Morgunblaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 6
6
M\>RGUlSBLAÐlb
Sunnudagur 30. marz 1958
^JJvenf)þúáln oe^ h
temti
Páskabaksturinn:
og
SUMAR húsmæður eru e. t. v.
búnar að baka páskabaksturinn
sinn, en kvennasíðan vildi koma
með nokkrar ágætir uppskriftir,
sem geymdar voru til páskanna.
Eg fékk í húsi einu einhverja þá
beztu tertu sem ég hef bragðað
og fékk auðvitað uppskriftina.
Ég hefði nú ekki þorað að birta
hana, nema af því að hún var
í öðru dagblaði núna fyrir
skömmu. En þetta er ákaflega
dýr kaka, en hún er líka góð
eftir því:
Möndluterta.
4 egg eru hræð vel með 100
gr. af sykri. Þá er 100 gr. af
möndlum hökkuð í hakkavél (má
líka í möndlukvöm, kakan verð-
ur allt öðru vísi, en ákaflega góð
þannig líka) ásamt 1 pk. af suðu
súkkulaði. Það er síðan hrært
saman við og bakaðir tveir botn
ar í 15 mín, í 350° (F) heitum
ofni.
Botnarnir eru síðan lagðir
saman með þeyttum rjóma á
milli og þunnt skornum banana-
sneiðum og síðan þeyttum rjóma
ofan á.
Appelsínukaka.
100—125 gr. smjörl.
200 gr sykur
,3 egg
' l tsk. lyftiduft
150 gr hveiti
Vz dl. appelsínusafi
rifinn börkur af einni appelsínu
glerungur
2 di. flórsykur
2 matsk. appelsínusafi eða vatn
Smjörl. er hrært með sykrin-
um, eggin látin út í. Lyftiduftið
og hveitið síðan sigtað saman
við, ásamt safanum og rifna berk
inum. Kökuna má baka annað
hvort í hringformi eða í venju-
legu háu tertuformi, í ca 45 mín.
við 175° (C) (350° F). Glerungn-
um er smurt á er kakan er orðin
köld, en honum má fullt eins vel
sleppa.
Hnetubrauð.
3 bollar hveiti
4 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
% boíli sykur
1 egg
lVz bolli mjólk
Vi bolli brætt smjörl.
1 bolli saxaðar hnetur.
Deigið er hrært. Látið standa
í 20 mín. í smurðu forminu. Bak-
ast síðan í meðal heitum ofni í
um það bil 1 klst. og 10 mín. eða
þar til það er orðið Ijósbrúnt og
stinnt viðkomu. Brauðið er bezt
daginn eftir að það er bakað,
borðað með smjöri.
Smákökurnar.
Og nú skulum við líta á nokkr-
ar prýðisgóðar smákökur.
Bessasfaðakökur.
500 gr. hveiti
500 gr. íslenzkt smjör
500 gr. rifinn toppasykur
(sigtaður)
250 gr flórsykur
egg, sykur og möndlur.
Smjörið er brætt og látið
storkna. Öll syrja skafin neðan
úr. Hveiti og sykur sigtað sam-
an og smjörið mulið saman við.
Hnoðað vel. Flatt út ekki mjög
þunnt og mótaðar litlar kringlótt
ar kökur. Egg borið á miðjuna og
grófum sykri og möndlum stráð
ofan á. Látnar á smurða (með
smjöri) plötu og bakaðar við
mjög vægan hita. Kökurnar eiga
að vera alveg ljósar þegar þær
enr bakaðar.
Aflangar smákökur.
1 kg. hveiti
1 kg. smjörl.
