Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 16
16
MORGVISBL 4Ð1Ð
Fimmtudagur G. marz 1958
0
WeSj r.i, ha n di E/tir EUGAR MITTEL HOl.ZER
Þýðii.g: Sverrir Haraidsson ó 53 h ti Cf Cý a
Án þess að mæla orð, steig
presturinn eitt skref fram og
þreif í handlegginn á Logan. Oli-
via hijóp til föður síns og tog-
aði í þá hönd hans, sem laus
var. — „I guðs bænum, pabbi.
Ég bið þig. Húðstrýktu hann, en
gerðu þetta ekki“.
Hiklaust, þegjandi og hinn ró-
legasti, dró séra Harmston Log-
an með sér út um dyrnar og nið-
ur tröppurnar. Kona hans kom á
eftir og grátbað hann um að
hætta við áform sitt og Olivia
snökkti, en séra Harmston lét
ailt slíkt sem vind um eyrun
þjóta. Hljóðin í Logan yfir-
gnæfðu alveg rödd frú Harmston
Ellen vældi og skrækti, eins og
hún liði sárustu kvalir. Og nú
höfðu líka þau Gregory, Mabel
og Garvey bætzt í hópinn og öll
eltu þau séra Harmston út í
tunglsskinsbjarta nóttína.
Logan neitaði algerlega að
standa upp, eða nota fæturna
svo að séra Harmston neyddist
til að draga hann, eins og stíf-
an, liðamótalausan viðardrumb,
alla leiðina til skýlisins. Hin
langdregnu vein hans bergmál-
uðu í skóginum og bárust aftur
til þeirra, eins og þungar þján-
ingastunur.
Ellen rak lestina og allan tím-
ann, sem séra Harmston var að
hlekkja Logan fastan, hélt hún
áfram að stynja og væla, í un-
aðskenndri leiðslu. Einu sinni rak
Olivia henni rokna löðrung, en
það hafði engin áhrif. Hún hörf-
aði aðeins eitt skref til baka,
hailaði sér upp að trjábol og
starði áfjáðum augum á prest-
inn, í rökkrinu bak við skýlið,
meðan hann læsti handjárnunum
og festi keðjuna í hi'inginn á
veggnum.
Logan rak öðru hverju upp
andstutt, másandi vein, hás og
titrandi. Þegar séra Harmston
rétti úr sér og yfirgaf hann bak
við skýlið, byrjaði hann að
snökta og toga í hlekkina, í ár-
angurslausri tilraun til að slíta
sig lausan.
Þau frú Harmston, Mabel og
Gregory höfðu þegar snúið heim-
leiðis, en Garvey og Olivia og
Berton héldu sig í nánd við skýl-
ið, Garvey hafði nálgazt Ellen.
Hann hélt um handlegginn á
henni og virtist vera að reyna að
telja hana á að koma heim með
sér. Hún virtist samþykkja það,
því að hún drattaðist ólundar-
lega af stað frá trénu. Garvey
leiddi hana í áttina til eldhússins
og alltaf hélt Ellen áfram að
gefa frá sér sömu gleðihljóðin.
Olivia og Berton reyndu að
stöðva föður sinn, þegar hann
bjóst til að ganga framhjá þeim
og Olivia sagði: — „Pabbi, sýndu
aumingja ræflinum miskun. Þú
veizt að hann er ekki sérlega gáf-
aður. Hann deyr áreiðanlega, ef
þú lætur hann vera þarna einan
í alla nótt. Hann myndi ekki þola
svo ofboðslegan ótta“.
Faðir hennar brosti og klapp-
aði henni á kollinn. — „Ég ætia
ekki að halda honum þarna leng-
ur en hálfa klukkustund, stúlka
mín. Ég vil einfaldlega láta hann
lifa stutta, en rækilega ógnar-
stund — stund sem hann mun
ávallt muna og sem mun lækna
hann af allri löngun til að kasta
hlutum inn um gluggana hérna
í húsinu“.
„Oh, það þykir mér gleðilegt að
heyra“, sagði Olivia. — „Aum-
ingja ræfillinn, hann getur ekk-
ert að þessu gert sjálfur", sagði
Olivia. — „Væri þér ekki sama,
þó að við Berton héldum okkur
hérna í nánd, þessa hálfu klukku
stund?“
„Ef ykkur langar til þess. En
þið megið ekki láta hann vita
um návist ykkar, því að þá kæmi
refsingin ekki að neinu gagni“.
„Nei, nei. Við skulum vera
hérna fyrir framan skýlið. Okk-
ur þykir bara vissara að vera
einhvers staðar nálægt, ef hann
skyldi falla í yfirlið“.
„Hm. En mér finnst ekki lík-
legt, að til þess komi“.
