi yfir þá og aust firzka bændur. Munu og margir standa höllum fæti, þegar ti’. greiðslu kemur. Sanngjarnir menn hafa litið svo á, að lán þessi væru fyrst og fremst styrk- ur veittur til að mæta tjóni, er varðaði þjóðina alla. Framkoma sumra framámanna landbúnaðar- ins í þessu máli virðist í mesta máta einkennileg, og sannast þat að heggur sá, er hlífa skyldi. — Annars heyrir maður helzt á bændum, að þeir hyggist ekki borga. Ur einum hreppi, Vestur Landeyjahreppi, munu hafa bor- izt almennar áskoranir frá bænd- um um eftirgjöf þessara lána Er líklegt að bændur úr fleiri hreppum láti til sín heyra, og sendi áskoranir um eftirgjöf. E. H. þróun unga fólksins í sveitinni. Það vinnur því gott og gagnlegt starf. Nú í vetur hefur það tekið fyrir að æfa og leika leikritið Grænu lyftuna, eftir Avery Hop- wood. Hefur Klemens Jónsson, leikari, tekið að sér sviðsetnmgu og leikstjórn. Leikritið hefur þeg ar verið leikið tvisvar í Hlégarði við mikla aðsókn, og hafa áhorf- endur skemmt sér mjög vel. Leikritið er ærslakenndur gam anleikur, en vel gerður og ekki svo léttvægur, að hann geti talizt einskis nýtur. Höfundurinn tekur efnið léttum tökum, en þó fylgir gamninu nokkur alvara. og per- sónurnar eru gæddar lifi, þótt ekki séu þær dregnar djúpum dráttum. Bæði efnisheildin og persónurnar er nógu vel gert til þess, að það nýtur sín alls ekki, nema af „setningi sé slegið“ jafnt í sviðsetningu, leikstjórn, samleik og mótun þeirra persóna, sem mest koma fram á sviðinu. En um allt þetta hefur þarna tekizt mjög vel til — og um sumt með óiíkindum. Billy Barlett, hinn barnalega sakleysingja og sómamann, leik- ur Viggó Valdimarsson. Hlut- verkið er mjög vandmeðfarið, má lengstum lítt út af bregða til þess að persónan fari ekki úr reipun- um og hrökkvi út fyrir svið þess, sem góðum vilja getur talizt sennilegt. En yfirleitt tekst Viggó að láta okkur hlæja í svo til góðri trú að þessum heiðursmanni. Einar Kristjánsson leikur Jack Weeler af lipurð og með hrein- um og beinum heimsmannsbrag, og Arndís Jakobsdóttir tekst svo vel í hlutverki frú Barlett, að það er sem þaulvanur leikari sé þar á sviðinu, og er frúin eðlileg „svo vel drukkin sem ódrukkin“ — ennfremur timbruð, sem raun ar fer henni einna lakast, ef nokk uð niðrandi mætti um þá sóma- konu segja. Margrét Jóhannes- dóttir fer vel með hlutverk sitt í fyrsta þætti og síðan sómasam- lega, og Reynir Guðjónsson fellur vel inn í hópinn. Þuríður Hjalta- dóttir leikur vinnukonu Barletts. Það er litið hlutverk, en Þuríði tekst þannig, að áhorfendur sjá alltaf eftir henni, pegar hún fer út af sviðinu, og mest, þegar hún fær að vera lengst inni. Leikstjórinn hefur áreiðanlega unnið fyrir þeim krónum, sem honum hafa verið greiddar fyrir starf sitt, en þrátt fyrir það, þó að hann hafi lagt við það kunn- áttu og alúð og valdið miklu um, hvernig til hefur tekizt, er auð- sætt að sá árangur, sem hinir óvönu leikendur hafa náð, á rót sína að rekja til mikillar vinnu og starfsgleði. Þá er og vitanlegt, að þarna hafa og margir aðrir úr félaginu veitt margvíslega og nauðsynlega aðstoð. Einmitt út í þetta hugsaði ég, þá er ég hafði skemmt mér við að horfa á þennan gamanleik — og um leið sveif það að mér, hve slík starfsemi sem þessi mun mik ilvæg til samheldni og félags- legrar þjálfufiar, sem seinna ...an reynast félagsfólkinu og um- hverfi þess ekki lítils virði til