1 kg. sykur
tæpur peli mjólk
1 sléttf. tsk. hjartarsalt
1 egg
Deigið er hnoðað og má annað
hvort renna því í gegnum hakka
vélina og búa til aflangar kökur
eða fletja það út og búa til kringl
óttar kökur, sem síðan eru pensl
aðar með eggi og mödlur látnar
ofan á. Handhægt er að skipta
deiginu til helminga og hafa báð-
ar tegundirnar. Það finnur á-
reiðanlega enginn að þær eru báð
ar úr sama degin"’
7 ,*
■ Sfti
’
'
í, . * ** .
- 771;7 ' hl'V.V
: t *-s
líollarakökur.
200 gr. smjörl.
130 gr. flórsykur
50 gr. hakkað súkkulaði
1 eggjahvíta
225 gr. hveiti
4 matsk. hakkaðir valhnetu-
kjarnar.
Flórsykurinn er sigtaður og
blandað saman við smjörl. Eggja
hvítan, súkkulaðið og hnetu-
kjarnarnarnir hrært saman við
og loks hveitinu hrært saman
við. Þá er deigið hnoðað saman
og búnar til kúlur á stærð við
valhnetur, sem þrýst er aðeins
ofaná. Bakast við vægan hita í
ca. 13 mínútur.
Kókosmakrónur.
100 gr. kókosmjöl
150 gr. sykur
3 eggjahvítur
1 matsk. smjör
vanilla.
Deigið er hrært saman í potti
yfir vatnsbaði (vægum hita) þar
til kominn er á það ittur Þá eru
búnar til kökur með tesk. á méi-
aða plötu og siðan bakaðar við
vægan hita. Cg svo að iokum
mjög góð kleirluuppskrift:
Kleinur.
750 gr. hveiti
125 gr smjörl.
250 gr. sykur
2 egg
kardernommur (ríflega)
ca. 1 pelí mjólk
4 tslí. lyftiduft.
Deigið er hnoðað vel saman,
búnar til kleinur sem steiktar
eru í meðal heitri plöntufeiti.
i 1 A
HIN árlega skákkeppni milli
Austur- og Vesturbæjar fór fram
í Sjómannaskólanum sunnudag-
inn 23. marz. Fyrirliðar voru þeir
Baldur Möller fyrir vestanmenn
og Friðrik Ólafsson fyrir austan-
menn. Liðssafnaður var mikill
fyrir keppnina, og hugðust báðir
aðilar mæta með sínu bezta liði,
en þó urðu heimtur austanrnanna
öllu betri, því sigurmn féll þeim
í skaut 12:3, enda vantaði í hóp
vestanmanna þá Guðm. Pálma-
son, Guðm. S. Guðmundsson, Guð
mund Ágústsson og Eggert Gilf-
er, sem allir voru forfallaðir.
Eigi að síður var keppnin hörð,
og skemmtileg, og t. d. má nefna
skákir þeirra Ingvars og Stefáns,
Benónýs og ’Sveins og Gunnars
Gunnarssonar og Jóns Pálssonar.
Allar voru þessar skákir tefldar
djarflega, og skemmtu áhorfend-
ur sér prýðilega við að fylgjast
með gangi þeirra. Mér finnst vel
til fallið að láta skák fyrirlið-
anna fylgja með þessu rabbi
mínu.
Friðrik náði betri stöðu í byrj
uninni og eftir að Baldur fylgdi
hægfara liðskipunarkerfi á
kóngsvæng út í yztu æsar, náði
Friðrik þungri sókn á drottning-
arvæng, sem hann útfærði
mjög laglega og gafst Baldur upp
eftir 31. leik Friðriks.
Austurbær — Vesturbær
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Baldur Möller.
Spánski leikurinn.
1. e4, e5; 2. Kf3, Rc6; 3. Bb5, a6;
4. Ba4, d6; Steinitz afbrigðið, sem
Capablanca o. fl. hafa álitið
traustasta svarið gegn spánska
leiknum. Baldur fetar dyggilega
í fótspor Steinitz, og forðast að
veikja peðastöðu sína á drottn-
ingarvæng, en tekst ekki að
sama skapi vel að ná sókn kóngs-
megin. 5. c3 Mun nákvæmara en
5. 0-0, sem gefur svörtum færi á
að jafna stöðuna með 5. — Bg4.