Hann kleip hana glettnislega
í hökuna og hélt svo áfram heim
að húsinu. Á eldhúströppunum
kom hann að Garvey sem sat þar
við hliðina á Ellen. Hann hafði
lagt handlegginn um mittið á
henni og virtist vera að hvisla
einhverju í eyra hennar. Hann
hreyfði sig ekki hið minnsta,
þegar faðir hans kom að tröpp-
unum. Séra Harmston kímdi,
þegar hann gekk framhjá þeim
og sagði: — „Gleymdu samt ekki
honum Paganini, Garvey, dreng-
ur minn“.
„Nei, pabbi. Ég er alveg að
koma inn, til þess að æfa mig.
Hann var dálítið feimnislegur,
en jafnskjótt og faðir hans var
horfinn inn um dyrnar, hélt hann
áfram að kjassa og kanna líkama
Ellenar, sem ennþá skalf og titr-
aði.
Inni í dagstofunni sátu þau
Gregory og Mabel að tafli, þegar
séra Harmston kom inn. Frú
Harmston sat í hægindastólnum
og las i bók, en andlitssvipur
hennar bar glögg merki eftir at-
burð kvöldsins.
„Ekkert heyrzt frá Harry enn,
Joan?“
„Nei, Gerald. Ekki enn“.
„Skoðaðirðu handlegginn á
konunni hans í gær?“.
„Já, hún er á góðum bata-
vegi“.
Hann gekk að stólnum og
strauk bliðlega yfir hár konu
sinnar, laut svo niður og horfði
á bókina í kellu hennar.
„T. S. Eliot aftur, eh?“, spurði
hann.
Hún kinkaði kolli. — „Mér
finnst hann alltaf svo róandi, þeg
ar ég er í æstu skapi“.
„Hm. Ég hefi veitt því athygli".
Hann hló góðlátlega. — „Já, með-
an ég man, Mabel“.
„Já, pabbi“.
„Mér þætti vænt, um það,
stúlka min, ef þú vildir halda
kyrru fyrir í herbergi þínu á
morgun og ekki fara út úr því,
fyrr en ég kem og tala við þig“.
„Sjálfsagt, pábbi“.
Séra Harmston veifaði hend-
inni fyrir framan andlitið. —
„Ja, þessi hiti. Phew. Joan, góða
mín“.
„Já, Gerald?"
„Heldurðu að þú gætir yfir-
gefið Eliot örlitla stund? Ég
þyrfti helzt að tala við þig nokk-
ur orð, inni í Stóru stofunni. Það
tekur ekki nema eina mínútu".
„Auðvitað".
Hún reis á fætur og gekk upp
á loft með honum.
„Þú átt að leika“, tautaði
Gregory.
„Er það? Fyrirgefðu. Ég var
bara svolítið viðutan", sagði
Mabel og hló stuttum, fjörlausum
hlátri.
8.
Öðru hverju brakaði í viðar-
borðunum og í myrkrinu, sem
ríkti í matbúrinu, borðstofunni
og svefnherbergjunum, leyndist
suðið og hljóðið í mörgu örsmáu
kvikindi — suð og hljóð, of lág
eða of há, til að mannlegt eyra
gæti heyrt þau, en samt óum-
deilanlega þar. Nóttin hélt inn-
reið sína, ósnertanleg eins og hlýr
vindurinn sem barst inn um
gluggann og hægt og hátíðlega,
eins og líkfylgd. Og skógurinn
beið og bruggaði í ró og kyrrð
ilm aftureldingarinnar úr dögg,
dauðu laufi og mold. Fljótið
streymdi á.fram í tunglskininu og
tunglskinið dofnaði og dó, en fljót
ið streymdi áfram, án þess að
gera nokkra athugasemd við það.
Þegar árrisul morgunþokan
byrjaði að gera loftið grátt og
rakt, í birtunni sem óx eins og
ský yfir trjátoppum skógarins,
hélt fljótið áfram að streyma,
án þess að hrópa nokkru sinni
já eða nei. Og hvorki lauf né
iim í öllum skóginum hreyfðist
eða kinkaði kolli til samþykkis
því, sem var að gerast.
„Hvorki fljótið né skógurinn
láta sig nokkru varða daginn í
dag eða morgundaginn, líðandi
stund eða framtíð, fremur en
skurðgoð eða granitstuðlar",
hugsaði Gregory með sér og
horfði á hvernig gráminn lýstist
og breyttist í létlan roða. —
„Hvorki fljótið né skóginn dreym
ir drauma. Og þar sem þau geta
ekki dreymt, þá lifa þau án ótta
við þrumur morgundagsins. Ég
hefði átt að vera fljótið eða skóg-
urinn“.