úrlausnar öðrum og veigameiri viðfangsefnum í sjálfum lífsins leik. Guðm. Gíslason Hagalin armálastjóra, en hann var skóla- stjóri á Hólum á árunum 1928— 1935. Við það tækifæri ákváðu nokkrir úr þeim hópum, er út- skrifuðust þessi ár, að efna til samtaka meðal félaganna, og hlutast til um að gerð yrðu mál- verk af þeim skólastjórahjónun- um frú Theodóru Sigurðardóttur og Steingrími, og skyldu mynd- irnar verða eign Bændaskólans. Nú hefur þetta orðið að fram- kvæmd. Örlygur Sigurðsson, list- málari var fenginn til þess að mála myndirnar af þeim hjónun- um og er því starfi nú lokið. Á fimmtudagskvöld þann 21. f.m. var þeim hjónum haldið sam- sæti í samkomusal SÍS við Sölv- hólsgötu og voru málverkin af- hjúpuð og afhent við það tæ-ki- færi. Nefnd úr hópi nemenda, er ver- ið höfðu á Hólum í skólastjórn- artíð Steingríms efndu til sam- komunnar, enda hafði hún ann- azt allar framkvæmdir þessu við- víkjandi, m.a. með því að hafa samband við nemendur um- ræddra árganga, sem að þessu stóðu. í nefndinni voru: Haukur Jörundsson, Haukur Jósepsson, Gústaf Sigvaldason, Sigsteinn Pálsson og Edvald Malmquist. I hófinu mætti nefndin, allmargir aðrir nemendur umræddra ár- ganga, svo og konur þeirra og. nokkrir aðrir gestir. Haukur Jör- undsson stjórnaði hófinu, bauð gesti velkomna og þá sérstaklega heiðursgestina, frú Theodóru og Síeingrím, minntist dvalarinnar á Hólum og Ijúfra minninga frá r.ámsárunum. Lagði hann á- herzlu á, að með því að gefa skólanum málverk af þeim hjón- um teldu þeir, að minning skóla- stjórahjónanna yrði órjúfanlega nátengd staðnum og með þvi vildu nemendurnir einnig votta þakkir sínar. í fjarveru núver- andi skólastjóra á Hólum veitti Gisli Kristjánsson, ritstjóri, mál- verkunum viðtöku fyrir skólans hönd. Hann þakkaði þá tryggð, er Hólamenn stöðugt sýna Hóla- stað, og undirstrikaði þann vott virðingar, sem maklega væri sýndur þeim frú Theodóru og Steingrími af nemendum, er hjá þeim hefðu dvalizt. Sérstakt minni þeirra frú Theo- dóru og Steingríms flutti Pétur Gunnarsson tilraunastjóri. Minnt ist hann þess, hve mikils virði það hafi verið og er fyrir unga menn að njóta heimilislífs á Hól- um, í þeim mæli, sem Hólaskóli ætíð hefur veitt nemendum sín- um, og þess hefði iiann sjálfur að minnast frá sinni dvöl, en þar hefði verið gott að vera undir stjórn þeirra ágætu hjóna. Það taldi hann lán og gæfu Hólaskóla að skólastjóraval hefði þar starf- að og vonaði, að heilladísir mundu sjá um að svo yrði fram- vegis. Búnaðarm.stj. þakkaði fyr ir hönd þeirra hjóna, heiður þann og tryggð, sem þeim væn sýnd með því að sjá svo um, að mynd- ir þeirra yrðu á staðnum í fram- tíðinni, þeim stað, sem sér væri ljúfastur ailra utan sinnar fæð- ingarsveitar. Tjáði hann, að gæfa sín og gengi á lífsleiðinni næst því að hafa eignazt ágætan lífsförunaut, væri það að hafa ætíð mætt heil- hug samstarfsfólks sins, hver svo sem vettvangur þess hafi verið. Hlutur nemendanna hafi ekki ver ið minni en annarra í þessu efni og því hefðu þau hjón mikið og margt að þakka og minnast, en þó sérstaklega nú fyrir vin- áttu alla og heiður, sem þeim væri sýndur við þetta tækifæri, er gleddi þau svo mjög. Fleiri ræður voru fluttar, söngur var og gleðskapur lengi kvölds. — Listamanninum var tjáð þakk- læti fyrir unnið starf, sem almennt álit viðstaddra dæmdi vel heppnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.