5. — Rd7; 6. d4, Be7; 7. 0-0, Bf6;
Óneitanlega þunglamalegur leik-
ur. Vænlegra til árangurs er
7. — Rf6; Kecskemeser-afbrigðið.
8. Rd2, O-O; 9. Hel, De8 og
svartur hefur trausta stöðu, en
öllu þrengri. 8. Be3, h6; Svartur
fylgir ákveðnu markmiði, sem
reynist honum illa. Betra var
8. — Rge7; 9. d5, Rce7; 10. c4, g5;
Sennilega var bezta leiðin hér
10. — Bxa4; 11. Dxa4|, Dd7;
12. A) Dc2, Bg5!; 13. Bxg5, hxgð;
14. Rxg5, Dg4; 15. Rf3, Rg6; og
svartur virðist hafa sóknarmögu-
leika fyrir peðið. Betra er senni-
lega 12.B)Dxd7, Kxd7; 13. c5, Rg6
14. Rc3. Rg8-e7; 15. b4, svartur
hefur létt á stöðu sinni, þó hann
hafi ekki jafnað hana. 11. c5!,
Rg6; 12. Rc3, R8e7; 13. Rd2, 0-0;
14. Bxd7, Dxd7; 15. Rc4, Rc8;
Hvítur hótaði 16. cxd6, cxd6; 17.
Rb6. 16. Hcl, Be7; 17. b4, Kg7?
Leikur, sem kostar svart skipta-
mun siðar í skákinni. Eini mögu-
leikinn á að frelsa stöðuna var
17. — f5; 18. Ra4, Bd8; 19. Ra5
17. — f5; 18. Ra4, Bd8; 19. Ra5
ABCDEFGH
■T*<
A #.W mfk U
7
m iái i
•ölg W%- a :
■ ’ * ■ ■
i m iS á B
n w' - w' n
W/.
m.
ABCDEFGH
19. — c6(?) Leiðir til taps í
nokkrum leikum, en óhætt virð-
ist að fullyrða að ekki finnst vörn
fyrir svartan. 20. dxc6, bxc6; 21.
cxd6, Bxa5; ‘22. bxaa, Dxd6;
23. Bc5, De6; Nú kemur sér illa
að hafa leikið 17. — Kg7;
24. Bxf8t, Kxf8; 25. Db3, Dxb3;
26. axb3, Rce7; 27. RbS, Had8;
28. Hfdl, Hd4; 29. Rd7f, ltg7;
30. Hxd4, exd4; 31. Rc5. og svart-
ur gafst upp.
IRJóh.
Stjörnubíó sýnir nu enn ítölsku kvikmyndina „Stúlkan viö
fljótið” með Sophiu Loren í aðalhlutverki. Er hún nú sýnd
vegna f jölda áskorana.
Um tölur
ff-AÐ mun hafa verið Benjamin
karlinn Disraeli, sem sagði,
að til væri þrenns konar lygi:
lygi, haugalygi og skýrslur. Vei-
vakanda varð á að minn-
ast þessara orða, þegar hann var
að hugsa um umræðuna, sem
íram fór á Alþingi á fimmtudag-
inn og fjallaði um húsnæðismál-
in, en frá henni var sagt í Morg-
unblaðinu í fyrradag.
Þar var verið að deila um
lánveitingar til íbúða, en þrng-
heimi gekk ilia að koma sér sam-
an um, hverjar þær hefðu verið
og var í því sambandi óspart vitn
að í tölur. Félagsmálaráðherra
kom mjög við sögu í þessum um-
ræðum, en hann hefir áður átt í
erfiðleikum með að fá fólk tii að
trúa því, að hann dragi íram þær
töiur, sem raunverulega skipta
máli. Velvakandi ætlar ekki að
fara að lýsa því að ráði, hvað
deilunum olli á fimmtudaginn, en
þá var á einum og sama þing-
íundi deilt um eftirfarandi:
1) Opinberar lánveitingar til
íbúðabyggmga að undanförnu.