„Dagdraumar og svefn-draum-
ar“, hugsaði Olivia með sér, inni
í næsta herbergi og virti líka
loftið fyrir sér. — „Ég vildi að
ég vissi hvaða munur er á þeim.
Ég hefi haft eins oft martraðir
og ímyndað mér margt og mikið
á daginn og í rúminu mínu á
næturnar, þegar ég er sofandi. ..
The hunter of the east has caught
the sultans turret . .
Hún skríkti.
Mabel hreyfði sig í svefninum.
„Hvar“, hugsaði Olivia með
sér, — „getur draumalandið ver-
ið, þar sem Mabel er nú brosandi
og andvarpandi af ást, eða hras-
andi og hljóðandi, fremst á kletta
brún martraðarinnar. Er það
hérna inni í þessu herbergi, þó
að ég geti ekki séð það? Eða er
það lokað inni í hennar eigin
heila, svo að hún verður í hvert
skipti sem hún sofnar, að ör-
smárri vofu og fer í ævintýra-
legar ferðir um það?“
Hún settist upp í rúminu,
studdi höndum undir hökuna, lét
olnbogana hvíla á koddanum og
horfði á sofandi systur sína. Lík-
ami Mabels virtist óeðlilega lang
ur, grannur og ljósbrúnn í morg-
unskímunni, freknurnar rauð-
brúnar. Vegna næturhitans svaf
hún nakin. Þær höfðu báðar sof-
ið naktar alla síðastliðna viku.
Hárið á Mabel lá útbreytt yfir
SllUtvarpiö
Fimmtudagur 6. marz.
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 „Á frívaktinni", sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
18.30 Fornsögulestur fyrir börn
(Helgi Hjörvar). 18,50 Fram-
burðarkennsla í frönsku. 19,10
Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30
Samfelld dagskrá um Sigurð
Guðmundsson málara (Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður býr
dagskrána til flutnings). 21,30
Tónleikar (plötur). 21,45 íslenzkt
mál (Ásgeir Blöndal Magnússon
cand. mag.). 22,10 Passíusálmur
(28). 22,20 Erindi með tónleik-
um: Jón Þórarinsson tónskáld
talar um Arthur Honegger. —
23,00 Dagskrárlok.
Föstudagur 7. marz.
Fastir liðir eins og venjulega.
— 13.15 Lesin dagskrá næstu
viku. — 18,30 Börnin fara í heim-
sókn til merkra manna. (Leið-
sögumaður: Guðmundur M. Þor-
láksson kennari). — 18,55 Fram-
burðarkennsla í esperanto. —.
20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars
son cand. mag.). — Erindi: Úr
suðurgöngu; II: Feneyjar, Milano,
Assisi (Þorbjörg Árnadóttir). —
21,00 Létt klassísk tónlist (pl.):
Sænskir listamenn syngja og
leika. — 21,30 Útvarpssagan:
„Sólon íslandus“ eftir Ðavíð
Stefánsson frá Fagraskógi; XII
(Þorstemn Ö. Stephensen). —
22,10 Passíusálmur (29). — 22,35
Frægar hljómsveitir (pl.): Píanó-
konsert nr. 1 í d-moll, op. 15 eftix
Brahms (Malcuzynski og.hljóm-
sveitin Philharmonia leika. —.
C. Fritz Rieger stj.). 23,20 Dag-
skrárlok.
r 'arfsstúlkur óskast
Tvær góðar stúlkur óskast í eldhús Vífilsstaðahælis
nú þegar eða 15. marz. — Upplýsingar gefur ráðs-
konan í síma 50332 kl. 2—4 og eftir kl. 8.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar eða seinna á Laugaveg 11.
Gott kaup og góð vinnuskilyrði.
Uppl. gefnar kl. 5—7 í Adlon, Aðalstræti 8,
sími 16737.
2 nýtízku íbúðir
115 ferm. hvor, 4 herbergi, eldhús og bað á 1. hæð
í sambyggingu í Hálogalandshverfi til sölu.
Tvennar svalir eru á hvorri íbúð.
íbúðirnar eru tilbúnar undir tréverk og málningu.
Nýja fasfeignasalan
Bankastæti 7.
Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e. h. 18546.
HOLMENS KANAL 15 C. 174
Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn
í miðborginni — rétt við höfnina.
Herliergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00.
Afgreiðsludama
óskast í vefnaðarvörubúð í miðbænuin.
Til mála kæmi vinna hálfan daginn.
Tilboð ásamt upplýsingum sendist til afgreiðslu
blaðsins fyrir laugardag merkt: „Vón —8789“.
U
r
L
ú
ó
Markús hefir stytt kvalarstríð Brúns. — Jæja, ég get ekki dvalið hér lengur, ég verð að koma Króka-Ref í sjúkrahús