2) Sparifjármyndunina.
Nýrega haia einnig staðið hlið-
stæöar deilur á Alþingi um
3) Upphæð umframgreiðslna
ríkissjóðs.
4) Niðurgreiðslur á vöruverði
5) Greiðslur úr útflutnings-
sjóði — og sjálfsagt fleira, þótt
Velvakandi minnist þess ekki í
svirts"”
Það kann að þykja undarlegt,
að deilt skuli vera um staðreynd-
ir, sem ætti að vera unnt að
sannprófa. En sannleikurinn er
þó auðvitað sá, að það getur
verið nokkuð djúpt á sannleik-
anum. Stundum er e. t. v. erfitt
að fá svör við ákveðnum spurn-
ingum, en miklu oítar er erfitt
að vita, að hverju á að spyrja.
Og sé um flókin atriði að ræða,
sein fólk gefur sér ekki almennt
tíma til að setja sig fullkomlega
inn í, er auðvelt verk að halda
tölum fram, sem e. t. v. sýna
eitthvað, — en alls ekki það, sem
máli skiptir. Það virðist vafa-
laust, að almenningur þarf að
vera vel á verði á þessu sviði og
láta menn ekki komast upp með
alls kyns slúður. eins og t. d.
hann Hannibal okkar hefur reynt
að gera að undaniörnu. Sterkt
aimenningsátit, sem fordæmir
viilandi skýrsiugeröir, er bezta
leiðin til að kveða ósómann nið-
ur. Það er nóg af skýrsium, sem
geinar eru, sem eru svo hrópleg
langavitleysa, að allir sjá í gegn-
um þær, ef þær eru lesnar með
athygli. Menn þurfa því ekki að
haía neínar áhyggjur af því, að
nauðsynlegt sé að allir setjist
niður og læri skýrslugerðarvís-
indi og bókfærslu. til að geta
orðið hlutgengir í þjóðverðinum
gegn blekkjandi skýrslum.
„Erum við réttlaus?
4RLEGA kostar ríkið og bæjar-
félög stórum fjárhæðum til
löggæzlu. Þær fjárveitingar
munu ekki vera gagnrýndar af
skattþegnum þjóðfélagsins, —
þeir munu yfirleitt telja því fé
varið til verndar einstaklingnum,
heimilum og félagssamtökum.
Þegar svo slíkir atburðir geta
gerzt, að löggæziumaður er ófor-
varandis sleginn niður þar sem
hann er að gæta laga og réttar,
og honum misþyrmt eins og
drukkinn maður frekast áorkað
í sínum fítensanda, fáum við
óbreyttir borgarar að heyra um
svo óhugnanlegt athæfi og þjóð-
hættulegt sem pro forma inngang
að því, sem ættu að kallast frétt-
ir: nafni og mynd af brotamann-
inum.
Það hefur verið talað um, að
nauðsyn beri til að birta nöfn
þeirra níðinga eða hvað sem á
að kalla þessa menn, en krafan
er — og ég leyfi mér að bera
hana fram — að með nöfnum aí-
brotamannanna, sem valda and-
legum og líkamlegum meiðslum
á samborgurum sínum, verði dag
blöðunum afhent í hverju ein-
stöku tilfelli mynd af viðkom-
andi manni. Nafnið hefur sem
sé lítið að segja til varnaðar, en
ásýnd afbrotamannsins mun að
jafnaði ekki gleymast, en verða
öllu öðru frekar til að friðsamir
borgarar gætu forðast samneytá
við þá, sem nú virðast njót*
hlífðar meira en ég og sennilega
fleiri geta skilið.
Aðalbjörn Arngrímsson.*'